NT - 29.09.1985, Page 16
16 Sunnudagur 29. september NT
framhaldslífi" og aðrar ótrúlegar bækur. En
þegar ég fór að fá smá snefil af almennri
skynsemi þá fannst mér þessi spiritíska heims-
mynd ekki ganga upp. Enda er spiritisminn eins
og hann var 1915, það hefur ekkert nýtt bæst
við.
Guðspekifélagid?
Ég gekk í það mjög ungur og þar er innanum
fólk sem ég get átt samskifti við. Sigvaldi heitinn
Hjálmarsson var maöur sem ég sótti mikið til í
sambandi við tantrisma, þessa sterku indversku
leið sem byggir raunverulega mikið á galdri.
En á sinn hátt varð ég fyrir ægilegum
vonbrigðum. Ég hélt að Guðspekifélagiö gæti
sýnt mér og sagt allt það sem mig langaði að
vita og þar mundi ég hitta fólkið. En það olli mér
sárum vonbrigðum. Þarna var fólk sem ýmist
var í einhverri undarlegri leit eða þá upptekið af
því að vera voða heilagt. En náttúrlega er mikið
af fólki þarna innanum og saman við sem hefur
orðið vinir manns í gegnum árin.
En mér finnst Guðspekifélagið hér heima
ótrúlega gott miðað við samskonarfélög úti. Og
Gangleri er útbreiddasta guðspeki-tímarit í
„...ást var til dæmis af-
greidd sem miðaldaupp-
finning hjá einhverjum trú-
badorum sem voru að
reyna að krækja sér í þjórfé
hjá kvenfóikinu..."
heimi og þá ekki miðað við höfðatölu heldur
eintakafjölda. Ég dáist að því hvað það hefur
haldið góðum standard í gegnum árin. En á
margan hátt finnst mér félagið ekki hafa náð því
sem það ætti að geta gert.
Hefurðu þá galdur í huga?
Nei, nei. Ég er ekkert fyrir það að halda
galdra-lesefni að öllum. Ég er frekar á móti því
að flest fólk fari útí þetta. Eg hef horft upp á það
mikið af fólki sem hefur hreinlega sturlast.
Maður þarf að hafa vissan karakter til þess að
geta gengið inn í þennan heim. Sumum hæfir
mikið betur aö fara útí mystík, yoga eða
eitthvað slíkt. Og um leið og ég geri mér grein
fyrir því að það er ekki mín leið þá veit ég að
hún getur verið góð fyrir aðra.
En hins vegar nota ég mikið mystík og
galdurinn styðst mikið við hana.
Hver er munurinn á mystík og galdri?
Það hefur veriö sagt að munurinn á þessu
tvennu sé sá að mystíkerinn tilbiður eitthvert
ákveðið goömagn og reynir aö samsama sig
því með því að varpa sér inn í goðmagnið og
með tilbeiðslu er hann að hefja sig uppí það að
verða eins og þessi ákveðna vera. En galdra-
maðurinn hins vegar horfir uppá eitthvert ákveð-
ið goðmagn og dregur það bara niðurtil sín með
sálaraflinu. Galdur er mikiö beinni og sterkari
leið en á sama tíma er mikil hætta á að þú
springir í loft upp einhversstaðar á leiðinni.
Hvaða áhrif hefur íslenska þjóðtrúin haft á
Þig?
Eg hef gert mér grein fyrir því að ég hef staðið
vel að vígi í þessum málum vegna þess að mér
hefur aldrei fundist þetta vera fáránlegt eða
furðulegt eða undariegt eða asnalegt. Þetta
hefur alltaf passað inn í mína heimsmynd.
Greindasta og skemmtilegasta fólkið sem ég
hef kynnst það hefur séð Þorgeirsbola, álfa-
dansa, huldufólk og upplifað allskonar hluti og
talar um það einsog hverjar aðrar staðreyndir.
Eru þakklátur þessum heimi?
Alveg hiklaust. Þó ég emji stundum um að
það hljóti að vera illkvittni örlaganna að mér hafi
verið varpað af öllum tímum inn í tuttugustu
öldina og af öllum stöðum á íslandi, þá er maður
náttúrlega þakklátur innst inni. Ég hef komist að
því í seinni tíð að þetta er með því besta sem
hefur getað komið fyrir mig.
