NT - 04.09.1985, Blaðsíða 12

NT - 04.09.1985, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 4. september 1985 12 Baldur Möller um starfskjör bankastjóra: Launaaukinn aðeins annað form hefðbundinna fríðinda Bankastjórar greiða í lífeyrissjóði samkvæmt ákvörðun ráðherra ■ í skýrslu um starfskjör hefur tekið saman að beiðni áratuga hefð er fyrir því að bankastjóra, sem Baldur Möller Matthíasar Á Mathíesen við- bankastjórarnjótisambærilegra fyrrverandi ráðuneytisstjóri skiptaráðherra kemur fram að bifreiðafríðinda og ráðherrar þótt bein lagafyrirmæli hafi ekki legið fyrir um það, Sú ákvörðun bankaráða ríkisbankanna að fella niður greiðslu aðflutnings- gjalda af nýjum bifreiðum og greiða þess í stað sérstakan launaauka til bankastjóra hafi haft það að markmiði að gera bankastjóra „jafnsetta og áður“ eftir að samþykkt hafði verið þingsályktun um afnám bíla- kaupafríðinda embættismanna. Baldur fjallar jafnframt um það hvernig æskilegast sé að standa að ákvörðunum um kjaramál bankastjóra. Hann mælir ekki með þeim hugmynd- um sem fram komu á Alþingi s.l. vetur eftir að uppvíst varð um tilvist launaaukans, að kjaradómur ákveði laun banka- stjóra ríkisbankanna, þar sem það rjúfi þá sérstöðu sem bönkunum sé ætluð í lögunum sem sjálfstæðar stofnanir. Telur Baldur Möller að fremur beri að styrkja stöðu bankaráðanna, en leggur jafnframt áherslu á að ráðherra verði ávallt gerð grein fyrir öllum ákvörðunum í þess- um efnum, enda beri hann á þeim stjórnskipulega ábyrgð. „Eftir sem áður yrðu hin beinu og formlegu forráð í töku ákvarðana um starfskjör banka- stjóra í höndum bankaráð- anna,“ segir í skýrslu Baldurs. í fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu segir að ráð- herra hafi 30. ágúst sent banka- ráðum bréf þar sem þeim er falið að endurskoða reglur, ann- ars vegar um bílamál banka- stjóranna og hins vegar um eftirlaunamál þeirra í samræmi við gildandi lög og reglugerðir og greiða bankastjórar því eftir- leiðis í lífeyrissjóði. Þá er farið fram á það í bréfinu að allar breytingar á starfskjörum bankastjóra og annarra starfs- manna ríkisbankanna verði til- kynntar ráðuneytinu og boðað að ákvæði um það verði sett í fyrirhugaða reglugerð um starf- semi ríkisbankanna. Fjársvikamál: Keypti hluti á afborgun- um og seldi ■ Maður var úrskurðað- ur í gæsluvarðhald um helgina, fram til 13. sept- ember. Maðurinn er grun- aður um fjársvik. Rann- sókn málsins er á frum- stigi, en maðurinn er grun- aður um að hafa samið um kaup á sjónvörpum, myndbandstækjum og húsgögnum á afborgun- um. Talið er að maðurinn hafi ekki hirt um að greiða afborganir, heldur selt hlutina til þriðja aðila. Ekki er enn ljóst hversu umfangsmikið fjársvika- mál er um að ræða. Afborgunarskilmálun- um fylgir eignarréttar- heimild seljanda, sem get- ur þá endurheimt hlutinn í þeim tilvikum sem kaup- andi stendur ekki í skilum. Deildarstjóri hjá RLR sagði í samtali við NT í gær að umræddur maður hefði keypt útvörp, mynd- segulbönd og húsgögn á afborgunum, með