NT - 29.09.1985, Síða 2
2 Sunnudagur 29. september NT-
Umsjón:
Arnaldur Sigurösson
Gunnar Smári Egilsson
Útlit:
Ólöf Nordal
Forsíöa:
Jóhanna Ólafsdóttir
Ljósmyndin er af dimmisjón hjá
M.S. '85 og er á Ijósmyndasýningu
kvenna í Nýlistasafninu Vatnsstíg
3b.
Þaö er fátítt að helgarútgáfu dag-
blaös sé fylgt úr hlaöi meö formála.
En svona vill Helgi hafa þaö.
Helgarblöð hafa sem kunnugt er
tekiö viö því hlutverki er kirkjuferöir
fyrri alda gegndu. Þar fær maöur
fréttir af næstu bæjum, nýtur listar
(fjölbreyttari vonandi en altaristaflan
og saltarasöngurinn), heyrir sögur
úr fjarlægum byggðarlögum, nýtur
siðvendni predikara, hlustar eftir
deilum manna og tekur jafnvel þátt
í þeim.
Þessu hlutverki ætlum við aö
reyna að gegna eftir besta viti og
getu.
Eitt hefur breyst frá því helgar-
blöðin tóku viö af kirkjuferðunum.
Nú er maður í sókn meö búskmenn-
um frá Afríku, geimferöalöngum og
kynóðum fjöldamoröingjum. Þetta
þykir okkur nýju umsjónarmönnun-
um ekki heillavænleg þróun.
Við erum það gamlir í hugsun og
litlir tuttugustu-aldarmenn aö ung-
mennafélagsandinn hefur enn
traustan sess í hjörtunum. Viö
stefnum því aö því aö einbeita
okkur að íslandi og íslenskum
hugöarefnum, en vonandi án þess
að veröa heimóttarlegir.
En þar sem við erum enn ungir í
starfi og aö árum ætlum við ekki aö
lofa ykkur lesendum neinum stór-
merkjum, heldur minna á að viö
erum viðmótsþýöir og tökum allri
gagnrýni, skömmum og hóli, meö
jafnaðargeði.
Nýir krummar krunka best!
asgse
nr1 ■■ ■ a
Tjornin i
Reykjavík
J M | NT-mynd:Ámi
Jon Axel meo
andófs?sýningu
Karlmaður með myndlistarsýningu í meirihluta-galleríi kvenna.
Og það á miðri listahátíð kvenna
Á meðan kvenkyns-aöstendend-
ur salarins eru fjarri góðu gamni og
eru að spóka sig á listahátíð kvenna
hefur Jón Axel Björnsson gripið tæki-
færiö og sett þar upp olíumálverk sín.
Jón kvaöst aðspurður vera eyöilagöur
maður og ekki hafa áttað sig á
þessum leiðu mistökum fyrr en á
opnunardaginn. Hann sagöist vona
að sér yrði fyrirgefið frumhlaupiö og
óskaði aö þaö kæmi skýrt fram aö
hann hefði ekkert við list kvenna né
kvenmenn yfirleitt aö athuga.
Jón Axel vakti eftirminnilega athygli
meö fyrstu einkasýningu sinni í
Ásmundarsal fyrir nokkrum árum. Sú
sýning var meö þeim fyrstu þar sem
„nýja málverkið“ réð ríkjum. Þó svo
aö hún heföi verið opnuö um miðjan
febrúar varö einn gagnrýnandinn það
uppnuminn að hann kallaöi hana
sýningu ársins. Sú yfirlýsing dró síö-
an dilk á eftir sér eins og minnugir
muna en það er annað mál.
Síðan hefur Jón tekiö þátt í sam-
sýningum m.a. í Listasafni Alþýðu
þar sem hann sýndi ásamt Gunnari
Erni og Vigni. En sýningin í Salnum
er önnur einkasýning hans.
Verk Jóns hafa þróast í átt til meiri
óhlutbundins myndmáls; bakgrunn-
urinn hefur þrýst sér fram og flæðir
víðsvegar yfir fígúrurnar, sem Jón
setur enn sem fyrr i ankannalegar
stellingar. Pensilskriftin er kröftugri,
litirnir hreinni og djarfari. En þrátt fyrir
hrárra yfirbragð myndanna leynir það
sér ekki að Jón hefur fullt vald á
tækninni.