ísland elur líka upp visst hugarfar. Það er
algerlega fáránlegt að tvö hundruð þúsund
manna þjóð hafi getið af sér alla þá snillinga
sem hún hefur gert. Við eigum fremstu menn á
hvaða sviði sem er. Samt erum við tölfræðilega
eins og smáþorp útí heimi sem ætti ekki að hafa
rúm fyrir annað en einhverja landsby-idiota. Við
erum í hnotskurnarsamfélagi þar sem allir hlutir
sem eru að gerast útí heimi birtast fyrr eða
síðar. Dæmi um hvað þetta er fáránlegt er að
það kviknar allt í einu kraftmikil surrealista-
hreyfing uppí Breiðholti hjá nokkrum fimmtán
ára guttum sem er svo mögnuð að á nokkrum
árum eru þeir komnir með öflugra starf í sinni
litlu hreyfingu en er í mörgum af þessum stóru,
gömlu hreyfingum úti i heimi, sem þó ættu að
geta byggt á einhverri hefð.
Einar Pálsson og rætur íslenskrar menningar.
Einar er sonur Páls ísólfssonar og ég er með
hann fyrir augunum frá því að ég man eftir mér.
Og þegar hann heldur sinn fyrsta fyrirlestur í
Norræna húsinu þegar ég er níu ára gamall, þá
er ég náttúrlega mættur þar. Ég lít á Einar sem
mikilmenni. Og fyrst maður er búinn að syngja
þjóðinni lof og prís, þá er ágætt að benda á
svolítið annað og verra. Alltaf á vissum tímum
kemur hér upp svona lítilla sæva, lítilla sanda
mórall. Einhver hagsmunaklíka reynir að verja
stöðu sína og þolir ekki eitthvað nýtt sem getur
ógnað jafnvæginu. Það er verið að verja
einhverja kennarastöðu við háskólann eða
áhrifavald á einhverjum vissum sviðum. íslend-
ingar geta sveiflast frá því að vera stórþjóð í
anda yfir í að vera smáþorp með mannorðsaft-
ökum á fullu eins og gerist í þorpsslúðri. Þegar
menn eru búnir að ná visst langt verða þeir að
fara til útlanda og verða frægir þar. Öðruvísi
gengur dæmið ekki upp.
Og Einar Pálsson hefur í rauninni farið þá
leið. Ekki minni maður en Joseph Campell, sem
er orðinn eitt mesta áhrifavald um trúfræði og
mýtur á þessari öld, lítur á Einar sem stórkost-
legan fræðimann og er mjög hrifinn af því sem
hann er að gera. Og að bera þessa bölvaða
pampa sem eru að öfundast útí Einar saman
við Campell og taka eitthvert mark á þeim er
einsog að fá einhvern þorpshálfvita til þess að
útskýra fyrir manni afstæðiskenninguna.
Svo við höldum áfram með íslenska dulspekl;
hvað með ásatrúna?
Ég held ég hafi verið ásatrúar frá því ég var
ellefu ára gamall. Ég hef alltaf verið ótrúlega
hrifinn af norrænum hugmyndaheimi. Eins og
að geta gengið að einum af merkustu trúar- og
menningarsöguheimildum sem til eru á vestur-
löndum, ef ekki þeim merkustu, á sínu eigin
tungumáli. Og ég trúi því sem Carl Gustav Jung
talar um að það sé til eitthvað sem heitir
þjóðflokka-dulvitund. Eitthvað sem maður hefur
í blóðinu. Og sá siðaboðskapur sem maðurfær
útúr norrænum goðheimi er fyrir mér mikið
fullkomnari en sá kristni.
Nú hef ég alltaf haft mikinn trúaráhuga og var
því ægilega kristinn sem krakki og gleypti
náttúrlega í mig biblíuna. Svo þegar ég er að
lesa hana einu sinni kem ég að atvikinu þar sem
krakkahópurinn er að hía á Elía spámann.
Hann bölvar þeim náttúrlega í nafni guðs, sem
er að sjálfsögðu það góður að hann sendir tvær
birnur útúr skóginum, sem slátra fjörutíu
börnum. Þá fór ég náttúrlega að efast um að
þessi guð væri eitthvað sem ég ætti að hafa
áhuga á . Því ég var hræddur um að næsti karl
sem ég híaði á hefði svona gott samband við
almættið og guð mundi senda á mig strætis-
vagna eða eitthvað slíkt.
Er þetta ekki bara stakt atvik I Gamla
testamentinu?
Jú, en fyrir barni er þetta samhangandi. Og
seinna þegar ég fór að skoða Nýja testamentiö
þá var það fullt af hlutum sem ég hef engan
áhuga á að fylgja eftir. Maður hefur þarna
einhvern geðklofa Krist sem er ýmist að henda
út mömmu sinni og familíu eða þá að bölva
fíkjutrjám og gera ýmsa ótrúlega grimma hluti.
