NT - 28.08.1985, Page 15

NT - 28.08.1985, Page 15
Miðvikudagur 28. ágúst 1985 15 Tækni Hríðskota... bor ■ Fremst á bornum má sjá rauða hettu á enda eins hlaupsins en þau eru þrjú. Hægt er að setja byssurnar á næstum hvaða borgerð sem er og má víst einnig fjarlægja þær að notkun lokinni. hans að sama skapi. En sá skuggi lá sífellt yfir, að Margrét var jafnan heilsuveil og ekki fékkst bót á því. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Isafjarðar20. sept. 1927. Börn þeirra Njáls og Mar- grétar voru þrjú: Kristín Jósef- ína, f. 22. júlí 1896, Skarphéð- inn, f. 28. mars 1899 og Gunnar f. 2. febrúar 1901. - Af þeim er nú Skarphéðinn einn á lífi, bú- settur á (safirði. Það var mannmargt í Norður- firði á mínum uppvaxtarárum. Fjölskylda mín var barnmörg og þar við bættust börn á nág- rannabæjunum, Steinstúni og Njálsstöðum. Allir þeir ungling- ar, sem þar voru þá að alast upp höfðu mikið saman að sælda í leikjum og starfi. Þeirra tíma er gott að minnast. Ég minnist þess ekki að nokkurntíma kæmi þar upp misklíð eða sundurlyndi af nokkru tagi. Störf og leikir unglinganna fóru fram með fullri ábyrgðartilfinningu fyrir þeim sjálfum og fjölskyldum þeirra. Þeir áttu framtíðina fyrir sér í bjarma nýrri og betri tíma þrátt fyrir kröpp kjör á mörgum sviðum. Það reiðileysi og vonleysi, sem nú er talað um meðal uppvaxandi æskufólks, var óþekkt fyrirbæri í þeim félagsskap og þeirri kynslóð sem þá var að vaxa úr grasi. Veit ég að allir sem ólust upp í því umhverfi eiga um það góðar minningar, sem enst hafa ævina út.-íöllu þessu varð Gunnar þátttakandi eftir að hann kom í fjörðinn og ávallt vel metinn leik- félagi. Hann var snemma lipur og fylginn sér í leik og starfi. Er mér minnisstætt hvað hann var leikinn með knöttinn þegar far- ið var í fótbolta, sem oft vargert á tunglskinskvöldum, og endra- nær er tími gafst til. Hann var katt mjúkur í snúningum og hlaupari. Þannig liðu upp- vaxtarárin við leik og störf heima og heiman þar sem vinnu var að fá. Vandist hann snemma smíðurn með föður sínum og varð vel liðtækur smiður og þurfti ekki til annarra að leita um það þegar hann fór að búa í haginn fyrir sig og sína fjöl- skyldu. Árið 1925 verða þáttaskil í lífi Gunnars. Þann 18. júlí það ár gekk hann að eiga Valgerði systur mína. Settust þau að á Njálsstöðum í sambýli við for- eldra Gunnars. Þar með hófst nýr kapituli í lífi þeirra. Þröngt var um þau í fyrstu, en Gunnar hófst fljótt handa að auka við húsnæði sitt. Fjölskyldan stækk- aði og brýn þörf var á að bæta um húsakostinn. Þau eignuðust 6 börn, þrjá syni og þrjár dætur, sem öll komust upp og eru enn á lífi. Allt ágætis fólk og duglegt. Eins og áður var getið fylgdi ekkert jarðnæði þeim litla bletti, Njálssöðum sem Njáll fékk við heimkomu sína. En samt kom þar upp nokkur bústofn. Til að framfleyta hon- um þurfti að fá fjarlægarslægjur að mestu. Var það óhagstætt og tímafrekt. Úrþví rættist lítillega þegar faðir minn seldi þeint úr sínum jarðarhluta svokallaðan Giljapart í hlíðinni upp frá Njálsstöðum. Var sá partur grasgefinn og grasgóður. í höndum Gunnars varð hann að góðum töðuvelli. Auk hins litla, en notadrjúga búskapar, vann Gunnar mikið utan heimils bæði við kaupfélagið og á öðrum stöðum eftir því sem til féll og einnig var róið til fiskjar til gagns og búdrýginda. Með þeirri ráðdeild, sem þeim hjón- um var báðum í blóð borin farnaðist þeini vel og höfðu ávalt nóg fyrir sig og sína, en gæta varð sparnaðar og hófs um alla hluti, langt fram yfir það sem nú er orðið algengt og óvíst gagn er að. Valgerður systir mín var að upplagi mikil bú- kona, fór vel með alla hluti, hagsýni og myndarskapur var í öllum störfum hennar. Með þeim var fullkomið jafnræði á því sviði. Fram að því er Valgerður giftist