Jón Axel bætir með þessari sýn-
ingu við þær vonir sem menn hafa
bundið við hann. qse
Sagaúrdaglegalífinu
„Heldur vildi ég missa höfuðið
en höndina," sagði Lára. Rödd
hennar, há og ákveðin hljómaði yfir
kaffistofuna og náði eyrum flestra
gegnum kliðinn. Þetta var sannar-
lega líkt henni. Hún hafði byrjað að
vinna í frystihúsinu fyrir aðeins
mánuði og hún hafði strax vakið
athygli okkar vegna ákveðinnar
framgöngu sinnar, dugnaðar og
heilbrigðis. Svo var hún líka kátur
og góður félagi. Við höfðum verið
að ræða vinnuslys í kaffitímanum.
Tilefnið var frétt í blaði þar sem sagt
var frá pilti sem lent hafði í vinnuvél
og misst fót. Við höfðum verið
sammála um að hann hefði sloppið
vel miðað við aðstæður. Nema
Lára. Hún mótmælti kröftuglega.
Hún benti okkur á allt sem hann yrði
nú að fara á mis við. „Ekki vil ég lifa
við svoleiðis örkuml," sagði hún.
„Ég vona sannarlega að þú þurfir
þess aldrei og haldir þó höfðinu,"
sagði ég hlýlega. Ég hafði sérstaka
ástæðu til að vera Láru þakklát.
Hún hafði losað mig við leiðinda-
starfið við hausarann sem ég hafði
orðið að þola í tvö ár vegna þess að
enginn fékkst til þess. „Blessuð
vertu,“ sagði hún er hún hafði unnið
hjá okkur aöeins viku, „ég skal
afhausa. Tala bara við verkstjór-
ann.“
Svo nú sat ég við snyrtingu en
Lára vann ásamt tveim öðrum stúlk-
um í vélasalnum. Þar var roðflett-
ingavél, flökunarvél og innst, á bak
við hinar, á upphækkun var hausa-
skurðarvélin. Snigill flutti burt
hausa, bein og roð.
Nú glumdi bjallan og við risum frá
kaffiborðunum og tíndumst inn í
vinnsluálmuna. Við sem unnum í
pökkunarsalnum gengum hver að
sínu borði. Lára, Sigga og Björg
hurfu inn í vélasalinn. Brátt fór
vinnslukerfið í gang. Það var svo
kunnuglegur kliður að við urðum
hans tæpast varar. Að minnsta
kosti héldu samræðurnar áfram.
Þær styttu tímann sem annars yrði
lengi að líða í svona vélrænni vinnu
þar sem handtökin voru æ þau
sömu og löngu orðin okkur töm.
Ég heyrði að konurnar á næsta
borði voru að gagnrýna Láru fyrir
gáleysislegt tal. Ég ætlaði að fara
að bera í bætifláka fyrir hana þegar
ókennilegur glamrandi barst um
salinn. I sama bili var hurðinni á
vélasalnum hrundið upp, þaðan
barst ærandi hávaði og Björg kom
æpandi út. Hún hentist í gegnum
vinnslusalinn og hvarf út á götu.
Rétt á hæla henni kom Sigga, náföl
með uppglennt augu. Hún stökk
fram í miðjan sal, sneri sér við og
horfði stórum skelfingaraugum á
dyrnar sem hún var nýsloppin í
gegnum. Við stóðum öll sem dæmd,
alveg lömuð af skelfingu.
Það er Lára: Hugsunin kom yfir
mig eins og þrúgandi ógn, og ég
heyrði aftur eins og óp í fjarska.
Heldur vildi ég missa höfuðið en
höndina. Það liðu ekki nema örfáar
sekúndur, en okkur fannst það sem
heil eilífð.
Og svo - svo kom Lára fram í
dyrnar, föl en þó með undrunarsvip
eins og hún vildi segja. Hvað gengur
eiginlega á. Það mátti greina bylgju
af feginsandvörpum fara um salinn
og við losnuðum við skelfingarfjötr-
ana. Verkstjórinn hljóp inn í vélasal
og stöðvaði vélarnar. Skarkalinn
hljóðnaði og dó út.
Nú talaði hver upp í annan. Hvað
gerðist? Hvað í ósköpunum kom
fyrir? Af hverju kom þessi hávaði.
En stúlkurnar þrjár höfðu ekki hug-
mynd um hvað gerst hafði en seinna
sýndi verkstjórinn okkur stóran hníf
sem dottið hafði niður í snigilinn og
valdið þessum dæmalausu látum
sem næstum hafði hrætt úr okkur
líftóruna.
Sigrún Björgvinsdóttir