Hann lofar líka að koma aftur í ríki sitt áður en
sú kynslóðs sem hann tilheyrði liði undir lok. Og
svo þegar síðasti lærisveinninn dó ca. fimmtíu
árum eftir dauða Krists þá var þetta náttúrlega
búið spil.
En eftir stendur kirkjan.
Jú, jú og öllum til óþurftar og sárra harma í
gegnum aldirnar.
Þannig að Hvíti Kristur og Þórglímdu um sál
þína, en öfugt við kvæðið þá sigraði Þór i þetta
sinn.
Eða Óðinn öllu heldur.
Hann er galdramaður.
Já og prakkari. Guð skálda, fræðimanna og
fjörmaður mikill. Það er helvíti gott að hafa guöi
sem eitthvert líf er í.
Enda lét ég það vera mitt fyrsta verk að ganga
í Ásatrúarsöfnuðinn þegar hann var stofnaður.
•
Svo við höldum áfram með þina sögu.
Hrepptirðu konuna?
Já, já. Og ég kom með henni heim og gerist
)'„...galdur er mikið beinni
og sterkari leið en á sama
tíma er mikil hætta á að þú
springir í loft upp einhvers-
staðar á leiðinni... “ /
skyndilega, að ég held, nokkuð tilfinningalega
þroskaður. Ég fékk aðeins meira jafnvægi í
minn hugmyndaheim. Maður er náttúrlega alltaf
að læra.
Fjölskylda?
Já, já. Um tíma gerðist ég húsfreyr.
Þurfti galdramaðurinn að beygja sig undirþað
hlutverk?
Nei, alls ekki. Þetta var góö kona og studdi
allar mínar dellur með ráð og dáð. Hún hafði
sjálf stundað hin og þessi austrænu iðkunarkerfi
og var mjög gagnrýnin. Hún rak útúr mér mikið
af ónauðsynlegri rómantík, en ég fékk náttúr-
lega að halda þeirri rómantík sem ég þurfti meö.
Á þessum tíma stunda ég mikið bréfaskriftir
við fólk útí Bretlandi, en fæ fljótlega bakþanka.
Margt af þessu fólki var haldið einhverjum
ranghugmyndum og var voða upptekið af
valdaþenkju, sem mér finnst alltaf varhugavert.
Það er alltof auðvelt að klæðast kufli og skreyta
sig með fullt af flottum titlum og telja sig vera
kominn í beint samband við alheiminn. Eg veit
ekki afhverju, en þolinmæöi mín gagnvart slíku
fólki hefur alltaf verið takmörkuð.
Svo þegar ég fer út 1979 og 1980 þá hitti ég
það fólk sem hefur haft afgerandi áhrif á líf mitt
og var á svipuðum basa og ég. Ég hitti meðal
annars síðasta eftirlifandi lærisvein Crowleys.
Gerald Yorke?
Já, Gerald Yorke er maður sem allir þekkja í
þessum dulspekiheimi. Ekki bara vegna þess
að hann var lærisveinn Crowleys og átti stærsta
safn af óútgefnum og óbirtum ritum hans,
heldur var þetta maður sem er búinn að vera
ótrúlega virkur í bókaútgáfu og ýmsu öðru.
Hann hefur meðal annars ritstýrt The Tibeton
Series með Dalai Lama og hefur átt stóran þátt
í tveimur stærstu dulspekiútgáfufyrirtækjum
Bretlands.
Eitt sem hefur alltaf verið sterkt í mér fyrir
utan galdur er áhugi á Tibet og tíbetskri
menningu, því hún er það nálægt íslenskum
hugsunarhætti. Tíbetskur buddismi er samruni
indversks buddisma og Bon, sem eru shaman-
ísk trúarbrögð sem byggja mikið á galdri. En
Tíbetar færa þetta í heimspekilegt form og sem
mér finnst vera fullkomnasta form á heimspeki
sem til er.
Og þegar ég er að lesa þessar típetsku
bókmenntir þá er alltaf verið að minnast á
Gerald. Önnur hver bók sem mér finnst eitthvert
vit í byrjaði á því að færa honum sérstakar
þakkir. Meira að segja Sören Sörensen sem
skrifaði mjög brilljant bók þar sem hann var að
bera saman yoga og taugalíffræði byrjar sína
bók á því að þakka Gerald Yorke fyrir ábending-
ar og góða hluti. Hann hefur verið guðfaðir svo
margra og á svo margan hátt.
