NT - 28.08.1985, Síða 18
■ Stofnfélagarnir fjórir sem veittu viðtöku heiðursskjölum sínum.
Kristinn Þorsteinsson, Jón Benediktsson, Jóhann Frímann og
■'Jóhann Kröyer. Myndirgk
GA 50 ára
- veglegt afmælishóf að Jaðri
Frá Gylfa Kristjánssyni á Akurcyri:
■ Golfklúbbur Akureyrar
varð 50 ára hinn 19. ágúst s.l. og
var af því tilefni efnt til veglegs
afmælishófs í skála klúbbsins að
Jaðri.
í hófið mættu um 150 manns,
og voru í þeirra hópi fjórir af
þeint átta stofnendum klúbbsins
sem eru á lífi, fjölmargir eldri
félagar GA sem eru hættir að
leika golf, fulltrúar íþrótta-
sambands íslands, Golfsam-
bands íslands, golfkúbba víðs-
vegar um land og margir núver-
andi félagar klúbbsins.
í hófinu var Jóni Sólnes af-
hent æðsta heiðursmerki
íþróttasambands íslands, pg
þeir Frímann Gunnlaugsson og
Gunnar Sólnes fengu gullmerki
ÍSf.
Gullmerki Golfsambands Is-
lands hlutu Jón G. Sólnes, Jón
Guðmundsson, Sigtryggur Jú-
líusson og Frímann Gunnlaugs-
son og silfurmerki golfsam-
bandsins hlutu Sigurður
Stefánsson, GunnarSólnes, Sig-
urbjörn • Bjarnason, Gunnar
Þórðarson, Árni Jónsson, Gísli
Bragi Hjartarson, Magnús
Guðmundsson, Inga Magnús-
dóttir, Birgir Björnsson, Gylfi
Kristjánsson og Þórarinn B.
Jónsson.
Stofnfélagarnir 8 sem eru á
lífi voru allir sæmdir heiðurs-
merki Golfklúbbs Akureyrar
sem nú voru veitt í fyrsta skipti.
Þeir stofnfélagar GA sem eru á
lífi eru Jakob Frímannsson,
Svanbjörn Frímannsson, Óli P.
Kristjánsson, Sverrir Ragnars,
Jón Benediktsson, Kristinn Þor-
steinsson, Jóhann Kröyer og
Jóhann Frímann og voru þeir
fjórir síðasttöldu viðstaddir.
Þá veitti Golfklúbbur Akur-
eyrar einnig gullmerki, silfur-
merki og þeir félagar GA sem
orðið hafa íslands- og Akureyr-
armeistarar fengu aflient afreks-
merki klúbbsins.
Golfklúbbi Akureyrar bárust
margar veglegar gjafir á
afmælishátíðinni sem fór mjög
vel fram, skemmtiatriði voru
flutt og setið yfir góðum mat og
drykk fram á nóttu.
Öldungagolfmót
■ Um síðustu helgi fór fram
Leirumótið í golfi, opin keppni
öldunga. Leiknar voru 18 holur
á Hólmsvelli í Leiru og jafn-
framt voru vígðar tvær síðustu
brautirnar í 18 holu hringnum.
Hólmsvöllur skartaði sínu feg-
ursta og lýstu menn mikilli
ánægju með nýju holurnar og
völlinn sem er að flestra mati
einn sá besti á landinu.
Leikið var í tveimur flokkum
50-54 ára og 55 ára og eldri -
með og án forgjafar. Síðan var
18 holu púttkeppni á eftir. Úrslit
urðu:
Flokkur 55 ára og eldri:
ón forgj:
1. Jóhann Benedikts 79 GS
2. Þorbjörn Kærbo 80 GS
3. Marteinn Guðjóns 81 GV
GV 69
GS 70
GK 71
GK 63
GS 67
GL 72
GK 78
GL 87
GS 87
med forgj.:
1. Marteinn Guðjóns.
2. Jóhann Benedikts
3. Sveinn Snorrason
Flokkur 50-54 ára:
án forgj:
1. Ásgeir Nikuláss
2. Astþór Valgeirs
3. Jón B. Jónsson
með forgj:
1. Ásgeir Nikulóss
2. Jón B. Jónsson
3. Ástþór Valgeirs
Jafnhliða keppninni fór fram
18 holu púttkeppni. Þar var
bestur í eldri flokki Jón Þor-
steinsson á 32 höggum. í yngri
var Ragnar Helgason bestur á
33 höggum. Aukaverðlaun voru
veitt þeim er hlutu flestar
„sexur“ í mótinu. Þar hlutu
Viðar Samúelsson alls 9 „6ur“
og Garðar Jónsson GS sjö
„6ur".
