NT

Ulloq

NT - 24.11.1985, Qupperneq 6

NT - 24.11.1985, Qupperneq 6
6 Sunnudagur 24. september NT Sögur og Ijóð eftir Ástu Sigurðardóttur: r „...hún er séráparti sem rithöfundur,“ segir Kolbeinn Þorsteinsson hjá Máli og menningu í samtali við NT ■ „Hún var búin að fá útgefanda að henni, en líklega hefur hún ekki verið ánægð með hana og hent henni,“ segir Kolbeinn en bætir því við að svona sé nú lífið einu sinni þótt það væri auðvitað óumræðilegur fengur að hafa skáld- sögu upp á 300 síður eftir Ástu í höndunum. NT-mynd: Árni Bjarna Ásta Sigurðardóttir. Rithöfundur og myndlistarmaður. Hún skrifaði smásögur, magnaðar sögur, fullar af andstæðum, litum, sönnum og sterk- umi tilfinningum. Árið 1961 kom út eftir hana smá- sagnasafn sem bar nafnið Sunnu- dagskvöld til mánudagsmorguns, bók sem er löngu horfin af markaði. Sögurnar höfðu flestar birst áður í tímaritum og margar vakið gífurlega athygli því í þeim lýsir Ásta lífi utangarðsfólks og annarra umkomu- leysingja og setur sig í spor þeirra, og ögrandi hreinskilnin og hispurleysið í frásögninni hafa vafalítið hneykslað margan góðborgarann. En menn drukku sögurnar í sig og þegar ég komst sjálf í þær 17 ára gömul fannst mér ég hafa komist yfir leynilegan fjársjóð, því bókin varþá löngu, löngu uppseld. En í liðinni viku kom út bók hjá Máli og menningu, með smásögum, Ijóð- um og dúkristum eftir Ástu. Þar er að finna allar sögurnar sem birtust í Sunnudagskvöldi til mánudags- morguns en líka margar áður óbirtar sögur og Ijóð. Óumræðilegur fengur fyrir aðdáendur Ástu en ekki síst fengur fyrir þá sem aldrei hafa lesið neitt eftir hana. Kolbeinn Þorsteinsson, starfsmað- ur hjá Máli og menningu og eitt barna Ástu, sá ásamt fleirum um útgáfu bókarinnar sem ber yfirskriftina Sög- ur og Ijóð. Á blaðamannafundi í vikunni þegar hann kynnti bókina ásamt Þóri Jökli bróður sínum og Silju Aðalsteinsdóttur hjá Máli og menningu gat ég - aðdáandi Ástu - ■ Spilin eru mögnuð eins og sjá má á myndinni sem Róbert Ijósmyndari tók af hluta spilanna. ekki hamið löngun mína til að ræða við þá bræður. Og Kolbeinn féllst loks á að koma í viðtal, Þórir Jökull var farinn aftur í sveitina. Síðdegis hitt- umst við svo heima hjá Kolbeini í vesturbænum. Kolbeinn hafði lagað þetta dýrindis kaffi og var örlátur á það. „Það var í byrjun september að ákveðið var að Mál og menning gæfi út bók með áður óbirtu efni mömmu. Við Árni Einarsson framkvæmdastjóri Máls og menningar höfðum farið niðrá handritadeild Landsbókasafns- ins þar sem ég ætlaði að sýna honum spil sem mamma gerði, og við syst- kinin höfðum mikinn hug á að fullgera og gefa út. En hann fékk eðlilega meiri áhuga á óbirtum sögum eftir hana sem voru líka varðveittar þar, því Mál og menning er auðvitað bókaforlag. Vinnslan á bókinni var strax sett i gang, fyrst var meira að segja stefnt að því að hún kæmi út 15. október sem var óðs manns æði. Bókin kom í verslanir núna í vikunni, en við fengum raunar fyrstu eintökin í hendurnar laugardaginn 16. nóv- ember." Og þú hannaðir bókina? „Ja, við Silja gerðum það eiginlega saman. Ég hafði aldrei fengist við svona áður en ég hafði strax ákveðn- ar hugmyndir um hvernig bókin ætti að jíta út. Ég spurði Silju nú að því hvers vegna hún hefði sett það inn í bókina að ég hefði hannað hana, hvort hún væri að slá einhvern varnagla með því, en hún sagði að svo væri ekki. Ég vil ekki eigna mér neinn heiður af

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.