NT - 29.11.1985, Page 7
Föstudagur 29. nóvember 1985 7
LL Útlönd
Sæði og blóði beitt
gegn glæpamönnum
London-Reuter
■ Breskir vísindamenn hafa aö
undanförnu unnið að því að fullkomna
nýja aðferð til að greina á milli
einstaklinga með rannsókn á DNA í
arfberum (genum) í blóðfrumum og
sæði.
Talsmaður breska innanríkisráðu-
neytisins segir að „erfðaför" sem
finnast í DNA séu jafn örugg og
fingraför til að greina á milli manna.
Sérfræðingar lögreglunnar geti fram-
vegis borið saman blóð eða sæði
grunaðra glæpamanna við blóð og
sæði sem finnist á glæpastaðnum.
f>að eru vísindamenn við Leichester
háskóla sem eiga heiðurinn af þessari
nýju tækni. Nú er stefnt að því að
beita henni við greiningu sönnunar-
gagna fyrir rétti innan örfárra mán-
aða.
Flugumferðarstjórar
mettir á Grikklandi
Aþena-Reutcr
■ Grískir flugumferðarstjórar
hættu í gær hungurverkfalli sínu, sem
hófst síðastliðinn mánudag, eftir að
stjórnvöld lofuðu að ræða við þá um
kjarakröfur þeirra.
Nær öll flugumferð stöðvaðist í
hungurverkfallinu sem einnig var
fólgið í því að flugumferðarstjórarnir
hættu að sofa. Að sögn talsmanna
flugumferðarstjóra leið yfir um 120
menn á meðan á hungurvökunni stóð
og þrír fengu hjartaáfall.
En þótt hungurverkfalli flugum-
ferðarstjóra hafi lokið í gær héldu
mótmælaaðgerðir gegn aðhaldsstefnu
grísku stjórnarinnar áfram. Opinber-
ir starfsmenn lögðu niður vinnu í 24
klukkustundir og leigubílstjórar fóru
líka í verkfall í gær.
Stærsta
brjórkrús
í heimi
Kuaia I.umpur-Reuter
■ Forráðamenn malaysíska
fyrirtækisins Selangor Pewter
héldu upp á 100 ára stofn-
afmæli fyrirtækisins með því
að búa til tveggja metra háa
bjórkönnu sem þeir segja að
sé örugglega stærsta bjór-
kanna í heimi.
Bjórkannan er 1,8 tonn að
þyngd og hún tekur samtals
4000 lítra af öli.
■ Andleg menning kínverskra ungmenna í hættu? Kínversk stjórnvöld telja erlendar auglýsingar við götur í Peking
slæmar fyrir andlega menningu Kínverja.
Erlendar auglýsingar
hættulegar í Peking?
Peking-Reuter:
■ Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið
að taka niður auglýsingar um erlendar
vörur sem hafa á síðustu árum trónað
á áróðursveggjum meðfram öllum
helstu götum Pekingborgar. Auglýs-
ingarnar eru m.a. sagðar hafa slæm
áhrif á andlega menningu Kínverja.
Áróðursveggirnir voru áður notað-
ir undir pólitísk vígorð. En eftir að
Kínverjar ákváðu að opna land sitt
fyrir viðskiptum við erlend ríki af
fullum krafti árið 1979 hafa auglýsing-
ar erlendra stórfyrirtækja komið í
stað vígorðanna.
Borgaryfirvöld í Peking eru nú
komin á þá skoðun að það sé ekki rétt
að auglýsa erlendan varning á þennan
hátt við Friðarstrætið (Changan-jie)
sem liggur í gegnum Pekingborg frá
austri til vesturs. Keisarahöllin gamla
og Höll alþýðunnar standa meðal
annars við þetta stræti.
Þessi ákvörðun bitnar fyrst og
fremst á japönskum fyrirtækjum sem
hafa lagt mikla áherslu á að auglýsa
vörur sínar sem mest í Kína. Erlendir
sendifulltrúar í Peking segja að aug-
lýsingabannið sé m.a. ætlað til að
draga úr gagnrýni kínverskra há-
skólastúdenta á „efnahagsinnrás Jap-
ana í Kína".
Stúdentar hafa að undanförnu efnt
til mótmælaaðgerða gegn Japönum í
nokkrum kínverskum borgum og svo
virðist sem kínversk stjórnvöld óttist
að mótmælaaðgerðir þeirra breiðist
út og snúist upp í almenn mótmæli
gegn núverandi efnahagsstefnu sem
mörgum þykir allt of kapítalísk.
Samkomulagið um
N-írland samþykkt
■ Frá mótmælafundi sambandssinna í miðborg Belfast í seinustu viku. Þeir
telja samning bresku stjórnarinnar við stjórn írska lýðveldisins um írska aðild
að framtíðarþróun mála á Norður-írlandi svik við einingu Bretlands.