lítilli eða engri útborgun. Þegar átti að endurheimta hlut- inn úr hans vörslu kom í Ijós að hlutinn hafði hann selt. Mál af svipuðum toga hafa áður komið upp hjá rannsóknarlögreglu, og hafa þá tengst kaupum á hljómflutningstækjum og jafnvel bílaviðskiptum. Verðlagsstofnun kannar verð á skólavörum: Skólakrakkar geta sparað sér mörg hundruð krónur - með því að líta í kring um sig ■ Viljugir og hagsýnir skóla- krakkar geta greinilega sparað sér (eða mömmu og pabba) jafnvel mörg hundruð krónur við kaup á hinum ýmsu skóla- vörum sem þau eru að kaupa þessa dagana, með því að versla ar sem hver tegund er ódýrust. nýrri verðkönnun sem Verð- lagsstofnun hefur gert fann hún t.d. 374 króna mun á einni Arnigo skólatösku. Jafnvel á einum litapakka getur verið hátt í helmings verðmunur eða nær 50 krónur, þannig að hægt er að spara hundruð króna þótt ekki sé verið að leggja í kaup á dýrustu hlutunum eins og skóla- tösku og pennaveski. Þeim sem hafa áhuga á að spara skal bent á að verðkynninguna er hægt að fá ókeypis hjá Verðlagsstofnun Borgartúni 7 í Reykjavfk og hjá fulltrúum stofnunarinnar úti á landi. Verðlagsstofnunin gerði könnun í 30 bóka- og ritfanga- verslunum á höfuðborgarsvæð- inu á mörgum tegundum af skrifbókum, litum, skriffærum, skólatöskum og pennaveskjum, eða alls 38 vörutegundum. í 13 tilvikum reyndist hæsta verð þeirra meira en 50% hærra en lægsta verð sömu vöru. T.d. gat ein reikningsbók kostað frá 20 og upp í 46 krónur. Erfitt er samkvæmt könnun- inni að benda á einhverjar sér- stakar verslanir sem ódýrastar eða dýrastar. T.d. voru í 11 af þessum 30 verslunum bæði dæmi um hæsta verð og lægsta verð einhverra vörutegunda. Þó má kannski geta þess að Lárus Blöndal átti 5 sinnum lægsta verð (fyrst og fremst á litum) en aldrei það hæsta - en stór verslun eins og Penninn átti 3 sinnum hæsta verð og aldrei það lægsta. Alls 7 verslanir áttu í einhverjum tilfellum hæsta verð en aldrei lægsta og 8 verslanir lægsta verð en aldrei hæsta. Til að nýta sér verðkönnunina í sparnaðarskyni er nauðsynlegt að gá hvar þeir hlutir sem við- komandi vantar eru ódýrastir í hverju tilfelli. Innkaupalisti: 4 stflabækur 148 248 2 reikningsbækur 74 116 Lausbl.búnt 21 25 1 mappa 61 89 3 blýantar 18 39 Penni 20 32 Trélitir 64 85 Tússlitir 51 92 Vaxlitir 56 102 513 kr. 828 kr. ■ Á þessum tilbúna innkaupalista skólakrakka getur hann sparað sér 315 krónur (61%) með því að kaupa framangreinda hluti þar sem þeir eru ódýrastir miðað við hæsta verð. Þeir sem fara og kaupa allt á einum sta'ð lenda einhversstaðar þarna á milli. Þurfi að fara út í kaup á skólatösku getur mismunurinn aukist um mörg hundruð krónur í viðbót. Miðvikudagur 4. september 1985 ■ Veiðitímanum er lokið í LaxááÁsum. 14821axarveidd- ust, og er það sjötta besta árið frá því að farið var að halda veiðibók. Kristján Sigfússon bóndi á Húnsstöðum sagði í samtali við Veiðihornið í gær að veiði hefði verið mjög treg framan af, en síðan ræst heldur betur úr þegar á leið. Kristján sagði að síðasta daginn hefði veiðst 31 lax, þrátt fyrir leiðindaveiðiveður, sól og kuldanæðing. „Laxinn var allur nýgenginn og lúsugur. Það er því auðséð að nægilegt magn er enn af fiski í ánni,“ sagði Kristján. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Veiðihornið hefur afl- að sér var það Hannes Sigurðs- son sem veiddi best í ánni í sumar. Hann fékk 38 laxa á eina stöng einn dag. Eins og kunnugt er var kvóti í ánni, en hann var felldur niður í fyrra. Þá var leyfilegt að veiða 20 laxa á stöng. Gæsareytingarvél Það getur verið lýjandi að þurfa að reyta margar gæsir eftir velheppnaða veiðiferð. Þegar skotnar eru um 40 gæsir í túr er óhemju verk að reyta. Veiðihomið hafði spurnir af mönnum í Borgarfirði sem hafa séð við þessum vanda. Þeir fréttu af gæsareytingarvél sem framleidd var í Ameríku. Vélin er einföld smíði. Það er tromla með gúmmíblöðkum og er ryk- suga fest við tromluna. Fuglin- um er þrýst að tromlunni sem er knúin með mótor, og gróf- reytir hún fuglinn. Umtalsverð- ur tímasparnaður þegar um marga fugla er að ræða. Viðmiðunarverð á veiðileyfum Ferðaþjónusta bænda hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt er að Ferðaþjón- ustan hafi verðlagt veiðileyfi fyrir bændur og veiðimenn. Þeir nefna tölurnar 500 krónur á dag fyrir fyrstu þrjár gæsirnar og 500 krónur á dag fyrir fyrstu tíu rjúpurnar. Þá segir í lok tilkynningarinnar að bændur veiti leiðsögn um veiðisvæði og leiði það til þess að veiðimenn verði öruggari, og að reyndar skytturverði þá með í ferðinni. Undarleg vinnubrógð? Veiðihornið hefur heyrt við- brögð hjá nokkrum skotveiði- mönnum við ákvörðun Ferða- þjónustunnar. Þeir eru undr- andi á því að nú þurfi orðið að borga fyrir það að skjóta skaðvald. Gæs hefur oft gerst ágeng við tún og valdið í þeim skemmdum. Bændur hafa margir hverjir talið æskilegt að fá menn til sín, til þess að skjóta gæsir. Einn viðmælenda Veiðihornsins sagði: „Við eig- um þetta land og það er helvíti hart ef nú á að fara að gera veiði á villtum fugli að tekju- stofni fyrir bændur.“ Snjóbílarnir afhentir ■ Lundssamband hjálpar- svcita skáta hcfur flutt til lands- ins þrjá snjóbíla. Eins ug lesend- um NT er kunnugt voru bílarnir keyptir á mjög hagstæðu verði. Von er á ijórða bílnum, cn hann mun vcrða í eigu Reykjavíkur- dcildarinnar. Bílarnir þrír sem þcgar eru komnir til landsins voru formlega afhentir á laugar- daginn. Á myndinni sjást for- ráðamenn hjálparsveitanna. Bílarnir fara til ísafjaröar, Hafnarfjarðar og Kópavogs. NT-mynd: Sverrir Par í gæsluvarðhald: Þrettán hafa setið í gæsluvarðhaldi ■ Par á þrítugsaldri var úr- skurðað í gæsluvarðhald um helgina. Maðurinn hlaut varð- haldsúrskurð fram til 18. sept- ember og konan til 11. septem- ber. Þau tengjast bæði umfangs- miklu máli sem rannsóknarlög- regla hefur rannsakað frá því um verslunarmannahelgi. Við rannsókn málsins hefur upplýst fjöldinn allur af innbrotum, og stuldur á þýfi að verðmæti hundruð þúsundir króna. „Það hefur verið unnið að rannsókn þessa máls undanfar- ið, og