NT


NT - 06.11.1985, Síða 5

NT - 06.11.1985, Síða 5
Heimsmeistaraeinvígið í skák: Beitt sókn Karpovs gaf góða uppskeru ■ f mikilli baráttuskák glutr- aði Kasparov stöðu sinni niður í síðustu leikjum áður en 22. skák heimsmeistaraeinvígisins í Moskvu fór í bið, og sérfræðing- ar telja flestir að skákin sé unnin fyrir Karpov. f>ó Karpov sé nú ekkert ann- að en skinnið og beinin mætti hann ákveðinn til leiks í gær en Kasparov var hinsvegar tauga- óstyrkur og hikandi. Karpov blés strax til sóknar með hvítu mennina og lengi framanaf var hann með betri stöðu. Sérstak- lega þótti 9. leikur Kasparovs vafasamur. En í miðtaflinu varðist Kasp- arov vel og þótti jafnvel hafa snúið taflinu við. En tímahrak setti strik í reikninginn og óná- kvæmir leiki í lokin leiddu til peðstaps, auk þess sem Karpgv hefur mjög virkan kóng. 22. einvigisskákin, sem þótti vera mjög spennandi, fer hér á eftir. Karpov hefur hvítt og Kasparov svart og byrjunin er Alatortsevafbrigðið af drottn- ingarbragði. Hvítt: Karpov. Svart: Kasparov. 1. d4-d5; 2. c4-e6; 3. Rc3-Be7; 4. cxd-exd; 5. Bf4-Rf6; 6. e3-0- 0; 7. Rf3-Bf5; 8. h3-c6; 9. g4- Bg6; 10. Re5-Rfd7; 11. Rxg7- fxg7; 12. Bg2-Rb6; 13.0-0-Kh8; 14. Re2-g5; Bg3-Bd6; 15. Bg3- Bd6; 16. Dd3-Ra6; 17. b3-De7; 18. bxd6-Dxd6; 19. f4-gxf4;20. exf-Hae8; 21. f5-Rc7; 22. Hf2- Rd7; 23. g5-De7; 24. h4-De3; 25. Hdl-Rb5; 26. Dxe3-Hxe3; 27. Kh2-Rb6; 28. Rg3-Rc8; 29. Rfl-He7; 30. Hd3-Rcd6; 31. Rg3-Re4; 32. Bxe4-fxe4; 33. He3-Rxd4; 34. Kh3-He5; 35. Kg4-h5; 36. Kxh5-Rxf5; 37. Hxf5-H8xf5; 38. Rxf5-Hxf5; 39. Hxe4-Kh7; 40. He7-b5; 41. Hxa7-b4. ii 1 ■11 111 II 1 iiiiii 18 11 A 111 A 1(1 1 lllli 111 11 Hér lék Karpov biðleik en búist er við að Kasparov gefi skákina án frekari taflmennsku. Ef sú verður raunin munar að- eins einum vinningi á skák- mönnunum og tvær skákir eru eftir af einvíginu. Kasparov nægir jafntefli í báðum skákun- um til að verða yngsti heirns- meistari frá upphafi. Árbæjarsafn: Útigangs- maðurbjó sér fleti ■ Brotist var inn í burstabæinn í Árbæjar- safni í fyrrakvöld. Engu var stolið úr húsinu, en skemmdir urðu á rúðu, þar sem talið er að farið hafi verið inn í húsið. Að sögn rannsóknarlögreglu benda allar líkur til þess að útigangsmaður hafi þarna búið um sig, þar sem fleti fannst í einu horni hússins. Miðvikudagur 6. nóvember 1985 Þing FFSI sett: Formaður talar gegn kvótanum ■ „í dag get ég fært ykkur betri tíðindi... Pessi 500 þúsund tonna viðbót mun koma í hlut íslenskra skipa og er því um að ræða sem næst tvöföldun veiði- heimilda" Þannig sagðist Hall- dóri Ásgrímssyni frá á þingi Farmanna- og fiskimannasam- bandsins í gær. Að undanförnu hafa fiski- fræðingarnir unnið að rannsókn- um á loðnustofninum og á grundvelli þeirra hafa þeir gert tillögur um veiði á tímabilinu frá desember til mars. Áður höfðu þeir gert tillögu um að veidd yrðu 700 þúsund tonn á tímabilinu ágúst-nóvember, og þar af féllu 500 þús. tonn í hlut Islendinga. Tillögur fiskifræð- inga um heildar aflamark á ver- tíðinni nemurþví 1200tonnum. Tilkynning ráðherra féll í góðan jarðveg á þinginu