NT - 29.11.1985, Page 8

NT - 29.11.1985, Page 8
Málsvarl frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj: Steingrímur Gislason Innblaösstj: Oddur Ólalsson Skrifstolur: Siðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi. 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tækmdeild 686538. Setning og umbrot: Tækntdeild NT. Prentun: Blabaprent h.l. Kvoldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskritt 400 kr. Fækkum bönkum! ■ Bankar hér á landi eru nú sjö og sparisjóðir um fjörutíu. Útibú nennir enginn að telja lengur. Einn ríkisbankanna, Útvegsbankinn, riðar nú til falls eftir óhóflega og ótrygga fyrirgreiðslu til eins fyrirtækis. Allar líkur benda til þess, að einkabankarnir verði allir reknir með tapi fyrstu átta mánuði ársins. Við þetta bankakerfi bætist svo um eitt hundrað lífeyris- sjóðir og mismunandi grá og ólögleg verðbréfasala. Hér er heilshugar tekið undir þá skoðun Þórðar Ólafssonar, forstöðumanns Bankaeftirlitsins, að bankarnir séu alltof margir, eins og hann sagði í viðtali við NT. Og hér er einnig sett fram sú skoðun, að nú sé lag til þess að fækka bönkum verulega, a.m.k. ríkisbönkunum. Hér er því haldið fram, að rétt sé að sameina alla ríkisbankana í einn. Mistakist ríkisstjórninni það ætlunarverk sitt, að ná niður verðbólgu, getur hún nánast alfarið skrifað það á alltof marga banka, sparisjóði, lífeyrissjóði og verðbréfamarkaði og að hafa ekki haft döngun í sér til þess að setja starfsemi þessari allri fastari skorður. Engin íslensk ríkisstjórn getur varið það, að fleiri en fimm þúsund menn og konur vinni við bankastarf- semi í landinu og engin ríkisstjórn í 240 þúsund manna þjóðfélagi, hvar sem væri í heiminum, gæti varið slíkt. Með þessum fjölda banka- og lánastofnana hefur ríkisstjórnin og allar ríkisstjórnir fram til þessa fyrir löngu afsalað sér allri stjórn peningamála. Ríkis- stjórnin hefur engin ráð til þess að takmarka peningamagn í umferð. Á meðan nær hún aldrei taki á verðbólguvandanum. Treyst á samvinnuhreyfinguna ■ Þær eru nokkuð umhugsunarverðar ýmsar uppá- komurnar í sambandi við Hafskipsmálið og þann vanda allan. Dagsbrún hefur staðið fyrir fundi með stjórn Sambandsins um það hvernig megi leysa vanda þeirra starfsmanna sem missa atvinnuna ef Hafskip hættir rekstri, og hvort möguieiki sé á að samvinnu- hreyfingin komi fyrirtækinu til aðstoðar. Nú fer Sambandið ekki nema með lítinn hluta af atvinnu- rekstri á Reykjavíkursvæðinu og því er það spurning hvers vegna ekki er leitað til annarra en Sambandsins með lausn á atvinnumálum starfsmanna Hafskips. Hvers vegna er ekki leitað til einkaaðila og þeir beðnir um sömu hluti? Svar við þessu er einfalt. Vegna þess að samvinnuhreyfingin er þekkt fyrir að koma til aðstoðar þegar á bjátar í atvinnumálum þjóðarinnar víðs vegar um land. Hún hefur verið sá bjargvættur sem fólkið hefur getað treyst á þegar mest á reynir. Hún hefur tekið að sér rekstur fyrirtækja sem einkaaðilar hafa gefist upp við að reka og fyrir það hefur hún hlotið ámæli og vegna þess hefur verið ráðist hatramlega gegn henni af tals- mönnuni einkaframtaksins. Hún er sökuð um að sölsa undir sig og gleypa fyrirtæki og drepa niður alla samkeppni. Þeir sem best til þekkja vita hvetfnikil þversögn felst í slíkum áróðri. Dagsbrúnarmenn þekkja eðli samvinnuhreyfing- arinnar og því ekki undarlegt að þeir leiti eftir viðræðum við hana, þeir skilja mátt þess að standa saman. Samvinnuhreyfingin hlýtur að taka þessi mál til frekari umfjöllunar eftir að hafa fundið svo