NT - 28.08.1985, Blaðsíða 10

NT - 28.08.1985, Blaðsíða 10
Ný tækni við að renna bremsuskífur ffi Miðvikudagur 28. ágúst 1985 10 1 y wr Framtíðarsýn Með VBG rennibekk er hægt að renna skífur hvort sem er með því að setja tækið beint á bílinn, eða renna skífurnar lausar. Upplýsingar hjá AMOS HF. Síðumúla 3-5 S: 84435 J.R.J. hf. bifreiðasmiðja Varmahl íð - Sími 95-6119 Klæðningar í jeppa og fólksbíla. Klæðningar í fólksflutningabíla. Yfirbyggingar á: Zuzuki, Pick-up, Nissan Patrol, Toyota Haylux og aðra pick-up bíia og jeppa. Almálanir og skreytingar. Réttingar, stór tjón (ítil tjón. I Vanir menn - vönduð vinna. ATH. - ATH. - ATH. Þak-, glugga-, múr- og sprunguviðgerðir. Háþrýstiþvottur - sílanböðun. Pípulagnir - viðgerðir - viðhald o.fl. Nota aðeins viðurkennd efni. Skoða verkið samdægurs og geri tilboð. Upplýsingar í síma 64-12-74. Tökum að okkur Kjarnaborun Steinsögun Malbikssögun Raufarsögun Förum um allt land Sími 37461 Skagfirðingar Hið árlega héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið í Miðgarði laugardaginn 31. ágúst og hefst kl. 21. Ávarp flytur Haraldur Ólafsson, alþingismaður. Páll Jóhannesson, óperusöngvari syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Signý Sæmundsdóttir syngur létt Vínarlög við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdótt- ur. Að skemmtiatriðum loknum leikur hin vinsæla hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi. Undirbúningsnefnd Miðstýringin á undanhaldi: Fjöldasamtök hrynja saman en minni og sérhæfðari samtök taka við ■ Efni fimmta kafla bókar John Naisbitt, „Megatrends" á við hér á landi sem í Bandaríkj- unum, þrátt fyrir að áhrif um- ræddrar meginbreytingar séu mun merkjanlegri í Bandaríkj- unum. í kafjanum, sem hann ncfnir „Frá miðstýringu til vald- dreifingar", fjallar hann um endalok Bandaríkjanna sem eins risastórs massaþjóðfélags, þar sem allir hugsuðu eins og höfðu sömu þarfir. Á sama tíma hverfur raun- verulegt vald frá þjóðþinginu í Washington og til fylkisþing- anna og bæjar- og borgarstjórna víðs vegar um Bandaríkin. Fjölmiðlar og massinn ■ Læknar virðast ekki kæra sig um að vera í heildarsamtökum. sérfræðinga. Stærstan hluta þessarar aldar hafa Bandaríkjamenn verið ein heild „eins fólks“. í raun hefur ekki skipt máli hvar í Banda- ríkjunum fólk er statt - matur- inn bragðast cins, og er eins, húsin eru hin sömu, sömu vör- urnar fást í verslunum og lifnað- ar- og hugsunarháttur fólksins er sá sami. Til viðhalds þessu massasam- félagi cru „massafjölmiðlar" nauðsynlegir. Tímaritin Look og Life seldust í milljónaeintök- um, ABC, CBS, NBC sýna sömu sápuóperurnar og í sér- hverju af bíóum Bandaríkjanna má líta sömu myndirnar. Þetta er að breytast. Dagar risatímaritanna eru liðnir. í þeirra stað komu sérrit og fagtímarit. í Bandaríkjunum eru nú yfir 13.000 sértímarit og ekkert almennt massatímarit. Á sama hátt færa sjónvarps- áhorfendur sig frá stóru sjón- varpsrásununr yfir til heima- stöðva og kapalkerfa. Naisbitt giskar á að um árið 1990 hafi áhorfendunr stóru sjónvarps- stöðvanna fækkað um helming frá því sem nú er. Og hérna líka Þessi þróun er merkjanleg hér á landi einnig. Á síðustu árum hefur ýmiskonar sértíma- Vilja heldur minni samtök ritum fjölgað mjög og virðast þau flest þrífast ágætlega. Þá dafna ýmiskonar héraðsblöð vel. í fréttum nýlega mátti lesa að í einum smábæ hérlendis eru til leigu á videoleigu staðarins, spólur með heimaunnu efni af staðnum, og þóttu þær spólur vinsælar. Þetta og margt annað er að- eins vísbending um aukinn áhuga fólks á sínu næsta um- hverfi og nrinnkandi áhuga á valdamiðstýringunni sem hjá okkur er í Reykjavík, en hjá þeim í Bandaríkjunum í Wash- ington. Þá eru kröfur landsbyggða- fólks um aukna hlutdeild í stjórnunarstörfum sífellt að aukast og stofnuð hafa verið samtök sem berjast fyrir réttind- um ákveðinna landshluta. Og nú nýverið var nriðstýringar- stofnuninni, Framkvæmda- stofnun, breytt eða hún öllu heldur lögð niður. En í staðinn komu ný miðstýringartæki. Að öllum Ííkindum munu kröfur landsbyggðarinnar ekki hljóðna. Heimamenn vilja aukna hlutdeild í ráðstöfun þjóðartekna - og um leið taka fleiri mál í sínar hendur. Breyting á stefnumörkun ■ 42 milljónir kjósenda kusu á móti Reagan. 53% atkvæðisbærra manna kusu í síðustu forsetakosningum, en 75-80 kjósa í sveitarstjórnarkosningum í Bandaríkjunum. í Bandaríkjunum segir Nais- bitt að stefnumótun sé ekki lengur frá toppi og niður, eða að Washington gefi út stefnu- yfirlýsingar senr síðan eigi að hafa áhrif á fjöldann. Mikið vald hefur verið flutt til fylkja og borga, og þaðan kemur stefnumótunin. En í stað þess að ein heildarstefna sé látin móta ákvarðanatöku fyrir alla heildina. þá verður sú stefna ofan á á hverjum stað, sem hentar aðstæðum hverju sinni. í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum, greiddu fjöru- tíu og tvær milljónir manna atkvæði gegn Reagan. Fjörutíi/ og þrjár nrilljónir með. Alls kusu 53% atkvæðisbærra

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.