■ Gísli Bragi Hjartarson formaður G A og Hannes Guðmundsson
fulltrúi GR með málverk á milli sín er GA fékk að gjöf frá GR.
Frjálsar íþróttir:
Öldungakeppni
■ Meistaramót öldunga í
frjálsunt íþróttum verðurhaldið
á frjálsíþróttavellinum í
Laugardal laugardaginn 7.
september. Mótiðerætlað körl-
um sem eru 35 ára eða eldri og
konum sem eru 30 ára eða eldri
og er keppt í aldursflokkunr
(30-34, 35-39, 40-44 o.s.frv.)
Skráning þarf að hafa borist
skrifstofu FRÍ eða til öldunga-
ráðsmanna FRÍ (Höskuldur
(667141), Kjartan (52848),
Ólafur (75292)) fyrir mánudags-
kvöld 2. september. Keppt
verður í öllum venjulegum
meistaramótsgreinum sem 3 eða
fleiri skrá sig í.
Mótið verður í tveim hlutunr.
Fyrri hlutinn fer fram kl. 10-12
en sá síðari hefst kl. 14. Fyrir
hádegi má gera ráð fyrir að
keppt verði í llOm grinda-
hlaupi, 100 m hlaupi karla og
kvenna, 1500m hlaupi, sleggju-
kasti, spjótkasti karla og kvenna
og langstökki karla og kvenna,
ef nægilega margir skrá sig í
þessar greinar.
MOLAR MOLAR MOLAR
■ ...V-Þjóðverjar og Brasi-
líumenn munu mætast í knatt-
spyrnuleik í V-Þýskalandi þann
12. mars á næsta ári. Þetta er
liður í undirbúningi Þjóðverja
fyrirHM í Mexíkó næstasumar.
Þá hafa Þjóðverjar einnig
ákveðið leiki við ítali 4.febrúar
og Sviss þann 9. apríl. Þjóðverj-
ar eru svo til öruggir í úrslitin í
Mexíkó...
...Búlgarinn Alexander Var-
banov setti heimsmet í milli-
þungavigt í lyftingum í fyrra-
kvöld. Varbanov lyftir 211,5 kg
í réttstöðulyftu og er það heims-
met...
mörk í opnunarleik brasilísku
knattspyrnunnar. Zico sem nú
leikur með Flamengo átti einnig
stóran þátt í hinum mörkum
liðsins en þau urðu alls fimm
gegn Bonsucesso...
...Kanadamenn sigruðu
Hondúrasbúa í undankeppni
HM með einu marki gegn engu
í Hondúras um daginn og eiga
nú mikla möguleika á að komast
til Mexíkó á úrslitakeppnina.
Liðið hefur þrjú stig í riðlinum
en Hondúras og Costa Rica eitt
hvor þjóð. Það var varamaður-
inn Pakos sem skoraði á 60.
mínútu...