það teygir anga sína víða. Rannsóknin leiddi til þess að parið var handtekið um helg- ina,“ sagði Helgi Daníelsson hjá rannsóknarlögreglunni í samtali við NT í gær.Helgisagði ennfremur að málið yrði áfram í rannsókn. Alls hafa þrettán manns verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þessa máls. Þetta fólk tengist annaðhvort innbrotun- um, hefur verið í vitorði með innbrotsþjófum eða er grunað um meðferð á þýfinu. Helgi var spurður hvort fíkni- efni tengdust málinu. „Það er hér eins og í okkar nágrannalöndum að margskon- ar afbrot tengjaát beint og óbeint fíknicfnamálum. Þetta er eitt af þeim málum. Margt af þessu fólki sem er í gæslu, er fólk sem hefur verið tengt fíkni- efnum og hlotið dóma fyrir slíkt,“ sagði Helgi. 20 íslenskir þingmenn: Styðja viðleitni Contadora ríkjanna ■ Tuttugu íslenskir alþingis- menn úr 6 stjórnmálaflokkum hafa undirritað yfirlýsingu, þar sem lýst er yfir stuðningi við friðarumleitanir Contadora- ríkjanna í málefnum Mið- Ameríku og jafnframt fordæma þeir viðskiptabann Bandaríkja- stjórnar á Nicaragua, þar sem þeir telja að það gangi „þvert á alla viðleitni til friðsamlegrar lausnar á vandamálum þessa heimshluta". Alþingismennirn- ir hvetja vestrænar þjóðir til aukinna viðskipta við Nicaragua, enda verði best stuðlað að lýðræðislegri þróun í landinu með þeim hætti. Þeir sem rita undir yfirlýsing- una eru: Páll Pétursson, Stein- grímur J. Sigfússon, Eiður Guðnason, Guðrún Agnars- dóttir, Stefán Benediktsson, Haraldur Ólafsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Ragn- ar Arnalds, Hjörleifur Gutt- ormsson, Karl Steinar Guðna- son, Jóhanna Sigurðardóttir, Kristín Halldórsdóttir, Helgi Seljan, Geir Gunnarsson, Kar- vel Pálmason, Stefán Valgeirs- son, Svavar Gestsson, Guð- mundur Einarsson, Ellert B. Schram og Kjartan Jóhannsson. Yfirlýsingin hefur verið send þjóðarleiðtogum og forsetum þjóðþinga í Bandaríkjunum, Kanada og löndum Vest- ur-Evrópu. Vörutegund - Vörumerki Vorunumer Bokabuð Braga Laugaveg 118, Rvik. Bokabuð Breiðholts Arnarbakka 2. Rvik. Bokabuð Boðvars Strandgotu 3, HalnarL Bokabuð Fossvogs Grimsbæ Rvik. Bokabuð Jonasar Rolabæ 7 Rvik. Bokabuö Lar- usar Blondal Skolav.stig 2. Rvik. Bokab. Mals og menningar Laugaveg 18 Rvik. Bokabuð Olivers Steins Strandgotu 31 Hafnarfiröi Bokabuö Safamyrar Haaleitisbr. 58-60 Rvik. Bokabuð Vesturbæjar Viðimel 35 Rvik. Bokabuö Æskunnar Laugav. 56 Rvik. Bokabuöin Alfheimum 6 Rvik. Bokabuöin Bok Miklubraut 68, Rvik. Bokabuöin Embla Volvufelli 21 Rvik. Bokabuöin Hclgafell Laugavegi lOO.Rvik. Bokahusið, Laugavcgi 178 Rvik. Bokaverslun isafoldar Austurstræti 10, Rvik. Bokav. Sigf. Bokaversl. Eymundssonar Ástund Austurstræti Haaleitisbraut 18, Rvik. 68, Rvik. Bokaverslunir Griffill Siöumula 35, Rvik. i Bokaverslunin Bokaverslunin Snerra Ulfarsfell Þverholti Hagamel 67 Mosfcllssveit Rvik. Bokaversl. Veda Hamraborg 5, Kop. Bokhlaðan Laugavcgi 39 Rvik. Hngkaup Skeifunm 15 Rvik. Holasport Louholum 2-6 Rvik. Mikligarður v/Holtaveg Rvik. Penninn Hallarmula 2, Rvik. Skolavoru- buðin Laugaveg 116, Rvik. V.B.K.rit- fangaverslun Vesturgotu 4 Rvik. Stílabækur A4-40bls.