Félagi minn Christopher Macintosh var búinn
að þekkja hann í mörg ár í gegnum sínar bækur
og í sambandi við heimildaöflun tengdum þeim.
Og hann ákveður að fara með mig til karlsins
og segir að hann hefði líkiega mjög gaman af
því að hitta mig og þegar ég væri búinn að
kynnast honum betur fengi ég kannski að líta á
eitthvað af þessu Crowley-safni hans. Þar var
meðal annars bók sem var kölluð „The Scrap
Book" sem voru persónulegir munir frá gamla
Aleister og var geymd á einhverskonar altari í
bókastofunni hjá Yorke. Menn vissu það að ef
„...íslendingar geta
sveiflast frá því að vera
stór þjóð í anda yfir í að
vera smáþorp með mann-
orðsaftökur á fullu... “
þeir héldu tryggð við hann í svona þrjú ár þá
fengju þeir kannski að kikja á bókina.
En Christopher tekur mig sem sagt til gamla
mannsins. Yorke var jarl og bjó á stóru ættaróð-
ali, ekki langt frá Oxford. Og mér er tekið strax
eins og týnda syninum. Við höfðum ekki verið
nema fimm mínútur úti í garði þegar gamli
maðurinn kemur valhoppandi með „ The Scrap
Book“ sem hafði ekki verið hreyfð af þessum
stalli í manna minnum. Og við vorum þarna
langt fram á nótt að bera saman bækur okkar
og það myndast strax sterkt samband á milli
okkar.
Allt í einu var ég búinn að hitta manninn sem
ég var alltaf búinn að bíða eftir. Hann tekur mig
raunverulega að sér og dælir í mig bókum. Og
gerist kennari minn.
Hann hafði sjálfur farið í gegnum alla hluti.
Hann var buddisti, en hélt alltaf tryggð við
Crowley gamla og sagði hann þann stórkostleg-
asta kennara sem hann hefði nokkurn tímann
haft. Þó hann hefði verið ósammála mörgu af
því sem Crowley gerði þá gat hann alltaf sagt
að gamli syndarinn hafi fengið laun erfiðisins.
Gerald var prakkari eins og Crowley og
elskaði náttúrlega prakkaraskapinn í honum.
Þegar hann bjó með honum í París þá var eitt
af störfum hans þar að hlaupa til og dreifa
klæmnum póstkortum útum alla setustofuna og
setja gin og wiskyflöskur á öll borð þegar von
var á einhverjum sem vildi gerast lærisveinn
eða lærisveinka hjá Crowley. Svo þegar mann-
eskjan kom og vildi hitta þennan heilaga mann,
þá sat hann með lappirnar uppá borði, með gat
á sokkunum á stórutá og sötraði sherry, koníak
og wisky á víxl og ropaöi, milli þess sem hann
saug stóran vindil.
Yorke var svipaður prakkari sjálfur. Hann
hafði alveg ótrúlegan húmor og ég var alltaf svo
hræddur þegar honum þótti eitthvað fyndið að
hann mundi bara detta í sundur. Ég hef aldrei
séð mann sem hefur hlegið jafn rosalega. Hár,
grannur, fallegur en sprakk gersamlega og lék
alveg ótrúlega loftfimleika á stólnum. Og með
þessar ótrúlegu sögur.
Hann tekur mig sem sagt í læri. Ég lít svo á
að ég hafi haft tvo kennara í gegnum lífið. Það
eru Páll Isólfsson, sem kenndi mér að hugsa og
skynja, og Gerald Yorke sem kenndi mér að
skipuleggja mig og setja það í framkvæmd.
Það sem ég var búinn að koma mér upp áður
en ég hitti hann var, þó ég segi sjálfur frá, mikil
bókleg þekking. Og trúði hverju einasta orði af
því sem ég hafði lesiö. En ég hafði líka reynt og
iðkað hluti og þurfti við það að læra meira og
minna af sjálfum mér. Éina tilsögnin sem ég
fékk varfrekar i mystík en magiu. En þarna fékk
ég í fyrsta skipti einhverja praktíska kennslu.
Og frá manni sem ég gat virt alveg óendanlega.
Það var engin spurning.
Framkvæmd galdurs?
Galdur er leið til þess að varpa þér í visst
sálrænt ástand og þú notar til þess helgisiöi eða
ritúöl. Þú ert að byggja upp ástand þar sem þú
ert tilbúinn til þess að trúa því að þú sért næstur
guði almáttugum eða jafnvel yfir hann hafinn.
Trúa því að þú getir breytt hlutunum.
