NT - 21.09.1985, Blaðsíða 4
21. september 1985 4
Samtak hf. Selfossi:
Einingahúsafyrirtæki
sem heldur í horfinu
■ Samtakseiningahús í Graf-
arvogi klætt að utan með stein-
klæðningu frá BYKO.
NT-mynd Róbert
■ Á síðasta ári var mikið byggt af
einingahúsum á höfuðborgarsvæð-
inu og sérstaklega í Grafarvogi. í ár
hefur mun minna borið á þeim. Pað
eru mörg fyrirtækin sem boðið hafa
og byggt slík hús. Eitt þeirra er
Samtak hf. á Selfossi. Samband var
haft við Jón Bergsson, fram.
kvæmdastjóra þess fyrirtækis og
hann spurður um hvernig starfsemin
gengi.
Verkefnin helst á
landsbyggðinni
„Starfsemin hefur vaxið með
hverju árinu, nema árið 1983, og í
ár er óvissa með háveturinn, en
annars megum við vel við una,“
sagði Jón. Fyrirtækið tók til starfa
vorið 1979 og er nú með urn 600
fermetra verkstæði að Gagnheiði 1
á Selfossi. Starfsmenn hafa verið 27
í sumar, en fækkar nú eitthvað er
skólarnir byrja.
í Grafarvoginum hafa verið reist
þrjú hús á vegum fyrirtækisins, en
mest hefur verið um verkefni á
landsbyggðinni. Til dæmis um það
má nefna að í sumar hafa verið reist
hús frá fyrirtækinu á Bakkafirði, í
Mývatnssveit, Eyjafirði og á Snæ-
fellsnesi. Einnig hafa samningar
verið gerðir um byggingu fimm húsa
á Sauðárkróki og einu á Hvamms-
tanga. - Stór verkefni eru einnig á
Sólheimum í Grímsnesi, en þar er í
byggingu ný visteining, um 330
■ Visteiningahúsið á Sól-
heimum.
fermetra hús, og svo íþróttaleikhús-
ið sem hann Reynir labbaði fyrir' í
sumar. Það hús er steypt upp,
fyrirtækið hefur á sínum snærum
bæði flekamót og byggingarkrana
þannig að það er ekki eins háð
einingahúsunum og margir aðrir,
starfsemin er fjölbreyttari.
Margir horfa fram á
samdrátt
Rétt er að taka fram að það eru
tvö einingahúsafyrirtæki starfandi á
Selfossi. Fyrir utan Samtak hf. starf-
ar þar S.G.-einingahús sem mun
vera stærsta húseiningaverksmiðja
á landinu.
Jón Bergsson segir að blikur séu
nú á lofti í þessari atvinnugrein.
Tekin hafi verið af öll fyrirgreiðsla
sem einingahús höfðu, hvað varðar
afgreiðslu lána frá Húsnæðismála-
stofnun. Útborgun lána á þeim
húsum var örari en öðrum, enda
þeim yfirleitt skilað með meiri frá-
gangi en ætlast er til með fokheld
hús. „Nú fáum við lánin útborguð á
átján mánuðum eins og almennir
húsbyggjendur, áður var úthlutun-
artíminn níu mánuðir. Þetta hefur
gert okkur erfitt fyrir og valdið
sölutregðu á einingahúsum
almennt."
„En við höfum náð að halda í
horfinu meðan mörg hinna fyrir-
tækjanna horfa fram á samdrátt.
Hiuti af skýringunni á því er
kannski, að við höfum lítið verið
með verkefni í Reykjavík, þar sem
samdrátturinn er hvað heiftarlegast-
ur. í fyrra varð nánast stökkbreyting
á þessum markaði í Reykjavík, en
bakslagið var gífurlegt í ár.“
■ Grunnur íþróttahússins
á Sólheimum.