NT - 01.09.1985, Page 19

NT - 01.09.1985, Page 19
NT Sunnudagur 1. september 1 9 verið Big Bang. í dag er Big Bang kenningin um sköpun alheimsins sú sem mestu fylgi á að fagna meðal vísindamana en síðustu tvö árin hefur kenningin um útþenslu alheims verið að taka á sig raunsærri mynd. Sam- kvæmt Big Bang-kenningunni er upp- haf alheims rakið allt aftur að 1/1000 (10-4) hluta úr sekúndu eftir að sköpunin átti sér stað. Það sem kemur fram í þessari nýju heimsmynd er að þróun alheimsins hafi stjórnast af ákveðnu sköpunarferli sem farið hafi fram allt niður í 10-45 úr sekúndu eftir sjálfa sköpunina. Hér er því verið að fást við tímaeiningar svo örsmáar að þær ná langt út fyrir okkar venjulega skilning á því hvað tími er. Við verðum því að sætta okkur við að tímahugtakið innan þessara heims- fræða er annað en það sem við eigum aðvenjast. Það var ameríski eðlisfræðingurinn Alan Gut sem árið 1979 setti fyrstur manna fram kenninguna um útþenslu alheimsins en í fyrstu voru þó alvar- legir gallar á ketiftirrgtinni eíns og hún kom fram. Árið 1981 settu þeir Linde frá Rússlandi og Steinhardt frá USA (o.fl.) kenninguna fram í endurbættu formi þó hún hafi enn ekki komið fram í endanlegri niynd en í mörgum löndum vinna menn nú ákaft að því að fullkomna kenninguna. Samræmdar kenningar Þessi nýja kenning um upphaf al- heims er því Big Bang kenningin í endurbættri mynd en báðar eru sam- hljóða um þróunina frá 1/1000 úr sekúndu eftir upphaf sköpunar og fram á þennan dag. Alheimurinn eins og hann var á því sekúndubroti var harla ólíkur þeim alheimi sem við þekkjum í dag. í fyrsta lagi var hann mikiu minni- aðeins rúmir 250 km í þvermál og því á stærð við smástirni. I öðru lagi var hann í fyrstu mjög heitur- um bilijón gráður (1012) og þéttleiki efnis einnig afar mikill. Efnið var raunar enn ekki búið að mynda atóm en birtist sem óbundin frumefni í formi prótóna, elektróna og neutr- ona auk tilsvarandi andefnis. Atom- eindirnar voru í sífelldri sköpun en um leið stöðugt að eyðast vegna árekstra við móteindir. En hér kemur eininitt fram vandamál eldri kenning- arinnar- hvernig stóð á því að yfirleitt varð nokkuð efni afgangs í þessari þróun efnisins? í tilraunum á efna- rannsóknastofum hefur nefnilega komið í ljós að það myndast alltaf jafnmikið af efni og andefni þegar orka breytist í efni en þegar efni og andefni mætast breytist hvorttveggja í geisla. Mönnum var því ráðgáta hvernig nokkurt efni gat yfirleitt myndast innan alheimsins. Áður leystu menn þetta vandamál með því að gera ráð fyrir að í upphafi hafi verið örlítið meira af efni en andefni -en hvers vegna alheimurinn hafði orðið til á þennan hátt gat enginn útskýrt. í nýju kenningunni hafa menn getað reiknað út að á tilteknu augna- bliki hafi reyndar myndast örlítið meira af efni en andefni. Fyrir hvern milljarð andefniseinda hafi þá mynd- ast einn milljarður og ein eind efnis - einni eind meira. í upphafi breyttist nær allt efni í geisla við árekstur efnis ogandefnis -og allt það efni sem við nú höfum fyrir augum er aðeins ösmáar leifar þess efnis sem eftir varð.... í Ijósi eðlisfræðinnar Kenningin um útþenslu alheims er ekki til orðin vegna athugana á þeim milljörðum vetrarbrauta sem fyrir- finnast - það sem opnaði mönnum leiðina tii skilnings var athugun á fjórum lögmálum náttúrunnar sem öll efnisleg fyrirbæri byggjast á. Þessi náttúrulögmál eru: þyngdaraflið, raf- segulaflið og tveir kjarnakraftar - veikari og sterkari. í mörg ár hefur það verið" markmið eðlisfræðinga að sameina þessi fjögur náttúrulögmál undir eitt sameiginlegt lögmál eða kenningu og er það fyrst nú á síðustu árum að það hefur tekist að nokkru ieyti. Þetta varð að veruleika hvað