NT


NT - 07.11.1985, Side 17

NT - 07.11.1985, Side 17
Fimmtudagur 7. nóvember 1985 17 Guðmundur Pétursson frá Öfeigsfirði Fæddur 7. maí 1912 Dáinn 20. okt. 1985 Vinur minn Guðmundur Pétursson frá Ófeigsfirði er látinn, rúmlega 73ja ára að aldri. Hann andaðist á Borgar- spítalanum í Reykjavík eftir skamma legu þar. Þó kom lát hans ekki á óvart. Á sl. vori kom í ljós, að hinn líttlæknanlegi sjúkdómur, krabba- meinið, hafði tekið hann tökum. Var hann þá tekinn í meðferð vegna þess, gefnar sprautur með vissu millibili, sem áttu að vinna gegn meinsemd- inni. - Eins og venjulega kom hann heima í Ófeigsfjörð á sl. vori og ■dvaldi þar ásamt konu sinni og öðru skylduliði, sem þar er sumar hvert, en skrapp suður til að láta fylgjast með líðan sinni og fá áðurnefndar spraut- ur. Virtist hann hress og líkt og .sjúkdómurinn hefði vikið undan við þær lækningatilraunir, sem gerðar ;voru á honum. Og sama var eftir að liann kom suður. - Fréttist að hann hefði farið í skemmtiferðalag í haust með öðru fólki og verið hress og glaður í því ferðalagi og ánægður með að hafa getað tekið þátt í því. - En stuttu síðar herti meinsemdin tök sín svo hann varð að fara á sjúkrahús, 'þar sem hann andaðist eftir stutta legu. Um æviferil þessa góðvinar míns langar mig nú að fara nokkrum orðum er hann hefurkvatt þetta jarðneska líf og flutt yfir á annað tilverustig, en ég stend eftir hérna megin á bakkanum og horfi á eftir honum og öðrum vinum mínum hverjum af öðrum með söknuði. En um allt verða þau orð mín fátæklegri en ég vildi og vert væri. Þann 7. maí 1912 fæddist þeim hjónum, Ingibjörgu Ketilsdóttur og Pétri Guðmundssyni í Ófeigsfirði frumburðir þeirra. Það voru tveir drengir. Fæðing þeirra var erfið og tvísýnt um úrslit. Sækja varð lækni til Hólmavíkur og það tók langan tíma eins og samgöngum var þá háttað og símalaust. En Magnús Pétursson, sá ötuli og heppni læknir kom þó í tæka ■tíð svo konu og börnum varð bjargað. *En þar mátti ekki miklu muna. Taka varð þá með töngum og báru þeir ör eftir þá aðgerð. Strax við fæðingu voru þeir bræður svo líkir að merkja varð þá til þess að þekkja þá sundur. Báðir voru þeir gullrauðir á hár og dálítið freknóttir í andliti. í*ó þeir breyttust nokkuð með' aldri og þroska voru þeir ávallt svo líkir að gát varð að hafa á til að þekkja þá sundur, ekki síst þeir sem ekki voru daglega samvistum við þá. Sama var að segja um skaphöfn þeirra. Þeim bræðrum voru nöfn gefin. Sá er fyrr fæddist var skírður Guðmund- ur en hinn Ketill. Þar með fengu þeir nöfn feðra foreldra sinna. Báðir runnu þeir upp eins og fíflar í túni, bráðþroska og tápmiklir og öllum hugþekkir. Árin liðu. Þeir tóku fljótt virkan þátt í fjölbreyttum störfum heimilis- ins. Alla barnafræðslu sína fengu þeir hjá móður sinni og svo var einnig um þá bræður alla, sem yngri voru, enda Ingibjörg mjög vel að sér og merk kona. Var þeim og létt um nám. Strax og Reykjaskóli tók til starfa fóru þeir þangað til framhaldsnáms. Fram úr því skildust leiðir þeirra tvíburabræðranna, sem ávallt voru mjög samrýmdir. Ketill hélt að heim- an og gerðist sjómaður að atvinnu og aflaði sér menntunar á því sviði. Var hann fyrst háseti á togurum en síðar stýrimaður og skipstjóri á Akureyrar- togurunum. Gat hann sér þar hið besta orð fyrir afburða dugnað og mannkosti. Hann kvæntist á Akureyri og átti einn son. Hann er nú látinn fyrir nokkrum árum. En Guðmundur varð eftir heima og vann að bústörfunum, enda þess full þörf þar sem svo margt var umleikis á mestu hlunnindajörð sinnar sveitar og þó víðar