NT - 29.11.1985, Page 2

NT - 29.11.1985, Page 2
Föstudagur 29. nóvember 1985 2 Bankarnir tapa enn eitt árið! Vísbending um margháttaða veikleika bankakerfisins, segir Þórður Ólafsson formaður bankaeftirlitsins Höfuðástæður hallarekstursins telur hann vera að eftir því sem meira er verðtryggt þá er minni vaxtamunur á verðtryggðum inn- og útlánum heldur en á föstum vöxtum. Bankarnir hafa boðið upp á þau kjör að ef verðtrygging er betri þá gildir hún. Þegar verðbólgan hefur verið jafn há og raun ber vitni í ár þá hefur meira og meira verið verðtryggt í bönkunum þannig að hluti af skýringunni liggur þar. Ofan á það bætist samkeppnin milli bankanna. Seðlabankinn hefur neitað um vaxtaleiðréttingu í takt við verð- bólguna frá því í sumar. Einnig spila vextir af afurðalánum þarna inn í en þeir eru að mati Samvinnubankans alltof lágir. Valur Valsson, hjá Iðnaðar- bankanum, sagði að megin- ástæðan fyrir þessu vera ósam- ræmi milli verðbólguþróunar og vaxta af óverðtryggðum lánum, en þarna væri farið eftir láns- kjaravísitölu og hefur Seðla- bankinn neitað að leiðrétta þetta ósamræmi. Hann einsog Geir bjóst við betri útkomu í ár en í fyrra. Fylkisstjórnir á sameinuðu þingi: Völdin heim í héruðin Fyrsta umræða um þingsálykt- unartillögu BJ ■ Þingsályktunartillaga þing- flokks Bandalags jafnaðar- manna um fylkisstjórnir kom til fyrri umræðu á Alþingi í gær. Tillagan gerir ráð fyrir að ríkis- stjórnin feli stjórnarskrárnefnd að skipta landinu niður í fylki sem verði þriðja stjórnsýslustig- ið milli ríkis og sveitarstjórna . „Eitt mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála í dag er að brjóta upp það staðnaða kerfi sem við búum við,“ sagði Guð- mundur Einarsson þingmaður í framsögu að tillögunni. í máli sínu vitnaði hann til ályktana landsfunda BJ og minnti á að málið var flutt á síðasta þingi en kom ekki til afgreiðslu í það skiptið. Guðmundur sagði að það væri ljóst að fólk vildi í auknum mæli sækja forræði til ríkisvaldsins með aukinni þátt- töku og áhrifum á nálæga á- kvarðanatöku. „Fólk hefur ver- ið svipt völdum yfir lífi sínu og afkomu,“ sagði hann og vitnaði til opinberrar stjórnunar í t.d. sjávarútvegi og landbúnaði. Guðmundur lét í ljós þá skoð- un sína að fylki yrði að styðjast við fleira en landfræðilegar og félagslegar aðstæður t.d. sam- eiginlega þætti í atvinnulífi. „Það á að gefa heimamönnum tækifæri til að ráða sjálfir yfir tekjustofnum óháð ríkisstjórn og Alþingi," sagði hann. Gunnar G. Schram sagði að um athyglisverða hugmynd væri að ræða. Hann nefndi að þetta mál hefði lítillega borið á góma í stjórnarskrárnefnd og væri raunar ofarlega á lista yfir þau mál sem þar ætti eftir að fjalla um á ítarlegri hátt. Gunnar fór nokkrum orðum um hvert hugs- anlegt samband fylkja við sveit- arstjórnir gæti orðið og benti á að um mjög róttækar breytingar yrði að ræða ef til framkvæmdar kæmi og því ráðlegast að leita álits landsmanna áður en til kæmi. „Grundvallarhugsunin í til- lögunni er af hinu góða þ.e. hvað varðar lýðræðið og vald- dreifinguna, en það er mjög hætt við að það færi að sneiðast á vald og umsvif sveitarstjórna ef til kæmi að fylki yrðu hluti af stjórnkerfinu,“ sagði Gunnar ennfremur. Hann benti á að umfjöllun um fylkisstjórnir kall- aði á að réttur fólks til að kjósa fulltrúa á Alþingi yrði jafnaður óháð búsetu, þar sem um tölu- verða tilfærslu á valdi yrði að ræða til fylkjanna. „Það blasir við að afstöðu til málsins er ekki hægt að taka fyrr en frumvarp liggur fyrir,“ sagði Ólafur Þ. Þórðarson. „Grunnhugsunin er rétt en til- lagan óljós.