NT - 29.09.1985, Page 17

NT - 29.09.1985, Page 17
NT Sunnudagur 29. september 1 7 byggja upp heiminn. Ekki bara meö verkum okkar heidur líka með tilvist okkar. Og kenningin um aö samvitund fólks byggi upp veruleik, ég held hún sé meira en bara sálfræðileg, heldur geti hinn efnislegi veruleiki breyst líka að mjög miklu leyti. Við höfum horft uppá það á þessari öld hvernig ein þjóð hefur orðið sameiginlega geðveik, Þjóðverjar. Og nokkrar þjóðir eru geðveikar í dag, fólk lifir í einhverjum sturluðum samfélagsveruleika. Og þegar megin þorri fólks ákveður að eitthvað sé ekki hægt dettur engum í hug að reyna það. • Þú hefur staðið fyrir innflutningi á terapistum. Hvernig tengistu sálfræði? Ég hef alltaf haft áhuga á sálfræði. Því maður vill tengja það sem maður er að gera nýjustu rannsóknum og kenningum á sviði sálarlífs. Ég hef líka lesið doðranta um taugalíffræði og læknisfræði til þess að finna hluti sem ég get byggt á. Og ég hef komist að því að það hafa verið margir menn á þessari öld sem hafa verið að byggja upp sálfræðikerfi með tilliti til sálarork- unnar. Þeir hafa verið að nálgast þessi aust- rænu kerfi nema hvað þeir reyna að gera þau ennþá kraftmeiri og forðast þetta aðgerðaleysi sem er í austrænu iðkunarkerfunum og sem t.d. passar mér ekki sem karakter. Ég las Wilhelm Reich mjög ungur og er mjög hrifinn af honum. Þegar maður er ungur og nýbyrjaður að hafa áhuga á kynferðismálum þá er Reich, sem boðar mikilvægi kynlífsins og kynorkunnar og rétta útrás hennar, ótrúlega heillandi fyrir kynóðan táning sem er með hormónastarfsemina nýgangsetta og er hálf- sturlaður. Ég hef alltaf haft þörf fyrir að skýra alla hluti. Fyrir 99% af strákunum þýddi þetta að þeir fengu standpínu þegar þeir sáu fallega stelpu, en ég vildi vita hvað var að gerast í mér og af hverju. Svo ég fer að lesa Freud og Reich, síðar fer ég að lesa Jung og alla þessa kalla. Síðan kemst ég að því að það er búið að búa til hinar og þessar terapíur, sállækningar, sem eru ekki bara kenningarsmíð og það að leggjast á sófa. Og ég fer á ýmis námskeið og tek svo þátt í því að flytja inn mjög góða terapista. Ég hef komist að þvj' seinna að margt af fólki sem er framarlega í sáliækningum er farið að færast mjög mikið yfir á einhverja dulræna línu. Og er komið inná svið sem er tengt huglækning- um, og þá ekki huglækningum sem einhverri handayfirlagningu, heldur það að vinna meðvit- að með orku líkamans, orkustöðvarnar, og geta beint henni á ákveðin svæði og örvað dauða punkta eða eitthvað slíkt. Þetta fólk hefur jafnan áhuga á manninum sem orkufyrirbæri og sem einhverju sálrænu fyrirbæri. Síðast liðinn vetur var ég með námskeið í Bretlandi fyrir terapista sem hét „Lærið að vera galdramenn", þar sem ég var að kynna þennan magíska hugmyndaheim og tengja hann við það sem þeir eru að gera. Ég hef meðal annars verið að reyna að finna út hvernig hægt sé að búa til eitthvert iðkunar- kerfi, eða heimspeki raunverulega, sem virkar. „...þú ert tilbúinn að trúa því að þú sért næsturguði almáttugum eða jafnvei yfir hann hafinn...