...Brassinn ZICO skoraði tvö
Enska knattspyrnan
■ Hér koma úrslit í ensku knattspyrn-
unni á mónudagskvöldið sem ekki birt-
ust í blaðinu í gær:
1. deild:
Birmingham-Oxíord ............... 3-1
Coventry-Newcastle............... 1-2
West Brom.-Man.City.............. 2-3
2. deild:
Fulham-Grimsby................... 2-1
Huddersfield-Portsmouth.......... 1-2
Norwich-Barnsley................. 1-1
Sunderl.-Oldham.................. 0-3
3. deild:
Brentford-Bournem................ 1-0
Bristol-Gillingham............... 1-2
Darlington-Blackpool ............ 2-1
Derby-Wolves.................... 4-2
Lincoln-Walsall ................ 3-2
Newport-Cardiff................. 1-2
Reading-Bristol ................ 3-2
Swansea-Plymouth................ 0-2
York-Wigan ..................... 4.1
Bolton-Bury .................... 1-4
Notts County-Doncaster.......... 1-1
4. deild:
Chester-Hartlepool ............. 1-1
Exeter-Northampton.............. 1-2
Scunthorpe-Wexham............... 1-1
Swindon-Torquay ................ 2-1
Burnley-Port Vale .............. 1-2
Preston-Tranmere................ 2-2
Rochdale-Stockport ............. 4-1
■ Sigurvegarar á öldunganiótinu í Leirunni.
Miðvikudagur 28. ágúst 1985 18
Urslitaleikurinn í bikarkeppni:
Valur og ÍA
- leika til úrslita eins og í fyrra
■ Á morgun verður stóri
leikurinn í kvennaknattspyrn-
unni hér á landi er Valur og ÍA
mætast í úrslitum bikarkeppn-
innar á Laugardalsvelli kl.
18.30. Valsstúlkurnar eru nú-
verandi bikarmeistarar en þær
sigruðu Skagastúlkurnar í úr-
slitaleik í fyrra með sex mörkum
gegn fjórum. Það eru sem sagt
þessi sömu lið sem mætast ann-
að árið í röð.
Bikarkeppni kvenna er nú á
dagskránni í fimmta sinn.
Breiðablik hefur oftast unnið
bikarinn eða fyrstu þrjú árin.
Fyrst unnu Blikastúlkurnar Val
4-0 og árið eftir léku þessi lið á
ný og enn sigruðu Blikar, nú
7-6. Árið 1983 léku Blikastúlk-
urnar við í A og sigruðu 3-1 en í
fyrra léku sem sagt Valur og í A.
Skagastúlkurnar hafa nú yfir-
burðarforystu á íslandsmótinu
og hafa verið ósigrandi í ár. Þær
fóru einnig nýlega til Hollands
og sigruðu þar á miklu kvenna-
knattspyrnumóti þannig að lið
þeirra verður að teljast sigur-
stranglegra. Valsstúlkurnar hafa
verið að sækja sig mjög eftir
frekar slaka byrjun og þær lögðu
Breiðablik í undanúrslitum
bikarsins. Þá fór Valsliðið í
keppnisferð til Ítalíu og stóð sig
þar með sóma. Það má því
búast við að hart verði barist á
morgun urn bikarinn.
Evrópukeppnir:
Úrslitaleikir
■ ...Knattspyrnusam-
band Evrópu UEFA,
hefur ákveðið að flytja
úrslitaleikina í hinum
þremur Evrópukeppnum
félagsliðpa fram, til að
gefa landsliðum Evrópu
meiri tíma til að undirbúa
sig undir úrslitakeppni
HM í Mexíkó. Úrslita-
leikurinn í Evrópukeppni
meistaraliða verður því
7. maí, en ekki hinn 14.
eins og ráðgert hafði
verið. Úrslitaleikur
Evrópukeppni bikarhafa
verður 2. inaí og úrslita-
leikirnir tveir í UEFA-
keppninni verða 30. apríl
og annað hvort 6. eða 8.
maí...
Baráttan harðnar:
Hverjir hreppa
meistaratitilinn?
verða Framarar líka íslandsmeistarar?
■ Ráðast úrslit 1. deildar Is-
landsmótsins í knattspyrnu ekki
fyrr en þann 14. september,
næstsíðasta keppnisdag
mótsins? Sú spurning gerist æ
áleitnari því einmitt þann dag
leiða saman hesta sína Fram og
ÍA á Laugardalsvellinum og
Víðir og Þróttur á nýja grasvell-
inum í Garðinum.
Tveimur dögum fyrr leika að
vísu Valur og KR og sá leikur
gæti vissulega ráðið því hvaða
nafn verður letrað á íslands-
meistaratitilinn. En bæði þessi
lið eiga eftir mjög erfiða leiki,
Valsmenn þó sýnu erfiðari.