enda nokkur loðnuskip langt komin með sinn kvóta og önnur svo Kaupfélag Hafnfirðinga og lögbannið ■ Vegna yfirlýsinga frá Kaupfélagi Hafnfirðinga í út- varpi og blöðum óskar undir- ritaður að eftirfarandi verði birt. Á sínum tíma fékk K.H. úthlutað lóð að Miðvangi 41 hvar rekin skyldi þjónustumið- stöð s.s. banki, pósthús, bak- arí, fiskbúð, apótek o.fl. Árið 1977 kaupir Kökubankinn hf., fokhelt húsnæði af K.H. til þess að setja upp bakarí í fyrrnefndri þjónustumiðstöð. Samningar voru gerðir í vin- semd og bróðerni og sá um þá f.h. Kaupfélags Hafnfirðinga Jón Finnsson hrl. Stjórn K.H. undirritaði öll samninginn. Ekki kvaddi Kökubankinn lögmann sér til aðstoðar, þar sem hæfni og heiðarleika lög- manns K.H. var fullkomlega treyst. í samningi þessum eru mjög skýr ákvæði til hvers húsnæði þetta skyldi notað, svo og réttur og skyldur beggja aðila nákvæmlega tilgreind. í samningnum segir meðal annars: „Kökubankanum hf. er heimilt að reka í húsnæðinu að Miðvangi 41, framleiðslu og sölu á brauðum og kökum og skydum vörum en er óheim- ill annar rekstur, nema til komi samþykki annarra rekstrarað- ila í húsinu. Á sama hátt skuldbindur Kaupfélag Hafn- firðinga sig til þess að versla ekki með daglega framleiðslu annarra brauðgerðarhúsa nema samkomulag verði um annað.“ Samningur sem þessi er mjög algengur og raunar alger forsenda þess að húsnæðið var keypt í þessu tilfelli. Nauðsynlegt er, ef þjónustu- miðstöð, eins og að Miðvangi, á að standa undir nafni, að samstarf, samvinna og gagn- kvæmt traust ríki milli aðila. í byrjun var samstarfið með ágætum eða í u.þ.b. 3 ár en breyttist þegar núverandi kaupfélagsstjóri hóf störf. Þá var byrjað að brjóta gerða samninga og hefja sölu á brauðvörum frá öðrum bak- aríum. Síðan telur K.H. sig geta einhliða sagt upp samningi og kemur með órökstuddar dylgj- ur og beinan atvinnuróg, en því verður svarað á öðrum vettvangi. Þegar svo var komið þótti Ijóst að K.H. ætlaði ekki að standa við gerða samninga var því nauðsynlcgt að leita réttar síns fyrir dómstólum. Fyrsta skref er að óska eftir lögbanni og síðan leggja málið í dóm. Kaupfélagsstjórinn lætur í það skína í útvarpsfrétt að kvöldi 31.10. að K.H. sé með þessu að hugsa um hag neyt- enda og bjóða uppá aukið vöruframboð í verslun sinni. K.H. ætti e.t.v. að leggja áþað höfuðáherslu að koma betur út úr verðkönnunum en verið hefur og t.d. gefa Kökubank- anum tækifæri til að selja mjólk- urvörur á þeim tímum þegar K.H. er lokað, það væri að hugsa um hag neytenda. Sú auglýsing sem K.H. fær með þessum hætti er ekki til þess að auka veg þeirra á nokkurn hátt a.m.k. er það Ijóst að þeir virða ekki gerða samninga. Kökubankinn ætlaði að hlífa K.H. við að gera framangreint að opinberu útvarps- og blaða- máli en fyrst þeir hafa kosið þá leið skal ekki standa á Köku- bankanum að leggja öll spilin á borðið. Bergur Haraldsson, stjórnarmaður í Kökubankanum. gott sem búin með hann. Þar sem hér er um mikilvægt mál að ræða skyggði það nokkuð á aðra dagskrárliði þingsins, en það setti Guðjón Á. Kristjáns- son formaður