“ Einhverskonar „fúnksjónal fílasófíu" sem er ekki bara eitthvað sem endar í hausnum á þér, heldur einungis byrji þar. • Þú hefur mikið starfað í kringum rokk-músík og hljómsveitir og ert nú meðlimur í einni slíkri, Psychic TV. En áður er þú segir okkur frá henni langar mig til þess að spyrja þig hvaða hlutverki þúgegndir í hljómsveitinni Þeyr. Eg var skulum við segja hugmyndafræðingur, auglýsingastjóri, textasmiður og svona „general dogs body“. Það sem voru mín mistök í sambandi við Þeyr var að ég var að reyna að nota einhverja menn sem málpípur á sama tíma og ég vildi ekkert taka þátt í því sjálfur. Mér fannst á þessum tíma að rokkmúsík væri alveg ótrúlega hentugur vettvangur. Og ég hef alltaf viljað koma því að sem ég hef verið að gera. En dæmið gekk bara ekki upp. Ég var farinn að stýra mönnum sem olli vissu ofsóknarbrjálæði hjá ákveðum karakterum. En þaö eru tveir menn sem voru í hljómsveit- inni sem ég veit að ég á eftir að starfa mikið með, Tryggur og þó sérstaklega Gulli. Við höfum um margt mjög svipaðar hugmyndir. Það sorglegasta við Þeysaraævintýrið var að svo til allt fjármáladæmi þeirra endaði í hausn- um á mér og það breytti mínum aðstæðum hrikalega. Þá fékk maður leiðinlegasta hlutann af þessum gráa veruleika, sem ég hef alltaf verið frekarfúll útí, beint í andlitið í formi synda annarra og varð að borga fyrir það með peningum. En hvað var Þeyr? Þeyr var tilraunastarfsemi. Og það sem ég lærði af henni var að ég átti ekki að nota aðra menn sem málpípur. Ég vil geta staðið alger- lega sjálfur við mitt, stjórnað því sjálfur og tekið fulla ábyrgð á því sjálfur. Mér leiðist músíkbransinn og vil ekki taka þátt í honum nema bara á minn hátt. Mér ieiðist þessi tilbeiðsluheimur þar sem menn sem eru ekki með nema lítinn hluta af heilastarfseminni í gangi eru settir uppá einhvern stall, ganga um í einhverju goðahlutverki og eru bara sjálfum sér og flestum öðrum til sárra leiðinda. En hvernig kemstu í kynni við Psychic TV og Genesis P. Orridge? Ég las viðtal við P. Orridge 1982 sem var akkúrat það skemmtilegasta og greindasta viðtal sem ég hafði lesið í lengri, lengri tíma. Það varð til þess að ég fór að hlusta á þessar plötur og þar var sú besta músík sem ég hafði heyrt í mörg ár. Á þeim tíma var ég kominn með upp að hálsi ógeð á þessum bransa. Hlustaði einungis á Vivaldi, Bach, Pachibel og það alframsæknasta og poppaðasta var Mozart. Ég hreinlega gat ekki hlustað á nútímatónlist. Svo gerist það að ég er fenginn til þess að sjá um tónleika með Psychic TV hér heima fyrir hönd Grammsins. Ég skrifaði þá bréf til Genesis og lauma í það hinum og þessum hlutum. Ég hafði frétt það fjórum mánuðum áður en þetta kom til að þegar ég var úti í Bretlandi þá hafði hr. P. Orridge gjarnan komiö á sömu staði og ég og spurt sömu spurninga aðeins nokkrum dögum á eftir mér. Svo þegar hann kemur hingað og við hittumst þá leið ekki klukkutími áður en við vorum búnir að koma okkur saman um hvernig við ætluðum að sigra heiminn. Og þegar við fórum að bera saman bækur okkar komumst við að því að við höfðum verið að „...nokkrar þjóðir eru Igeðveikar í dag, fólk lifir í J einhverjum sturluðuml samfélagsveruleik... “ skrifa nákvæmlega sömu fréttatilkynningar á' nákvæmlega sama tíma. Síðan þegar hann fer út þá höldum við þessu sambandi gegnum síma og bréf. Þá ert þú hér heima að gera stjörnukort? Já, þá gerist ég stjörnuspekingur til þess að halda lífi. Eitthvað um stjörnuspeki? Nei. Stjörnuspeki er eitthvað sem ég fer í og úr. Hins vegar gerði ég stjörnukort fyrir Genesis og sagði honum hvað hann ætti að gera hverju sinni. Og saman göngum við í það að reka umboðsmanninn og tvo aðila úr hljómsveitinni. Þú ert semsagt með ráðabrugg á bakvið tjöldin eins og í Þeyr? Já, en þetta var alveg beint samband. Við vissum það alltaf að við ættum eftir að vinna saman, þó upphaflega hafi ég gert ráð