NT


NT - 30.08.1985, Síða 1

NT - 30.08.1985, Síða 1
HP í útvarpsrekstur með nýjum hluthöfum Eykur hlutafé í 6 milljónir króna ■ Útgáfufyrirtækið Goðgá, sem gefur út Helgarpóstinn, hefur ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins um 3,4 milljónir upp í 6 milljónir samtals. Uppi eru hugmyndir um útvarps- rekstur, og einnig verður við- bótarhlutaféð notað til þess að koma starfsemi Helgarpóstsins í eigið húsnæði. Ingólfur Margeirsson ritstjóri HP sagði í samtali við NT í gær, að þegar hefði verið gengið frá munnlegu samkomulagi við þrjá aðila, um kaup á hlutabréfum Þeir eru Rolf Johansen, Pórodd- ur Stefánsson í Sjónvarpsbúð- inni og Halldór Halldórsson rit- stjóri. Stjórn HP hefur sam- þykkt þessa menn, en það var skilyrði, af hendi stjórnarinnar, að hún samþykkti verðandi hlutafjáreigendur. Þessum mönnum hafa samtals verið boðnar tvær milljónir króna. Ingólfur sagði að mörgum aðilum hefði verið boðin aðild. Meðal þeirra er Ásgeir Hannes pylsusali. Endanleg ákvörðun um fleiri hluthafa verður tekin á stjórnarfundi á mánudag. „Ætlunin með þessari hluta- fjársöfnun er að fá inn menn sem eru áhugamenn um út- varpsrekstur og geta komið okkur að liði þar,“ sagði Ingólf- ur þegar hann var inntur eftir því hvort undirbúningur fyrir útvarpsstöð væri hafinn. Sjónvarpsstöð, er hún á döf- inni? „Við erum opnir fyrir öllu.“ Kína: Kynhvötin eyðilagði Peking-Reuter ■ Kínverskt æskulýðs- tímarit segir að einn af fremstu gítarleikurum Kína hafi verið rekinn úr hljóm- sveit í Shanghai eftir að hann þungaði hvað eftir annað tvær ungar stúlkur sem störfuðu hjá hljómsveit- inni. Blaðið gagnrýndi stjórn hljómsveitarinnar fyrir að hafa látið dragast að refsa gítarleikaranum sem ekki var nefndur með nafni. Eng- inn hafi fundið að siðspilltu ástarlífi hans en það leiddi til þess að tvær stúlkur neyddust til þess að fara samtals níu sinnum í fóstur- eyðingu. immiætímm ■Wtil Kópavogur: Þrír flutt- ir á slysa- deild ■ Harður árekstur varð í gærmorgun rétt fyrir klukkan átta, á gatnamótum Nýbýlaveg- ar og Auðbrekku í Kópavogi. Þrír bílar skullu saman, og af fjórum sem í bílunum voru, þurfti að flytja þrjá á slysadeild. Ekki er talið að um alvarleg meiðsli hafi verið að ræða. Þeg- ar áreksturinn varð, var mjög sterkt sólskin, sem taiið er að hafi blindað ökumennina. Má bjóða þér áskrift á tilboðsverði? ■ Heimilissýningin byrj- aði í gær með pomp og prakt. Vigdís heimsótti meðal annars NT þar sem Helgi Pétursson bauð henni sérstaka tilboðs- áskrift að NT, aðeins 150 kr. á mánuöi, en of seint. Vigdís fær NT á hverjum morgni eins og svo margir aðrir. Sjá nánar af opnun heimilissýningarinnar bls. 13. ieeev|«»l Lífeyrisgreiðslur 1984: Til aldraðra þingmanna 25 millj. en aldraðra sjómanna 33 milljónir Iðgjaldagreiðslur sjómanna voru hins vegar 3220% hærri ■ Lífeyrisgreiðslur úr lífeyris- sjóðum alþingismanna og ráð- herra til lífeyrisþega úr þeirra röðum námu á síðasta ári litlu lægri upphæð en samsvarandi greiðslur úr Lífeyrissjóði sjó- manna. Sem kunnugt er, eru starfandi þingmenn og ráðherr- ar 60 talsins hverju sinni, en starfandi sjómenn um 6.000, eða um 100 sinnum fleiri. Þótt stundum heyrist að aflaháir sjó- menn nái ráðherralaunum og jafnvel meiru virðist ljóst að þá skortir töluvert á að ná ráð- herraeftirlaunum. Hvað iðgjöld til sjóðanna snertir voru ið- gjaldagreiðslur sjómanna 3220% hærri en iðgjöld þing- manna og ráðherra. Greiddur lífeyrir úr lífeyris- sjóðum alþingismanna og ráð- herra nam samtals um 25,4 millj. króna á síðasta ári og hafði hækkað um 56% milli ára. Lífeyrisgreiðslur úr Lífeyris- sjóði sjómanna námu hins vegar samtals um 33,7 millj. króna, eða aðeins 8,3 millj. króna hærri upphæð. Sá var og niunur á þessum greiðslum, að lífeyrir til aldr- aðra sjómanna og ekkna þeirra var að nær öll leyti greiddur úr þeirra lífeyrissjóði. Af 25,4 milljóna lífeyri til fyrrverandi þingmanna og ráðherra komu hins vegar tæpar 5 millj. úr sjóðum þeirra en yfir 20 millj. króna beint úr sjóðnum okkar allra - ríkissjóði. Annar glöggur munur er á iðgjaldagreiðslum félagsmanna til sjóða sinna. Heildariðgjalda- greiðslur (launþega og atvinnu- rekenda) í lífeyrissjóði alþing- ismanna og ráðherra námu tæp- lega 3,7 millj. króna, eða um sjöunda hluta þeirrar upphæðar sem þeir þurftu að greiða í lífeyri á árinu. Heildariðgjalda- greiðslur vegna sjómanna námu hins vegar um 124 millj. króna, eða nær fjórfaldri upphæð greidds lífeyris á árinu. Afkoma þessara sjóða er því eðlilega mjög mismunandi. Hrein eign Lífeyrissjóðs sjó- manna nam um 1.068 millj. króna um síðustu áramót, eða um 32-faldri upphæð lífeyris- greiðslna á síðasta ári. Hefur þó oft heyrst á sjómönnum að þeir óttast um getu sjóðsins til að standa við skuldbindingar sínar um greiðslu lífeyris í framtíð- inni. Hrein eign lífeyrissjóða alþingismanna og ráðherra var hins vegar kr. 0 í hvorum. Úr þeirra röðum hefur þó ekki heyrst að þeir óttist um ótrygg lífeyrisréttindi í framtíðinni. IMT fylgist með slátrun í Borgarnesi -sjábis.24

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.