FFSÍ. I ræðu sinni gerði Guðjón grein fyrir störf- um sambandsins frá síðasta þingi og kom víða við. Undir lok ræðu sinnar gerði hann fisk- veiðistefnuna að umtalsefni og taldi að spár fiskifræðinga hefðu reynst haldlitlar og betra væri að styðjast við meðalársafla síð- ustu tuttugu ára. Hann sagði að lokum: „Kvótakerfi á hvert einstakt skip yfir tíu lestir á almennum botnfiskveiðum er stjórnkerfi sem ég hef engan áhuga á að vinna að... Það er tilgangslaust að velja menn til forystustarfa og ætlast til að þeir fylgi eftir málum, sem ganga þvert á sannfæringu þeirra sjálfra“ Með þessum orðum er Guðjón að gefa þingfulltrúum vísbendingu um, að verði sam- þykkt ályktun á þinginu sem styðji kvótakerfið muni hann ekki gefa kost á sér til forystu í FFSÍ. Þinginu verður framhaldið í dag. NT-raynd: Róbert. ■Fró ársþingi Farmanna- og fiskimannasambands íslands sem hófst í gær. Eurocard með nýtt úttektartímabil „Til góðs fyrir alla aðila,“ segir Gunnar Bæringsson fram- kvæmdastjóri ■ Eurocard kreditkort sf. hafa ákveðið að breyta úttektartíma- bili korthafa sinna. Þannig hefst úttektartímabilið framvegis 18. hvers mánaðar og lýkur 17. næsta mánaðar á eftir, í stað 21. og 20. eins og áður hefur verið. Auk þessa breytist gjalddagi útsendra gíróseðla og verður framvegis annan dag hvers mán- aðar í stað þess fimmta. Gunnar Bæringsson fram- kvæmdastjóri sagði að þessar breytingar væru fyrst og fremst til hagræðingar og eftir þær væru bæði kreditkortafyrirtækin Eurocard og Vísa með sama úttektartímabil og sömu gjald- daga á útsendum gíróseðlum. Nýja fyrirkomulagið tekur gildi frá og með yfirstandandi út- tektartímabili sem lýkur þann 17. nóvember og gjalddagi þessa tímabils verður 2. des- ember. „Úr því að þeir hjá Vísa tóku ekki upp sama kerfi og við þegar þeir byrjuðu höfum við tekið það til bragðs að breyta þessu hjá okkur og vonum að þessi breyting komi ekki að sök hjá viðskiptavinum okkar. Við höfum lent í nokkrum erfiðleik- um fyrir undanfarin jól að Ijúka vinnslu á gíróseðlum og senda út reikninga en við þessa breyt- ingu fáum við tækifæri á að Ijúka því í tíma og þegar til lengri tíma er litið held ég að þessi breyting verði til góðs fyrir alla þá sem hlut eiga að máli.“ ■ Starfsmenn Seljaútibús í nýja húsnæðinu. 'my,ld: Rébtrt Seljaútibú flytur í nýtt húsnæði ■ Nýlega flutti Seljaútibú Búnaðarbankans starfsemi sína í hús verslunarinnar Víðis í Mjóddinni, eftir að afráðið var á þessu ári að festa kaup á hluta hússins þar. Seljaútibú Búnaðarbankans var stofnað 11. desember 1981. Frá upphafi hefur útibúið verið í leiguhúsnæði að Stekkjarseli 1 í Reykjavík, en það var hugsað sem leiguhúsnæði og rann leigu- tíminn út 1. nóvember. Ætlunin var að byggja nýtt hús fyrir útibúið í Seljahverfi en ekki tókst að fá hentuga lóð. Útibúið annast öll innlend og erlend bankaviðskipti, og getur nú boðið næturhólf og öryggis- hólf til afnota fyrir viðskipta- vini. Starfsmenn útibúsins eru nú átta talsins og útibússtjóri er Dóra Ingvarsdóttir.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.