NT - 21.09.1985, Blaðsíða 10

NT - 21.09.1985, Blaðsíða 10
21. september 1985 10 Munters á íslandi: vanda eins vel, einangrun mætti sleppa, og þar sparaðist kostnaður. Samkvæmt útreikningum Munters- manna er hægt að ná raka úr geymslu- húsnæði fyrir aðeins 1/5 af þeim kostnaði sem færi í að hita það upp og einangra og er þá miðað við að húsið sé notað í 15 ár. Víða erlendis eru byggð geymsluhús úr ódýrum efnum, grind sett upp og utan á hana strengdur sterkur P.V.C.-dúkur. Rakasuga sér svo um að vernda það sem geymt er. Hús þessi má flytja á auðveldan hátt og geta þvf verið hentug, til dæmis þar sem unnið er fjærri mannabyggðum. Pað eru ýmsar vörur sem skemmast við raka og mætti þar nefna málm- hluti, þurrkað timbur, salt, alls kyns mjölvörur, rafhverfla og tengi, flug- vélar og þyrlur, pappakassa og fleira. Eitt fyrirtæki hér á landi hefur notað rakasugu til sparnaðar. Það eru Síld- arverksmiðjur ríkisins, en þar eru tækin sett í tóma tanka til að verjast tæringu og ryði. Áður voru tankarnir fylltir með olíu og öðrum efnum í sama tilgangi. Notkun þessara tækja er mjög algeng víða í Evópu og Bandaríkjunum. Fyrir húsbyggjendur og bændur Erlendis eru rakasugur mikið not- aðar við nýbyggingar, aðallega stein- steyptar. Pá er raki sogaður út úr byggingunum áður en innréttinga- og málningarvinna hefst. Þá koma ekki fram skemmdir á veggjunum og and- rúmsloftið verður heilnæmara. Við viðgerðir á veggjum utanhúss er tækið einnig notað. Listum er skotið á veggina og plastdúkur þar á. Barka frá rakasugunni er komið fyrir þar á milli og raki úr veggnum sogaður burt áður en viðgerð hefst. Landbúnaðartæki bænda standa oft upphituðum skemmum allan vetur- inn og eru tekin fram á vorin ryðguð og stirð. í stórum skemmum mætti tjalda með plastdúk yfir tækin og láta rakasugu sjá um að vernda þau. Stórvirk tæki Á Norðurlöndunum er starfandi samnorrænt leigu-, þjónustu- og björgunarfyrirtæki sem nefnist „Munters tork teknik.“ Hjá fyrirtæk- inu má leigja tæki ef til dæmis spring- ur rör og flæðir vatn yfir parket og það lyftist allt upp. Vatnið er þá þurrkað með sérstökum búnaði. Einnig eru tækin notuð þar sem eldsvoðar hafa orðið og miklu magni af vatni verið sprautað inn í hús. Pá skipta fyrstu klukkustundirnar miklu um hve skemmdirnar verða miklar og tækin geta bjargað miklu, ef fljótt er við brugðið. Tryggingarfélög geta sparað stórar upphæðir á þennan hátt. - Ef stórslys verða þá eru tæki frá öllum Norðurlöndunum flutt á þann stað. Þannig var það á dögun- um, er miklir vatnsskaðar urðu í Svíþjóð, sökum mikillar úrkomu. Onnur stórvirk tæki sem framleidd eru hjá Munters eru risaskolpsíur (biofilters). í Svíþjóð er bannað með lögum að hleypa skolpi og öðrum úrgangi út í hafið og því eru þessar síur notaðar. Ef til vill mætti nota svona tæki hér á landi. Hér hefur mest verið talað um notkun rakasuga í geymsluhúsnæði, en eflaust kæmi tækið að góðum notum á fleiri stöðum. Verðið á minnsta tækinu hingað komnu er áætlað 60-80 þúsund krónur. Þurrkun í stað upphit- unar sparar orku ■ Eigi alls fyrir löngu var staddur hér á landi Sture