Valur á næsta leik gegn ÍA
upp á Skaga og annan erfiðan
útileik gegn Keflavík. Heima
eiga þeir eftir Víði og KR. Þótt
Valsmenn séu með sterkt lið
núna, má kallast gott nái þeir
sjö stigum út úr þessum þremur
leikjum og þeir myndu þá verða
komnir með 35 stig.
KR á eftir leikinn við Val og
Þór á útivelli. í næstu umferð
leika þeir við Fram og svo eiga
þeir eftir heimaleik gegn Víði.
Segjum fimm stig úr þessum
leikjum. Þeir væru þá komnir
með 32 stig.
Fram á eftir áðurnefnda leiki
við KR og ÍA og auk þess leik
gegn FH á útivelli og gegn
Þrótti á heimavelli. Þeir gætu
því verið komnir með 36 stig
fyrir leikinn gegn ÍA, nái þeir
sjö stigum út úr hinum þremur.
ÍA er í dag með 26 stig og á
eftir leiki gegn Val og Víkingi
upp á Skaga og ÍBK og Fram á
útivelli. Þeir gætu einnig náð sjö
stigum út úr þremur fyrstu
nefndu leikjunum og því verið
komnir með 33 stig fyrir Fram
leikinn. Að öllu óbreyttu myndi
sigur því „nægja" þeim til að
halda titiinum, sem þeir unnu í
fyrra, þar sem markatala liðsins
er svo miklu betri.
Þór er með 25 stig og gæti
einnig sett strik í reikninginn
því liðið á frekar létta andstæð-
inga eftir. KR og FH á heima-
velli, og Þrótt og Víði á útivelli.
En útisigrarnir eru sýnd veiði en
ekki gefin vegna þess að Þórslið-
ið á Akureyri og Þórsliðið sunn-
an heiða eru tveir ólíkir hlutir.
Auk þess eiga bæði Þróttur og
Víðir við fallbaráttudrauginn að
glíma og munu eflaust selja sig
dýrt.
Hvað með ÍBK? Liðið hefur
jafnmörg stig og Norðan-
mennirnir og „auðvelda“ leiki
gegn FH og Víkingi eftir á
útivelli. En heimaleikirnir verða
erfiðir, gegn ÍA og Val.
Víkingur er svo gott sem
fallið og Þróttur og Víðir koma
til með að berjast á banaspjót-
um til að forðast 2. deildina.
Víðir er nú með 12 stig, tveimur
meira en Þróttur og að því
gefnu að bæði liðin sigri Þór
gæti innbyrðisleikur þessara liða
í Garðinum skipt öllu máli. En
Þróttur á að vísu eitt tromp á
hendi sér, heimaleik gegn Vík-
ingi. Og verði úrslit þar með
eðlilegum hætti myndu Þróttar-
ar aðeins þurfa jafntefli í Garð-
inum hinn 14. september næst-
komandi.
Staðan í 1. deild er nú þessi,
en næstu leikir verða 28. ágúst.
Fram ................... 14 9 2 3 28-20 29
Valur .................. 14 8 4 2 22-10 28
KR...................... 14 8 3 3 29-18 27
ÍA ..................... 14 8 2 4 30-16 26
ÍBK .................... 14 8 1 5 24-15 25
Þór..................... 14 8 1 5 22-19 25
FH...................... 14 5 1 8 18-26 16
Víðir................... 14 3 3 8 16-30 12
Þrótlur ................ 14 3 1 10 15-28 10
Víkingur ................14 1 0 13 12-32 3
í kvöld
■ í kvöld hefst 15. umíerð 1.
deildar í knattspyrnu. Skaga-
menn taka á móti Valsmönnum
á Skaganum. Víðismenn fá Þór í
heimsókn og Þróttur og Vikingur
mætast á Laugardalsvelli. Allir
leikirnir hefjast kl. 18:30. Þá
verður leikið í úrslitum 4. deildar
og þar eigast við Augnablik og
ÍR i hreinum úrslitaleik í suður-
landsriðlinum. Sá leikur hefst i
Kópavogi kl. 18:30.