NT - 24.11.1985, Síða 18
wcirtVoet: • i.''
22 Sunnudagur 24. september NT
Þorgeir Kjartansson
Hugleiöingar um íslenska menningu VIII
HIN HLIÐIN AÍSLENSKUM
■ Sagnfræðingar síðari tíma gætu
lent í nokkrum vanda ef þeir ættu að
gera grein fyrir þeim tímum sem við
nú lifum, og nota fjölmiðla sem heim-
ildir. Hvað voru íslendingar að gera
og hugsa árið 1985? Sé dagblöðum
flett verður niðurstaðan sú að allt hafi
verið logandi í illdeilum, svikum og
rugli. Útkoman verður: íslendingar
rifust, svindluðu og lugu hver uppí
opið geðið á öðrum. Svona var nú
komið fyrir þessari nýfrjálsu þjóð,
sem hafði sameinast í rigningunni
frægu á Þingvöllum fjórum áratugum
fyrr og strengt sín heit við eilífðará-
kallið: Land míns föður...
En væri þetta sannferðug mynd af
þjóðlífinu? Hvaða upplýsingar eru
þetta sem fjölmiðlar eru símokandi
yfir okkur? Eru þær raunverulegur
spegill þess sem hér að gerast, eða
kann að vera að þeir sem mest mót
setja á fjölmiðlana séu teknir að lifa
einangraðir í sínum opinbera þvarg-
heimi, án sambands við það líf sem
þrátt fyrir allt er lifað í þessu landi?
Hvað er að gerast í sjálfu þjóðar-
djúpinu? Eitt er víst: óánægja með
ástand mála hefur líklega aldrei verið
jafn útbreidd í þessu litla samfélagi
og nú á dögum, en spurningin er
hvort hin daglega geðvonska sem
fjölmiðlar dreifa sé réttur vitnisburður
um þær hræringar sem eiga sér stað
með þjóðinni.
Hitt er líka víst, að óvenju mikil
gerjun hefur verið hér í menningarlífi
á þessum síðustu tímum, en ein-
hverra hluta vegna (sérstaklega
sundrungar) hefur menningin ekki
orðið það samfélagsafl sem hún ætti
að vera. Hlutverk listarinnar á hverj-
um tíma er að hreinsa til í samfélag-
inu, vekja hugi manna til umhugsunar
og baráttu fyrir því sem hefur gildi
útfyrir hinn nálægasta hversdags-
leika, og minna okkur á að við erum
eitthvað meira en bara tvífætt dýr.
Það má teljast öruggt, að ef skap-
andi straumar í þessu þjóðfélagi
finna sér sameiginlegan farveg, þá
getur margt gerst. Einhverskonar
samfylking menntamanna og lista-
manna er nauðsyn, ef menn vilja
komast hjá frekari sundrungu, öllum
til ills. Og til þess aö svo geti orðið
þurfa menn að geta horft útfyrir sína
persónulegu eða pólitísku fílabeins-
turna.
íslenskri list má nú koma í verð útí
Evrópu, og það gott verð. Evrópa er
þreytt og ráðvillt og horfir æ meir
hingað norður í von um að finna hér
einhvern ferskleika, sem reyndar er
til.
Hingað flykkist fólk í sívaxandi
mæli sér til andlegrar heilsubótar,
tilað finna samband við þá náttúru
sem við erum alin upp í og höfum
náttúruleg tengsl við.
Sú list sem hér er sköpuð ber merki
þessa uppruna sem við erum af. Sá
sérstæði galdur sem ýmsir hérlendir
listamenn hafa vald á, er ekki á hvers
manns færi; kjarni málsins er sá, að
stórbrotin náttúra þessa lands, ásamt
sögulegum aðstæðum, hefur fætt af
sér máttuga og vissulega einstæða
list á þessari öld, sem nú á beinlínis
erindi á erlenda grund.
Hingað til hafa einstaka menn
verið að freista gæfunnar í útlöndum,
einkum vegna þess að hér er örðugt
að lifa á skapandi list og það vissu-
lega stundum gengið upp; en það
væri margfaldur ávinningur fyrir alla
að vinna saman að því að koma
íslenskri 20. aldar list á framfæri
erlendis. Ef menn gætu litið uppúr
þessum krónísku deilum um stefnur
og strauma, sem oftast eru einhvers-
konar kynslóðarígur, og einfaldlega
leyft þúsund blómum að blómstra,
mætti koma mörgu góðu til leiðar, og
gjörbreyta aðstæðum þeirra fjöl-
mörgu ungu listamanna sem nú
starfa við rýran kost og fá tækifæri.
Hin sívaxandi forvitni annarra
RULEIKA
þjóða um hvað menn eru hér að
bardúsa, er sá vindur í seglin sem
fáránlegt er að nýta ekki sem flestum
til góðs.
Islendingar þurfa ekki að vera
niðurlútir gagnvart öðrum þjóðum, og
nú þegar þjóðir eru sífellt að færast
nær hver annarri, er okkur mikilvægt
að standa saman og átta okkur á
styrkleika okkar og hvað það er sem
við höfum í rauninni fram að færa á
alþjóðavettvang. List þjóðarinnar er
andlit hennar útávið, og það er full
ástæða til að taka sig saman í því að
láta ekki barnalegan sam-
keppnisanda spilla fyrir dómgreind-
inni.
