NT - 28.08.1985, Page 7

NT - 28.08.1985, Page 7
Miðvikudagur 28. ágúst 1985 Fátæklingafækkun U í Bandaríkjunum ts NEWSIN BRIEF-] ■ Indverski herinn er nú í viðbragðsstöðu ef öfgasinnar úr röðum sikha skyldu reyna að efna tii óeirða eða fremja hryðjuverk. Herinn hefur nú lokað landamærunum við Pakistan en þar er taiið að harðsnúnustu hryðjuverkamennirnir haldi sig. Washington-Reuler. ■ Bandaríkjamönnum, sem hafa tekjur undir fátækramörk- um, fækkaði nokkuð á seinasta ári. Þeir töldust þá vera 33,7 milljónir talsins en árið 1983 voru þeir 35,5 milljónir. Þetta er í fyrsta skiptið frá því árið 1976 að fólki undir fátækramörkum fjölgar frá ári til árs. Gordon Green aðstoðaryfir- maður manntalsskrifstofu Bandaríkjanna sagði á blaða- mannafundi í gær að orsökin fyrir fækkun fátæklinga væri efnahagsbatinn sem orðið hefði í fyrra og árið þar á undan. Fátækramörkin fyrir árið 1984 eru 10.609 dollara árstekj- ur (um 430 þúsund ísl.kr.) fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þá er miðað við beinar tekjur en niðurgreiðslur á læknisþjónustu eða við húsnæðiskaup ekki teknar með. Stjórn Reagans hefur verið gagnrýnd fyrir niðurskurð á stuðningi við fátæklinga. Er tal- ið að þessar upplýsingar um fækkun fátæks fólks á seinasta ári verði til þess að styrkja stöðu Reagans. Meðalfjölskyldutekjur voru 26.430 dollarar (tæpl. 1,1 millj- ón ísl.kr.) í Bandaríkjunum árið 1984 sem er 3,3 prósent aukning frá því árið áður. Með- Indverjar loka landa- mærunum við Pakistan Óttast heimsóknir hryðjuverkamanna Nýja Delhi-Reuter ■ Indverjar hafa lokað landa- mærum sínum við Pakistan og eflt mjög öryggisvörslu við þau af ótta við að öfgasinnaðir hryðjuverkamenn af þjóðar- broti sikha komi yfir landamær- in frá Pakistan til að vinna hermdarverk í Indlandi. Indverjar ásaka Pakistani um að láta indverskum hermdar- verkamönnum í té vopn og aðstoða við þjálfun þeirra. Starfsemi öfgasinna hefur á undanförnum árum verið sér- staklega mikil í landamærafylkj- unum Punjab, Rajasthan og Jammu og Kashmir sem eru 550 kílómetra löng landamæri við Pakistan. Landamæravarsla er mjög erfið á mörgum stöðum þar sem landamærin liggja um miðja akra og eru oft frekar óskýr. Talið er fullvíst að hryðjuverkamennirnir sem skutu Harchand Singh leiðtoga Akali Dal flokksins í Punjab hafi komið yfir landamærin frá Pakistan. Þrátt fyrir morðið á Harchand Singh, sem var heisti leiðtogi hófsamra sikha, hefur sam- bandsstjórnin í Nýju Delhi ákveðið að hætta ekíci við áður fyrirhugaðar kosningar í Punjab í næsta mánuði. Indverska stjórnin óttast að öfgamenn reyni að hindra kosn- ingarnar með hryðjuverkaöldu. Vopnaðir lífverðir fylgja nú öll- um frambjóðendum Akali Dal flokksins og verðir verði einnig við kosningafundi allra annarra frambjóðenda og fyrir utan heimili þeirra á meðan kosn- ingabaráttan stendur yfir. Lögregluyfirvöld í Punjab hafa beðið um a.m.k. 60.000 manna liðsauka til að halda uppi lögum og reglu í kosning- unum. Hallarbylting í Nígeríu: Frá herstjórn til herstjórnar ■ Filippseyskur herflokkur leitar skæruliða. Hernum hefur ekki tekist að bæla niður uppreisn kommúnista og því hefur Marcos ákveðið að múta þeim til að leggja niður vopnin. Filippseyjar: Abidjan-Reutcr ■ Ibrahim Babangida yfir- hershöfðingi var gerður að æðsta yfirmanni ríkisins í Níger- íu eftir að hópur herforingja steypti Mohammed Buhari yfir- hershöfðingja úr stóli í blóð- lausri hallarbyltingu í gærmorg- un. Babangida var áður þriðji valdamesti herforinginn í stjórn Buharis sem komst til valda í byltingu hersins fyrir tuttugu mánuðum. Buhari hafði heitið því að binda enda á „spillta og klunnalaga stjórn Shehu Shag- ari sem væri ónæm fyrir óskum Marcos býður fé til kommúnista almennings". Shagari hafði þá verið forseti fyrir borgaralegri ríkisstjórn í fjögur ár. Ríkisútvarpið í Lagos sagði eftir hallarbyltinguna í gær að Buhari hefði brugðist vonum fólks og að hann hefði sóað auðæfum landsins í óframleiðin verkefni. Herforingjarnir sem steyptu honum úr stóli segjast ekki hafa getað setið aðgerðar- lausir hjá og horft á það hvernig lítill hópur einstaklinga hefði misbeitt valdi sínu. Svo virðist sem hallarbylting- in hafi farið friðsamlega fram og að er.gin vopnaátök hafi átt sér stað í kjölfar hennar.Útgöngu- bann var fyrirskipað í borgum landsins í gærkvöldi þar til í morgun, símasamband við út- lönd var rofið og öllum höfnum lokað. Landamæri Nígeríu hafa verið lokuð frá því í apríl 1984 til að hindra smygl og komu ólöglegra innflytjenda frá ná- grannaríkjum. Nígeríumenn eiga við mikinn efnahagsvanda að stríða þar sem þeir fá 95% af útflutnings- tekjum sínum af olíu og olíuverð hefur verið mun lægra á undanförnum árum en þeir höfðu reiknað með. Ofbeldis- glæpir.og spilling í valdkerfinu eru líka alvarleg vandamál. - ef þeir gefast upp Manila-Rcutcr. ■ Ferdinand Marcos forseti á Filippseyjum skýrði frá því í gær að hann hefði ákveðið að bjóða skæruliðum kommúnista, sem berjast gegn stjórn hans, reiðufé og sakaruppgjöf ef þeir leggi niður vopn sín og gefi sig fram við stjórnvöld á hverjum stað. Skæruliðar eru taldir hafa fleiri en 12.000 menn undir vopnum auk þess sem þeir njóta mikils stuðnings almennings í sumum sveitahéruðum. Starf- semi þeirra hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. í yfirlýsingu frá forsetahöll- inni segir að 50 milljón pesosar (110 milljón ísl. kr.) séu ætlaðir til þessa verkefnis. Auk þess sem skæruliðarnir fá greiðslu í reiðufé þegar þeir skila vopnum sínum munu þeir einnig fá að- stoð við að koma undir sig fótunum í löglegum starfsgrein- Heimþrá: Afganskur flóttamaður aftur til Afganistan London-Rcuter ■ Háttsettur afganskur diplómat, sem flúði ásamt tjölskyldu sinni til Bret- lands árið 1983, hefur nú snúið aftur til heimalands síns eftir að hafa ráðfært sig við breskan þingmann sem er þekktur fyrir stuðning við stjórn Afganistans. Mohammed Azar Shahe- em var æðsti maður í sendi- ráði Afganistans í Bretlandi þar til hann bað um hæli sem pólitískur flóttamaður í júní 1983. Ritari breska félagsins, Vinir Afganistans, segir að Shaheem hafi orðið fyrir vonbrigðum með líf sitt á Vesturlöndum og því hafi hann ákveðið að snúa aftur heim. S altekjur hvítra fjölskyldna voru 27.690 dollarar. Svartar fjöl- skyldur höfðu hins vegar aðeins 15.430 dollara (um 620 þúsund ísl.kr.) Meðaltekjur „spænskra" fjölskyldna í Bandaríkjunum voru 18.830 dollarar. Aukin við- skiptatengsl Pólverja og Ungverja