væri leitað. í fyrstu vann hann á búi foreldra sinna, en stofnaði síðar sitt eigið heimili og bjó á litlum hluta jarðarinnar, sem hann festi kaup á, þar til hann hætti búskap. Ég hefi hér oft nefnt nöfn þeirra tvíburabræðranna saman. Ber það til, að vart er hægt að minnast annars án þess báðir komi í hug þeim sem kynntust þeim báðum. Svo sam- stæðir voru þeir um gerð og mann- kosti. Guðmundur gekk að eiga Elínu Guðmundsdóttur frá Bæ. Elín var nokkru yngri en Guðmundur. Hún kom í Öfeigsfjörð á barnsaldri til þeirra hjóna, Ingibjargar og Péturs, þegar heimili foreldra hennar leystist upp og faðir hennar dó um aldur fram frá mörgum börnum, sumum ungum. Elín varð myndarleg og tápmikil stúlka. Hugir þeirra Elínar og Guð- mundar féllu saman og þau bundust ástarböndum, sem fæddi af sér tví- burasysturnar, Báru og Sjöfn, áður en þau gengu í hjónaband. Um sólstöðurnar 1942 var mikið um að vera í Ófeigsfirði. Þrenn pör voru þá gefin saman í hjónaband. Þau voru Sigríður Guðmundsdóttir í Ófeigsfirði og Sveinbjörn Guð- mundsson frá Þorfinnstöðum í Ön- undarfirði, Guðmundur Guðmunds- son bóndi á Melum, systursonur Sig- ríðar, og Ragnheiður Jónsdóttir frá Broddadalsá og Guðmundur Péturs- son, sá sem hér er minnst og Elín Guðmundsdóttir. Það var stór og eftirminnileg stund þegar þessi frændsystkini voru gefin saman í heilagt hjónaband í heimahúsum föð- ur og afa þeirra þriggja, Sigríðar og Guðmundanna, að viðstöddu miklu fjölmenni sveitunga þeirra, ættingja og vina nær og fjær, við mikinn mannfagnað og veislukost, sem sómt hefði stórhöfðingjum. Þó gamla húsið í Ófeigsfirði væri stórt og sátt og samlyndi einkenndi heimilislífið í Ófeigsfirði, varð of þröngt um þrjár fjölskyldur þar þegar fjölgaði í fjölskyldu þeirra Guð- mundar og Elínar. Réðust þau þá í að byggja nýtt og vandað íbúðarhús skammt frá gamla húsinu, sem byggt var eftir húsbrunann 1914, og var eitthvert stærsta og vandaðasta íbúð- arhús sinnar samtíðar á sveitabæ , og stendur enn með mikilli reisn. Eins og áður sagði átti Guðmundur ekki nema lítinn hluta jarðarinnar, eða ‘/«part hennar, og hlunnindahlut- ur hans framanaf heldur smár. Safn- aðist þeim því ekki auður, en fjöl- skyldan stækkaði svo nokkurs þurfti við. Þau hjónin eignuðust 8 börn, fimm syni og þrjár dætur. Þau eru: Bára, fædd 16/9 1937, Sjöfn fædd sama ár og dag, Pétur, fæddur 23/6 1944, Ingibjörg, fædd 30/6 1946, Guð- mundur, fæddur 3/6 1950, dáinn 4/10 1965. Torfi, fæddur 23/1 1952, Ásgeir fæddur 20/12 1954 og Böðvar fæddur 30/10 1963. Eru 7 þeirra á lífi og afkomendur þeirra orðnir 40. Ófeigsfjörður er stór og gagnauðug bújörð. Hlunnindi eru þar mikil og fjölbreytt, s.s. æðarvarp mikið og selveiði, trjáreki óþrjótandi á langri strandlengju og margt annað nýtilegt ber þar að landi. En erfitt er til túnræktar þar heimavið, en slægju- lönd góð og útibeit á vetrum, að ótöldu fossaflinu í fallvötnum jarðar- innar, sem er eitt hið mesta í Vest- fjarðarkjálkanum. Til að nýta þessi miklu hlunnindi þurfti mannafla og dugnað. Þar við bættist erfiðir að- drættir til heimilis og búrekstrar, sem allir urðu að fara fram sjóleiðina á bátum. Allt var þetta erfitt og fólkinu fækkaði. Börnunum þurfti að koma til náms og fram úr því urðu þau meira að heiman. Það fór því að verða erfitt að standa undir öllu því sem þessi stóra og gagnmikla jörð bjó yfir. Einkum þyngdist róðurinn eftir skyndilegt fráfall Sveinbjarnar manns Sigríðar 1955. Börn Guðmundar voru heldur ekki reiðubúin að festa sig við búskap á þessu stórbýli og ættaróðali sínu. Því