NT - 24.11.1985, Síða 15
NT Sunnudagur 24. september 19
Ef listamaður segir ekki í verki sínu
þaö sem hann vildi sagt hafa verður
tal hans um verkið aðeins vandræöa-
legt klór. Gott verk býr hinsvegar
oftast yfir þeirri listrænu bæklun sem
hvetur höfundinn til að gera því
málgælur. Slíkar gælur eru annað-
hvort misskilningur eða afbrýðisemi.
Höfundur heldur kannski að eftir
fæðingu þurfi hann að hafa verkið á
brjósti, eða hann heimtar, af hagnýt-
um ástæðum, mikið af þeirri athygli
sem verkinu ber. En það er einmitt
hin listræna bæklun sem gefur verk-
inu sjálfstætt líf. Á jaðri fullkomnunar
er lífveran næst því að tortíma sjálfri
sér og í hinni bestu listfinnum við sömu
streitu: Við höfum lesið Ijóð sem gera
Ijóð næstum óþörf og hjákátleg. Þau
sem ekki fara svo langt loga kannski
í huganum, vegna einhvers sem þau
skortir, eða segja ekki. Þau Ijóð sem
gefa lesandanum mest eru gjarnan
þannig að £au segja með því að
segja ekki. A sama hátt gefur höfund-
ur sennilega loknu verki sínu mest
með því að segja ekki. Verkið er það
sem hann vildi sagt hafa.
Raunverulegt líf listamannsins er
aðeins í því verki sem hann á eftir að
skapa. Hann hafnar sífellt sjálfum sér
í því sem þegar er orðið; sjáið, þar er
ekkert nema listaverkið. List er lífs-
háttur verksins.
Hverja mínútu eigin lífs verður
höfundurinn að stjaka við sjálfum sér,
hversu gjarnan sem hann vildi sig
faðmað hafa. Slíkt faðmlag er endir
listar og upphaf lífsdoða.
Hér birtist líka leitin að sönnu lífi.
Líf er afl, þessi endalausa raungerv-
ing möguleika sem við nefnum líka
þroska. Að seilast stöðugt handan
sjálfs sín er þroski. í sköpuninni eru
menn alltaf ungir, alltaf að lifa á ný og
lifa stórum. Þeir sem finna hvergi
annarsstaðar líf en í stöðugri endur-
holgdun andans eru alltaf ungir; og
eldast reyndar fljótt.
„Og gæti maður ekki bara dáið úr
tómum bata?“ var spurt; og kannski
er slíkt líf of satt til að vera gott. Er
ekki fáránlegt að fórna öllu fyrir þann
þroska sem maður aldrei nær, að
vera aidrei orðinn maður sjálfur fyrr
en við andlát? Það er jú kjánaskapur,
eins og annað sem er satt. En þannig
er hið fullkomna líf: Svo algjört að
það elur líka með sér skefjalausa
ófullkomnun.
Hvað sem virðist er það samt ekki
flótti frá sjálfinu. Það er áhlaup á
dauðann, með fegurðina að vopni.
Einhversstaðar í Mílanó
24. október 1985.
Atli Ingólfsson.
„Söngfélagið Harpa“, daginn sem það nafn var upp tekið, 16. maí 1875. Áður hafði félagið heitið „Söngfélag í
Reykjavík," stofnað 1862. Mennirnir eru, talið frá vinstri: 1) Jón á Hól, 2) Brynjólfur Þorláksson, 3) Magnús Árnason,
snikkari, 4) Moritz Halldórsson, 5) ókunnur, 6) Helgi Helgason, 7) Bjarni Þorkelsson (barn), 8) Guðmundur frá Gróttu
(barn), 9) Sigurður Waage (barn), 10) bak við Sigurð) ókunnur, 11) Guðmundur Olsen, 12) J.O.V. Jónsson, 13) Jónas
Helgason, 14) Pétur Biering, 15) Ólafur Rósenkrans, 16) Magnús Torfason, 17) Þórður á Hól, 18) ókunnur, 19) Helgi
Jónsson, 20) Benedikt Waage. (Ljósmynd: Sigfús Eymundsson).
