NT - 04.09.1985, Blaðsíða 5

NT - 04.09.1985, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 4. september 1985 5 Norðurbyggð 21-25 á Akureyri fékk viðurkenningu fyrirskemmtilega útfærða aðkomu og innkeyrslu Garðyrkjufélag Akureyrar: Veitti verðlaun fyrir fallega garða ■ Þann tuttugasta og níunda ágúst, sem jafnframt er afmælisdagur Akur- eyrarbæjar, veitti garðyrkjufélag bæjarins viðurkenningar fyrir fagurt umhverfi í bænum. Viðurkenningu hlutu fjórar einbýlishúsalóðir og ein raðhúslóð. Ennfremur hlutu tvö fyrir- tæki viðurkenningu* Fyrir fallega garða hlutu einbýlis- húsalóðirnar Mánahlíð 6, Tungusíða 17, Klettagerði 2 og Stóragerði 15 viðurkenningu. Raðhúsið Norður- byggð 21-25 hlaut viðurkenningu fyrir aðkomu og heimkeyrslu. Fyrirtækin sem til fyrirmyndar voru, voru Slipp- stöðin fyrir snyrtilegt umhverfi og Ríkisútvarpið á Akureyri. Fegursta gatan var valin Hamragerði. Dómnefndin var skipuð þeini: Ág- ústu Sigurðardóttur, Björgvin Stein- dórssyni og Kristjáni Þorvaldssyni. Heyskapur víða með besta móti í sumar: Sunnlendingar enn í sólskinsskapinu - en Austfirðingar fengu „sunnlenskt“ sumar getrmíha VINNINGARI 2. leikvika - leikir 31. ágúst 1985 Vinningsröð: 111-1X1-122-1X1 1. Vinningur: kr. 7.915,- 12 réttir 1474+ 40418 45526+ 48085 85308+ 88788 100714 35038 42024 45580 48155 86029 89705 100802 36141 42102+ 45601 48219 86279 89747 100951 36155 42147 45651 49176 86906 100277 101039 36164 43024 45884 49279 87225 100325 101086 38211 44323 46422 85106 87590 100344 101426 38714 44554+ 46889+ 85192 88226 100411 101646 39462 45151 47773 85199 88364 100450 101845 40184 45435 48063 85202 88671 100617 101955 40385 102318 2. vinningur: 11 réttir, fellur niður, náði ekki lágmarkinu kr. 250.- svo potturinn fór óskiptur í 1. vinning. íslenskar Getraunir, íþróttamidstödmni v/Sigtún, Reykjavík Kærufrestur er til 23. september 1985 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrillegar. Kærueyöubloö fásl hjá umboösmonnum og á skrilslofunm i Heykjavik. Vinningsupphæöir geta lækkaö, el kærur veröa teknar til greina. Handhalar nafnlausra seöla ( + ) verða aö Iramvisa slolm eöa senda stolnmn og lullar upplýsingar um naln og heimilisfang lil Islenskra Gelrauna fyrir lok kærulresls ■ Heyskapartíð hefur verið með afbrigðum góð mjög víða á landinu. Bændur á Suðurlandi eru mjög ánægðir með sprettu og heyskap í sumar. Þeir segja að slíkt sumar hafi ekki komið svo lengi sem elstu menn muna. Það eina sem hrjáir þá er að vatn er að ganga til þurrðar svo að víða horfir til vandræða. Á Suður- landi eru menn hvattir til að spara vatn eins og hægt er á meðan ekki rignir. Sömu sögu er að segja úr Borgar- firði. Þar hefur verið einmuna tíð í sumar og s.l. vetur og þar hefur heyskapur yfirleitt gengið mjög vel og flestir bændur löngu búnir að heyja og eru vel birgir fyrir vetur. Þar er einnig farið að bera á vatnsskorti. Snæfellingar eru einnig afar ánægð- ir með tíðina og segja að vel hafi gengið að heyja og ná inn heyjum. Heyskapur gekk ntjög fljótt fyrir sig í ár og eru bændur á Snæfellsnesi bjartsýnir. Lítið er farið að bera á vatnsskorti þar og undir það tóku bændur í Dalasýslu. Þar hefur verið mjög góð spretta og telja þeir Dala- rnenn að þetta sumar sé það besta sem komið hefur í langa tíð. Barðstrendingar og bændur í ísa- fjarðarsýslum taka undir að vel hafi gengið og tíðin verið með afbrigðum góð. Heyskapur gekk vel hjá þeim og er víðast löngu lokið. Strandamenn fengu ekki mikinn sólarþurrk en sögðu að spretta hefði verið meiri í ár en í fyrra. Þar verka ntjög margir í vothey og flestir eiga nógan forða til veturs. Ur Húnavatnssýslum fengust þær fréttir að veður hafi verið fremur votviðrasamt og kalt. Þó væru hey- birgðir góðar en illa hefði gengið að þurrka heyið. Þar verka bændur í vaxandi mæli í vothey og því ekki eins illa stæðir og ella. Þar er alls enginn vatnsskortur eins og víða annars stað- ar og sömu sögu var að segja úr Skagafirði og Eyjafirði. Bændur þar sögðu að það hefði verið „sunnlenskt" sumar, rigning og kalt mest af sumrinu. Þó væri mesta furða hvað heybirgðir væru miklar og gæðin mikil. Sömu sögu sögðu bændur í Þingeyjarsýslum, Múlasýslum og allt að Höfn í Hornafirði. Á þessum svæðum hefur verið leiðindaveður, miklar rigningar og kuldi. Víða væru ■ Elfar Guðni opnar í dag sýningu á 35 vatnslitamyndum í Eden í Hvera- gerði. Þetta er 12. einkasýning Elfars og jafnframt fyrsta sýning hans í Eden. Hann hefur áður haldið sýningar á hey enn úti og bændur hefðu áhyggjur af því. Þeir sem byrjuðu nógu snemma að slá hafa náð sínum heyj- um en aðrir ættu talsvert liggjandi. Það má því segja að tíðin hafi snúist við frá sem verið hefur. Sjaldn- ast er það nú svo að gæðum náttúr- unnar verði jafnt skipt en vonast verður til að allt gangi vel. Stokkseyri, Selfossi, Hveragerði, Reykjavík og Keflavík. Sýningin verður opin á opnunar- tímum Eden og lýkur mánudaginn 16. september. ■ Elfar Guðni með tvö verk sín. Eden: Elfar Guðni sýnir 35 vatnslitamyndir LYSING Á KS 28 254 litra kaslir, 26 lltra f ryatir, 4 hillur, 2. grœnmetisskúffur, innhyggt Ijós, hálf sjátfvirkt afhrim, stilL.nlegir f œtur, straumnotkun 2,00 KwH á sólar- hring. Mál: h. 140, br. 67, dýptOO. KAUPIN GERAST EKKI BETRI . ' ■ ; . _ Lftur: hvftur. Blomberq ÞÚ GERIR EKKI BETRI KAUP - TAKMARKAÐ MAGN. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI I6995

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.