fóru að verða blikur á lofti og úr vöndu að ráða. Það fór að verða erfitt að standa frammi fyrir þessum vanda. Ræturnar til ættaróðalsins og sveitarinnar var erfitt að slíta. En þó kom að þeirri þungbæru ákvörðun að gefa upp bú og byggð og hverfa á vit annarra lífsmöguleika og lífshátta. Sumarið 1965 var það ákveðið að allar fjölskyldurnar, sem þarna höfðu lifað við rausn og myndarskap og löngum veitt forustu í málum sveitar sinnar, ákváðu að taka upp bú sín og flytjast burtu frá öllu sínu og skilja jörðina eftir sem eyðibyggð. í fyrsta áfanga fluttust þau Guð- mundur og Elín með sína fjölskyldu til Bolungarvíkur og voru þar í sjö ár. áður en þau fluttu suður. En gömlu hjónin Pétur og Ingibjörg ásamt Sig- ríði fluttu til Reykjavíkur. Fór hér sem oftar að „sem hafið gleypir höfuðstaðurinn alla". Það var mikil örlagastund þegar allt þetta góða og menningarlega fólk yfirgaf höfuðból sitt og heimabyggð, ekki einungis fyrir það sjálft, heldur einnig fyrir byggðina og þá sem eftir sátu. Það segir enginn hverjar tilfinn- ingar þessa fólks voru, þar verður hver og einn að ráða af líkum. Það bar ekki á torg og talaði fátt um. En alllr vissu að þar voru þung örlagaspor stigin. Ofan á þann sársauka bættist það, að stuttu áður en heimilið var yfirgefið varð Guðmundur sonur þeirra hjóna, 15 ára efnispiltur og hugljúfur, eins og hann átti kyn til, fyrir slysi á heimaslóðum og bcið bana. Síðasta athöfn þess, áður en heimilið yrði yfirgefið, var að fylgja jarðneskum leifum hans til grafar í kirkjugarði sinnar heimasveitar. Það var þungbær raun ofan á annað. En engin æðruorð voru sögð. Örlögunum var tekið með þögulli ró, á yfirborð- inu. En þessir atburðir urðu einnig öðrum erfiðir. Það var sárt að sjá á bak öllu þcssu góða fólki, sem ávallt hafði borið upp hróður sveitar sinnar með reisu og sóma. Þetta var allt svo kvikusárt, aö menn veigruðu sér við að ræða það, og svo hefur verið æ síðan. Engu varð um þokað. Ég sagði í upphafi þessarra orða minna: „Vinur minn Guðmundur" og það í fyllstu meiningu. Allt frá því ég kom í Ófeigsfjörö til dvalar, 16 ára gamall, á heimili afa hans, Guð- mundar Péturssonar og Sigríðar dótt- ur hans, tókst innileg vinátta milli mín og þeirra tvíburabræðranna, Guðmundar og Ketils. Sú vinátta hélst með sama hætti öll þau 6 ár, sem ég dvaldi í Ófeigsfirði. Óg sú vinátta hefur enst mér ævilangt upp frá því, þó hún hafi breytt um svip eftir að leiðir okkur skildu og hver fór að sýsla við sitt lífs starf þar sem vík varð milli vina. Þeir bræður voru 7 árum yngri en ég, en það breytti engu um það að þeir löðuðust að mér og ég að þeim. Þeir auðsýndu mér strax barns- lega vináttu og hlýleik, sem mér var mikils virði. Þeir voru einstakir gæða drengir, hlýir og drenglundaðir í öllum háttum sínum og alla tíð dreng- skaparmenn fram í fingurgóma, eins og stundum er sagt. Við áttum leiki og störf saman og þar bar aldrei útaf þó stundum yrði ég, kannski, helst til harðleikinn í leik okkar og átökum þegar mér fór að aukast þróttur og þurfti að neyta þess svo sem títt er um unglinga, sem eru að vaxa. Það var mikilsvert að kynnast þessum góðu drengjum og vera samvistum við þá, og gott að eiga minningar um það. Ég var ekki einn um vináttu þeirra því þeir voru öllum ljúfir og kærir, sem voru þeim samtíða og kynntust þeim nokkuð. Upp frá því hlakkaði ég ávallt til að koma í Ófeigsfjörð. Þar stóðu ávallt vinir í varpa að fagna mér og bjóða mig velkominn í bæinn. Fyrir það er ég þakklátur því fólki öllu. En ég var ekki einn um að njóta þess, svo