Bretland:
Fimmtán norður-írskir þingmenn segja af sér
London-Reuter
■ Breskir þingmenn samþykktu í
gær með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða samkomulagið sem Margrét
Thatcher forsætisráðherra Breta
gerði fyrir skömmu við Garret Fitz-
gerald forsætisráðherra írska lýðveld-
isins um Norður-írland.
Alls greiddu 473 þingmenn atkvæði
með samkomulaginu en aðeins 47
voru á móti því. Eftir atkvæða-
greiðsluna lýstu fimmtán af sautján
þingmönnum Norður-írlands á
breska þinginu því yfir að þeir myndu
segja af sér til að mótmæla samkomu-
laginu þar sem það stríði gcgn einingu
Bretlands.
Þingmennirnir fimmtán eru allir
sambandssinnar og eindregnir and-
stæðingar sameiningar við írska lýð-
veldið. Þeir hafa krafist almennrar
atkvæðagreiðslu á Norður-lrlandi urn
samkomulagið scm m.a. felur í sér að
bresk stjórnvöld ntunu ráðfæra sig
við írsku stjórnina um allar meirihátt-
ar breytingar sem verða gerðar á
kosninga- og dómskerfi á Norður-ír-
landi.
Þingmenn sambandssinna segjast
munu bjóða sig aftur fram í auka-
kosningum í byrjun næsta árs til að
sýna að kjósendur á Norður-írlandi
séu á rnóti samkomulaginu. En Mar-
grét Thatchcr segist ekkert mark ætla
að taka á niðurstöðu kosninganna.
Norrænir þingmenn
ræða kjarnorkuleysi
Kaupmannahöfn-Reuler ™
■ Norrænn þingmannafundur hefst
í Kaupmannahöfn í dag um hvort
hægt sé að gera Norðurlöndin að
kjarnorkuvopnalausu svæði. Alls
taka um hundrað þingmenn frá 45
stjórnmálaflokkum í Danmörku,
Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og á
íslandi þátt í fundinum.
Hugmyndin um kjarnorkuvopna-
laus Norðurlönd var fyrst sett frani
af Urho Kekkonen forseta Finn-
lands árið 1963. Síðan hefur hún
verið mikið rædd á Norðurlöndun-
um. Finnar og Svíar eru skilyrðis-
laust hlynntir stofnun slíks svæðis og
íslenskir þingmenn hafa lýst yfir
stuðningi við hugmyndina.
Stjórnir Danmerkur og Noregs
eru hins vegar á móti einhliða
yfirlýsingu um kjarnorkuvopnaleysi
Norðurlanda nema til komi víðtæk-
ara samkomulag risaveldanna í
austri og vestri.
Öll Norðurlöndin banna kjarn-
orkuvopn í löndum sínuni á friðar-
tíma.
Símatap í Kuwait:
Hundrað kíló
af ógreiddum
símreikningum
■ Útlendingar, sem starfa tíma-
bundið í arabaríkinu Kuwait skilja
oft eftir sig himinháa símreikninga
sem yfirvöld hafa enga möguleika á
því að innheimta.
Dagblað í Kuwait hefur eftir em-
bættismanni, sem starfar við stjórn
símamála, að hundrað kílóa bunki af
ógreiddum símreikningum háfi safn-
ast upp hjá póst og símamálastjórn-
inni. Reikningarnir séu samtals upp á
um 70 milljón dollara og sá hæsti
nemi rúmlega einni milljón dollara
(40 milljón ísl.kr.) einn sér.
Hungurpopp í
Ungverjalandi
Búdapest-Reuter:
■ Ungversksir popparar hafa
ákveðið að fara að dæmi vestrænna
poppsöngvara og halda tónleika til að
safna peningum fyrir hungraða Afr-
íkubúa.
Samkvæmnt fjögurra blaðsíðna
auglýsingu, sem birtist í ungverska
ríkisblaðinu Magyar hirlap munu
tuttugu ungverskar popphljómsveitir
koma fram á tónleikum í desember
sem haldnir verða til styrktar hjálpar-
starfi í Afríku. í blaðinu er látin í ijós
sú von að erlendir poppsöngvarar
komi einnig fram á tónleikunum.
írskri poppsöngvarinn Bob
Geldof, sem skipulagði alþjóðatón-
leika til stuðnings hjálparstarfi í Afr-
íku síðastliðið sumar, tók í gær við
verðlaunum Sameinuðu þjóðanna
fyrir framlag sitt til baráttunnar gegn
hungri í heiminum.
SNJÓHJÓLBARÐAR
Sólaðir og nýir snjóhjólbarðar af öllum stærðum og
ýmsum tegundum, bæði radial og venjulegir, sterkir
og með góðu gripmunstri.
Einnig lítið slitnir snjóhjólbarðar á gjafverði.
Snöggar hjólbarðaskiptingar. Vanir menn - Allir
bílar teknir inn - Setustofa, alltaf heitt á könnunni
meðan hinkrað er við.
Komið, skoðið, gerið góð kaup
BARÐINN
Skútuvogi 2, símar: 30501 og 84844