-vlrheft 4401 41.00 41.00 45.00 33.00 41.00 41.00 41.00 40.00 41.00 41.00 41.00 41.00 40.00 43.00 41.00 35.90 37.00 41.00 40.00 40.00 A4 - 50 bls. - spíral 4501 52.00 53.00 58.00 53.00 53.00 49.00 62.00 53.00 53.50 54.00 62.00 37.00 54.00 57.00 54.00 53.00 53.00 53.00 54.00 52.00 49.90 37.00 54.00 54.00 53.00 52.00 A4-50bls.-spíral quikk 36.00 37.00 37.00 37.00 33.00 36,00 37.00 36,50 36.00 48.00 40.00 37.00 37.00 37.00 37.00 38.00 39.00 36.00 43.00 A5-24bls:-vírheft 2241 14.00 14.00 14.00 15.00 14.00 14.00 14.00 15.00 14.00 13.20 10.00 14.00 14.00 15.00 12.00 14.00 14.00 15.00 14.00 12.90 15.00 14.00 14.00 14.00 13.00 A5-40bls.-virheft 2401 23.00 23.00 23.00 25.00 23.00 23.00 23.00 22.50 21.30 25.00 22.50 17.00 23.00 23.00 24.00 23.00 23.00 22.00 24.00 23.00 19.90 23.00 23.00 22.00 23.00 22.00 A5-50bls.-spíral 2501 33.00 33.00 33.00 29.00 33.00 33.00 33.00 33.00 32.50 30.90 37.00 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 33.00 32.00 32.00 33.00 36.00 34.00 31.90 34.00 33.00 32.00 33.00 32.00 Reikningsbækur A4-40bls.-virheft 4405 41.00 41.00 44.00 25.00 41.00 41.00 41.00 40.00 28.00 41.00 41.00 41.00 30.00 41.00 43.00 40.00 43.00 41.00 35.90 46.00 36.00 40.00 20.00 40.00 A4-50bls.-spiral 4505 53.00 53.00 58.00 53.00 53.00 54.00 53.00 37.00 53.50 54.00 37.00 42.00 57.00 54.00 53.00 53.00 57.00 54.00 52.90 48.00 54.00 54.00 52.00 A5-50bls.-spiral 2505 33.00 33.00 29.00 33.00 33.00 33.00 32.50 30.90 37.00 33.00 33.00 33.00 35.00 35.00 33.00 32.00 33.00 35.00 34.00 31.90 34.00 33.00 32.00 22.00 Skrifblokkir A4-50blöð" 34.00 31.00 32.00 38.00 30.00 31.00 33.00 38.00 37.00 31.00 31.00 36.00 38.00 34.00 35.00 31.00 34.00 33.00 31.00 32.00 34.00 34.00 29.90 49.00 34.00 33.00 A5-50blöð" 21.00 22.00 21.00 18.00 18.00 20.00 21.00 20.00 18.00 18.50 22.00 21.00 20.00 19.00 21.00 18.00 22.00 20.00 18.90 30.00 19.50 Lausblaðaarkir, A4 - 50 blöð ’> 22.00 22.00 22.00 24.00 22.00 22.00 23.00 22.00 22.00 21.00 25.00 22.00 22.00 22.00 21.00 23.00 23.00 22.00 24.00 22.00 22.00 22.00 22.00 22.00 25.00 22.00 23.00 Möppur, A4 - 4 hringja " 71.00 65.00 89.00 70.00 61.00 79.00 70.00 84.60 86.00 69.00 88.00 61.00 75.00 81.00 81.00 81.00 74.00 79.00 78.00 72.90 77.00 61.00 72.00 Blýantur m/strokleðri no. 2 7.00 9.00 10.00 10.00 6.00 10.00 10.00 13.00 11.00 10.00 10.00 7.00 12.00 12.00 10.00 8.00 10.00 8.00 6.00 9.00 12.00 10.00 10.00 8.00 6.65 9.55 8.00 10.00 10.00 9.00 Trélitir Breviller, stuttir, 12 stk. 350/12 80.00 70.50 81.00 79.00 75.00 85.00 74.00 81.00 64.00 75.00 79.00 82.00 85.00 81.00 84.00 79.00 84.00 Breviller, langir, 12 stk. 360/12 120.00 122.00 122.00 118.00 112.00 119.00 127.00 111.00 118.00 122.00 132.00 122.00 112.00 119.00 98.00 105.00 124.00 127.00 122.00 122.00 126.00 115.00 122.00 119.00 126.00 Tússlltir Carioca, 10 litir 70.00 71.00 69.00 72.00 70.00 49.00 70.00 70.00 65.00 74.00 72.00 66.00 