NT - 06.11.1985, Blaðsíða 2

NT - 06.11.1985, Blaðsíða 2
Óhætt er aö segja að á þeim klukkutíma scm sýningin sjálf stóð yfir hafi Laddi og hjálpar- kokkar hans haft nóg að gera, og furðuðu menn sig á því hversu fljótur Laddi var að skipta um gervi. A þeim sauðtján árum „ sem liðin eru frá því aö hann var, fyrir mistök, fyrst sýndur al- menningi", eins og segir í fréttatilkynningu um þessa skemmtidagskrá, hefur Laddi skapað fjölmarga ástsæla kar- aktera og gefst monnum tæki- færi til að rifja upp kynni sín við þá á sýningunni. Enginn þarf að vera svikinn af þcim endurfundum. ■ „Þú verður tannlæknir,“ söng Tanni brosandi. ■ Einstaka menn voru l'arnir að örvænta um að aðalmaður kvöldsins myndi ekki láta sjá sig, þegar „sýnishornageneralprufa" á „Laddi á Sögu“ var lialdin á Hótel Sögu sl. miðvikudag. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, átti að koma þar fram, en að sögn kynnis var hann enn ókominn þegar alls konar furðupersón- um af einhverjum ástæðum tókst að trana sér fram í sviðsljósið eftirsótta. Þarna komu ýmsar þjóðkunnar týpur, Þórður húsvörður, Eiríkur Ejalar, Tanni, og margir fleiri, eða alls á annan tug. Hins vegar fór það ekki framhjá árvökulum augum flcstra sýningar- gesta að kynnir kvöldsins var að plata, því vitanlega var þarna Laddi á ferð í hinum ýmsum gervum. ■ Þórður húsvörður var mættur á staðinn og þvældist um meðal áhorfenda áður en hann sópaði að sér athyglinni. Um eðli þessarar sýningar skal hér vísað til skilgreiningar sem fyrrnefnd fréttatilkynning hefur að geyma, en þar segir: “Þessi svokallaða gamansýn- ing Ladda er grátlegt sambland Laddi á Sögu: Hvenær kemur LADDI? á annantug persóna á einum klukkutíma ■ Nú já strákarnir eru líklega bensínlausir Miðvikudagur 6. nóvember 1985 2 ,Ahhso! í Sína eldum við tóna, tals og þess kjánaskapar sem hann er frægur að endem- um fyrir. Laddi er einn á svið- inu allan tímann, nema hvað hann hefur narrað Halla bróð- ur sinn til að taka nokkurn þátt í þessu. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Egill Eðvaldsson tekið að sér að stjórna sýning- unni og er það Ijótt af honum. Og ekki nóg með það. Gunnar Þórðarson, sem lengi hefur hrekkt tónlistargyðjuna, útset- ur tónlist Ladda fyrir þessa dapurlegu uppákonru. Til að gera ólukkuna algjöra mun Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar leika undir....Kynnir er (því miður) Páll Þorsteins- son.“ Svo mörg voru þau orð. Frumsýning á „Laddi á Sögu“ var sl. laugardagskvöld, í Súlnasalnum, en þar hefur verið komið upp nýjum og einstaklega áhrifamiklum ljósaútbúnaði sem nýtur sín vel. Fyrirkomulagið er annars með svipuðu sniði og var í fyrra og hitteðfyrra á „Sögu- spaugi", að matur er á borð borinn og að honum loknum hefst sýningin. ■ Rauðhærður KR-ingur sagði: íbbsviss 1 - Lifurpúl 2. NT-myndir: Róbert.) ■ Halli hlustar dolfallinn á sögu frá því í gamla daga. ■ „Ég þekki strákana í hljómsveitinni," sagði Eiríkur Fjalar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.