NT - 19.10.1985, Blaðsíða 13

NT - 19.10.1985, Blaðsíða 13
 Laugardagur 19. október 1985 13 LlL Skák Umsjón Helgi Ólafsson: GuðmundurHalldórsson sigraði á Haustmóti TR ■ Ekki réðust úrslit í haust- móti Taflfélags Reykjavíkur fyrr en seint sl. fimmtudags- kvöld er Björgvin Jónsson loks sættist á jafntefli í skák sinni við Andra Ass Grétarsson. Pá var hann búinn að þæfa endatafl með kóng, hrók og biskup gegn kóngi og hrók í næstum 100 leiki en ekkert gekk og jafntefli varðniðurstaðan. 100 leikja regla tók gildi um síðustu áramót en hún gengur út á það að ef ekki er drepinn maður eða peð fært úr stað í 100 leiki þá megi krefjast jafnteflis. Þessi regla hljóðaði áður upp á 50 leiki. Breytingin á fyrst og fremst að taka til endatafla þar sem annar aðilinn hefur kóng og tvo ridd- ara gegn kóng og peði eða peðum en önnur endatöfl geta þar komið við sögu. Úrslit í þessari skák skiptu miklu máli varðandi titilinn „Skákmeistari TR 1985“. Kvöldið áður hafði Andri tapað mikilvægri skák fyrir Guðmundi Halldórssyni sem þar með tryggði sér sigurinn •í mótinu. Guðmundur er félagi í Taflfélagi Seltjarnar og getur því ekki orðið Skákmeistari TR. En lítum á lokastöðuna: 1. Guð- mundur Halldórsson 8 v. 2.-3. Andri Áss Grétarsson og Davíð Ólafsson lxh v. 4. Róbert Harð- arson 7v. 5. Björgvin Jónsson 6'h v. 6.-7. Benedikt Jónasson og Árni Á.Árnason 5lh\. hvor. 8. Pálmi Pétursson 4'hv. 9. Þröstur Þórhallsson 4 v. 10.-11. Halldór G. Einarsson og Jón G. Viðarsson 3'Av. 12. Lárus Jó- hannesson 3 v. Guðmundur var vel að sigrin- um kominn. Hann var allan tímann í fremstu röð og tefldi af miklu öryggi úrslitaskákina í mótinu. Þetta er fyrsti meiri- háttar skáksigur Guðmundar. Hann hefur bætt sig hægt og bítandi og gæti náð enn lengra ef hann legði meiri rækt við byrjunarfræði en þar liggja hans mestu veikleikar sem skákmanns. Þeir.Davíð Ólafs- son og Andri Áss Grétarsson deila 2. sætinu og verða að tefla 4 skáka einvígi um titilinn „Skákmeistari TR 1985“. Þeir eru báðir ungir skákmenn og tefldu vel í þessu móti. Andri var lengst af í efstu sætunum en gaf dálítið eftir í lokin - og Davíð komst upp við hliðina á honummeð góðum endaspretti. Þeir Róbert Harðarson, sem varð í 4. sæti, og Björgvin Jónsson sem varð fimmti geta báðir betur. Róbert byrjaði illa og var aldrei nein ógnun við sigurvegarann. Björgvin er sem fyrr hættulegur sóknarskák- maður en á margt ólært í stöðu- baráttu o.þ.h. B-riðill: Tómas Björnsson og Jóhann- es Ágústsson deildu sigrinum, hlutu 8 vinninga úr 11 skákum. Tómasi er þó dæmdur sigur vegna hærri Sonneborg-Berger stiga. Þeir fylgdust að mest allt mótið og mega vel við frammi- stöðu sína una. í 3. sæti varð Jón Þ. Bergþórsson. í C-riðli vann Hjalti Bjarna- son, 15 ára piltur mikinn og eindreginn sigur, hlaut 9'h vinn- ing úr 11 skákum. Baldur A. Kristinsson varð í 2. sæti með lxh vinning og gamla kempan Bragi Björnsson varð í 3. sæti með 7 vinninga. í D-riðli varð Gunnar Björns- son hlutskarpastur með 9lh vinning, Sigurður Daði Sigfús- son varð í 2. sæti með 8]h vinning og Hallgrímur Sigurðs- son varð í 3. sæti með l'h vinning. í opna flokknum eða E-riðli sigraði Kristófer Svavarsson með 9 vinninga, Eggert ísólfs- son og Árni E. Loftsson urðu í 2.-3. sæti með 8lh vinning. f E-riðli voru tefldar 11 umferðir eins og í öllum öðrum riðlum. Úrslitaskákin í A-riðli sem tefld var sl. miðvikudagskvöld er annað tveggja viðfangsefni þessa þáttar. Þegar skákin var tefld stóð Andri Ass Grétarsson mun betur að vígi, var með 7 vinninga og jafnteflislega bið- skák við Björgvin Jónsson. Guð- mundur Halldórsson var með 7 vinninga og aðeins með því að vinna þessa skák gat hann gert sér vonir um sigur í mótinu. Hann hafði hvítt og beytti sjald- séðri leið gegn kóngsindversku vörninni hans Andra, 5. Rge2 og 6. Rg3. Byrjunin er róleg og svartur virðist mega sæmilega við hag sinn una þar til hann leggur út í vafasamt drottning- arferðalag, 15. - Df4,17. -Dh6. Þetta hefur þó ekki úrslitaáhrif. Atlaga svarts á drottningar- vængnum er ekki sérlega hættu- leg og svartur spennir bogann of hátt í 22. leik þegar hann leikur 22.