NT - 29.11.1985, Qupperneq 5
Föstudagur 29. nóvember 1985 5
Deilur um bókina
Þú og Ég í fræðslu-
ráði Reykjavíkur
■ Fyrir skömrnu tóku nýir eigendur við tískuversluninni Bóbó, að Laugavegi 61. Tískuversiunin
Bóbó mun hér eftir, sem áður, hafa herra- og kvenfatnað á boðstólum. A myndinni eru þær Fríða
Methúsalemsdóttir, afgreiðslustúlka, og nýju cigcndurnir þær Jóhanna Guðnadóttir og Guðrún
Björnsdóttir.
Akureyri:
Ölvaður ökumaður
ók á hliðstólpa
Litlu munaði að hann æki niður vegfarendur
■ Um tvö hudruð metra öku-
túr tveggja ungra manna á föstu-
dagskvöldið var endaði með
skelfingu og þó má teljast mesta
mildi að ekki fór ver. Að sögn
sjónarvotta sem gengu framhjá
mönnunum tveimur þar sem
þeir stóðu við bifreið sína að
Lada gerð, voru þeir áberandi
drukknir en gerðu sig alls ekki
líklega til að aka af stað. En
hópurinn hafði ekki gengið
nema spölkorn þegar Ladan
kom æðandi á eftir þeim og
ökumaður missti stjórn á henni
með þeim afleiðingum að hún
þeyttist uppá gangstétt, lenti á
grindverki og stöðvaðist að lok-
um á steinsteyptum hliðstólpa.
Svo mikil ferð var á bílnum að
hliðstólpinn gekk langt upp í
vélarhúsið og brotnaði.
Mennirnir vour lítið meiddir,
eilítið skrámaðir í andliti, og
vegfarendur gátu prísað sig sæla
því eins og einn þeirra komst að
orði: „Þegar bíllinn lenti á stólp-
anum var ekki metri á milli
okkar".
Þær upplýsingar fengust hjá
rannsóknarlögreglunni að auk
þessa áreksturs hefði verið ekið
á gangandi vegfaranda á gang-
braut við Hörgárbraut, meiðsli
voru ekki mikil. Aðfaranótt
laugardags valt bíll fram við
Öngulstaði og skemmdist
mikið. Grunur leikur á að Bakk-
us hafi verið með í ferð. Önnur
bílvelta átti sér stað skammt
norðan við Stokkahlaðir, aftur-
öxullinn brotnaði og því fór sem
fór, ökumaður og farþegi
sluppu ómeiddir.
Að sögn Daníels Snorrasonar
rannsóknarlögreglumanns var
helgin að undanskildum þessum
óhöppum með rólegra móti og
lítil ölvun um helgina í bænum.
HIH/AK.
■ Skólasafnanefnd fræðslu-
ráðs Reykjavíkur hefur óskað
eftir að bókin Þú og Ég bók um
kynlíf fyrir ungt fólk sem kom
út hjá Máli og menningu nýver-
ið verði ekki leyfð til kaupa á
skólabókasöfn borgarinnar.
Bragi Jósepsson fulltrúi
nefndarinnar sagöi það sam-
dóma álit nefndarinnarað bókin
vegi að grundvallarviðhorfunt
alménnings um kynlíf, uppeldis-
hlutverki foreldra, almennu sið-
gæði og legði of mikla áhersiu
á frjálsræði og frjálsar ástir og
væri það viðsjárvert nú þar sem
hættulegir kynsjúkdómar geisa.
Hann sagði að nefndin hefði því
ekki taliö æskilegt að bókin lægi
frammi á bókasöfnum grunn-
skólanna, því það væri ekki
hlutverk skólans að standa fyrir
slíkum áróðri.
Á síðasta fundi fræðsluráðs
Rcykjavíkur lögðu þær Gerður
Steinþórsdóttir, Lena M. Rist,
Ragna Ólafsdóttir, og Ingveldur
Sveinbjörnsdóttir fram bókun
þess efnis að samkvæmt reglum
um skólasöfn sé það í verka-
hring kennara og starfsfólks
skóla að velja bækur á skóla-
söfnin og að skólasafnanefnd sé
að fara út fyrir verksvið sitt með
því að skipta sér af hvort þcssi
tiltekna bók sé keypt eða ekki.
Hlutverk skólasafnanefndar sé
að veita einni frumsaminni
barnabók, erlendri eða inn-
lendri verðlaun og aö fylgjast
með því að skólasöfn kaupi
ekki bækur umfram fjárhags-
áætlun.
Gerður Steinþórsdóttir sagði
það skjóta skökku við að ein-
staklingar gætu gerst rit-
skoðendur bókar sem þegar
væri búin að fá jákvæða umfjöll-
un t.d. hjá Kynfræðslunefnd
Reykjavíkurborgar. Hún ítrek-
aði það álit sitt að nefndin væri
að fara út fyrir verksvið sitt og
taldi þetta at'ar hæpinn málflutn-
ing hjá nefndinni.
Gerður sagði að lokum að
niöurstaða síðasta fundar hefði
verið sú að bókin verður send til
umsagnar borgarlæknis, Félags
Hagkaup, Skeifunni:
■ Sérstök deild með vcrkfæri
og byggingarvörur opnaði nýlega
á cftri hæð Hagkaups, Skeifunni
15, þar sem húsgagnaverslunin
Ikea var áður til húsa.
„Það er vart hægt að segja að
um sé að ræða hefðbundna
byggingarvörudeild," sagði Jón
Ásbjörnsson forstjóri Hag-
kaups, í samtali við NT. „Deild-
in heitir „Hendur fram úr
ermum“, og verslanir af þessari
tegund kallast á ensku „Do it
yourself", og hafa rutt sér til
rúms erlendis undanfarin ár.
Þetta miðast við allskonar vörur
sem fólk notar á heimili sínu, til
að bjarga sér sjálft um viðhald
skólastjóra, Kennarafélags
Reykjavíktir og fræðsjustjóra
Reykjavíkur og eiga þessir aðil-
ar að skila áliti sínu fyrir næsta
fund fræðsluráðs n.k. mánudag,
en þangað til verður bókin Þú
og Ég ekki til afgreiðslu til
skólabókasafna grunnskóla
borgarinnar.
og viðgerðir bæði á heimilinu
eða í sambandi við bílinn sinn.
Deildin á að höfða meira til hins
almenna viðskiptavins Hag-
kaups, þótt fagmenn geti auð-
vitað verslað þarna líka, enda
um 4000 vörutegundir að ræða.“
Jón sagði ennfremur að ekki
væri búið að auglýsa eða opna
deildina formlega, þessi tími
sem hún hefði verið opin væri
eins konar generalprufa á
hvernig viðtökur væru, auk þess
sem deildin væri ekki alveg
fullfrágengin. Hvenær frumsýn-
ingin yrði, gat Jón ekki sagt um,
en bjóst við því að hún verði á
næstu dögum.
Byggingarvöru-
deild opnar
á efri hæðini
- á að höf ða til sjálfsbjargarviðleitni neytenda
VINSÆLASTI HERRAFATNAÐUR í EVRÓPU.
______________ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERD.____________
mClkC Í ÖLLIJM BESTU HERRAFATAVERSLUNUM Á LANDINU.