NT - 19.10.1985, Blaðsíða 10

NT - 19.10.1985, Blaðsíða 10
Laugardagur 19. október 1985 10 „Ég er kröfuharður og vil það besta“ - segir Helgi Tómasson, sem nú stjórnar ballettinum í San Francisco, í viðtali við NT Texti og myndir: Guðlaugur Bergmundsson, Houston, Texas ■ „Petta hefur verið fremur erfitt fyrir okkur, en San Francisco er falleg borg og okkur líkar vel þar.“ Helgi Tómasson og fjölskylda hans tóku sig upp í sumar og fluttu úr húsinu í New Jersey við New York, þar sem þau höfðu búið síðastliðin tíu ár. Leiðin lá til San Francisco, hinum megin á ameríska meginlandinu, fjarri öllum vinum og kunningjum, og New York City ballettinum, vinnu- stað Helga frá árinu 1970. Um leið skipti Helgi um hlutverk. Hann hefur ekki lengur atvinnu af því að heilla þúsundir áhorfenda með dansi sínum. Helgi Tómasson er orð- inn ballettmeistari við San Francisco ballettinn, sem talinn er meðal fremstu danshópa hcr í landi, tók við þeint starfa þann I. júlí síðastliðinn. „Það þýðir, að ég sc algerlega um listræna stjórn dansflokksins. Ég er einráður um hvaða ballettar verða sýndir, hvaða dansarar verða ráðnir, eða hverjir látnir fara. Ég ber ábyrgð á dansflokknum, hvernig hann kemur fram og hvernig hann lítur út,“ segir Helgi. Tíðindamaður NT hitti Helga að máli skömmu áður en hann fór á æfingu hjá balletthópnum í Jones Hjall, tónleika- ogóperuhúsi Houston- borgar. San Francisco ballettinn sýndi hér þrjú kvöld í byrjun október, við góðar undirtektir áhorfenda og gagn- rýnenda. Meðal verkanna á efnis- skránni í þessari heimsókn var Menu- etto, sem Helgi samdi í fyrra við tónlist Mozarts. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem Helgi kom hingað til Hou- ston. Hann var hér á ferð í vor, en þá frumsýndi Houston ballettinn nýtt verk, sem Helgi samdi sérstaklega fyrir hópinn. Og það mátti heyra á sérfræðingum í áhorfendahópnum 3. október, að þeir könnuðust mætavel við Helga, töluðu um hann sín í milli með skírnarnafni, ekki föðurnafni. Hef ekki yfir neinu að kvarta Ráðning Helga til San Francisco ballettsins átti sér ekki mjög langan aðdraganda. „Stofnandi þessa flokks, sem hét Lew Christensen, hafði samband við mig fyrir ári og sagði mér, að með- stjórnandi hans væri á förum. Hann spurði mig hvort ég gæti ekki komið til San Francisco og rætt við hann, með það fyrir augum, að ég tæki við ballettinum,“ segir Helgi. En Helgi var þá á leið til Kaup- mannahafnar, þar sem honum hafði verið boðin staða ballettmeistara við danska ballettinn. Samningar þar um tókust þó ekki. Þegar Helgi kom aftur til Bandaríkjanna hafði Lew Christensen látist. „Ég hélt því, að ckki yrði meira úr þessu,1' segir hann. San Franciscomenn litu þó ekki þannig á málin. Að Lew Christensen látnum var skipuð sérstök nefnd til þess að leita að ballettmeistara, eða „artistic director", eins og Banda- ríkjamenn kalla stöðu þessa. Nefnd- armenn vissu, að Christensen hafði rætt við Helga, og settu sig því umsvifalaust í samband við hann. „Það varð til þess, að ég fór til San Francisco og leit á aðstæður. Ég var síðan kosinn í starfið þann 1. febrú- ar." Helgi var búinn að dansa opinber- lega í hátt á þriðja áratug, þegar hann lagði ballettskóna endanlega á hilluna í janúar síðastliðnum, og er það lengur en margur getur státað af. „Þetta hcfur verið langur og mjög góður ferill. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta," segir hann. Meiri tími til að semja Ákvörðunin um að hætta var ekki tekin í neinni skyndingu. „Ég vissi, að það kæmi mjög bráðlega að því, að ég yrði að hætta, og ég var búinn „Heimilisiðnaðardagar“ Við erum með sérstaka kynningu í verzl- uninni dagana 18. október til 26. október. Viö kynnum: handprjónaðarlopapeysur HANDPRJÓNAÐAR HÚFUR HANDPRJÓNADA VETTLINGA LOPAPEYSUR ffyrir börn og fullorðna — nýir litir og ný munstur. Viö bjóöum 10% afslátt af lopapeysum, húfum og vettlingum meðan á kynning- unni stendur. Við leggjum áherzlu á gæði og gott litaval. ÚRVAL — GÆÐI — ÞJÓNUSTA Lítið í gluggana um helgina. ÍSLENSKUR HEIMILISIÐNAÐUR ■ Helgi Tómasson er hættur að dansa opinberlega. Hér lætur hann myndastyttuna um það. NT-myndir: gb - Hooston að búa mig undir það í tvö ár,“ segir Helgi. Hann varfarinn að minnka við sig, auk þess, sem hann hafði orðið meiri áhuga á að semja balletta. Þá var hann einnig byrjaður að kenna í skóla New York City ballettsins. Nú orðið dansar Helgi einungis í æfingasölum San Francisco balletts- ins. „Ég verð að geta sýnt dönsurun- um hvað ég vil, og hvernig á að gera hlutina,“ segir hann. En á sviðinu ætlar liann ekki að dansa framar. Skyldi hann þó ekki kitla í tærnar einstaka sinnum? „Ég bara veit það ekki. Ég hef ekki haft tíma til þess,“ segir hann. Helgi segir, að staða ballettmeistar- ans sé að mörgu leyti erfiðari en staða dansarans, og erfiðleikarnir ekki þeir sömu. „Sem dansari hugsar maður bara um sjálfan sig, um það, sem maður er að gera á sviðinu. Núna ber ég ábyrgð á 50 dönsurum. Ég ber ábyrgð á því, að þeir fái góð hlutverk og að þeim líki við að vera hér. Maður þarf að vera hálfgerður sálfræðingur. En það er ekki hægt að gera öllum til hæfis.“ - Þýðir þessi nýja staða þín, að þú munir einbeita þér meira að því að semja balletta en áður? ■ Helgi Tómasson fyrir framan Jones Hall í Houston, þar sem ballettflokkurinn hans

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.