NT - 21.09.1985, Blaðsíða 15

NT - 21.09.1985, Blaðsíða 15
EG 21. september 1985 15 Rafhitakerfi-víðaheppileg lausn (Ipps, klaufi varstu ... en þetta gerir svo sem ekkert til Effco þurrkan gerir hluti sem þessa að smámáli Enginn sem á Effco þurrku kipp- ir sér upp við svona smáslys. Enda þurrkar Effco þurrkan upp allt sem sullast og hellist niður. Með Effco þurrkunni er enginn vandi að halda eldhúsinu fínu, sama hvað gengur á. Hún gerir eldhússtörfin ánægju- legri en nokkru sinni fyrr. En hún er ekki bara til að þrífa þess háttar ósköp. Þú notar hana líka til að þrífa bílinn - jafnt að innan sem utan. Það er alltaf öruggara að hafa Effco þurrkuna við hendina, hvort sem það er á heimilinu, í sumar- bústaönum, bátnum eða bílnum. Já, það er fátt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. Effco-þurrkan faest á betri bensínstöðvum og verslunum. ■ Pálmi Rögnvaldsson, rafverktaki hefur nú um þriggja ára skeið flutt inn og séð um sölu og uppsetningu á hitakerfum gerðum úr rafstrengjum. Rafhitakerfi þessi eru notuð bæði innan- og utandyra og þykja í mörg- um tilfellum heppileg lausn. Blaðið hafði samband við Pálma til að fá frekari upplýsingar um þetta efni. námsstærða eftir því hvaða element- stærð er verið að leita að hverju sinni. Notkun rafhitastrengja er viðurkennd upphitunaraðferð fyrir hvers konar hús, en hér hefur notkunin þó aðal- lega verið, enn sem komið er, í gólf baðs og fremri forstofu svo og í bílskúrsgólf. Notkunin utandyra hef- ur helst veriö í tröppum og heim- ■ Pálmi við samsetningu á hitakerfi. Viðurkennd aðferð „Hitakerfin eru gerð úr Thermost- an rafhitastreng sem er innfluttur frá umboðsfyrirtæki okkar í Oslo, S.T.K. A/S, en það fyrirtæki hefur yfir 50 ára reynslu í framleiðslu á hitastrengjum og hvers kyns öðrum strengjum í rafiðnaði. Strengirnir eru framleiddir með mismunandi viðnámi á meter og er því auðvelt að velja á milli við- NT-mynd: Róbert. keyrslum. Þá hafa strengirnir verið notaðir við að halda þakrennum og niðurföllum þíðum, og sem frostvörn fyrir röralagnir í jörð.“ Kostir - Er þetta að einhverju leyti hag- kvæmari lausn en rör með heitu vatni? ■ Lögn sett í gólf forstofu. Árstíminn - Takið þið að ykkur allan frágang á efninu jafnt og sölu? „Við getum tekið að okkur alla vinnu við frágang, en efnið er þó selt án allra skuldbindinga' um það. Efnið er selt til annarra rafverktaka bæði hér og úti á landi. Við útbúum hitaelementin hér og í hverju tilfelli þarf að hanna lögnina sérstaklega, finna út kílówattanotkun og amper- stærð öryggis. Við hitakerfin eru svo ■ Myndin sýnir rafhitalögn í þaki húss, þar sem um lekavandamál var að ræða. „Þetta er mjög sambærileg aðferð, en sumstaðar er ekki hægt að koma rörunum við. I minni kerfum hefur verið bent á að menn þurfi að kynda ansi mikið, á þeim tíma sem kannski er ekki þörf á að kynda, til þess að ekki frjósi í leiðslunum. Þetta má þó varast með því að vera með lokuð kerfi með frostlegi í leiðslunum og forhitara, það eru margar tæknilegar leiðir til í flestu. - Þetta er spurning um val og peninga fyrst og fremst. En ef verið er með rafmagnsupp- hitaða heimkeyrslu eða hlað, þá ræð- ur hver og einn hvenær hann kyndir. Það gerir kaplinum nefnilega ekkert til þótt hann gleymist og frjósi, en það gerir aftur á móti vatnsrörunum til og þá er illa farið.“ Rafhitakaplar sem settir eru undir malbik eða steypu eru sérstaklega áverkaþolnir. Þeireru aðeins settir um fjóra sentimetra niður í jörðina og sandur þar ofan á. Síðan er malbikað eða steypt. Spennum beltin ALLTAF - eKKB stundum notaðir hitastillar jafnt utan dyra sem innan. Yfirleitt er alltaf notaður lekastraumsrofi á kerfin. Það verður alltaf rafverktaki að ganga frá þessum kerfum, það væri bara tímaeyðslá fyrir aðra að reyna að læra það.“ „Mikið hefur verið um að menn biðji um rafkapla í rennur, en verst er að þeir bíða með það þangað til óveður eru komin. Síðustu ár hafa verið erf ð vegna þess að vinna við þetta hefur ekki byrjað fyrr en í nóvember. Það er eiginlega ekki hægt að bjóða mönnum upp á að brölta upp á þök yfir háveturinn. Við höfum verið að reyna það, en það er stórvarasamt. Tím- inn til þessara framkvæmda er bestur á vorin og sumrin, en ekki í frosti og snjókontu." Nú er verið að ganga frá rafhita- kerfi á kirkjutröppurnar á Akureyri. Það er stærsta verk af þessu tagi, sem hér hefur verið unnið. Nærri fimnt kílómetrar af kapli fóru í lögnina.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.