fyrir að vera hérna og vinna úr efni sem hann sendi mér og öfugt. Við unnum meðal annars plötu úr efni af hljómleikunum hér á þennan hátt. Þegar Genesis heyrði afraksturinn af þeirri vinnu hringdi hann í mig og bað mig að koma út, því hann vildi stokka hljómsveitina algerlega upp. Og ég fór út og við stokkuðum ekki bara Psychic TV upp heldur líka Musteri hinnar dulrænu æsku. Hvaða fyrirbrigði eru þá Psychic TV og Musteri hinnar dulrænu æsku í dag? Psychic TV er bara peninga- og áróðurs- maskína, sem við notum til þess að getaferðast um heiminn og komið okkar siðaboðskap og hugarefnum að og grætt á því peninga. Og peningana notum við til persónulegra nota því ég vil geta eignast þá hluti sem ég tel nauðsyn- lega. Eg vil líka geta komið upp vinnuaðstöðu fyrir menn eins og Gulla. Ef hann fær fullkomna rannsóknarstofu þá erum við komnir með hluti sem eru ótrúlegir. Ég vil líka geta verið í samstarfi við fólk eins og Meg Patterson, kvenlækninn sem hefur fundið upp tæki til þess að lækna heróín-sjúklinga og Harry Oldfield, sem hefur fundið upp tæki til að lækna ýmsa sjúkdóma með því að vinna með orkustöðvarn- ar. Ég vil taka þátt í að styrkja fólk fjárhagslega sem er að gera hluti sem mér finnst nauðsynleg- ir. Við ætlum líka að verða öflugir í bóka- og plötuútgáfu og erum þegar með mörg járn í eldinum þar. Psychic TV verður því fyrst og fremst peningamaskína, þó svo við stefnum að því að láta hvert atriði skila hagnaði. Musteri hinnar dulrænu æsku er hinsvegar upplýsinganet sem er meðal annars nokkurs- konar félagsfræðileg tilraun. Það eru um tvö þúsund manns í reglulegu bréfasambandi við okkur og við dreifum til þeirra mystískum og magískum iðkunum án nokkurs trúarlegs inni- halds. Þau geta ekki tengt þæx við nokkra heimspeki og við segjum ekki að ef þú gerir svona þá gerist þetta. Við erum ekki að hafa áhrif á fólk til þess að láta það draga einhverjar trúarlegar ályktanir af því sem það er að gera, heldur að það átti sig á því að það er að setja af stað hluta af heilastarfseminni og líkams- starfseminni, sem það hefur ekki virkjað áður, né verið meðvitað um. Síðan getur það vonandi fært sér þessa vitneskju í nyt og breytt þeim hlutum í sínu lífi sem það vill breyta. Við erum að búa til frjálsa einstaklinga, eins fáránlega og það hljómar. Búa til? Já. Við erum hvatar og alveg eins og hvatinn kemur og sameinar tvö efni sem annars mundu ekki fara í efnasamband, þá erum við að sameina fólk og einhverja hluti sem það annars hefði ekki kynnst. Þetta er einn hluti af starfsem- inni. „...ég elska mannkynið en ég hata fólk...“ En hvað erþað sem tengirykkur saman? Við trúum því að maðurinn sé guð og hann geti tekið þennan guðlega neista í sér og kynnt upp bál. Ég getvitnað í MatthíasJochumsson; Trúðu á tvennt í heimi tign er æðsta ber guð í alheimsgeimi guð i sjálfum þér. Þið viljið sem sagt flytja guðshugtakið aftur inní manninn? Já. Maðurinn er alltaf að reyna að lifa uppá einhverja náð himnafeðga, þar sem annar er morðóður og hinn með svona frekar vafasama siðfræði. Maðurinn getur skapað,, sinn eigin veruleik. 