71.00 74.00 73.00 75.00 72.00 70.00 74.00 65.90 72.00 70.00 71.00 Carioca, 12 litir 81.50 51.00 84.00 77.00 86.00 87.00 92.00 88.00 86.00 85.00 82.00 87.00 83.00 Vaxlitir Crayola, 12 stk. 67.00 69.00 92.00 56.00 89.00 86.00 74.00 72.00 102.00 87.00 95.00 65.00 95.00 99.00 91.00 92.00 99.00 61.00 74.00 Sargent, 12 stk. 70.00 70.00 74.00 69.00 68.00 73.00 70.00 78.95 72.00 76.00 72.00 69.00 76.00 71.00 73.00 80.00 68.00 65.90 66.55 68.00 Prang, 16 stk. 71.00 82.00 82.00 90.00 Pennaveski Steinmann, plast, 2 rennilásar21 426 296.00 295.00 324.00 298.00 297.00 295.00 294.00 298.00 310.00 315.00 298.00 310.00 299.00 333.00 299.00 392.00 Pennaveski, plast, 2 rennilásar31 RE 12819 529.00 529.00 525.00 526.00 545.00 554.00 Steinmann, nylon, 2 rennilásar" 323 297.00 295.00 298.00 304.00 295.00 315.00 295.00 247.00 315.00 298.00 297.00 310.00 315.00 299.00 333.00 299.00 Steinmann, poki úr rúskinni51 1127 123.00 125.00 123.00 124.00 123.00 138.00 132.00 124.00 130.00 139.00 102.00 Pennaveski, poki úr rúsk./leðri51 578 115.00 115.00 115.00 116.00 123.00 120.00 Pennaveski, poki úr striga51 RE 11630 / 221.00 221.00 230.00 233.00 236.00 Skolatöskur Jeva, midi JE125 1334.00 1335.00 1384.00 1335.00 1310.00 1328.00 1335.00 1330.00 1345.00 1362.00 1424.00 1345.00 1337.00 1463.00 1385.00 1424.00 1408.00 1424.00 Jeva, Twin sport JE325 2045.00 2020.00 2045.00 2045.00 2033.00 2226.00 2141.00 Scout tnini SC03-679 1290.00 1282.00 1330.00 1283.00 1542.00 1292.00 1290.00 1368.00 1284.00 1330.00 1368.00 1353.00 1368.00 Piotel 32 1407.00 1339.00 1409.00 1500.00 1354.00 Amigo baktaska 2295 1338.00 1348.00 526.00 1348.00 1365.00 1053.00 1348.00 1340.00 1385.00 .1427.00 1389.00 1365.00 Leikskólataska SC4777-682 530.00 527.00 546.00 530.00 530.00 527.00 545.00 555.00 Piotel, leikskólataska 10 612.00 607.00 612.00 590.00 Arnigo, leikskólataska 820 597.00 603.00 604.00 599.00 603.00 615.00 639.00 604.00 660.00 599.00 472.00 620.00 657.00 Pennar Uni-Ball 35.00 37.00 37.00 41.00 35.00 36.00 35.00 37.00 38.50 38.00 36.50 37.00 37.00 39.00 39.00 37.00 38.00 38.00 36.00 35.00 32.00 37.00 37.00 37.00 38.00 Ball Pental, fine point R50 35.00 36.50 37.00 41.00 37.00 39.00 37.00 39.00 36.00 38.00 27.50 37.00 45.00 36.00 37.00 43.00 36.00 37.00 37.00 37.00 42.00 34.00 39.00 Bic Roller 23.00 25.00 29.00 27.00 24.00 32.00 24.00 20.00 23.00 26.00 ATHUGASEMDIR: 1. Um er að ræða vörur (rá nokkrum innflytjendum með mismunandi vörunúmerum. verði (frá fleiri en einum innflytjanda), var ávallt tekið lægsta verðið. I þeim verslunum þar sem sama varan var til á mismunandi 2. I pennaveskinu er reglustrika, horn, yddari, strokleður, sex pennafyllingar, blýantur, fimm trélitir og fimm tússlitir. 4, 3. I pennaveskinu er reglustrika, yddari, strokleður, blýantur, tveir pennar og tólf trélitir. 5. I pennaveskinu er reglustrika, horn, strokleður, yddari, blýantur, kúlupenni, sjö trélitir og átta tússlitir. Tómt pennaveski (poki).

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.