NT - 24.11.1985, Side 8
8 Sunnudagur 24. september NT
Á KROSSGOTUM
Gluggað í skýrslu sem Ragnar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips,
flutti á hluthafafundi félagsins í febrúar 1985, er hlutafé félagsins var aukið um 80 milljónir.
Málað yfir nafn Hafskips sl. miðvikudag. „Á meðan við trúum á gildi
einkaframtaks og samkeppni, lifir Hafskip hf.“ NT-mynd: Róbert
Stjórn Sambandsins ræddi þessi
mál sl. miðvikudag og samkvæmt
heimildum NT þá var augljóst að
sumir stjórnarmenn voru lítt hrifnir af
að fara til samstarfs við Hafskips-
menn og gera þessa tilraun, það
jafnvel þó hún kynni að reynast
Sambandinu hagkvæm. Samt var
ákveðið að kanna málin til hlítar,
enda upplýsingar sem fyrir lágu mjög
hráar og ýmis atriði enn í þoku.
Kjarni málsins er sá að Sambandið
óttast það ástand sem gæti skapast
ef Eimskip fær skip og viðskipta-
sambönd Hafskips. Þá væri Eimskip
komið með 80% af öllum siglingum
og hefði um 20-30% betri aðstöðu
með þessa miklu flutningamöguleika,
en Skipadeild Sambandsins. Menn
óttast að Eimskip myndi snarlækka
farmgjöld þannig að Skipadeildin yrði
ekki samkeppnisfær.
„Það er enginn spenntur að taka
upp samstarf við þessa menn, en
hinsvegar verður Sambandið að
horfa til framtíðarinnar og skoða
þann möguleika að hætta sé á að
hlutdeild Samvinnumanna í skipa-
rekstri verði sett út á gaddinn
sagði stjórnarmaður Sambandsins í
samtali við NT.
Þegar þetta er skrifað er enn mjög
óljóst hvort Sambandið gengur til
samstarfs við íslenska skipafélagið
og stofnað verði nýtt skipafélag sem
er samkeppnisfært við Eimskip. Mun
stjórn Sambandsins líklega koma
aftur saman eftir hádegi í dag og
gætu málin þá skýrst.
Verði niðurstaðan sú að ganga til
samstarfs við Hafskip er næsta víst
að sú ákvörðun eigi eftir að vera mjög
umdeild meðal Samvinnumanna.
Eða einsog einn kaupfélagsstjóri
sagði við NT. „Það er ísfilmlykt af
þessu.“
Horft til ögrandi
viðfangsefna
og stækkandi möguleika
Hvernig skyldi svo samstarf Sam-
bandsins og Hafskips þróast, ef af
því yrði? Má búast við hnútuköstum
á borð við ummæli Ragnars á stjórn-
arfundinum fyrir 9 mánuðum, eða
skipta menn um skoðun jafn auðveld-
lega og skipt er um nöfn á gjaldþrota
hlutafélögum?
Öruggt má telja að ef af samstarf-
inu verður,þá verða margirfyrirvarar
bókaðir þegar og ef gengið verður frá
samstarti þessara aöila. Er víst að í
því samkomulagi verður nákvæm-
lega tilgreint hvert hlutverk og
starfssvið hvers og eins verður.
Tveir samstarfsmöguleikar hafa
komið upp á borð í þeim viðræðum
sem átt hafa sér stað. Annarsvegar
hugmyndin um að stofna eitt skipafé-
lag með 60% eignarhluta Sambands-
ins og 40% eignarhluta Hafskips-
Rekstraraætlun 1985
byggdá
s vartsýnisforsendum
gerir rád fyrir goðum
hagnadi hjá Hafskip.
Samvinnuhreyfingin i
filabeinsturni
valdahrokans með
óþrjótandi
millifærslumöguleika á
vinstri hönd.
Samvinnuhreyfingin í
skjóli
millifærslumöguleika
drepur af sér hvert
fyrirtækið af öðru a
landsbyggðinni.
Hvergi i hinum vestræna
heimi, annars staðaren á
Islandi mundi
óskapnaður eins og
Sambandsveldið i heild
sinni iiðast
A meðan við truum á gildi
einkaframtaks og
samkeppni, lifir Hafskip
hf.
Hvað gerðist í vikunni?
STIKLAÐ ASTORll IHAFSKIPSMALINU
Á krossgötum nefnist skýrsla
stjórnar Hafskips, sem Ragnar
Kjartansson, stjórnarformaður
félagsins, flutti á hluthafafundi 9.
febrúar 1985, þegar ákveðið var að
auka hlutafé félagsins um 80 milljónir
króna. NT hefur þessa skýrslu undir
höndum, en tilgangur skýrslunnar er
auðsjáanlega sá að sannfæra hlut-
hafa um að fyrirtækið eigi bjarta
framtíð fyrir höndum og að allt sé í
sómanum á þeim bæ.