-b4. Endataflið sem upp kemur er hvítum í hag einkum vegna hagstæðari kóngsstöðu og gegnum bortsmögulcikans c4- c5. Með 31. leik svarts er ljóst að hann berst fyrir jafntefli en hvítur víkur frá hrókakaupum og hyggst ráðast inn með kóngnum. Eftir 33.-a5 er kóng- urinn lokaður af um stundar- sakir en hinn geysiöflugi 34. leikur hvíts c5 gerir út um taflið. Hótunin er 35. c6 ásamt 36. Ka4 o.s.frv. Svartur er glataður eftir þennan leik og í 41. leik leggur hann niður vopnin: Haustmót TR: 11. umferð: Hvítt: Guðmundur Halldórsson Svart: Andri Áss Grétarsson Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 0-0 5. Rge2 dó 6. Rg3 e5 7. d5 Rbd7 8. Be2 a6 9. h4 h5 10. Bg5 De8 11. Dd2 Rh7 12. Bh6 Bxh6 13. Dxh6 De7 14. Rfl Df6 15. Dd2 Df4 16. Re3 Rhf6 17. g3 Dh618. 0-0-0 Rc519. f3 Bd7 20. Hdfl b5 21. Rc2 Dxd2t 22. Kxd2 b4 23. Rxb4 Hab8 24. Rd3 Rxd3 25. Kxd3 Hxb2 26. Hbl Hfb8 27. hxb2 Hxb2 28. Hbl Hxbl 29. Rxbl Be8 30. Rd2 Rd7 31. Rb3 Rc5t 32. Kc3 Rxb3 33. Kxb3 a5. 34. c5 dxc5 35. Kc4 c6 36. d6 Bd7 37. Kc5 Kf8 38. Ba6 Ke8 39. Bb7 f5 40. Bxc6 fxe4 41. fxe4 - Svartur gafst upp. Seinni skákin úr haustmótinu var tefld í 10. umferð í B-riðli og þá er annar sigurvegarinn úr þeim flokki í aðalhlutverkum. Andstæðingur hans beitir fyrir sig Petrofs - vörninni sem var á dagskrá í heimsmeistaraeinvíg- inu unt daginn en Jóhannes velur afbrigði sem er fremur sjaldgæft en þó stórhættulegt. í 11. leik fara hjólin að snúast - Be4 er vafasamur leikur sem í bestafalli tapar tíma en eins og skákin þróast er hann upphafið að hæpnu peðsráni svarts. Strax í 13. leik opnast h-línan hvítum í hag og hvítur nær mikilli sókn. Hann stendur á krossgötum í 18. leik. 18. Hxh7t lítur vel út en vinningurinn er minni en efni standa til: 18. - Kxh7 19. góf Kxg6 20. Hglt Kh7 21. Hhlt Kg6 22. Dh5t Kf6 23. Bg5t og hvítur vinnur drottninguna en sigurinn er þó enganveginn í höfn. Leiðin sem hvítur velur 19. Bxh6! og 20. g7t! er mun áhrifaríkari og jafnvel þó svart- ur verði að bera drottningu sína fyrir til að forða máti er það skammgóður vermir, í 25. ieik verður hann að leggja niður vopnin því 26. leikur hvíts yrði Hh7 og mátið er óumflýjanlegt. Haustmót TR: 10. umferð: Hvítt: Jóhannes Ágústsson Svart: Þráinn Vigfússon Petrofs-vörn 1. e4 e5 2. f3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rxc3 6. dxc3 Be7 7. Bf4 0-0 8. Dd2 Bf5 9. 0-0-0 Rc6 10. h4 Bf6 22. Bb5 Be4 12. Rg5 Bxg5 13. hxg5 Bxg2 14. Hh2 Be4 15. Bd3 f5 16. Bxe4 fxe417. Dd5t Kh818. g6 h6. m sn l:í 8 ilii IMl III! lill ll i ;!# j Ili-l ai„iBI AIHAII 11 v 19. Bxh6 gxh6 20. g7t Kxg7 21. Hdglt Dg5t 22. Hxg5t hxg5 23. I)xg5i Kf7 24. Df5t Ke8 25. De6t -Svartur gafst upp. ■ Úrslitaskákin í Haustmóti TR. Guðmundur Halldórsson (t.v.) varð að vinna andstæðing sinn Andra Áss Grétarsson til að geta gert sér vonir um sigur í mótinu. Það tókst en Andri varð að láta sér lynda 2.-3. sætið ásamt Davíð Ólafssyni. 11 . liiiæ I i ISÍplíP I í Ip' BSlSÍl,, Nýtt bakari að Dalshrauni 13, Hafharfirði! Við bjóðum upp ó rjúkandi krœsingarúr bökunarofninum Frábærir rjómahringir og perutertur á aðeins kr. 155 Leyfðu okkur að leika við bragðlaukana - þú sérð ekki eftir því. Kringlan Starmýri 2 og Dalshrauni 13 Opnunartíml: Mánudaga tíl föstudaga kl. 8.00 - 18.00. Laugardaga til sunnudaga kl. 9.00 - 16.00.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.