90% af fólki eru svefngenglar. Sá hluti af vitund þeirra sem felur í sér einhverja ákvarðanatöku fær í hæsta lagi útrás í því að ákveða hvaða videó-spólu það á að horfa á um kvöldið. Ég elska mannkynið en ég hata fólk. Það er þessi ótrúlega þversögn. Ég hata kannski ekki fólk, en ég hata þennan hugsunarhátt sem beygir fólk undir einhvern gráan, guðlausan veruleika sem hefur ekkert fallegt, enga von, ekkert skapandi í för með sér. Við erum hérna til þess að gera. Við erum ekki hér til þess að láta eitthvert þjóðfélag dansa can-can oná fótunum á okkur og troða okkur undir. Maður veit náttúrlega að menn hafa verið að reyna að frelsa heiminn útfrá stjórnmálastefnum, við erum ekki einu sinni að reyna að frelsa heiminn, en við erum að reyna að breyta hugsunarhættin- um. Meinarðu þá einstaklinga? Já, einn í einu. Ef þú pælir í því hvernig heimurinn breyttist í Endurreisninni útfrá töl- fræði, þá held ég að það þurfi ekki nema svona á bilinu átta til níu hundruð manns sem eru samtaka til þess að breyta heiminum í dag. Svoupprenninýttskeið í mannkynssögunni? Já. Og þið ætlið að nota til þess þréfaskriftir? Já, bréfaskriftir og með því að koma fram sem hópur. Með því að virkja mismunandi þætti í listum og vísindum getum við komið af stað flóði sem á eftir að hlaða utan á sig eins og snjóbolti sem rúllar og rúllar. En nú er fólk sjálfsagt orðið langsvelt í þessum gráa veruleik sem þú kallar og er farið ' að hungra í stærri heim sem rúmardulmögn og ævintýr. Er ekki í rauninni tiltölulega auðvelt að safna fólki í kringum hvað sem er svo framar- lega sem það er í andstöðu við gráa heiminn? Jú og það er einmitt ástæðan fyrir því að við grisjuðum stóran part af Musteri hinnar dulrænu aé^ku. Við viljum ekki fólk sem er að kaupa sér einhvern draumaveruleik sem það vill nota sem býtti fyrir þennan gráa veruleik sem það getur ekki lifað við. Við viljum fólk sem vill gera eitthvað í málunum. Maður getur fengið fullt af rugludöllum, bæði hér heima og erlendis, sem eru tilbúnir að kaupa hvaða kenningu sem er bara ef hún tekur frá þeim alla ábyrgð. Fólk sem vill vera áhangendur. Og áhangendur draga úr þínum eigin hraða. Ef þú ert að burðast með eitthvert lið á eftir þér þá kemuröu engu í verk og verður fórnarlamb þinnar eigin ímyndar og það er bara eins og hver önnur vitleysa. „...það er miklu betra að vinna með vídeo en kálfskinn og hrafnsblóð...“ Þú talar mikið um tækni og tæki ýmiskonar. Hvernig samræmist það galdrinum? Það er náttúrlega útí hött á vísindaöld að dansa í einhverjum kufli, veifandi einhverju sverði fyrir framan einhvern bikar og með einhvern galdrastaf í hendi, ef þú áttar þig ekki á því að þetta eru bara tákn sem voru mjög viðeigandi á sínum tíma. Þó þú sért með eitthvert dýraskinn þá þýðir það ekki að það sé kynngimagn sem fylgir því bara vegna þess að það sé dýraskinn. Það er vegna þess að þú hefur sett kynngimagn í hlutinn. Það er til dæmis miklu betra að vinna með videó en kálfskinn og hrafnsblóð. Galdramaðurinn verður að vera í takt við tímann. Þú ert sem sagt ekki haldinn nostalgíu? Nei, nei. Ekki til i dæminu. Ég nota bara það sem virkar og svo spyr maður sjálfan sig af hverju virkar það. Er það útaf einhverjum ákveðnum hreyfingum, er það útaf einhverri ákveðinni öndunartækni eða einhverju allt öðru? Virkar það ef ég sleppi því að nefna þennan ákveðna guð eða erkiengil og ef það virkar þá sleppi ég að nefna þá í framtíðinni. Ég nota hið valinkunna rökhyggjutæki að skera niður og einfalda þar til maður hefur einn ákveðinn hlut sem er ástæðan fyrir því að þetta virkar. Ekki fara að klæða þig í einhvern dulbúning því þá ertu farinn að kasta ábyrgðinni frá þér. Þú hefur trú á tækninni? Það sem heillar mig alveg ósegjanlega í sambandi við tæknina er að það er farið að búa til tæki sem geta haft áhrif á vitundina og hinn líkamlega veruleika. Það