NT - 24.11.1985, Blaðsíða 14
1 8 Sunnudagur 24. september NT
AÐSEGJAEKK
Hinn dularfulli hnúskur
vissi hvar það var niðurkomið uns
fornbókasalinn Malcolm McSpear,
hæglátur maður í Winchester í sunn-
anverðu Englandi, fann það fyrir
tilviljun síðla árs 1896 inní hollenskri
kortabók sem gefin hafði verið út í
Antwerpen árið 1599, en komist í
hendurnar á McSpear úr dánarbúi
stórjarðeigandans sir Geofrey Stan
Wimbledon er hafði andast í hárri elli
á heilsuhælinu „Lindin" í svissnesku
Ölpunum og ekki skilið eftir sig neina
erfingja.
Þannig hafði verið gengiðfrá korta-
bókinni að miðjan var skorin burt
(sennilega með hvössu eggjárni) úr
18 landabréfum af nýja heiminum og
æxlið falið í gatinu sem þannig varð
til. Umrætt æxli var nú orðið heldur
þurrt og rykfallið og hafði skroppið
töluvert saman frá þeim tíma er
deilurnar stóðu sem hæst út af því;
var nú orðið einna áþekkast skorpinni
rúsínu, dökkbrúnt og stökkt í sér
• (McSpear molaði óvart úr því nokkur
korn), en þegar dr. Schupp, sem áður
hefur verið minnst á, tók það til
rannsóknar hafði það verið Ijósrautt
og meyrt, 3,3 cm í þvermál og 2,8 cm
að þykkt skv. endurteknum mæling-
um færustu vísindamanna þeirra
tíma.
En virtir þýskir fræðimenn rannsök-
uðu það nú af stakri nákvæmni og
gátu borið kennsl á það eftir þrotlaus-
ar athuganir í fjóra mánuði, enda
hafði vísindunum fleygt fram. Æxlið
var svo slegið þýska ríkinu á
ógleymanlegu uppboði hjá Sotheby í
Lundúnum þann 16. nóvember 1897
fyrir 16.400 sterlingspund.
Þrátt fyrir að þetta væri svimandi
upphæð voru þýska ríkisstjórnin og
kanslarinn, að ógleymdum keisaran-
um á einu máli um, - og höfðu í því
efni dyggan stuðning hinnar samein-
uðu þýsku þjóðar, - að allt væri
leggjandi í sölurnar fyrir hið horfna
sameiningartákn og því buðu hinir
þýsku umboðsmenn, Gunter von
Grachtheim og séra Lothar Schull,
miskunnarlaust yfir öll yfirboð banda-
ríska járnbrautakóngsins Herberts
Splintham sem líka girntist hið fræga
æxli og hafði stofnað um það fríkirkju
í Kentucky.
Splintham gekk sótrauður af bræði
útaf uppboðinu og strunsaði um borð
í hið mikilfenglega farþegaskip
Queen Victoria með þeim orðum að
aldrei framar skyldi hann stíga fæti á
Evrópu.
Eftir sólarhringssiglingu í ágætis
veðri var geðofsa járnbrautakóngsins
farið að lægja; hann sást reika hrygg-
ur um skipið og horfa fullur saknaðar
á sólarlagið. Það var á sjötta degi
siglingarinnar sem brotsjór reið yfir
skipið og olli gífurlegri eyðileggingu.
Mesta mildi var að enginn týndi lífi en
slys urðu nokkur á mönnum við
höggið; skipslæknirinn rotaðist og
gat því ekki komið til hjálpar Herberti
Splintham sem lá fótbrotinn inná sal-
erni. Þetta var Ijótt opið brot og
opnaðist enn meir þegar hann fór að
reyna að skríða.
Hinum miklu kvölum fótbrotsins
fylgdi sérstæð trúarleg reynsla sem
Splintham stofnaði síðar tímarit til að
skýra. Mér fannst, hefur hann sagt,
sem mér vitraðist þar sem ég lá
þarna, öll saga mannkynsins í
hnotskurn, allar þrautir manna, vonir
þeirra og vonbrigði, allt líf sem lifað
hafði verið á þessari plánetu var eins
og einn ægivoldugur hljómur í höfði
mínu þar sem ég lá fótbrotinn inná
klói.
Splintham kom breyttur maður úr
þessari Evrópuför og var eftir þetta
kallaður Herbert góði. Hann gaf öll
sín auðæfi til fátæklinga og lagðist í
flakk með umrenningum og heittrú-
armönnum, var haltur alla ævi.
En Splintham söfnuðurinn klofnaði
vegna mismunandi afstöðu til um-
breytinga leiðtogans. Þeir voru margir
sem voru gramir járnbrautakónginum
fyrir að hafa ekki náð í æxlið á
uppboðinu, en rök hans gegn þess-
um röddum voru á þá lund, að æxlið
sjálft væri forgengilegt, en hin ófor-
gengilega hugmynd um æxlið væri
ofar öllu. Við höfum ekki glatað
trúnni, sagði hann, þó að við höfum
ekkert áþreifanlegt tákn hennar í
höndunum.
Þetta gátu ekki allir sætt sig við og
endanlega sauð uppúr á jólasam-
kundu Splinthamsafnaðarins 1898,
þegar flokki „tventara" sem barðist
fyrir heimtingu æxlisins og var kennd-
ur við nautgripasalann John Twenty,
var vikið úr söfnuðinum. Flestir tvent-
aranna hrökkluðust úr landi vegna
óbeinna ofsókna og reka þeir nú
umfangsmikið trúboðsstarf og naut-
griparækt í Argentínu.
En af æxlinu er það að segja, að
það var flutt á hinni nýju og glæsilegu
freigátu Vilhjálmi II. yfirtil Þýskalands
og borið í land í Cuxhaven þann 26.
nóvember 1897, við hátíðlega athöfn
þar sem bárust ótal heillaóskaskeyti,
m.a. eitt frá hinni ungu samvinn-
uhreyfingu á íslandi, en bændur í
Þingeyjasýslu áttu frumkvæðið að
fjársöfnun á Norðurlandi til að standa
straum af kostnaði við sendingu
skeytisins.
Annars er rétt að vísa þeim sem
vilja fræðast frekar um þennan hátíð-
lega dag, á æviminningar séra Guð-
leifs Leósonar þrófasts að Hnausa-
völlum, en hann var þarna viðstaddur
sem ungur hnokki með föður sínum,
Leó stórkaupmanni Leóssyni, sem
verslaði lengi í Hafnarfirði en var nú
í Þýskalandi í viðskiptaerindum.