Á alþjóðavettvangi er sérstaða Is-
lendinga m.a. fólgin í því, að vera
vopnlaus smáþjóð sem hefur staðið
utan allra styrjaldarátaka og því er
enginn sem telur sig eiga okkur grátt
að gjalda. Ólíkt öðrum hvítum þjóð-
um hafa Islendingar aldrei drottnað
yfir öðrum en eru aftur á móti svotil
nýsloppnir undan erlendu valdi. Þrátt
fyrir allt erum við ekki annað en 240
þúsund hræður í einhverju
andstæðuríkasta og magnaðasta
umhverfi sem fundið verður á þessari
jörð. Hingað fæddumst við nakin og
förum héðan nakin. Þegar allt kemur
til alls hlýtur það að vera miklu fleira
og mikilvægara sem sameinar okkur
en hitt sem sundrar.
Haldi þessi sundrung, sem ýmsir
fjölmiðlar virðast nærast á og ýta
undir, áfram að móta líf okkar, getum
við áreiðanlega innan skamms hætt
að kalla okkur sjálfstæða þjóð. Ef
menn geta á hinn bóginn sameinast
um svo stórhuga verkefni sem það
að koma menningu okkar á framfæri
erlendis geta vindar vissulega snúist.
En þá þarf líka margur fordóma-
hausinn að brjóta odd af oflæti sínu
og byrja að hugsa uppá nýtt.
Kndir.
REGNSLÆVÐAR LUKTIR, FÁKLÆDDAR PERUR
um nýjustu bók Gyrðis Elíassonar; Bakvið maríuglerið
Gyrðir Elíasson: Bakvið maríuglcrið
Höf'nndur gefur út
Prentun: Sást sf. Sauðárkróki
■ Frægur maður i útlöndum bar
skáldskap saman við annan og ólík-
an þátt (jafnvel öndverðan pól) orð-
listar, goðsöguna, og sagði: „Skáld-
skapur er sú tegund máls sem ekki er
hægt að þýða án þess að hann
afbakist til muna; hins vegar varðveit-
ist gildi goðsögunnar jafnvel í hinni
verstu þýðingu."
Orðið, staðsetning þess, merking
og ómur í málhefðinni, skiptir miklu í
skáldskap. Skáldskapurinn leggur
áherslu á hið sérstæða i menningu
og tungu, og Benedikt Gröndal sagði
að hann væri hið æðsta stig malsins.
Goðsögnin aftur á móti styðst fremur
við það í málgerðinni sem á sér
hliðstæður í öðrum málum: setning-
ar, formgerð. Þetta virðast nokkuð
augljós sannindi þegar að er gáð.
Bók Gyrðis t.d. yrði erfið jafnvel
sterkasta þýðanda en goðsögur
Snorra-Eddu, t.d. sagan af dauða
Baldurs, hlýtur að skila sér sæmilega
í meðalþýðingu, enskri eða færey-
skri.
Þó að Gyrðir verði illþýðanlegur er
ekki þar með sagt að hann sé
rammíslenskur. Kvæði hans í þessari
nýju bók eru staðlaus í þeim skilningi
að þau eru ekki bundin við ákveðna
hundaþúfu. Þar verður fyrlr okkur
einstaklingur nútímans, stundum
kannski staddur í svörtu Afríku, stund-
um í Norðurálfu, í nafnlausum þétt-
býliskjarna eða mannlausri stórborg.
I þessu staðleysi sem ég nefni svo
verður hinn persónulegi andi Ijóð-
anna áhrifameiri en ella væri, og
óvenjulegri.
Bakvið maríuglerið er fjórða bók
Gyrðis Elíassonar frá Sauðárkróki og
önnur á þessu ári. Gyrðir tekur skáld-
skapinn alvarlega enda er sú iþrótt
hans aðalstarf. Hann fæst nú við
skáldskap á Borgarfirði eystra.
(Einangrunar-)gler, speglar (gjarn-
an brotnir eða afskræmandi), augu,
rcgnslævðar luktir, fáklæddar perur.
Þessi fyrirbæri birtast hvað eftir ann-
að og i ýmsum tilbrigðum í bókinni og
tengjast nafni hennar (fletti nú sá
•sem vill upp maríugleri í orðabók).
Skáldið er oft „bak við“ gler, saman-
ber líka nöfn kvæða eins og Innivera
og Stofufángi; oft er móða á glerinu
þegar horft er út. „Bak við“ annað
gler gerist líka ýmislegt, nefnilega
„glerið í kúpunni" utan um „hinn gráa
rnassa". Innan kúpuglersins stækka
víðátturnar og láta ekki landamæri
þrengja að sér. En það er annað sem
kreppir að: uggurinn sem stundum
hverfist í angist og „fóbíur“. Klippa úr
fóbíusafninu nefnist eitt kvæðanna
og lýsir óttanum við samborgarann:
sögumaður hefur afskrifað kvik-
myndahús því að hann óttast að
vitfirringurinn í sætinu fyrir aftan sig
bregði „hvínandi stálsnúrunni á loft“.
