NT - 19.10.1985, Blaðsíða 23

NT - 19.10.1985, Blaðsíða 23
Uppskeruhátíð Hattar ■ Höttur hélt uppskeruhátíd yngri flokka fyrir nokkrum dögum. Á knattspyrnuhátíðinni voru afhent verðlaun fyrir besta ástundun/framfarir og einnig fékk efnilegasti leikmaður hvers flokks verðlaun. Á myndinni eru piltarnir sem hlutu viðurkenningu frá tann- læknastofunni á Egilsstöðum. Aftari röð frá vinstri: Ragnar Steinarsson tannlæknir, Jóna- tan Vilhjálmsson (4.fl.), Kári Hrafnkelsson (4. fl.), Hilmar Gunnlaugsson (3.fl.), Magnús Jónasson (3. fl.) og Víðir Guðmundsson formaður knatt- spyrnudeildar. Fremri röð frá vinstri: Eysteinn Hauksson (5.fl.) Sigmar Vilhjálmsson (6. fl.) og Elvar Ingason (5. fl.). Á myndina vantar Kristján Jóns- son (5.fl.). Að verðlaunaafhendingu lok- inni voru snæddar glæsilegar tertur sem bakaðar voru af for- eldrum leikmanna og drukkið mikið af gosdrykkjum. Síðan þegar allir voru orðnir mettir var sest/lagst fyrir framan videó og horft á knattspyrnuskóla KSÍ: S.l. sumar sigraði Höttur í 3., 4. og 5. flokki í Austurlandsriðli íslandsmótsins og varð Austur- landsmeistari í sömu flokkum. Höttur hefur ráðið Emil Björnsson s'em þjálfara fyrir meistaraflokk og 2. flokk næsta keppnistímabil en félagið er um þessar mundir að leita sér að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Handknattleikur: íslendingar sigruðu - Lemgo auðveldlega með 26 mörkum gegn 16 - Páll skoraði 11 Frá Guftmundi Karlssyni fréttaritara NT í V-Þýskalandi: ■ íslenska landsliðið vann Zico skorinn? ■ Brasilíski knatt- spyrnusnillingurinn Zico gæti þurft að gangast undir skurðaðgerð vegna hnémeiðsla sem hann hlaut fyrir mánuði. Þetta var haft eftir lækni Flam- engo, liðsins sem Zico leikur með, í gærdag. Læknirirnn, Celio Cot- ecchia, sagði í sjón- varpsviðtali að Zico hefði verið skoðaður í Bandaríkjunum fyrr í þessari viku og myndi einnig vera rannsakaður í Ríó De Janeiro í næstu viku. „Eg tel persónulega að uppskurður sé óhjá- kvæmilegur,“ sagði læknirinn í áðurnefndu viðtali. auðveldan sigur á Lemgo, liði Sigurðar Sveinssonar, en leikið var í Lemgo fyrir framan 1600 áhorfendur sem voru vel með á nótunum. Leikurinn fór 26-16 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14-10 okkar mönnum í hag. íslendingar voru mun sterkari, komust fljótlega í 5-2 og slepptu ekki forystunni eftir það. í þessum leik var mikið gert af því að prófa yngri leikmenn- ina og stóðu þeir sig með ágæt- ■ Alsír og Marokkó tryggðu sér í gær sæti í úslitum Heims- meistarakeppninnar sem fram fara í Mexíkó næsta ár. Alsír sigraði Túnisbúa örugg- lega 3-0 en þetta var síðari viðureign þjóðanna. Hina fyrri um, sérstaklega Júlíus Jónasson sem skoraði 5 mörk'. Páll Ólafs- son var annars markahæstur með 11 mörk, þar af 6 úr vítum. Þorgils Óttar gerði 5 stykki. Brynjar og Kristján skiptust á í markinu og vörðu báðir með ágætum. Erfitt var að hefja síðari hálfleikinn þar sem aðdá- endur Lemgo voru í hópum inná vellinum að ná í eiginhand- aráritun Sigurðar Sveinssonar sem fylgdist með leiknum í hjólastól. vann Alsír einnig 4-1. Alsírbúar voru með á Spáni 1982 og sigruðu þar sjálfa V-Þjóðverja. Marokkó tapaði fyrir Líbýu- mönnum 1-0 en vann samanlagt 3-1 og krækti sér þar með í sætið mikilvæga. Marokkó komst einnig til Mexíkó árið 1970. Undankeppni HM í knattspyrnu: Tvö lid enn í úrslitin Laugardagur 19. október 1985 27 Úrvalsdeildin i körfu: fsak dreif menn áfram í síðari hálfleik - Það nægði Njarðvík til sigurs í gærkvöldi Frá Ólafi Þór Johannssym í Njardvík: ■ Njarðvíkingar unnu enn einn sigurinn á heimavelli í gærkvöldi er liðið lagði bar- áttuglaða en óhittna ÍR-inga af velli með 102 stigum gegn 84. Það ætlar að reynast Reykjavík- urliðunum erfitt að ná í stig á Suðurnesjunum enda eru bæði Njarðvíkingar og Keflvíkingar í ágætu formi um þessar mundir. Fyrri hálfleikurinn var dapur á að horfa og leikmenn beggja liða áttu erfitt með að senda knöttinn rétta boðleið. ÍR-ingar gáfu heimamönnum lítið eftir en voru þó undir 33-39 í hálf- leik. Síðari hlutinn var líflegri á allan hátt. ÍR náði forystunni í upphafi en Njarðvíkingar tóku þá við sér og sigu jafnt og þétt framúr. ísak Tómasson var afar duglegur á þessum kafla og dreif aðra með sér. ÍR-ingar ...