NT

Ulloq

NT - 24.11.1985, Qupperneq 16

NT - 24.11.1985, Qupperneq 16
Sá siður íslenskra bókaútgefenda að gefa út allar sínar bækur þremur vikum fyrir jól er orðinn álíka fastur í þjóðarvitundinni og berjaferðir að hausti og 17. júní. Ef útgefenda dytti í hug að brjóta gegn þessum sið færi hann á höfuðið með það sama, því íslendingarkaupaekki bækur nema í desember og þá einungis bækur sem koma út í þeim mánuði. Bækur eru fyrir íslendingum eins og ýsa og grænmeti og ber að neyta þeirra nýrra nema ef um sérstaka verkun er að ræða. íslendingar eru mesta bókaþjóð í heimi, allavega mesta jólabókaþjóð í heimi. Á hverju ári kemur út ein bók á 500 íbúa og allir keppast við að gefa hvor öðrum þessar bækur í jólagjöf. íslenskar bækur eru gjafabækur og útlit þeirra og innihald er ætlað að heilla aðra en koma til með að lesa þær. Tilþess aðáttasigáþví hvernig jólabókin í ár er saman sett hringdi blaðamaður í 15 bókaútgefendur og fékk uppgefið fjölda og samsetningu útgáfunnar. Síðan lagði hann höfuðið í bleyti, lagði saman og fann prósentu tölur, og útkoman varð bókin á myndinni hér fyrir ofan. Til frekari glöggvunar fylgir með efnisyfirlit bókarinnar. Hér er ekki um hávísindalega greiningu að ræða. Efnisyfirlit: bls. Barna og unglingabækur .... 1-33 Á fyrstu síðu og hálfri þeirri næstu eru íslenskar sögur ætlaðar yngstu lesendunum. Strax á eftir þeim fylgja þýddar bækur fyrir sama les- endahóp á fimmtán síðum jólabók- arinnar. Um miðja sextándu blað- síðu taka sögur ætlaðar unglingum við. Þar eru rúmar fimm blaðsíður af frumsömdum íslenskum bókum en átta blaðsíður eru lagðar undir þýddar unglingabækur. Einn þriðji jólabókarinnar í ár er ætlaður lesendum á og fyrir gelgju- skeið, enda er það svipað hlutfall og aldursskifting þjóðarinnar segir til um. Og þar af leiðandi hlutfall jólagjafa- þi ggjenda. Bækur fræðilegs eðlis.......34-42 í þessum kafla ægir ólíkum hlutum saman á átta og hálfri blaðsíðu. Sagnfræði, upplýsingar um lyf, fróð- leiksmolar um meðgöngu og fæð- ingu, mannslíkaminn í máli og myndum, sálarfræði, landafræði Is- rael o.s.frv. Ljóð........................42-48 Ljóðið deyr ekki um þessi jól. Það koma út litlu færri Ijóðabækur en íslenskar skáldsögur en sjálfsagt verður upplag þeirra eitthvað minna. Hefðbundinn kveðskapur í bland við tilraunakenndari og allir finna Ijóð við sitt hæfi á sex blaðsíðum í jólabókinni í ár. Skáldsögur..................48-71 Fyrst koma íslenskar skáldsögur á rúmum sex blaðsíðum. Þar er að finna sögur eftir marga af okkar þekktustu höfundum en fáir nýgræð- ingar kveða sér hljóðs í jólabókinni í ár. Eftir íslensku sögunum koma þýddar sögur, einkum frá Norður- löndunum og enskumælandi löndum.Um helmingur útgáfunnar á skáldsögum eru hreinar afþreying- arbókmenntir, ást og spenna. En inn á milli slæðast höfundar eins og Aristofanes, Orwell, Kemal og Már- quez. Tómstundir..................71-80 Þrátt fyrir fleiri vinnustundir en flest- ar aðrar þjóðir gefst Islendingum smá tími til tómstundaiðkana. Á þessum níu síðum í jólabókinni er farið víða, fótbolti, lófalestur, þurr- blómaskreytingar, hestar og hesta- mennska, spil og kaplar og fleirí atriði fá sína umfjöllun. Þjóðlegur fróðleikur........81-86 Sögur og sagnir úr hinum ýmsum byggðum þessa lands. Alþýðuspek- ingar og menn menntaðir í fræðun- um hleypa pennanum á skeið og fræða lesendur um þjóðsagnir, bú- sýslu og verkhætti frá fyrri tímum. Horft með tölfræðilegri markvissu á Hið íslenska jólabókaflóð

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.