er löngu sannað mál að sýking kemur fyrst fram á orkusviðinu og það er hægt að lækna sjúkdóma með því að koma orkusviðinu í lag aftur. Og þessi tæknibylting er rétt að byrja og næsta stökk í læknavísindunum hlýtur að verða notkun á svona tækjum. Það er bara búið að úthýsa svo miklu af þessu sem skottulækningum og rugli. Það er eins og þessi stóru hugsanakerfi, það er sama hvort við tölum um læknavísindin eða eitthvað annað, þoli varla breytingar. Sérstaklega ef einhver pró- fessor þarf að fara að hugsa uppá nýtt og á þá kannski á hættu að rnissa stöðuna. Þetta hefur alltaf verið vesenið. Ég sagði við Einar Pálsson um daginn að mér fyndist mennirnir uppi í Háskóla gera lítið annað en fjárfesta í þögn. Og fjárfestingin er orðin svo mikil að þeir geta ekki hætt. Það hlýtur sumum að líða voða illa því þrátt fyrir að þeim sé skítsama um kenningarnar sem þeir eru að verja, þá er þetta sem akademísk vinnubrögð gersamlega út í hött. Háskóli á að vera umræðugrundvöllur og það á að vera akademísk umræða um það sem kemur upp. Þeir hefðu átt að geta sagt til um það fyrir fimmtán árum hvort eitthvað væri til í þvi sem Einar Pálsson er að gera, en þess í „...mér finnst mennirnir Juppí Háskóla gera lítið Jannað en fjárfesta 'þögn...“ ___________ stað kjósa þeir að þegja. Og nú er þögnin orðin svo pínleg að mér finnst þeir vera minni menn fyrir. í rauninni hefur ekkert nýtt gerst í vísindum í háa herrans tíð. Það eina sem hefur gerst er að það er komin tækni sem gerir það kleift að smíða tæki eftir gömlum kenningum. Það hefur ekkert komið fram sem ekki var til teorískt fyrir 100 árum. Hvar ertu staddur í þínum galdri í dag? Sem stendur er ég að reyna að koma öllu því sem ég hef lært í eitthvert heilrænt kerfi. Og ég á eftir að læra margt í viðbót. En ég stefni að því að koma mér upp nokkurs konar tækni- magiu. Hingað til hefur stjórn á fólki verið hugmynda- fræðileg, en ég er sannfærður um að í framtíð- inni verði hún meira tæknileg. Nú þegar er hægt að stjórna því í hverskonar skapi fólk er með hljóðbylgjum og.það er meira en hægt því bæði Rússar og Bandaríkjamenn hafa orðið uppvísir að því að senda út 6,6 Hertz lágtíðnibylgjur. Þær virka þannig aö heilinn fer að framleiða theta-bylgjur og maður fær of mikið af serafóni útí blóðið og verður þunglyndur og ofbeldis- hneigður. Og ég ætla ekki að láta einhverja menn í Washington eða Moskvu ákveða fyrir mig í hvernig skapi ég er hverju sinni. Maður vill geta stjórnað sínum eigin veruleik. • Að lokum. Ertu búinn að flýja land? Það er undarleg tilhneiging hjá íslendingum að vilja alltaf svelta bestu syni sína og taka þá svo í sátt eftir dauðann ef það er óumflýjanlegt. En helst að sópa þeim sem lengst í burtu. Ert þú einn afþeim? Einn af bestu sonum þjóðarinnar. Ég efast ekki um það eina sekúndu. Það að þjóðin vilji kannast við mig er svo annað mál. Nei, ég veit það ekki. Ég hef alveg frá upphafi samkennt mig mönnum eins og Sölva Helga- syni. Ég grét mig i gegnum Sólon íslandus í frumbernsku og tilbað Sölva. Ég fann það í hjarta mínu að ég átti samleið með þessum manni. Kaldhæðnin var sú að fólk var aldrei gott við hann nema þegar hann talaði illa um náungann. Fólk sagði að hann væri illa innrætt- ur og það væri mikill kjaftur á honum, en karlgreyið fékk aldrei húsaskjól eða mat nema hann segði að á síðasta bæ hefði allt verið í hor nema lýs og flær. Þetta elska (slendingar. gse

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.