Eckeskog, verk- fræðingur frá sænska fyrirtækinu Munters AB. Tilgangur hans með för hingað, var að kynna framleiðslu og starfsemi fyrirtækis síns. Að kynning- um stóð einnig Eðvald Geirsson for- svarsmaður Egco sf. en það fyrirtæki hyggst hefja innflutning á tækjum frá Munters. Þegar blaðamaður NT hitti þá að þeim tækjum sem Munters AB fram- leiðir nú. „Það sem við vinnum mest við í dag, sagði Sture Eckskog, „er þurrk- un á raka. Ef hægt er að lækka rakamagn niður fyrir 50% þá hættir til dæmis öll tæring á málmhlutum og ryðmyndun." - Tæki það sem notað er til þessa, nefnist á ensku „dehum- idifyer" og mætti kalla á íslensku, rakasugu eða loftþurrkara. stærsta þessara tækja getur tekið 40-50 tonn af vatni á sólarhring. Byggingar- og orku- sparnaður Mikla orku mætti spara með því að nota rakasugu í geymsluhúsnæði í stað þess að hita það upp. Til bygging- ar slíks húsnæðis þyrfti heldur ekki að ■ Eðvald Gcirssun og Sture Eckeskog. NT-mynd: Róbcrt. Rakasuga Loft úr húsnæðinu Þurrt loft Lofthitari Loft að utan Rakamettað loft út máli, voru þeir nýkomnir af kynning- arfundi á Hvanneyri og Sture á förum til síns heimalands. Tími gafst þó til að fræðast um hagnýti nokkurra tækja frá Munters. Carl Munters Carl Munters stofnaði fyrirtækið árið .1922. Hann má teljast mikill uppfinningamaður, við hann eru kennd fleiri en 1000 einkaleyfi (patlent). Allt byrjaði það með að hann ásamt félaga sínum, Baltzar von Platen byggði fyrsta ísskápinn rétt fyrir 1920. Eftir það fylgdi röð af uppfinningum sem snérust um flutn- ing hita og kulda, einangrun og rakavandamál, og eru grunnurinn að Hentugt í geymsluhúsnæði Meðalrakastig loftsins hér í Reykjavík er 83%. Víða úti á landi mun meðalrakastig vera hærra og á íslandi er hæst rakastig, miðað við hin Norðurlöndin. í híbýlum okkar er rakastigið yfirleitt um 50%, við höldum rakanum niðri með upphitun og einangrun húsa. Geymsluhúsnæði ýmiss konar er einnig í mörgum tilfellum bæði einangrað og upphitað, jafnvel þótt engin starfsemi fari þar fram. Húsin eru hituð upp einungis til þess að raki eyðileggi ekki tæki eða vörur sem þar eru geymdar. í öðru lagi má áætla að tæki og vörur ýmis konar verði rakanum að bráð og eyðileggist fyrr en ella í óupphituðu geymsluhúsnæði. Þessu má verjast með notkun rakasugunnar frá Munters. Rakasugan er í einföldum dráttum stór rúlla, lík olíusíu, og í henni eru sérstök saltefni sem sjúga vel í sig raka. Rakt loft er sogað inn í tækið þar sem rakinn stöðvast og út kemur þurrt loft. Þá er rakaskynjari hafður á öðrum stað í húsnæðinu og tengdur við tækið. Þegar rakinn er kominn niður í 50% stöðvast tækið og er rakastigið hækkar fer það aftur af stað. Til þess að tækið verði ekki fullt af raka (vatni), er lítið hitatæki sett við aðaltækið og í gegnum það kemur heitt loft sem tekur með sér rakann og er hleypt úr úr húsnæðinu. Tækið gengur á venjulegri 10 ampera raf- grein og það minnsta tekur 19 kíló af vatni úr loftinu á sólarhing. Hið ■ Carl Munters og Baltsar von Platen, þeir sem smíðuðu fyrsta ísskápinn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.