NT


NT - 17.09.1985, Side 12

NT - 17.09.1985, Side 12
Þriðjudagur 17. september 1985 12 SUF ítrekar kröfur um hækkun skatta á hátekjur: Mikilvægara að ná saman nallalausum fjárlögum - en standa gegn öllum skattahækkunum, segir Vilhjálmur Egilsson formaður SUS ■ Hátekjuskattur, hækkun eigna- skatts, hækkun skatts á skrifstofu- og verslunarhúsnæði eru sjálfsagðar og sanngjarnar tekjuöflunarleiðir eins og málum er nú háttað," segir m.a. í stjórnmálaályktun stjórnar Sam- bands ungra framsóknarmanna sem fundaði á Bifröst um helgina. Jafn- framt er hvatt til sparnaðar og hag- ræðingar í fjárfrekustu ráðuneytun- um eins og menntamála-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytunum og varað við því að velta aðsteðjandi vanda yfir á herðar komandi kynslóða með erlendri skuldasöfnun og stjórn- lausri veiði á fiskistofnunum. „Þessi ályktun kemur á þeim tíma, þegar verið er að ganga frá afdrifarík- ustu fjárlögum þessarar ríkisstjórnar. Hún verður metin eftir jíessum verkum, þegar næst verður gengið að kjörborðinu," sagði Finnur Ingólfs- son formaður SUF t' samtali við NT í gær. „Þeir eru líka of margir hag- fræðingarnir í röðum ungljðanna í Sjálfstæðisflokknum, fyrst þeim dett- ur í hug að skattalækkanir geti átt við á þessum tímum. Verðbólgan er núna föst á bilinu 30-40% miðað við eitt ár og hún fær hækkandi. Þenslan er gífurlega mikil, það sést alls staðar á vinnumarkaðnum og kemur glöggt fram í launaskriði. Erlendar skuldir fara hækkandi. Við slíkar aðstæður ber að reka ríkissjóð hallalausan. Þá kemur tvennt til. í fyrsta lagi verður að hækka skatta við þá sem geta borið skatta. Þeir sem geta það eru hátekju- menn. Þess vegna verður að fresta því að hrinda í framkvæmd þings- ályktunartillögunnar sem samþykkt var fyrir tveim árum um lækkun tekjuskatts. Það þarf að skattleggja eignir þess fólks sem getur borgað og ná til þess fólks sem gat eignast stóreignir á þeim tímum þegar verð- bólga var mikil og peningar óverð- tryggðir. Ábyrgir stjórnmálamenn mega ekki hlaupa frá vandanum þótt þeir telji tekju- og eignaskattskerfið götótt. Þeir verða þá að bæta kerfið en ekki hlaupa frá vandanum. Hins vegar er sjálfsagt að benda sjálfstæðismönnum á að það eru þeirra ráðherrar sem fara með 70- 80% af öllum ríkisútgjöldunum. Til að reka ríkissjóð þarf líka að spara og þá kröfu þarf að gera til þessara ráðherra." En eru ungliðahreyfingar stjórnar- flokkanna báðar komnar í stjórnar- andstöðu en á öndverðum forsend- um? Finnur Ingólfsson neitaði því að ungir framsóknarmenn væru í stjórn- arandstöðu, en á hinn bóginn litu þeir svo á að framsóknarmenn þyrftu að endurskoða vel stöðu sína, ef tillög- um þeirra yrði hafnað við fjárlaga- gerðina. VilhjálmurEgilsson formað- ur SUS sagði í samtali við NT að hann áliti að ungir sjálfstæðismenn og ungir framsóknarmenn myndu eiga auð- veldara með að koma sér saman en hinir eldri flokksmenn. „Við erum sammála um markmiðin og það er mikilvægara en það sem okkur kann að greina á um skattamálin," sagði Vilhjálmur. Hann sagði að þessar skattahugmyndir væru þess virði að vera skoðaðar, það væri mikilvægara að ná saman hallalausum fjárlögum en að segja blátt nei við öllum skattahækkunum." Bilun á rafmagni ■ Upp úr klukkan átta í gærkvöldi fór rafmagnið af Kópavogi og Garða- bæ. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi er orsökin ekki kunn og ekki er hægt að kenna veðrinu um því blíðskapar- veður var í gærkvöldi á þessu svæði. Lögreglan í Kópavogi sagði að rafmagnslaust hafi verið í hálftíma til þrjú korter og þá kom rafmagnið aftur jafn skyndilega og það fór. Lögreglan í Hafnarfirði sagði að Ijós hefðu blikkað þar á sama tíma og rafmagnið fór í Kópavogi og Garða- bæ. Þá slökknuðu götuljós við nokkrar götur í Reykjavík en það komst fljótt í lag. HAGLASKOT ódýr og örugg O BRNO # FIREARMS XMERKUBIA m U5U PRAHA CZECHOSLOVAKIA clever* Clever haglaskotin eru þekkt fyrir gæði og nákvæmni. Nú fyrirliggjandi f ótal stærðum og gerðum. Einnig úrval af BRNO haglabyssum og rifflum. Markviss skot! s Örugg skotvopn! | Fást í sportvöruverslunum og kaupfélögum um land allt. jjj VERSLUNARDEILD - HEIMIL1SVÖRUR •HOLTAGÖRÐUM'SÍMI 8 -12 66 ■ Það var mikil traffík við Norrönu í sumar á Seyðisfirði enda hefur reksturinn aldrei gengið betur. NT-mynd: Guðm. Sigfússon Norröna: Fleiri íslendingar sigldu með skipinu Um 11000 farþegar til og frá Seyðisfirði í sumar ■ Færeyska ferjan Norröna hefur nú hætt siglingum sínum til Seyðis- fjarðar að sinni. Að sögn Jónasar Hallgrímssonar framkvæmdastjóra Austfars hf. á Seyðisfirði hefur reksturinn gengið mjög vel í sumar, um 11000 manns sigldu með skipinu til og frá Seyðis- firði. Er þetta svipaður fjöldi og fyrri sumur nema að nú sigldi skipið 14 ferðir, sem er einni ferð minna en í fyrra. Þannig var farþegafjöldi á hverja ferð meiri nú en áður. Um 53000 farþegar ferðuðust með skipinu, séu allar leiðir taldar, og er það um 12% aukning frá því í fyrra. Jónas sagði að lokum að u.þ.b. 20% farþeganna sem fóru um Seyðisfjörð hefðu verið fslendingar og hefur hlutfall þeirra vaxið frá því sem áður var. í vetur verður Norröna leigð út til annarra landa, en hefur íslandssigl- ingar sínar aftur næsta surrtar. ■ Stóra stundin runnin upp - undirritun bónu Gunnarsson. Bónussamkomulag VSÍ og „Fyrsta umfjölli - segir Magnús Gunnarsso Tvö banaslys um helgina ■ Tvö banaslys urðu í umferðinni um helgina. Eygló Vilhjálmsdóttir frá Sílalæk í Aðaldal lést þegar bíll, sem hún ók, valt á Öxnadalsheiði, laust fyrir hádegi á laugardag. Fernt var í bílnum, en farþegar sluppu við meiðsl. Björn Ólafsson til heimilis að Aðal- götu 8 Siglufirði lést í umferðarslysi aðfaranótt sunnudags, þegar jeppa- bifreið hans fór útaf veginum, rétt norðan við bæinn Hraun í Fljótum. Að sögn lögreglu á Siglufirði er talið að maðurinn hafi látist samstundis. Hann var einn í bílnum þegar slysið varð. B[örn lætur eftir sig konu og börn. Skyggni var mjög slæmt og allar aðstæður til aksturs þessa nótt. Tværkonur fyrir bíl ■ Ekið var á tvær konur í Reykjavík í gær. Fyrra slysið varð í gærmorgun klukkan átta 1 Tryggvagötu. Þar var kona á leið yfir götuna og varð fyrir bíl. Hún var flutt á slysadeild og mun hafa skorist nokkuð í and- liti. Seinna slysið varð í Pósthús- stræti um miðjan daginn. Kona var að stíga út úr bíl sínum, þegar bíll kom bakkandi og lenti á hurðinni. Hún klemmdist á milli stafs og hurðar. Meiðsli hennar reyndust ekki alvarleg. Það sem af er mánuðinum hafa fimm konur orðið fyrir bílum í miðbænum. Flestar hafa þær verið fullorðnar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.