Menn þekkja þetta meira og minna í hinum
ýmsu slökunar og sjálfssefjunarkerfum. Dale
Carnegie og allt slíkt byggir á þessu lögmáli. Þú
ert að breyta sjálfsímyndinni svo að hlutir sem
voru þér einu sinni ómögulegir ganga alveg upp
að því er virðist sjálfkrafa. Sumt fólk getur farið
í gegnum lífið á baksundi og það virðist sem allt
gangi upp hjá því. Þetta er spurning um að geta
„...við erum að búa til
'frjálsa einstaklinga eins
fáránlega og það hljóm-
sannfært sjálfan sig um að þetta gangi og híað
á þá þætti í umhverfinu sem segja að það geri
það ekki.
Það sem þú gerir er að skifta tilverunni í
nokkur hólf. Við getum tekið dæmi af kabbal-
isma eða gyðinglegri dulspeki. Þar ertu með tíu
heima sem eru tengdir saman með tuttugu og
tveimur brautum. Og hver braut er ákveðið svið
mannlegrar skynjunar og um leið hegðunar og
framkvæmda. Hver heimur stjórnast af ákveð-
inni plánetu, sem hefur ákveðinn lit, sem hefur
ákveðna tölu, sem hefur ákveðna hluti úr jurta-,
steina- og dýraríkinu. Þú lokar þig síðan inni
með öllum þessum hugmyndum og allar minna
þær þig á hina upprunalegu spennu sem liggur
að baki þeim öllum. Og þú gengur í gegnum
eitthvert ritúal sem fær þig til þess að byggja
upp þessa vissu spennu þar til þér hefur tekist
að loka allt úti nema hana eina. Og þar sem þú
lítur á þig sem smækkaða mynd af alheiminum,
maðurinn er örheimur, míkrókomsmos, og
speglar hinn stóra heim, macrókosmos, þá
verða þær breytingar sem verða í þér einnig í
hinum stóra heimi. Út á þetta gengur þessi
ritúala-magía.
Svo er til annað sem kallað er sex-magía og
byggir á því að þú ert að nota þætti úr þínum
eigin orkulíkama, vinna með frumorkur hans.
Sem Indverjar hafa nefnt kundalini-orku, orku-
stöðvarnar sjö sem eru orkurásir, og svo
kallaða Prana-orku, sem flæðir um þær. Óður
er mjög líklega samskonar fyrirbrigði í Eddu-
kvæðunum þegar verið er að skapa Ask &
Emblu. Þýski vísindamaðurinn Reichenbach
tekur þetta hugtak úr Eddu-kvæðunum og kallar
þá orku sem flæöir um allan líkamann og hann
fann er hann gerði tilraunir með kristalla og
líforku, Odiku-orku. Bergson talar líka um Elan
Vital, Freud kallar sína orku Libido og Reich
tekur Libidoið og færir það nær austrænum
hugtökum og kallar það Orgon-orku. Sem er
mjög svipað hugtak og Ki-orka sem karate-
menn vinna með.
En í sex-magíu ertu að vinna með þessar
orkur og til þess að fá út vissa útkomu notarðu
til þess guði, ára og engla og vinnur með þá. En
í guðanna bænum ekki leggja neina heimspeki-
lega merkingu í tilvist þeirra. Þeir eru mjög
líklega bara góðir merkimiðar sem maður hefur
fundið um einhver orkufyrirbæri sem eru eitt-
hvað allt annað en guðir, árar eða englar. Mjög
líklega er þetta bara hluti af okkar eigin
heilastarfsemi.
Er ekki alveg eins gott að nálgast þetta með
eðlisfræði eins og galdri?
Thomas Kuhn sem skrifaði bókina „The
Structure ofScientific Ftevolution" sýnir hvernig
vísindamenn allra tíma hafa veriö ótrúlega
lokaðir fyrir öllum nýjum hlutum. Þeir lifa í það
ofsalega föstum hugmyndaheim um hvað getur
gerst og hvað ekki að þeir eru gersamlega
týndir.
En geturþú notfært þér eðlisfræði?
Já, auðvitað. Þeir eru búnir að átta sig.
Skammtaeðlisfræðin sýnir að með því að gera
ákveðna tilraun þá hefur þú áhrif á hana. Meö
því að skoða eitthvert ákveðið ferli þá breytist
það. Og lokaniðustaðan hjá þessum mönnum
hlýtur að vera sú að vitund á stóran part í
heiminum í kringum okkur. Við erum að skapa
okkur veruleik. Með okkar þátttöku erum við að