FYRSTIÍSLENSKIKÓRINN
Nöfn eru fundin á elstu, þekktu mynd af íslenskum kór eftir fyrirspurn NT
Þann 7. júlí sl. auglýstum við hér í
blaðinu eftir nöfnum á mönnum á
mjög merkilegri mynd, sem við þá
nýlega höfðum haft uppi á. Þarna var
um að ræða fyrsta reglulega söngfé-
lagið á íslandi, söngfélag Jónasar
Helgasonar, tónskálds. Félagið var
upphaflega stofnað árið 1862, en tók
upp nýtt nafn - „Harpa“ -1875, hinn
16. maí það ár. Var myndin hér með
tekin þann dag.
Sá var þó galli á gjöf Njarðar að
engin nöfn fylgdu myndinni og báðum
við lesendur að láta vita, ef þeir
þekktu hér einhvern afa sinn. Undirrit-
aður og hr. Halldór Jónsson við
Ijósmyndadeild Þjóðminjasafnsins
lýstu sig reiðubúna að taka við upp-
lýsingum. Þetta bar þann árangur
sem hér má sjá: í dánarbúi Sigurðar
heitins Waage leyndist annað eintak
af myndinni með flestum nöfnunum
og nú birtum við þau hér.
Þetta er elsta mynd af íslenskum
kór sem til er og ekki vitað til að hún
hafi birst á prenti fyrr en NT birti hana
þann 7. júlí sl. sem fyrr segir. I sama
tölublaði er líka að finna nokkuð
ítarlega frásögn af söngfélagi Jónas-
ar og myndinni.
Atli Magnússon
Framhaldssaga eftir Jón Jónsson
„Sennilega hefur þessi hátíðar-
stund skipt fyrir mig sköpum á lífsleið-
inni,“ segir Guðleifur meðal annars,
„og þá mun hafa fæðst í brjósti mér
sú ákvörðun að gjörast prestur. Ég
man gjörla hversu séra Schull var
myndarlegur maður og við urðum
miklir vinir síðar meir og skrifuðumst
lengi á...“
Séra Guðleifur lýsir óblandinni
hrifningu barnshjartans og tærri gleði
þess áslíkri hátíðarstund meðeinkar
hugþekkum hætti. Bókin heitir Lifað í
lífsstraumi og kom út hjá bókaútgáf-
unni Hnoðrum á Súgandafirði 1951,
árið eftir að séra Guðleifur lést fyrir
aldur fram.
Eftir móttökuhátíðina í Cuxhaven
var æxlið flutt landleiðina til Witten-
berge undirfánum og vopnum prúss-
neska lándhersins. Þar var því aftur
komið fyrir í anddyri hins fornfræga
klausturs og er sagt að biskupsfrúin í
Wittenberge hafi fellt tár þegar
rammger glerkúpan (4cm þykk) var
komin yfir það þar sem það lá á
hvítum flauelspúða ofaná glænýjum
silfurstöpli, en koparstöplinum sem
steyptur hafði verið undir það á ofan-
verðri 16. öld, hafði verið komið fyrir
á Þjóðminjasafninu í Berlín.
En hinn trausti glerskjöldur og 12
manna harðsnúin lífvarðasveit með
vakandi auga á æxlinu dag og nótt,
hafa ekki getað komið í veg fyrir að
tvisvar sinnum að minnsta kosti hafa
verið gerðar alvarlegar tilraunir til að
ræna því. Árið 1919 varð að beita
hörku til að yfirbuga ungan rúmensk-
an listamann og heimspeking, anar-
kista að því er yfirvöld fullyrtu, sem
reyndi að mölva glerkúpuna með
þungri sleggju.
[ næsta skipti munaði ennþá minnu
að illa færi. Þá var dökkgrár Merc-
edes Benz, sem þrír austurrískir
gyðingar, feðgar, voru í, tekinn í
gegn vegna falskrar (að því er virtist)
vísbendingar um kókaínsmygl, af
landamæravörðum í Ölpunum
kreppuhaustið 1929. Fannst þá æxlið
sem hafði verið saumað inní bólstrað
bak framsætisins bílstjóramegin. En
þess hafði ekki verið saknað í Witt-
emberge því í staðinn hafði verið
komið fyrir eftirlíkingu sem reyndist
vera mjög haganlega útskorið lamba-
sparð, skv. niðurstöðum annálaðra
vísindamanna við vísindaaka-
demíuna í Köln.
