NT - 24.11.1985, Side 1

NT - 24.11.1985, Side 1
16. tbl. 1. árg. 1985 Naggrísinn hans Nonna Þegar afi kom inn með skókassa undir hendinni hljóp Nonni litli á móti honum og spurði hvað væri í kassanum. „Þú mátt opna hann og sjá það sjálfur," sagði afi við Nonna. Nonni lyfti lokinu varlega og kíkti. f kassanum var lítið, fallegt loðið dýr. „Hvaða dýr er þetta?“ spurði Nonni. „Þetta er lítill naggrís og hann er handa þér,“ svaraði afi. „Hann er stórkostlegur! Er það satt, má ég eiga hann?“ „Já, Nonni minn." „Þakka þér fyrir, elsku besti afi. Ég ætla að kalla naggrísinn minn Gulla.“ „Nú skalt þú vingast við Gulla á meðan ég útbý búr handa honum,“ sagði afi. Nonni settist niður í stól og strauk Gulla. Allt í einu tók hann eftir því að Gulli hafði enga rófu! „Ertu búinn að týna rófunni þinni, Gulli minn?“ sagði Nonni og klappaði Gulla á bakið. En Gulli tísti bara. „Hvernig ætli það færi þér að hafa stél eins og lítill fugl?“ spurði Nonni. Síðan leit hann til fiskanna í fiskabúrinu og sagði við Gulla: „Ætli það færi þér ekki vel að hafa sporð eins og fiskarnir mínir?" Nonni hélt áfram að láta hugann reika. „Gulli yrði skrýtinn með hala eins og kýrin eða tagl eins og hesturinn. Eitthvað verður þú að hafa ljúfurinn,“ sagði Nonni. Nonna fannst að afi yrði endilega að fá að vita að Gulli væri rófulaus, hana vantaði alveg. Þess vegna hljóp Nonni til afa og sagði honum tíðindin. „Nonni minn, Gulli hefur enga rófu og á ekki heldur að hafa neina rófu. Þú ert ekki með rófu og ég er ekki með rófu. Við bara eigum að vera rófulausir. Þannig er það líka með Gulla!" Nonni varð feginn að heyra þetta frá afa. Nú hafði hann engar áhyggjur lengur af Gulla sínum!

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.