NT - 21.09.1985, Blaðsíða 13
21. september 1985 13
„Sumir halda að þetta
sé stór verksmiðja
- en við viljum halda verkstæðinu okkar litlu og
persónulegu“ segja Sigrún og Sören í Gleri í
Bergvík
■ Gler í Bergvík heitir glerverk-
stæði á Kjalarnesinu, það eina sinnar
tegundar hér á landi. Glerlista-
mennirnir og hjónin Sigrún Ólöf
Einarsdóttir og Sören Staunsager
Larsen stofnuðu og reka glerverk-
stæðið þar sem framleiddir eru margs-
konar hlutir úr gleri, bæði blásnir eða
mótaðir á annan veg.
Blaðamaður heimsótti Gler í Berg-
vík um daginn, spjallaði við þau
hjónin og fylgdist me,ð framleiðsl-
unni.
Glerblásturinn bara brot
af allri vinnunni
Hvaðan fáið þið og hvernig vinnið
þið úr glerinu?
„Við fáum glerafganga frá rúðu-
verksmiðju, en við bræðum þá upp og
framleiðum úr þeim margs konar
hluti. Síðan er misjafnt hvort allir
hlutir heppnast jafn vel. Mikið af
þeim misheppnast í framleiðslunni,
annað verður gallað og svo heppnast
að sjálfsögðu stór hluti þeirra líka.
Við veljum síðan úr lítt tæknilega
gallaða hluti sern eru aðeins seldir í
byrjun desember á jólabasar. Við
merkjum þann vöruflokk þó vel, svo
að það fari ekkert á milli mála að
þarna er um smágallaða vöru að
ræða. Við reynum að vera kröfuhörð
um hvernig varan fer frá okkur.
Annars er glerblásturinn og fram-
leiðslan bara helmingurinn af allri
starfseminni sem fer hér fram. Mikill
hluti af þessu er líka frágangur á
hlutunum, slípun, þvottur, svo líka
viðhald á verkfærum og auðvitað
bókhald og flest það sem gera þarf í
svona litlum fyrirtækjum.'-
Sjáið þið um viðgerðir á glerhlutum
sem fólk kemur með til ykkar?
„Nei, það gerum við ekki enda er
það miklu meira mál en margir halda.
Það er svo undarlegt, að sumt fólk
heldur að við getum skellt heitu gleri
á t.d. kristalsvasa sem hefur misst
handfangið. Glerið er aðeins mótan-
legt á milli 700-1000° C, en það er
hinsvegar borin von að klessa því á
glerhlut sem þarfnast viðgerðar, hann
mundi bara springa af hitanum. Svo
eru eigendur hlutanna hræddir við að
setja heitt vatn í kristalsvasa af
hræðslu við að hann springi.
Margir halda líka að við framleið-
um eftir hugmyndum fólks, og hönn-
un annarra t.d. bolla- eða matarstell,
en það gerum við ekki heldur. Þetta
er lítið fyrirtæki og við verðum að
halda okkar plönum, til þess að það
gangi.
Hlutirnirverðaaðvera
áhreinu,áðurenfarið
er út íað framleiðaþá
Nú eruð þið glerlistamen. Leggið
þið alla áherslu á að framleiða nytja-
hlutina?
„Nei, við gerum alltaf frjálsari
muni inn á milli, sérstaklega þá daga
þar sem sýning er á næstunni. Það eru
alltaf hugmyndir í kollinum, stundum
er bara svo lítill tími til að framkvæma
þær.
En þegar við ætlum að gera ein-
hvern hlut sem við höfum ákveðið,
verðum við að rissa hann upp og vera
með mjög strangar hugmyndir um
hvernig hann á að vera, og hafa
hlutina nokkurn veginn á hreinu áður
en farið er út í framkvæmd. Það getur
nefnilega verið mjög erfitt að útfæra
hugmyndir sínar, maður verður alltaf
að vera viðbúinn því að það mis-
heppnist.“
Er einhver sýning á næstunni hjá
ykkur?
„Já, það er búið að bjóða okkur að
taka þátt í glerlistarsýningu í Þýska-
landi. Viðfangsefni sýningarinnar er
Hafið, og við höfum haft góðan tíma
til að fylla okkur af hugmyndum sem
við framkvæmum svo innan skamms,
en það verður að gerast smám saman,
við verðum að þaulhugsa verkin áður
en við byrjum.“
Viljum sjálf vera í
snertingu við hvern
hlut sem er framleidd-
ur hér
Ætlið þið ekki að stækka við ykkur,
ráða fleira fólk og reyna að auka
umsvifin?
„Nei, það er nákvæmlega það sem
við viljum ekki. Þetta er glerverk-
stæði en ekki glerverksmiðja, þar
sem hlutir eru fjöldaframleiddir og
komin svo mikil færibandavinna, að
handverkið sjálft er í hættu. Þar
■ Undir lokin er svo fætinum skellt á hana. Þegar hlutirnir eru tilbúnir eru
þeir kældir niður í ofni yfír nótt, annars myndu þeir springa.
kunna menn bara að vinna við ákveð-
ið stig framleiðslunnar, þar fyrirfinnst
kannski ekki maður sem gæti blásið
glerskál upp á sitt eindæmi. Um tíma
var handverkið raunverulega komið í
hættu út af þessum stóru glerverk-
smiðjum, sem fjöldaframleiddu og
buðu vörur sínar á helmingi lægra
verði en handverksmennirnir gerðu.
Síðan í kringum 1965, varð mikil
breyting sem raunar átti eftir að hafa
gífurleg áhrif á þróun glerlistarsögunn-
ar. Þá settu tveir menn í Bandaríkjun-
um upp lítið glerverkstæði, byggðu
lítinn ofn og hófu að blása gler, bæði
að móta frjálsa skúlptúra sem og
nytjahluti. Mönnum þótti alveg
óhugsandi þá að svona fáir gætu
framleitt svona, án þess að þurfa að
leita til verksmiðja um aðstöðu.
Smám saman fóru að spretta upp lítil
glerverkstæði um allt, glerlistamenn
þurftu ekki lengur að leita til verk-
smiðjanna, heldur stofnuðu sín verk-
stæði sjálfir.
Síðan eru þess dæmi að glerverk-
stæði og verksmiðja hafi samvinnu
sín á milli, og sérstaklega þá í Evrópu.
Þá ræður verksmiðja t.d. til sín gler-
hönnuð frá litlu verkstæðunum, sem
kemur með hugmyndir að nýjum
línum í framleiðslunni, og er þetta
mjög jákvæð þróun.
Við viljum reka verkstæðið okkar
þannig, að það verði ekki að stóru
bákni, hafa það heldur persónulegt
og lítið, svo lítið að við séum alltaf í
tengslum við hvern einstakan hlut
sem kemur frá okkur. Þannig ætlum
við líka að hafa það áfram.
felli verður skál, og byrjað er að móta hana.
Skálin er farin að nálgast endanlega lögun sína.