NT


NT - 29.09.1985, Síða 21

NT - 29.09.1985, Síða 21
NT Sunnudagur 29. september 2 RAUÐIR PENNAR ^ rið 1933 var stofnað í Reykjavík Félag bylt- ^ ingarsinnaðra rithöfunda. Markmið félagsins Avoru skýrð í stefnuyfirlýsingu og voru þau fjögur; í fyrsta lagi var ætlunin að starfa á alþjóðlegum grundvelli byltingarsinnaðra rithöfunda, í öðru lagi að efla sósíalíska skáldskaparstefnu hér á landi, þriðja var að vera málsvari og samherji verkalýðsins í menningarlegu byltingarstarfi hans og að síðustu var ætlunin að heyja baráttu gegn fasisma í íslenskum bókmenntum. í fyrstu vargertráð fyrirað Réttur, biað Einars Oigeirssonar, yrði vettvangur félagsins, enda flestir félagsmenn innanbúðar þar. En þegar frá leið þótti þörfin á sjálfstæðu menningartíma- riti orðin brýn og var hafist handa við undirbúning um vorið 1935. Mikið lá við að fyrsta ritið kæmi út fyrir árslok því árið 1935 var rétt öld liðin frá upphafi útgáfu Fjölnis. Og einsog Fjölnir markaði þáttaskil í sjálfstæðisbaráttunni og íslenskum menn- ingarheimi, þannig átti hið nýja rit einnig að beina stefnunni í átttil nýrra tíma. íslendingum hafði tekist að hnekkja erlendri kúgun og voru orðnir fullvalda þjóð, en með því var aðeins hálfur sigur unninn. Nú skyldi kúgun hins hnignandi auðvaldsskipulags sagtstríð á hendur, svo hérgætibúið frjáls þjóð í frjálsu landi. Og þessi barátta átti ekki einungis að fara fram á efnahags- sviðinu heldur líka á því menningarlega. Og leiðarljós þeirrar baráttu og lóðs til nýrra tíma skyldi verða ársritið. í upphafi fjórða áratugarins virtist mörgum sem afdrifaríktímamót væru í nánd. Fyrri heimsstyrjöldin hafði markað djúp spor á þá er hana lifðu og þjóðernisstefna og ættjarðarást fyrri tíma beið skipbrot í tilgangslaus- um mannvígum. Eftir stríðið virtist ekkert hafa breyst og hildarleikurinn var afhjúpaður, sem sjónarspil burg- eisanna. Einu varanlegu áhrif stríðsins var byltingin í Rússlandi. Þar hafði keis- aranum verið steypt af stóli og eitt- hvað sem kallað var kommúnískt þjóðfélag var í uppbyggingu. Reynd- ar voru mjög skiftar skoðanir um hversu varanleg þessi áhrif gætu verið og margir spáðu því að Rúss- land Lenins hlyti fljótlega að falla um sjálft sig. Á Vesturlöndum ríkti bið eftir nýjum svörum. Heimskreppan mikla veitti þau ekki heldur gerði menn orðlausa svo þeir vissu varla lengur hvers þeir ættu að spyrja. Uppgangur fasism- ans á Ítalíu, í Japan og Þýskalandi veitti vissulega svör en þau voru það hastarleg að margir áttu erfitt með að kyngja þeim. Sú þjóðernisstefna sem fasisminn ól á minnti óþægilega mikið á tímann fyrir fyrri heimsstyrjöld, þannig að sagan virtist ætla að endurtaka sig með ótrúlegum hraða. Menn leituðu því nýrra leiða og mörgum virtist Sovét-Rússland gefa andsvar við fasisma og fela í sér lausnir á vanda Vesturlanda. Hér heima hafði fyrri heimsstyrjöld- in hins vegar komið einsog frelsandi engill. Hún færði íslandi aukna efna- hagslega velmegun og undir lok stríðsins urðu íslendingar fullvalda þjóð. Hér ríkti því bjartsýni á þriðja áratugnum og náði hún hámarki sínu á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930 sem var í hugum margra eins- konar endurreisnarhátíð þjóðveldis- ins. En þá þegar voru ýmsar blikur á lofti. Innreið nýrra þjóðfélagshátta hafði raskað þjóðlífinu og sífellt fleiri fluttu úr sveit í bæ. Og þegar heims- krepþan nær hingað í uþphafi fjórða áratugarins með tilheyrandi atvinnu- leysi og bjargarleysi verkalýðsins, virtist mörgum sem bjartsýnin á framtíð hins unga fullveldis væri hjá- róma. Aðeins rúmum áratug eftir að erlendu valdi hafði verið hnekkt stóð Kristinn E. And- résson var aðal hug- myndafræðingur og helsti drifkraftur hreyf- ingarinnar. Án hans er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig Rauðir pennar gætu hafa orðið til. Maður sem var tilbúinn aö vaða eld og brenni- stein til framdráttar hugsjónum sínum. Halldór Laxness lýkur viö Sjálfstætt fólk 1935. Um hann sagði Kristinn E. And- résson „oss er snill- ingur fæddur" og lýsir þaö vel afstöðu manna til þessa óska- barns hreyfingarinnar og síðar þjóðarinnar allrar. Jóhannes úr Kötl- um hafði gefiö út fjórar Ijóðabækur og eina skáldsögu árið 1935. Afþeimmá rekjasögu hans frá bjartsýnum ættjarðarvini á tímum þjóðarvakningar er verður fyrir sárum vonbrigöum útaf órétt- læti heimsins, en finn- ur sér nýja von í draumnum um Sovét- island. Jóhannes varð helsta baráttuskáld hreyfingarinnar, enda hæg heimatökin hjá ungmennafélags- skáldinu að snúa hvatningaroröunum uppá stéttabaráttuna. Gunnar Bene- diktsson, uppgjafa- prestur og eldheitur kommúnisti, varbúinn að senda frá sér þrjár skáldsögur og nokkrar ritgerðir er fyrsta hefti Rauðra penna kom út. Gunnar var siöferðis- legur refsivöndur og óþreytandi baráttu- maður gegn hver- skyns ranglæti, enda var allt ranglæti sama kyns og runnið undan rifjum hins hnignandi auðvaldsskipulags. Þórbergur Þórðar- son hafði gefið út Bréf til Láru árið 1924 en síðan ekki söguna meir fyrr en Rauða hættan kemur út árið 1935. Þar lýsir hann ferð sinni um Sovét- ríkin og berst fyrir málstað þeirra af sömu einurö og hann hafði áöur barist fyrir framgangi esperantó sjóbaða, annars lífs o.s.frv. o.s.fn/. Steinn Steinarr haföi gefið út kvæð- abók með því máttuga nafni Rauður loginn brann ári fyrir stofnun Rauðra penna. Þar rak hvert byltingar- kvæöið annað. Upp fráþvi varðæfátíðara að hann yrkti verka- lýðnum baráttukvæði og efinn tók að skjóta rótum í kveðskap hans. Halldór Stefáns- son gaf út i Berlín smásagnasafn árið 1930 og annað safn kom út sama ár og Rauðir pennar. Hall- dór á í fyrsta heftinu sorglegt dæmi um hversuömurlegskáld- skaparstefna sósíalrealisminn get- ur verið; afhjúpunar- söguna Valdstjórnin gegn. Sú saga er ólík flestum af hans sög- um og honum var það tamara að fjalla um sálarlíf manna en setja kenningar i smásagnaform eins og í ofangreindri sögu.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.