var og um aðra. Þó Guðmundur tranaði sér ekki fram gat ekki hjá því farið, aö honum væru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit sína og samfélag. Þau leysti hann af þeirri prúðmennsku, sem honum var í blóð borin, og af sam- viskusemi. Hann var kosinn í hrepps- nefnd 1954 og sat í henni óslitið þar til hann flutti burtu. Hann var í stjórn Lestrarfélags Árneshrepps 22 ár og lengi formaður þess. Formaður Ung- mennafélagsins var hann um árabil, endurskoðandi Kaupfélags Stranda- manna um langt skeið og í stjórn þess síðasta ár háns heima og þá formaður stjórnar þess. Allt sýnir þetta hvert traust var til hans borið af samferöa- mönnum hans. Hann lét ekki mikið á sér bera, en var farsæll og dreng- lundaður maður, senr allsstaðár vildi láta gott af sér leiða. Eftir að Guðmundur flutti suður átti hann heima í Kópavogi. Stundaði þar ýmsa vinnu eftir því sem til féll. Var m.a. á sanddæluskipinu Sandey um skeið. En á hverju vori hélt hann heim í Ófeigsfjörð með fjölskyldu sína að nýta hlunnindi jarðarinnar, eftir því sem föng voru á, og njóta unaðar æskustöðvanna. Naut hann þar aðstoðar Péturs sonar síns, sem orðinn var aðaleigandi Ófeigsfjaðrar með öllum sínum hlunnindum, sem áður voru í margra eign. Þó Ófeigs- fjörður sé afskekkt í sveit settur og næstum veglaust þangað, þá kom það ekki í veg fyrir að á sumrin var jafnan mannmargt í Ófeigsfirði. Ættingjar og vinir sóttu mjög á heimaslóðir og undu sér vel. Ókunnugir lögðu einnig þangað leið sína og nutu þar góðrar gestrisni. Menn fýsti að sjá þetta forna höfuðból og gullkistu, sem þó var ekki opnuð nema með ærinni fyrirhöfn. Þar í liggur gildi hennar. Guðmundur er nú horfinn sjónum ástvina sinna og annarra, sem áttu með honum samleið. Allir sem kynnt- ust honum minnast hans sem góðs drengs og vinar. Það ber að þakka. Með þessum minningarorðum um hann látinn færi ég honum hinstu kveðju mína og þakkir fyrir rnikils- verða vináttu, sem hófst á unglings- árum okkar við fyrstu kynni og aldrei rofnaði. Fari hann í friði. Friðurguðs hann blessi á nýrri vegferð hans. Hafi hann þökk fyrir það allt. Elínu vinkonu minni, börnum þeirra og öðrum ættingjum og vinum sendi ég innilega samúðarkveöju mína, konu minnar og annarra vina á heimaslóðum hans og þeirra. Guðmundur P. Valgeirsson Brother prjónavél Til sölu ónotuð Brother prjónavél HK 840 4ra lita. Selst á hálfvirði. Upplýsingar í síma 73232. Ríkisendurskoðun óskar að ráða til starfa viðskiptafræðing eða löggiltan endurskoðanda. Maður með góða starfsreynslu í bókhaldi kemur einnig til greina. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar ríkis- endurskoðun, Laugaveg 105, fyrir 12. nóvember n.k. Frá menntamálaráðuneytinu: Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi vantar kennara frá næstu áramótum. Um er að ræða fulla kennslu í hverri af eftirtöldum kennslugreinum: Eðlisfræði, ensku, stærð- fræði og tölvufræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 1. desember. Menntamálaráðuneytið Vantar mann eða konu til vinnu á kjúklingabúi. Samviskusöm og þurfa að geta unnið sjálfstætt. Upplýsingar í síma 99-6053 og 99-6051. t Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar, Ólafar Jónsdóttur Egilsstöðum Unnur Jónsdóttir Pétur Jónsson t Sæmundur Sæmundsson frá Heiði á Langanesi, siðast bóndi i Keldnakoti i Stokkseyrarhreppi verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju föstudaginn 8. nóvember kl. 14.00 Vandamenn A Bflbeltin jf* hafabjargað yx*OAR

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.