Allir varðmennirnir sóru þess eið
að hafa verið glaðvakandi allan þann
tíma er þeir gættu æxlisins og því er
það óráðin gáta enn þann dag í dag,
hvernig skiptin hafa getað farið fram
án þess að nokkur yrði þeirra var.
Feðgarnir, sem voru þögulir eins og
gröfin, voru dæmir í 8 ára fangelsis-
vist, þar sem faðirinn lést skömmu
síðar, forhertur og vildi ekkert gefa
upp í banalegunni, en sýnir hans fóru
síðan með leyndarmálið með sér í
fjöldagröfina við Auswitz á tímum
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Þar til fyrir skemmstu hefur æxlið
haft mikiö aðdráttarafl fyrir ferða-
menn og aflað hinu þýska alþýðulýð-
veldi ( sem svo er nefnt) ómældra
gjaldeyristekna. En nú hefur aðgangur
að því verið takmarkaður og það
verið flutt frá Wittenberge, en stjórn-
völd hafa ekki viljð upplýsa hvar það
sé niðurkomið. Sögusagnir eru á
kreiki um að orsök þessa sé að
tyrkneskur hryðjuverkamaður, Mehe-
met Gursel að nafni, hafi verið hand-
tekinn á brautarstöðinni í Dresden
með fölsk vegabréf í fórum sínum,
þar sem hann var á leið til Witten-
berge, grunaður um að hafaætlað að
ræna æxlinu og myrða aðalritara
flokksins í héraðinu. Stjórnvöld hafa
vísað þessum sögusögnum á bug og
segja þær hreinan uppspuna, en áreið-
anlegar heimildir í Vestur-Berlín full-
yrða að Gursel sé nú í haldi í
Austur-Þýskalandi vegna þessa.
Því hefur einnig verið staðfastlega
neitað að ókennilegt loftfar með verur
innanborðs sem líktust einna helst
gulum svífandi deplum með langa
rana, hafi reynt að nálgast Witten-
berge á milli jóla og nýárs 1984, en
orðið frá að hverfa er orustuþotur
Varsjárbandalagsins komu á
vettvang. Þessi frásögn birtist í Vest-
ur-þýska vikublaðinu „Bild und
Drama“ og fylgdu henni ógreinilegar
en athyglisverðar Ijósmyndír sem
bandarískur ferðamaður hafði náð á
Kodak vasamyndavél að kvöldi hins
29. desember.
Hvað æxlisvillutrúna varðar þá
virðist hún hafa liðið undir lok í
Póllandi. Síðasti áhangandi hennar
sem vitað er um, mun hafa verið
sérlyndur og viðskotaillur pólskur
aðalsmaður, afkomandi Jönu von
Ztoczew í áttunda lið, sem stytti sér
aldur í einkakapellu sinni sama dag
og McSpear fann æxlið í kortabók-
inni. Þykir sumum það undarleg tilvilj-
un, og þessi atburður leiddi reyndar
af sér frjóar deilur á alþjóðaþingi
sálfræðinga í Hannover á síðasta árí
þar sem nauðhyggjusinnuðum lenti
saman við efahyggjumenn: ertil tilvilj-
un? er heimurinn vél?
í Þýskalandi hefur æxlistrúin aldrei
dáið algjörlega út, þó að starfsemi
slíkra öfgaflokka hafi nú verið bönnuð
í næstum fjórar aldir. Vitað er um
dularfulla hópa sem hittast síðdegis í
bjórkjöllurum. Eru jafnvel uppi getgát-
ur um að Mehemet Gúrsel hafi verið
leigður af einhverju slíku trúfélagi til
að ræna æxlinu, en talsmaður leyni-
samtaka æxlistrúarmanna, sem ekki
Framhald í. næsta blaöi