mátti segja að hún hafi helgað foreldrum og systkinum alla starfskrafta sína. Þær voru ekki orðnar gamlar systurnar hún og Gíslína þegar þær tóku á sig stóran hluta af heimilis- störfunum í Norðurfirði og léttu með því á störfum móður okkar, hvor á sínu sviði. Og úr förðurgarði fóru þær ekki með annað en þann grundvöll, sem það lagði að framtíð þeirra og lifshamingju. Þar er stórs að minnast og þakka fyrir okkur systkinin öll og ekki síst þau sem yngri voru. ■ Tæknin lætur ekki að sér hæða og það eru ekki alltaf þeir sem best eru menntaðir sem sjá út nýjar hugmyndir. Hríðskota- borinn er byggður á samblandi tveggja mismunandi aðferða, þeirri að bora gat á eitthvað og skjóta gat á það. Samanburður við venjulegan bor af sömu gerð án byssu sýndi að vopnaði bor- inn boraði nteir en 100% dýpri holu á sama tíma og entist einnig betur. Tilraunin var gerð með borun í járngrýtislög í Minnesota í Bandaríkjunum. Hugmyndin var einstaklega snjöll, vitað var að þegar byssukúla skellur í grjót eða jarðveg þá myndast höggbylgjur, sé tveim eða fleiri skotið nálægt hvor annarri með lítinn sem engan tíma á niilli þá flæða álagsbylgjurnar saman og mynda óteljandi sprungur í steininum. Borinn borar sig því í gegnum berg sem búið er að „mýkja"og borar því bæði hrað- ar og auðveldar. Nú má ekki nota hart efni í skotin því að það gæti skemmt borinn, þess vegna var það ráð tekið að nota keramikkúlur sem sundruðust er þær skullu á skotmarkinu. „Byssan skýtur allt að fjórum sinnum á mínútu og er hraði skotanna í kringum 1500 m/ sek,“ segir David Dardick, for- stjóri Tround International sem framleiðir byssurnar. Til að ná nægjanlegri stjórn á skottíma og hraða þá notumst við við cylinderaðferðina en í stað Af því sem hér hefur veriö sagt má ráða, að alla tíð var þröngt um þau Gunnar og Val- gerði hvað jarðnæði og margt annað varðaði. Ekki síst þegar börnin komust upp og þurftu að neyta starfskrafta sinna og at- vinnumöguleikar á öðrum svið- um drógust mjög saman svo að til tiðinda dró og burtflutnings fólks úr hreppnum. Því fór Gunnar að svipast um eftir betri möguleikumm fyrir athafna- semi sína og yngri barnanna, sem enn voru í föðurhúsunt. í þeirri eftirgrennslan var hann svo stálheppinn að detta niður á jörðina Suður - Bár í Grundar- firði, cina af fallegustu jörðum þessa lands, vel í sveit setta og fögru umhverfi. Árið 1952 festi Itann kaup á þeirri jörð og flutti sig búferlum þangað unt vorið, ásamt sonum sínum og yngstu dótturinni. Það voru mikil og góð umskipti fyrir athafnasemi og búhneigð þeirra beggja. Verkefnin biðu og blöstu við. Fljótt var hafist handa um rækt- un og byggingar á þessari fallcg- um jörð og áður en langt leið voru byggð upp nálega öll hús jarðarinnar, íbúðar-ogpenings- hús, með nútíma þægindum og sniöi. Þar nutu hugur og hönd þeirra beggja sín svo sem best mátti verða. Og uppkomin börnin lögðu sitt af mörkurn til þess framtíðarstarfs. í Bár bún- aðist þeim, Gunnari og Valgerði vel og þar bjuggu þau myndar- búi þar til þau létu af búskap árið 1964 og fluttu til Grundar- fjarðar, en létu jörð og bú í hendur Njáls sonar þeirra og Helgu konu hans þar sem þau hafa búið rausnarbúi síðan. Eftir að Gunnar settist að í Suður - Bár gerðist hann virkur þátttakandi í ýmsum framfara- og félagsmálum þar í sveit. Átti hann frumkvæði að sumurn þeirra mála, s.s. Mjólkurstöð í Grundarfirði, stofnun Kaupfé- lagsins o.fl. ogsat í stjórn þeirra stofnana. Jafnframt var hann góður styrktarmaður öðru því sem til umbóta og framfara horfði. Má þvf segja að hann hafi markað spor í framvindu félags- og framfaramála á sínum nýju heimasjóðum. Þegar hann fluttist til Grund- arfjarðar byggði hann f félagi við Kjartan son sinn myndarlegt venjulegra kúlnaslífa notum við