NT - 01.09.1985, Side 5

NT - 01.09.1985, Side 5
NT Sunnudagur 1. september 5 Skyndilega kemur rauð Renault-bifreið niður Holtsveginn og ökumaður hennar ekur þvert yfir Kleppsveginn á rauðu Ijósi. Aðeins augnabliki síðar eru blikkljós lögreglubílsins farin að snúast og bílnum er veitt eftirför, sem endar í Skútuvogi, nokkur hundruð metrum neðar. Annar löjgreglumað- urinn stekkur út og tekur ökumann tali. Ut um opinn hliðargluggann leggur sterkan brennivínsþef. Hér er ökumaður á ferð, sem er grunaður um öivun við akstur. Það sem af er árinu hafa á áttunda hundrað manns verið teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík. Það er þó Ijóst að tala þeirra sem aka drukknir er margfalt hærri. Hversu margir þeir eru veit enginn. Sá sem hér á í hlut er drukkinn. Þefurinn og drafandi málrómurinn segja í rauninni allt sem segja þarf. í fyrstu neitar hann aö stíga út úr bílnum en að lokum fellst hann á að koma yfir í lögreglubílinn og sanna mál sitt. Hann segist að vísu hafa drukkið eina kollu af öli en hann trúi því ekki að það sjáist eða hafi haft nokkur áhrif á hæfni hans sem öku- manns. Það er ekki ofsögum sagt að áfengi auki sjálfsöryggi manna. Þeg- ar hann stígur út kemur ástand hans betur í Ijós. Maðurinn er pöddufullur. (aftursæti lögreglubílsins fær hann tækifæri til að sanna framburð sinn. Blaðran er dregin fram en strax við fyrstu blástrana verða efnahvörf í stútnum. Hann tautar eitthvað um það að hér hljóti einhver misskilning- ur að vera á ferðinni. Öndunarsýnið og heilbrigð skynsemi lögreglumann- anna segja aðra sögu. Það verður þó að láta blóðsýni sker úr um sekt eða sakleysi og því liggur leiðin næst á slysadeild Borgarspítalans þar sem læknir tekur sýni sem síðan er rann- sakað á Rannsóknarstofu Háskól- ans. Athuganir sýna að dómgreind manna minnkar í réttu hlutfalli viö aukið magn áfengis í blóðinu. Drukknir menn eru einfaldlega óhæfir til að aka bíl. „Okkur blöskrar oft hvað fólk getur verið tillitslaust við sjálft sig og ekki síst aðra þegar það sest undir stýri eftir að hafa drukkið," segja þeir Þorgrímur og Guðmundur þegar búið er að koma manninum heim til sín. „í starfi okkar verðum við varir við þetta gáleysi meðal allra þjóðfélags- hópa og drukkið fólk í umferðinni er á öllum aldri.“ Að vísu gefa tölulegar upplýsingar það til kynna að ungir ökumenn séu oftar teknir ölvaðir við akstur en á móti kemur að þeir eru fjölmennari í umferðinni yfirleitt. Það virðist líka fara í vöxt að fólk aki drukkið að deginum til en áður var þetta meira einskorðað við kvöldin og um helgar. Það verður heldur ekki gengið framhjá þeirri staðreynd að ölvunarakstur fer vaxandi á íslandi. Guðmundur sem á rúm þrjú ár að baki í lögreglunni bendir á að ölvunin sé ekki eingöngu bundin við akstur bifreiða. „Við verðum meir og meir varir við ölvunarakstur á skellinöðrum og mótorhjólum og slíkir ökumenn eru í rauninni ennþá hættulegri sjálf- um sér og öðrum en þeir sem bílun- um aka. Akstur mótorhjólanna krefst ennþá meiri hæfni. Þorgrímur, yfirmaður hans og vakt- félagi, býr yfir ennþá meiri reynslu því hann er búinn að starfa við löggæslu í 16 ár. „Við höfum miklar áhyggjur af drukknu fólki í umferðinni og það þarf sterkan mann til að standa undir því að vakna upp að morgni og hafa kvöldið áður lent í þeirri ógæfu að valda slysi með þeim hörmulegu afleiðingum sem þeim eru oft samfara. Það eru líka mörg dæmi þess að ménn hafi ekki staðið undir slíku. Ég tel líka þann gæfu- mann sem lögreglunni tekst að stöðva drukkinn áður en hann hefur valdið skaða. Auðvitað ætlar sér enginn í upphafi að valda vandræð- um en þetta leiðir svona hvað af öðru. Eitt besta ráðið er hreinlega að skilja bílinn eftir heima ef fólk ætlar að bragða vín. Það sér enginn eftir því en hitt getur orðið ævilöng martröð. / | ■ iri f 1 ( 01 f f < . ,i : m 4,- ■ „Heldurðu að þú vildir vera svo vænn að koma yfír í bílinn til okkar.“ Rólegur en ákveðinn talsmáti lögreglumannsins virtist hafa þau áhrif að maðurinn hætti allri mótspyrnu. ■ Það þurfti tvo til að aðstoða manninn því hann stóð ekki á fótunum. Afleiðingar ölvunaraksturs hafa oft orðið ævilangar martraðir. ■ Það var nánast formsatriði að láta viðkomandi blása í blöðru. Hvert mannsbarn gat séð að hér var iim að ræða maniv sem hefði auðveldlega getað valdið stórslysi. NT-myndir Sverrir.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.