Nú þegar Hafskip stendur á þeim
krossgötum að flestar dyr virðast
þeim lokaðar, nema ef vera skyldi
hliðið á höll sjálfs myrkrahöfðingjans,
ef taka á ummæli Ragnars um Sam-
bandið í skýrslunni alvarlega, hljóma
ýmis ummæli hennar sérkennilega.
í skýrslunni segir að meginniður-
stöður rekstraráætlana fyrir árið 1985
geri ráð fýrir góðum hagnaði af rekstri
fyrirtækisins í heild. Þá er reiknað
með að rekstrarjafnvægi náist í hinu
hefðbundna íslandsstarfi, en dótlur-
fyrirtækin erlendis og Trans-Atlantik
siglingarnar skili hagnaði og velta
félagsins a.m.k. tvöfaldist í alvöru-
mynt talið.
„Hér er að sjálfsögðu um áætlanir
að ræða, gerðar með eins trúverðug-
um hætti og tök eru á og að öðru jöfnu
byggðar á svartsýnisforsendum."
Mjög svipaður tónn mun hafa verið
sleginn í skýrslu, sem skömmu áður
var lögð fyrir bankastjórn Útvegs-
bankans, um afkomuhorfur fyrir 1984
og rekstraráætlun fyrir 1985.
Óskapnaður í
fílabeinsturni
valdahrokans
Þó nokkru púðri er í skýrslunni eytt
á Sambandið, sama Samband og nú
er verið að leita samstarfs við. Nokkur
dæmi skulu hér nefnd:
„...Samvinnuhreyfingin í fílabeins-
turni valdahrokans með óþrjótandi
millifærslumöguleika á vinstri hönd.“
„Telst það eðlileg samkeppni, þeg-
ar Samvinnuhreyfingin í skjóli milli-
fræslumöguleika drepur af sér hvert
fyrirtækið af öðru á landsbyggðinni?
Hvergi í hinum vestræna heimi,
annars staðar en á íslandi mundi
óskapnaður einsog Sambandsveldið
í heild sinni líðast."
Á óskapnaðurinn að
hysja buxurnar
upp um íhaldið?
Þessarar spurningar spyrja margir
innan Sambandsins nú. „Hvers-
vegna átti Samvinnuhreyfingin að
hysja buxurnar upp um þessa íhalds-
menn, sem hafa barið einna mest á
okkur?" er haft eftir einum kaupfé-
lagsstjóra utan af landi, en þeir þing-
uðu sín á milli í Reykjavík fyrir
helgina. Samvinnuhreyfingin hefur
átt við erfiðleika að stríða á undan-
förnum árum og mörg kaupfélaganna
verið rekin með tapi.
■ Fjármálafimleikar er íslenskt ný-
yrði sem til varð í vikunni vegna hinna
margvislegu tiifæringa, sem átt hafa
sórstað í Hafskipsmálinu svokallaða.
Hafskip, sem komið var að fótum
fram um síðustu helgi, svo ekki sé
tekið dýpra í árinni, fjölgaði sér með
„frumuskiptingu" í upphafi vikunnar
rétt áður en félagið fékk heimild til
þriggja mánaða greiðslustöðvunar.
Stjórn Hafskips stofnaði nýtt hluta-
félag, (slenska skipafélagið, sem
einnig er stjórnað að miklu leyti af
stjórn Hafskips, en með þvi tókst
þeim að forðast kyrrsetningu skipa
sinna í erlendum höfnum að kröfu
þarlendra lánardrottna. Þar sem skip
Hafskips eru nú skráð í eigu Islenska
skipafélagsins höfðu kröfuhafar Haf-
skips ekki að neinu að ganga.
Sagt er að hið (slenska skipafélag
hafi keypt íslandssiglingar Hafskips
á 625 milljónir króna, en kaupin
gerðust þannig að eignir og skuldir
voru yfirfærðar á nafn hins nýja
félags, án þess að neitt nýtt fé kæmi
þar inn. (hlutafé 1 milljón). Lögfróðir
menn velta því nú fyrir sér hvort þessi
kaup séu í alla staði lögleg.
Af Hafskip er þá eftir Atlantshafs-
siglingarnar, sem að sögn forstjórans
hafa á síðustu tveimur árum verið
reknar með um 200 milljón króna tapi
og fyrirsjáanlegt er að niðurlagning
þessara siglinga veldur allt að 100
milljón króna tapi í viðbót. Óþarfi er
að fjölyrða um að margir telja þessar
tölur vera eitthvað hærri.