snertir rafsegulaflið og kjarnaorkuna þegar vísindamcnn við CERN-rann- sóknastofuna í Sviss gátu sýnt fram á tilvist W- og Z- efnaeindanna. En kenningasmiðirnir ganga lengra en þessar tilraunir ná og vinna nú að kenningu sern ber nafnið GUT ■ Fyrir 4,6 milljörðum ára varð sólin til úr hvirfilskýi gasatóma og örsmárra rykagna. Smám saman þéttist skýið og myndaði hnött úr helium og vetni - sólina eins og hún birtist okkur í dag. Það sem eftir varð af skýjasveipnum hélt áfram hringferð sinni um þennan nýja sólhnött en myndaði loks risapláneturnar Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Jörðin ásamt öðrum plánetum og smástirnum sólkerfisins mynduðust ekki fyrr en seinna - úr þeim rykögnuin sem afgangs urðu. Umhverfis pláneturnar komu fram milljónir halastjarna en það eru hnattsveipir úr ís og rykögnum sem þeytast áfram um geiminn. (Grand unified Theory - sameinaða sviðskenningin). í dag er GUT kenn- ingin um þrjú af fjórum náttúruöflum - sterka og veika kjarnakraftinn og rafsegulkraftinn. Enn hefur ekki tek- ist að innlima þyngdaraflið í þessa kenningu og það merkir að hvorki GUT né kenningin um útþenslu al- heims hafa náð endanlegri mynd. í upphafi var jafnvægi tvcggja krafta Sé GUT-kenningin notuð til út- reikninga á afstöðum á milli efnaþátta í upphafi sköpunar þá sést að alheim- urinn var í jafnvægisástandi. Hér ber þó að skilja orðið jafnvægi á þann hátt að þá hafi aðeins verið til tvö náttúruöfl - annars vegar þyngdarafl- ið og hins vegar einn samciginlegur kraftur sem samkv. GUT nær aðeins til þriggja krafta - rafsegulaflið og kjarnakraftarnir tveir, sá sterki og veiki. í þessu ástandi jafnvægis var sem sagt ekki hægt að aðgreina raf- segulaflið frá kjarnakraftinum en þetta jafnvægi stóð aðeins yfir í 10/45 úr sek. til 10/32 úr sek. eftir upphaf sköpunar. Sekúndubrotið 10/45 kallast Planck-tíminn og er þá komið að takmörkum þess hve langt aftur í tímann hægt er að komast samkvæmt GUT kenningunni eins og hún er nú. Það er ekki fyrr en hægt verður að innlima þyngdaraflið í GUT að hægt verður að komast út fyrir takmörk Planck-tímans. í dag geta eðlis- fræðingar aðeins gert ráð fyrir því að alheimurinn á undan Planck-tíma hafi aðeins haft á að skipa einum náttúru- krafti - eða með öðrum orðunt á undan Planck- tíma finna menn engan mismun á þyngdaraflinu og kjarna- kraftinum sterkari. í dag sjá menn þó mikinn mun á styrkleika og víðfeðmi þessara tveggja náttúrukrafta. Eins og fyrr sagði voru í alheimi aðeins tvö náttúruöfl á tímanum 10/45 til 10/32 sek. eftir upphaf sköpunar en þá raskaðist jafnvægið milli tveggja krafta og þá niynduðust hin fjögur öfl sem þekkt eru í dag. Ástæðan fyrir þessu skyndilega ójafnvægi var lækk- andi hitastig innan alheims. Sam- kvæmt GUT-kenningunni er ntikill munur á náttúrukröftunum við lægra hitastig en við ákveðið hitastig hverfa þeir alveg. Það sem réði úrslitum fyrir þróun alheims var að þessi jafnvægis- breyting skeði ekki allt í einu. Hún hefði raunar átt að ske þegar hitastig- ið var komið niður f. 10/27 gráður þó að hitastigið hefði getað farið niður f. það áður en fyrrgreint jafnvægi Ityrfi. Þetta samsvarar því að vel cr hægt að kæla vatn undir frostmark áður en ís myndast. Á tímabilinu 10/35 til 10/32 sek. eftir sköpunina var jafnvægisást- andið því svo að segja neðan við kælimarkið. Slíkt ástand kalla eðlis- fræðingar „falskt tómarúm“ þótt raunar ætti ekki að leggja mikla áherslu á orðið „rúm“ í þessu sam- bandi. í þessu „falska tómarúmi" var þyngdaraflið fráhrindandi kraftur og það var þessi eiginleiki sem hafði þau áhrif að alheimurinn fór að þenjast út. Á því óskiljanlega stutta augnabliki meðan „falska tómarúmið" var fyrir hendi þandist „svæðið“ sem aðeins var að rúmmáli milljónustu hlutar atómkjarna út í að verða miklu stærri en sá alheimur sem við skynjum í dag. Slík ógnarþensla er greinilega í mikilli mótsögn við afstæðiskenningu Einsteins þar sent segir að ekkert komist hraðar en Ijósið. En um leið og útþenslan átti sér stað varð geintur- inn til. Þá er ekki til umræðu hvort efniseindir í bessu tómarúmi færi hraðar en Ijósið eða ekki. F.n hér er heldur ekki lengur um neinar skiljan- legar skýringar að ræða á útþenslu alheims öðruvísi en sem stærðfræði- legar líkingar. Það er bessi fvrsta útþensla sem kallast útþenslutímabil- ið þegar alheimurinn varð svo óend- anlega stór sem raun ber vitni. Áður var sagt að hið „falska tóma- rúm" hafi verið neðan við kælistig við útþensluna og að hitastigið hafi raun- verulega verið of lágt til að geta viðhaldið jafnvægisástandi aðeins með hjálp tveggja náttúrukrafta. En á sarna hátt og hægt er að fá frant ískristalla í lágkældu vatni þá ntynd- uðust „loftbólur" í tómarúminu sem orsökuðu misræmi þannig að fram kontu fjórir náttúrukraftar innan al- heims. Þessar „loftbólur" áttu síðan sinn þátt í hinni hröðu útþenslu „falska tómarúmsins" og þannig varð hver „loftbóla" að einum alheimi. Við tilheyrum einni af þessum „loft- bólunt" og aðeins örlítill hluti hennar. Útþenslan hætti fyrst þegargeimursá sem síðar varð alheimur okkar var búinn að ná tilskilinni stærð en þá var „loftbólan" okkar þegar orðin stærri en hinn sýnilegi alheimur í dag. Erfitt er að segja til um hversu stór sú „loftbóla" er sem við tilheyrum en hlutfall eins og 10/35 Ijósár hefur verið nefnd í þessu sambandi. Hér við bætist að auk okkar eigin „loft- bólu" eru milljónir annarra loftbóla af svipaðri stærð alheimar sem við ef til vill aldrei munum fá að sjá. Við getum ekki séð nema óendan- lega lítinn hluta þeirrar „loftbólu" sem við tilheyrum og það sem við skynjunt sem „okkar" alheini hefur radíus sem er unt 15 milljarðar Ijós- ára. Ástæðan fyrir því að við sjáum ekki lengra er hraði Ijóssins. ( þau 15 milljarða ára sem liðin eru frá upphafi sköpunar liefur ljósið ekki komist lengra en 15 milljarð ljósára.. það sem liggur lengra í burtu getum við samkvæmt hlutarins eðli hreinlega ekki skynjað því að Ijósið úr þessari fjarlægð hefur einfaldíega ekki náð til okkar ennþá. Oft hafa menn viljað líkja alheim- inum við blöðru sem einhver er að blása upp og þessi samlíking Itcldur enn velli - þó að því viðbættu að alheimurinn „okkar“ veröur sífellt minni og minni depill á yfirborði blöðrunnar. Þessi nýja heimsmynd gefur einnig í skyn hvernig endalok alheims muni verða. Standist útreikn- ingarnir mun alheimurinn aldrei hætta að þenjast út. En stundum Itafa menn hugleitt möguleikana á því cf alheimurinn hætti að þenjast út og tæki að dragast saman á ný. Öllu ntyndi síðan ljúka með því að allt dræpist saman í einum punkti. Sá punktur myndi síðan springa í einu Big Bang og allt hæl'ist á nýjan leik. En samkvæmt nýju kenningunni er þessu ekki þannig háttað. Útþenslan ntun halda áfram um tíma sem er okkur með öllu óskiljanlega langur. Alhcimurinn mun smárn saman deyja út eftir því sem brennsluefni stjarn- anna gengur til þurrðar. Þá mun ntyrkrið skella á og loks mun efnið breytast í geisla. Sorglegur endir sern þó er svo fjarlægur að við þurfurn engar áhyggjur að hafa. Kenningin unt útþenslu alheims er ekki eins nákvæm hvað varðar sjálfa sköpun- ina. Enn vantar að leysa gátuna um Planck-tímann, þetta 10/45 sekúndu- brot eftir sköpunina. Sennilega eiga menn eftir að uppgötva að hinurn megin við þetta sekúndubrot hefur farið fram jafn spennandi þróun og sú sem á eftir fór. E.V,

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.