Vanjá-Rcutcr. ■ PólverjarogUngverjarhafa undirritað samkomulag um að auka viðskipti sín í milli á næstu fimm árum. Með þessu vilja þeir m.a. minnka mikilvægi við- skipta við vestræn ríki fyrir efnahag sinn. Að sögn pólskra dagblaða er gert ráð fyrir því að viðskipti Pólverja og Ungverja muni auk- ast um þriðjung á árunum 1985 til 1990 miðað við síðustu fimm ár. Heildarverðmæti viðskipt- anna á þessu tímabili er áætlað um 6,3 milljarðar rúblna (200 milljarðar ísl. kr.). Mikil áhersla verður lögð á samvinnu við bílaframleiðslu, í rafeindaiðnaði, vefnaðariðnaði, við vélaframleiðslu og við fram- leiðslu á tækjum fyrir sjúkrahús. August 27 Rcutcr LONDON - Major-Gen- eral Ibrahim Babangida been named Prcsident Nigeria folhming a re- ported military coup, Western diplomatic sourc- es said. Babangida was Chief of ArmyStaff under former military leader Mo- 5 hammed Buhari, who acc- (/j ording to Lagos Radio has been oustcd for not fulfill- Ul ing Nigerians' hopes. ^ • CAPE TOWN - South African police have arrest- ed anti-apartheid campa- igner Allan Boesak under the internal security act but his lawyer said this would not deter a mass march he had planned to lead tomorrow. • PARIS - Prime Minister Laurent Fabius said France would ask New Zealand for more inforin- Ij, ation on the sinking of the UJ anti-nuclear protest ship QC Rainhow Warrior and promised that those resp- ^ onsiblc could be tried in I/) France if edentificd. The ship’s owners, the environ- 5 mentalist group Greenpe- ^ ace, said an ofticial report on the affair showed France was readv to use deceit to defend its nuclear tests in the Pacific. • BONN - Chancellor Kohl criticised West Germany’s counter-cspionagc service over the defection of a top spy-hunter, and govern- ment sources said the co- untry’s intelligence chief was likely to be dismissed. ! • 1*. NEW DELHI - The Sovi- $ et Union abruptly closed QC airspace near the Afghan border in a move coincid- ^ ing with reports of a major t/j anti-guerriíla offensive in Afghanistan. The tempor- Uj ary ban on international ^ airline tralfic forced a Thai airliner to turn back to New Delhi. CAPE CANAVERAL, FLORIDA - The U.S. space shuttlc Discovery delayed twice by bad weat- her and a computer problcm, linally blastcd off but immcdiately devei- oped a problem with a sun shield. • GENEVA - U.N. Secret- ary General Javier Perez de Cuellar delivercd a stinging rebuke to the I*. world’s major nuclear we- iJJ apons states at the start of CC a non-proliferation treaty review conference. ^ • NAIROBI -The Ugandan ^ rebel National Resistance ÍU Army (NRA) continued ^ peace talks with the coun- try’s new military leaders, but little was disclosed about their progress. • BRUSSELS - The Eur- | opean Coinmunity put the . onus on South Africa to 1 decide whether a contro- | versial visit by three Eur- opean Foreign Ministers ^ should go ahead later this | week. I MUNICH, WEST GERMANY - A Soviet soldier dodged gunfire from Czechoslovak border I guards and fled into West Germany a few days ago, 1 W'est German border pol- | ice said. The said he was ! seeking political asylum. NEWSINBRIEF

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.