Á fundi Alþjóða Ólympíunefndarínnar fyr- ir stuttu var haldin leyni- leg atkvæðagreiðsla um hvaða borg væri líklegust til að hreppa Ólympíu- leikana árið 1992. Þegar atkvæðin voru talin þá kom í Ijós að Barcelona á Spáni var langcfst á blaði... ...Eoin Hand þjálfari írska landsliðsins hefur ákveðið að hætta störfum hjá landsliðinu eftir leik þess gegn Dönum í næsta mánuði. Hand sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tapið fyrir Sovétmönnum í fyrradag... ...Chilc sigraði Urug- uay í vináttuleik f knatt- spyrnu í fyrradag 1-0. Þá sigraði Paraguay Perú í vináttuleik sama kvöld 1- 0. Þess má geta að Perú, Chile og Paraguay spila um eina lausa sætið sem S-Ameríka á eftir í HM í Mexíkó. Leikir þeirra fara fram í næsta mán- uði... ...Bjarni Sigurðsson, landsliðsmarkvörður, var kosinn besti markvörður í Noregi af íþróttablaða- mönnum í Verdens Gang og þriðji besti leikmaður- inn vflr allt... reyndu pressuvörn útum allan völl sem svar en það kom heima- mönnumekki úr jafnvægi. Und- ir lokin kom styrkleikamunur- inn svo enn betur í Ijós og sanngjarn sigur 102-84 var í höfn. Leikurinn í heild var frekar dapur. ísak Tómasson stóð upp úr í liði Njarðvíkinga og Valur skoraði grimmt að venju. Hann átti þó mjög misjafna kafla í þessum leik. Ragnar Torfason var bestur hjá ÍR-ingum og virðist.fara fram með hverju árinu. Valur gerði 24 stig fyrir Njarðvík og Isak 23. Þeir Árni og Helgi gerðu 16 hvor. Ragnar skoraði 24 stig en Hjörtur, Björn og Karl 11 hvor fyrir ÍR. Janus til Sviss ■ Þær sögur sem gengið hafa um að Janus Guðlaugsson ætl- aði sér í atvinnumennsku og leika með svissnesku liði reynd- ust vera sannar. NT skýrði frá þessu fyrir nokkru en allt var þó nokkuð óljóst um samninga. í gærkvöldi skrifaði Janus hinsvegar undir samning við Lugano og mun leika með liðinu fram á vor. Áframhaldið er óráðið en ef báðum aðilum líkar vel getur farið svo að Janus ílengist í Sviss enda á hann heilmikið eftir sem knattspyrnumaður. Fyrsti leikurinn ■ Fyrsti opinberi körfu- knattleiksleikurinn í glæsi- legu nýju íþróttahúsi í Grindavík verður á sunnu- daginn. Þá mæta heima- nienn nágrönnum sínum úr Sandgerði í 1. deild karla. Leikurinn hefst kl. 14.00 ^ EUROCARD I Fyrirtækið Kreditkort sf. ætla að styrkja Badmintonsambandið Fjárstuðningur við badminton - ■ Kreditkort sf. Iiafa ákveðið að veita Badmintonsambandi íslands fjárhagsstuðning á þessu starfsári og auk þess gefa Kreditkort sf. landsliði íslands í badminton búninga, sem merkl- ir eru fyrirtækinu. Badmintonsamband íslands cr eitt af stærstu sérsamböndum Í.S.I. og fer fjöldi þeirra er iðka badminton vaxandi með hverju ári. Þá er íslenskt keppnisfólk í íþróttinni í stöðugum framför- um, og er t.d. TBR nteð eitt af átta stcrkustu félagsliðum í Evr- ópu í bandminton. Á myndinni er Vildís Guð- mundsdóttir formaður BSÍ að þakka markaðsstjóra Kredit- korta Grétari Harajdssyni fyrir veittan stuöning. Á myndinni cru einnig Sigfús Ægir Arnason og Sigríður Jónsdóttir úr stjórn BSÍ. Hafið þið skoðað blómin okkar og kynnt ykkur verðið? Pottaplöntur t.d.: Mahoníburkni .... kr. 200,- Rósir 1 fl .... kr. 95,- Kóngavínviður ... kr. 285.- Rósir II fl .... kr. 85,- Drekatré kr. 400,- Rósir III fl ... kr. 75,- Nílarsef kr. 270,- Rósabúnt ... kr. 260,- Hedera stór kr. 380,- Krusi st ... kr. 135.- Við veljum hverja plöntu! Krusabúnt .... ... kr. 260,- Liljur ... kr. 135,- Fresjur 1 fl ... kr. 75,- Fresjubúnt .... ... kr. 260.- Afskorin blóm t.d.: Blómaskreytingar viö öll tækifæri. T.d.kransa- og kistu- skreytingar. Þurrskreytingar í úrvali. Pottahlífarog margt fleira. Viðkaupum inn daglega og seljum aðeins ný afskorinblóm. Haustlaukar, Við erum fagfólk. Síminn er 82895. P.S.sjáumst. Gróðrastöð við Hagkaup, Skeifunni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.