þríhyrndar slífar sem þrí- hyrndum skotunum er rennt í. ■ Svona lítur hleðslan út, svarta efnið er púðrið en kera- mikskotin eru í slífum sínum. ■ Horft neðanfrá á byssu- hlaupin, þar sem þau stinga sér niður á milli borkeilnanna. Þrátt fyrir að borinn eigi vcl við í hörðu bergi er vafasumt að hann nýtist með byssum í mjúku bergi. tvíbýlishús og átti þar heima upp frá því. Stóð hann sjálfur að smíði þess með sonum sínum. - Þegar þau hjónin lctu af búskap í Bár var heilsu Val- gerðar tckið að hnigna og henni þört' á að minnka umsvif sín. Ágerðist heilsubrestur hnnar upp frá því svo hún varð að leita sjúkrahúsvistar uppfrá því öðru hverju. Hún andaðist í septem- ber 1971 á Sjúkrahúsi Stykkis- hólrns. Eftir að Gunnar fluttist í Grundarfjörð gekk hann að ýmsum störfum meðan hcilsa og starfskraftar leyfðu. Hin síð- ari ár fór hann að kenna van- heilsu og var hættur störfum. að kalla, enda orðinn háaldraður og slitinn af löngu starfi. Var hann þá mikið á vegum Þórdísar dóttur sinnar, sent búsett er f Grundarfirði, en stundum hjá sonum sínum, Njáli í Bár og Tryggva á Brimilsvöllum og lagði hagar hendur að ýrnsu eftir því sem kraftar leyfðu. Öll sýndu börnin honum þá umönn- um, sem þau gátu honum í té látið og gerðu honum cllina og einstæðingsskapinn eftirlát Val- gerðareinsléttbærogunnt var. Fyrir rúmu ári fór hann að kenna þess meins, sem dró hann til dauða. Sl. vetur var hann heima í Bár hjá þeim Helgu og Njáli, sem lögðu sig fram um að veita honum þá aðhlynningu sem þau gátu, oft sár þjáðum. En þar kom að hann varð að fara á sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi og þar andaðist hann cins og áður er frá sagt. Hann var búinn að Ijúka miklu og giftu- sömu ævistarfi, orðinn aldraður og sjúkdómsþrautirnar óbæri- legar nema hverfa á vit ómynnisins fyrir áhrif lyfja. Dauðinn beið hans eins og Ijós- móðir sem hvílu reiðir nýju lífi á öðru tilverustigi. Þeirrar hvílu og umskipta var honum gott að njóta úr því sem komið var. - Fari hann í firði á vegum nýs lífs. Friður Guðs blessi hann. - Fyrir mína hönd, konu minnar, tengdamanna og annarra fyrr- verandi sveitunga hans sendi ég hugheilar samúðarkveðju börn- um hans og öðrum ættingjum og vinum hans, og bið þeim blessunar. Guðmundur P. Valgeirsson, Bæ. Refir til sölu Blárefur og Shadow til sölu. Aðeins flokkuð og frjósöm dýr seld. Tryggið ykkur lífdýr í tíma. Upplýsingar í síma 91-667181 á kvöldin. Frá Kvennaskólan- um í Reykjavík Skólinn verður settur mánudaginn 2. sept- ember kl. 9.00,þá verða afhentar stundatöflur og bókalistar gegn greiðslu 1200 króna innritunargjalds. Skólastjóri. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli Óskar eftir að ráða: Skrifstofustjóra til að annast fjármál og stjórnun og annan dagleg- an rekstur í stjórnsýsludeild, stofnunar verk- legra framkvæmda. Þekking á tölvuvinnslu ásamt reynslu við gerð fjárhagsáætlana er áskilin. Umsækjendur hafi góða stjórnunar- hæfileika, eigi gott með að vinna með öðrum, séu opnir fyrir nýungum og geti unnið undir álagi. Menntun á sviði viðskipta eða sam- svarandi reynsla æskileg. Krafist er mjög góðrar enskukunnáttu. Umsóknir sendist ráðningarskrifstofu Varnarmáladeildar, Kefla víkurflugvelli, eigi síðar en 4. september n.k. Upplýsingar veittar í síma 92-1973. Skagflrðingar Hiö árlega héraösmót framsóknarmanna I Skagafirði veröur haldiö í Miögaröi laugardaginn 31. ágúst og hefst kl. 21. Ávarp flytur Haraldur Ólafsson, alþingismaöur. Einsöng og tvísöng flytja Páll Jóhannesson, óperusöngvari og Signý Sæmunds- dóttir viö undirleik Þóru Fríöu Sæmundsdóttur. Aö skemmti- atriðum loknum leikur hin vinsæla hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi. Undirbúningsnefnd.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.