NT - 21.09.1985, Side 5

NT - 21.09.1985, Side 5
21. september 1985 5 Kremuð sveppa- súpa 1/4 bolli smjör 2 iaukar finsaxaöir 750 gr. sveppir, fínsaxaðir 1/4 bolli hveiti 5 boliar kjúkiingasoö salt og pipar eftir smekk 1 bolli rjómi 1 msk. sherrý (má sleppa) 8 sveppir í sneiðum (má sleppa) Bræðið smjörið í stórum potti og látið laukin þar út í og sjóðið hann án þess að hann brúnist. Þegar laukurinn er orðinn glær eru sveppirnir settir út í og látnir sjóða í smjörinu í nokkrar mínútur. Stráið hveitinu yfir laukinn og sveppina og látið sjóða í 5 mínútur, hrærið í á meðan. Hellið soðinu út í og látið suðuna koma upp. Ef að verið er að nota heimatilbúið soð þarf að krydda það með salti og pipar. Látið lok á pottinn og látið malla við lítinn hita í 30 mínútur. Merjið súpuna í blandara eða í gegnum sigti og látið síðan aftur í pottinn. Bætið út í rjómanum og hitið upp að suðu en látið súpuna ekki sjóða eftir það. Leiðréttið kryddið ef með þarf og bætið sherrýinu út í ef það er notað. Berið fram skreytt með sveppasneiðum. Kjúklingur Chassaur 2 stórir kjúklingar í bitum hveiti 2 msk. olía 2 msk. ósaltað smjör 2 fínsaxaöir laukar 1/4 bolli hveiti 3 meðaltómatar, afhýddir og saxaðir 1/2 bolli þurrt hvítvín (mysa) 2 bollar nautasoð 1/4 bolli söxuð ný persilla 1 tsk. timian 1 tsk. estragon 1 tsk. þurrkaður graslaukur 500 gr. litlir sveppir, heilir Þurrkið kjúklingastykkin vel og stráið hveiti yfir þau. Hitið smjörið og oiíuna í þykkbotna potti. Brúnið kjúklinginn þar í, látið hann á disk og látið laukinn þar út í og brúnið hann. Stráið 1/4 bolla af hveiti þar yfir og brúnið það vel án þess að það brenni. Bætið út í tómötunum, víninu og soðinu og látið suðuna koma upp. Sósan á ekki að vera mjög þykk. Látið út í hana kryddið og kjúklinga- stykkin og síðan sveppina og blandið vel saman við sósuna. Látið alúmin- íumpappír yfir og þar yfir lok. Látið malla við lítinn hita í 45 mínútur. Takið lokið og alúminíumpappír- inn af og athugið hvort kjúklingurinn er orðinn meyr. Ef hann er ekki orðinn meyr þarf að sjóða hann aðeins lengur. Setjið kjúklinginn á fat. Ef sósan er ekki nógu þykk aukið þá hitann og látið hana bullsjóða án loks þangað til hún er mátulega þykk. hellið henni yfir kjúklinginn og skreytið með saxaðri persillu. Hrísgrjónapílaff 3 msk smjör 1 laukur, fínsaxaður 1 græn paprika, söxuð 1 tómatur, afhýddur og saxaður 1 Vi bolli löng hrísgrjón 3 bollar kjúklingasoð salt og pipar 2 msk smjör 3 msk söxuð ný persilla Notið 3 lítra pott og bræðið smjörið í honum og steikið laukinn þar í þangað tii hann er glær. Bætið út í grænni papriku og tómat og steikið þangað til allur vökvi hefur gufað upp. Látið hrísgrjónin út í og þekið þau vel með feitinni. Hellið nú soðinu yfir og látið suð- una koma upp. Minnkið hitann, látið lok á og látið malla við lítinn hita í 20 mínútur. Þegar hrísgrjónin hafa dreg- ið til sín allan vökvann kryddið þá með salti og pipar. Hrærið saman við smjöri og persillu. Sykursteiktar rósmarín- gulrætur 1 kg gulrætur, skornar í 1 cm þykkar sneiðar Eldhúskrókur Komið í mat: Franskurmatseðill ■ Franskur sveitamatur hefur alltaf þótt mjög góður en ódýr og þægilegur matur í matarboð. Þessi matseðill íþyngir ekki buddunni frekar en sá fyrri en er þó dálítið fyrir augað. Forrétturinn er sveppasúpa úr nýj- um sveppum. Þar sem flestir eru því vanastir að fá niðursoðna súpu eða þá pakkasúpu þá er ekta sveppasúpa alveg sérstök. Þó má nota niðursoðna sveppi ef nýjir fást ekki. í sambandi við aðalréttinn þýðir Chasseur veiðimaður. Þessi réttur er mjög líkur ítölskum rétti Cassiatore sem líka þýðir veiðimaður. Það virð- ist eftir þessum réttum að dæma að allir veiðimenn matreiði með tómöt- um og sveppum. Eins