“ Ólafur benti á dæmi þess hve núverandi stjórn- kerfi hefði brugðist að ýmsu leyti og að miðað við ýmsar forsendur gætu fylkisstjórnir leyst vandann. Hann benti á að mörk fylkja yrðu að vera í samræmi við vitund manna um uppruna og tengsl. „Skagfirð- ingur verður ávallt Norðlend- ingur," sagði Ólafur. Ólafur Þ. Þórðarson sagði að hann teldi að ef þriðja stjórn- sýslustigið'í formi fylidsstjórna næði fram að ganga væri líklegt að yngri menn myndu veljast til ábyrgðarstarfa en nú gerist og að það nýja blóð sem þannig kæmi inn í yfirstjórn málefna yrði kveikjan að nýrri fram- farasókn í landinu. I lok máls síns gerði Ólafur athugasemd við störf stjórnarskrárnefndar og sagðist telja að þar hefði ekki verið unnið sem skyldi. Nokkrir þingmenn til viou-at- ar tóku til máls um fylkisstjórn- irnar. Nei, Palli ég er næstur! ■ Afkoma viðskiptabankanna var slæm í fyrra og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrstu 8 mánuðina í ár má sjá ákveðna vísbendingu um að afkoman verði ekki góð í ár. Þetta kom fram í samtali við Þórð Ólafs- son, forstöðumann bankaeftir- litsins í gær. Þórður sagði við NT að það væri bankaeftirlitinu áhyggju- efni þegar bankar eru reknir með tapi ár eftir ár. Sagði hann að það hlyti að vera vísbending um margháttaða veikleika í bankakerfinu. Skýringarnar á þessu eru margar að mati Þórðar og vildi hann ekki fara út í að útskýra aila þá þætti sem þar spiluðu inn í, en ein af mörgum skýringum á þessu er vaxtakapphlaup bankanna. í fyrra voru aðeins tveir af viðskiptabönkunum reknir með örlitlum nettóhagnaði miðað við ársskýrslur bankanna, en það voru Búnaðarbankinn og Samvinnubankinn. Hinir fimm voru reknir með tapi. Hinsvegar ber þess að gæta að raunaukning eigin fjár banka og sparisjóða var 1,7% miðað við lánskjara- vísitölu, þannig að eigið fé bankanna hefur ekki rýrnað. Geir Magnússon, bankastjóri Samvinnubankans, sagðist gera sér vonir um að afkoman yrði heldur betri í ár en í fyrra. ■ Starfsmenn Svæðisútvarpsins. F.v. Ragnheiður Davíðsdóttir, Sverrir Gauti Diego, umsjónarmaður og Helgi IMár Barðason. Á myndina vantar Steinunni Lárusdóttur og Helga V. Sverrisson. NT-mynd: Róbert. Rikisútvarpið: Svæðisútvarp í Reykjavík ■ Svæðisútvarp Reykjavíkur og nágrennis mun hefja útsend- ingar í fyrsta skipti, mánudag- inn 2. desember kl. 17.03 áFM bylgjulengd 90.1. Kemur það til með að nást um öll Suðurnesin og allt að Akranesi í hina áttina. Útsendingar svæðisútvarpsins verða alla virka daga vikunnar á milli kl. 17.03 og 18.00, a.m.k. fyrsta mánuðinn sem verður einskonar tilraun. „Þetta verður fyrst og fremst þjónustuútvurp, og einungis tekið á i málum sem snerta höfuðborgina og svæðið sem útvarpið nær til,“ sagði Sverrir Gauti Diego umsjónarmaður svæðisútvarpsins, í samtali við NT, en alls verða starfsmenn svæðisútvarpsins fimm talsins. „Þannig er desembermánuður einkum hentugur til að fara af stað,því að þá er mikið urn að vera og þetta er yfirleitt við- burðaríkur tími. Einnig er það skemmtilegt að fólk getur valið um þrjár stöðvar þegar svæðis- útvarpið er í gangi, því að það lokar hvorugri hinna rásanna. Sagði Elfa Björk Gunnars- dóttir framkvæmdastjóri Ríkis- útvarpsins, að þessi fyrsti mán- uður svæðisútvarpsins yrði eins- konar reynslutími á hvernig fólki félli þaö í geð. Banaslysið á Vesturlandsvegi: Framúr- akstur ■ Rannsókn á banaslys- inu sem varð á Vestur- landsvegi í gær, hefur leitt í ljós að ökumaður fólks- bifreiðarinnar, sem lést var að taka fram úr öðrum bíl. Eftir því sem næst verður komist gerðist þetta mjög snögglega. Ekki er hægt að birta nafn hins látna, þar sem það er ósk aðstandenda að nafnið verði ekki birt fyrr en um hádegi í dag. Drengurinn sem lést var sautján ára gamall.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.