Skuldir Hafskips í sinni núverandi
mynd nema því einum 300 milljónum
í það minnsta. Þegar NT spurði
bankaráðsmann Útvegsbankans að
þvi í vikunni hvaö yrði um Atlants-
hafsdeildina, þ.e. núverandi Hafskip,
sagði hann að ef hægt væri að selja
eitthvað úr henni yrði það gert, en að
í öllu falli yrði Hafskip lagt niður og
dæmið gert upp. Fáir vita útkomuna
úr því dæmi enn sem komið er, en
Ijóst er að lánardrottnar koma til með
að tapa miklu fé, enda fyrirtækið
eignalaust að kalla. Útvegsbanki Is-
lands er einn þeirra aðila sem mun
tapa á viðskiptum sínum við það sem
eftir er af Hafskip, en spurningin er
hversu marga tugi eða hundruð mill-
jóna þar er um að ræða.
islenska skipafélagið hins vegar er
betri von fyrir Útvegsbankann og
raunar „Hafskipsmenn" líka. Það yfir-
tók skuldir Hafskips við Útvegsbank-
ann upp á 625 milljónir króna og fékk
í staðinn eignir upp á einhvern fjölda
milljóna - þ.e. fslandssiglingar
Hafskips. Nákvæmlega hversu verð-
miklar þessar eignir eru veltur á mati
hvers og eins, en vitað er að Eimskip
mat þær á 430 milljónir.
Það fannst Útvegsbankanum og
Islenska skipafélaginu þó varla nóg
og Sambandið kemur inn í myndina
sem hugsanlegur bjargvættur út úr
ógöngunum. Meti Sambandið eignir
Islenska skipafélagsins mun hærra
en Eimskip gerði, er það vissuleaa
gleðiefni fyrir Útvegsbankann og ls-
lenska skipafélagið. Geri þeir það
ekki er athugandi að snúa sér að
Eimskip aftur. Þegar þessar linur eru
ritaðar hefur ekki skýrst hvað verður
um samvinnu íslenska skipafélags-
ins og SÍS, en möguleikar þess
dæmis eru reifaðir annarsstaðar hér
á síðunni.
B.G.
manna. Hinn möguleikinn er að sam-
eiginleg flutningamiðlun verði
stofnuð, en skipafélögin tvö starfi
sjálfstætt.
„Horft til ögrandi viðfangsefna og
stækkandi möguleika," sagði Ragnar
Kjartansson á stjórnarfundinum í
febrúar. Tæpast átti hann þar við
sameiningu Hafskips og Sambands-
ins. Nei, Ragnar og Hafskip stóðu þá
á krossgötum og voru að hvetja
menn til að auka hlutafé félagsins um
80 milljónir, sem tókst.
I skýrslunni segir að nettóhagnað-
ur eftir afskriftir og fjármagnskostnað
hafi numið 84 milljónum á núvirði á
árabilinu 1979-1983. Þá segir að
rekstur félagsins hafi gengið bæri-
lega á árunum 1982 og 1983 og
rekstrarhagnaði verið skilað, jafn-
framt sem sótt var á ný mið og fram
eftir árinu 1984 var félagið rekið með
sæmilegu rekstrarjafnvægi, en þegar
dró á síðari hluta ársins, hrönnuðust
óveðursský á lofti sem hendi væri
veifað og gerðu að engu áætlaða
20-30 milljón kr. jákvæða rekstrar-
afkomu á árinu. Því bendir flest til að
tap félagsins hafi á árinu verið 50-60
milljónir kr.
Það sem þó hamlaði gegn enn
frekari rekstrartapi á árinu, sam-
kvæmt skýrslunni, „er sú staðreynd,
að erlenda tekjuöflunin er farin að
skila sér, þótt hún komi aðallega til
síðustu mánuði ársins."
Annarsstaðar í skýrslunni segir að
í rekstraráætlun árins 1985 sé reikn-
að með tvö- til þreföldunar á veltu
félagsins og áhugaverðum hagnaði
vegna Atlantshafs-siglinga Hafskips.
Þá segir að Björgúlfur Guðmunds-
son, ásamt vaskri sveit, hafi haft um
þetta verkefni, forystu og unnið
brautryðjendastarf, sem hvorttveggja
geti átt þátt í að treysta félagið í sessi
og flýtt fyrir þeirri þróun, að Islending-
ar taki aukinn þátt í alþjóðlegum
siglingum- sjálf siglingaþjóðin.
Sérstaða Hafskips
Þetta var tónninn hjá þeim Haf-
skipsmönnum í febrúar í ár. Mjög
líklegt er að áætlanir þær sem Út-
vegsbankinn fékk hjá fyrirtækinu hafi
verið á svipuðum nótum. Hvort hér er
um vísvitandi fölsun að ræða eða að
mennirnir hafi einfaldlega ekki vitað
betur, skal ekki lagður á dómur hér,
en á 24. síðu skýrslunnar, sem
jafnframt er lokasíða hennar, segir,
að Hafskip verði að skapa sér sér-
stöðu. Óneitanlega hefur félaginu
tekist það.
Að endingu skulu svo birt hér
lokaorð skýrslunnar:
„Á krossgötum stóraukins starfs
og nýrra möguleika stendur ekki til að
gefast upp. Tuttugu og sjö ára upp-
byggingarstarfi verður haldið áfram.
Á meðan við trúum á gildi einkafram-
taks og samkeppni, lifir Hafskip hf.“
Hafskip var lagt niður í vikunni sem
leið.
Sáf.