Hugmyndaflugið er mikið og oft
getur reynst erfitt að fylgja því eftir.
Það þarf að rýna lengi gegnum
regnið, grámann og mistrið. Og það
veitir ekki af að skyggnast vel ofan í
alla kjallarana, skurðina og gryfjurnar
því að þar og í nágrenni þeirra eru
ekki bara rottur, froskar, termítar og
vélpöddur á ferli: margt fleira sem
sjaldnast getur reyndar talist beinlínis
uppörvandi, ekki fremur en tilfinning
risaeðlunnar þegar hún allt í einu
uppgötvaði að hún var orðin einsöm-
ul. Hún hafði ekki tekið eftir að hópur
eðlanna hafði smám saman verið að
þynnast meöan þær „brutu tauga-
hnoðra“ makindalega um málefni
líðandi stundar.
Mjög oft tengjast kvæðin hvert
öðru, mynda samhangandi keðju:
eitthvað úr lokum fyrra kvæðis er
gripið í upphafi hins næsta og með-
höndlað á nýjan hátt: „glerið í kúp-
unni er farið að sprínga" (lok Kastala-
vistarB).„skyndilega kvarnast glasið"
(upphaf Veruleikritsins). Þrátt fyrir
úthugsaða uppsetningu bókarinnar
og tengsl milli kvæða standa þau
sjálfstæð hvert um sig. Oft er bygging
kvæðis margslungin eins og um væri
að ræða völundarhús eða kínverskar
kúlur hverja inni í annarri. Ég nefni
Skurðpúnkta sem dæmi. Þar má
segja að allar hinar kúptu línur (sólar,
hafflatar, skelplatna á hnífskafti,
nagla á fingri) skerist í einum punkti,
á hálsæðinni. Sólinni blæðir í upphafi
út og vísar það til kvæðisloka. Þrátt
fyrir sól og eld-snöggar hreyfingar er
brosið kalt - og kemur það að vísu
varla á óvart. Lokadagur er annað
dæmi um sterka byggingu:
■ Gyrðir Elíasson
kóngurinn er vaknaður. Hvar í anskotanum
er kaffið mitt gargar hann undan sænginni.
enginn svarar. hann reynir aftur. ekkert
svar. það fer að fara um kónginn. þetta
hefur aldrei gerst áður. HVAR ER KA -
reynir hann enn en er stöðvaður í miðjum
kliðum. hérna yðar hátign segir blíðleg
karlmannsrödd við hlið lokrekkjunnar.
hérna er kaðallinn.
Lokrekkjan lokar hringnum sem
opnaðist á lokadag. Tónn kvæðisins
er Gyrðislegur: Hið daglega líf (í
þessu tilfelli kaffiþamb karlrembu
sem lætur færa sér í rúmið), sem
virðist í fyrstu einkennast af öryggi
(sbr. lokrekkjuna) og óumbreytan-
leika, fær snöggan endi: í stað kaffis
er kominn kaðall, og virðist maðurinn
sjálfur eiga þar mesta sök. Nú er bara
hengingin eftir, sbr. lokakvæðið þar
sem gálgi hampar manni. Þessi ná-
lægð hættunnar og bláþráðurinn sem
flest hangir á birtist einnig í The
wonderful world of clichés þar sem
konan stendur með hnífinn að baki
eigimanni sínum drekkandi kaffið sitt
og lesandi um mann sem lifiði naum-
lega af fall af elleftu hæð. Er þetta
ekki efni í magnaða nútíma-goðsögn
eða smásögu? Þessi tegund hroll-
vekju er að sjálfsögðu gamansöm.
Og það er margt sem vekur kátínu í
þessari bók, t.d. margar hinna
óvenjulegu samlíkinga og samsvar-
ana. Benda mætti á hlerana í gólfi
strætisvagnsins: þeir minna þjófinn á
biskupagrafirnar í Hóladómkirkju.
Ekki leyfir höfundur sér þó að gera úr
svona löguðu brandara nema á stöku
stað: „þakrennan skolar hálsinn".
Samsetning orðanna og hljómur er
einnig góðlátlega gamansamt hvort-
tveggja. Minna má í þessu sambandi
á afar sérstæða notkun andstæðna:
„niður árinnar fer hækkandi" eða
„hugsanirnar brjótast aftur fram“.
Sama er að segja um endurtekning-
una:
ég ný augun hristi höfuöið
ogna þau á ný...
Þessi síðustu orð minna á að mörg
kvæðanna virðast geta átt upptök sín
milli svefns og vöku (sbr. mottó
bókarinnar) þar sem draumurinn
blandast veruleikanum og úr verður
óvenjulegt safn kynjamynda. Maður
hrekkur við. trúir varla sínum eigin
augum, nýr þau. - Ég hlýt að hvetja
Islendinga til að skyggnast bak viö
maríuglerið og brjóta um það tauga-
hnoða.
Baldur Hafstað