og með alla pottrétti er þessi betri ef hann er búinn til daginn áður og hitaður upp rétt áður en á að nota hann. Með aðalréttinum er borið fram hrís- grjónapilaff. Venjulega tekur um 20 mínútur að sjóða hrísgrjón mátulega. Ef það tekur þau lengri tíma að draga til sín vökvann þá er hitinn of lítill en ef það tekur aðeins 10 mínútur er hitinn of mikill. Þar sem kjúklinga- pottrétturinn er með góðri sósu er gott að hafa sykursteiktar gulrætur með honum. Þessi gulrótarétturhefur bragð af rósmarín og gerir matinn litríkari þar sem kjúklingurinn er frekar litlaus. Það er venjulega hægt að fá nýjar perur hér allt árið en ef það er ekki hægt einhverra hluta vegna þá er hægt að nota niðursoðnar perur. 14 bolli smjör 2 msk sykur 1 tsk rósmarín 1 bolli kjúklingasoð eða vatn salt og pipar. Notið stóra pönnu. Bræðið smjörið, látið gulræturnar þar út í og þekið þær vel með smjörinu. Stráið sykrinum yfir og hrærið vel í. Bætið út í rósmaríninu. Steikið í 5 mínútur og hrærið vel í á meðan. Það þarf að gæta vel að gulræturnar brenni ekki við. Hellið soðinu yfir og sjóðið við lítinn hita í 25-30 mínútur eða þang- að til soðið hefur gufað upp og gulræturnar eru gljáandi og meyrar. Hrærið öðru hverju í. Bætið við meira soði ef gulræturnar eru ekki orðnar meyrar þegar það er soðið upp. Smakkið og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Perur soðnar í víni 6 þroskaðar perur sítrónusafl 3 bollar þurrt hvítvín 2 bollar sykur 1 kanelstöng, brotin í 1 cm bita 6 negulnaglar biti af vanillustöng eða Vi tsk vanillu- dropar þeyttur rjómi (má sleppa) Afhýðið perurnar og skerið þær í tvennt. Takið kjarnahúsið úr þannig að það líti snyrtilega út. Ýrið sítrónu- safa yfir. ■ Notið pott sem er nógu stór um sig til að perurnar geti legið í einu lagi, hitið í honum vínið og sykurinn. Hrærið þangað til sykurinn bráðnar og látið þá perurnar út í ásamt kryddi. Sjóðið þangað til perurnar eru orðnar meyrar eða í um það bil 20 mínútur. Snúið perunum við öðru hverju. Látið þær ekki ofsoðna. Takið perurnar upp úr vökvanum. Sjóðið niður vökvann um helming þangað til hann er farinn að þykkna. Síið vökvann og hellið honum yfir • Kremuð sveppasúpa • Kjúklingur Chasseur eða • Veiðimannakjúklingur • Hrísgrjónapilaff • Sykursteiktar rósmarin- gulrætur • Perur soðnar í víni perurnar. Berið fram volgt eða kalt með þeyttum rjóma ef villr Það er líka mjög gott að bera fram ís með perunum. Ath: Ef að notuð er vanillustöng, látið hana þá með hinu kryddinu út á perurnar. Ef það eru notaðir dropar eru þeir látnir út í þegar buið er að sjóða vökvann niður. Einnigefnotað- ar eru niðursoðnar perur þá þarf að athuga að búið er að sjóða perurnar. Það er aðeins notaður hálfur skammt- ur af víninu og sykrinum og síðan 1 'h bolli af vökvanum af perunum. Þetta er síðan soðið saman og niður þangað til eftir eru um það bil 2 bollar af vökva og þá eru perurnar velgdar varlega í vökvanum ef að á að bera þær fram volgar. Annars er vökvan- um hellt heitum yfir perurnar og þær látnar kólna í honum. Effco þurrkan læknar ekki kvef En það er óneitanlega gott að snýta sér í hana Hún er svo stór og mjúk og særir nebbann ekki neitt. Svo þegar kvefið er batnað getur þú notað afganginn af rúllunni til annarra hluta, eins og t.d. til að þrífa bílinn, bátinn, sumarbústaðinn og svo getur þú að sjálfsögðu notað hana til algengustu heimilisstarfa. Það er eitthvað annað að þrífa með Effco þurrkunni. Hún gerir heimilisstörfin, sem áður virtust óyfirstíganleg, að skemmtilegum leik. Óhreinindin bókstaflega leggja á flótta þegar Effco þurrkan er á lofti. Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum og verslunum.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.