eindreg- inn vilja fjölda manna sem á hana treystir. En jafnframt er ábyrgð stjórnenda samvinnuhreyfingar- innar mikil. Þeirra er að vita, að öll kurl séu komin til grafar í máli þessu og að hér sé unr raunverulegan feng fyrir samvinnuhreyfinguna að ræða. rrr? Föstudagur 29. nóvember 1985 8 LlLÍ Vettvangur Haraldur Ólafsson alþingismaður: Okurstarfsemin er merki um sjúkt samfélag Hér fer á eftir ræða sem Haraldur Ólafsson flutti á Alþingi er okurmáiin voru þar tif umræðu: ■ Ég vil þakka þá umræðu sem hér hefur verið efnt til. Ég vil taka undir þakkir til upp- hafsmanns þessara umræðna fyrir að liafa lagt fram skýrar og grcinilegar spurningar og eins vil ég þakka ráðherrum fyrir skilmerkileg svör þótt maður hljóti á hinn bóginn að undrast dálítið þá furðulegu rósemi sem hæstv. ráðherrar sýndu gagnvart því mikla máli sm héreráferðinni. Þvíað hér er nefnilega ekki um neitt smámál að ræða, ekki einhvers konar pólitískt bitbein sem hægt er að velta sér upp úr í 2-3 daga með gagnkvæmum ásök- unum um hvort þessi stjórnin eða hin hafi verið betri eða verri. Hérerumaðræðamiklu alvarlegra og stærra mál en svo, Hér er um að ræða grund- vallaratriði í íslensku þjóðfé- lagi. Hér er um að ræða hvort við erurn að fást við samfélag sem er þegar orðið það sjúkt að einhvers konar hrossalækn- ingar til skamms tíma duga skammt eða ekki. Ég held að ríkisstj. og Alþingi og reyndar þjóðin öll verði að gera sér grein fyrir því að vandinn er ekki bara nokkrirokurlánarar. Vandinn nær miklu lengra. Hann nær inn á langflest svið íslensks þjóðfélags, ekki bara efnahagslífs heldur einnig allra samskipta, allra krafna, allra þeirra atriða sem gera þjóðfé- lag að þjóðfélagi. Hér er um að ræða éitt af því sem hvað mest sundrar í samfélagi sem hér hcfur verið reynt að byggja upp á lýðveldistímum, samfé- Ittgi þar sem jöfnuður og rétt- sýni hefur verið a.m.k. í orði kveðnu haft að leiðarljósi. Þrjár þjóðir Fyrir nokkrum vikum átti ég tal við einn af reyndustu bankastjórum þessa lands, mann sem hefur í áratugi haft mjög náin samskipti við fólk af öllum stéttum og af öllum landshornum. Við vorum að ræða um þær fullyrðingar að hér væru komnar tvær þjóðir, hinir ríku og hinir fátæku. Hann sagði: „Þetta er ekki rétt. Það eru ekki tvær þjóðir í landinu, það eru ekki tveir hópar, þeir eru þrír. í fyrsta lagi höfum við hóp sem ég met“ - og ég vitna til orða hans - „á u.þ.b. fimmtung þjóðar- innar. Sá hópur hefur það mjöggott. Hann hefurpeninga í ríkum mæli, hann nýtur fríð- inda og aðstöðu og hann hefur yfirleitt tögl og hagldir á mörg- um sviðum fjármálalífs þjóðar- innar. Síðan höfum við 20% sem eru öreigar, algerir öreigar, fólk sem á ekki neitt. Þær eignir, sem það á, eru svo langt frá því að duga fyrir skuldum. Þetta er sá hópur sem mest er um talað. Hann er fjölmennur. Fimmtungur þjóðarinar er enginn smáhópur og þennan hóp erum við að fást við. Það er þessi hópur sem kemur til okkar bankamannanna. Það er þetta fólk sent leitar til okraranna. Það er þetta fólk sem er í stöðugum vandræðum með eigur sínar eða kannski ættum við heldur að orða það eignaleysi. Loks er afgangurinn, sem sagt um 60%. Það er launafólk landsins. Það er það fólk sem er milli fátæktar og bjarg- álna.Það er það fólk sem, borgar skattana, það er það fólk seni heldur gangandi hin- um ríku og að nokkru leyti hinum fátæku. Þetta er sá hóp- ur sem byrðarnar ber, þar eru breiðu bökin, þ.e. í hópi launa- fólks landsins." Neytendur borga Þegar fréttist unt þá víðtæku og næstum því ótrúlega víð- tæku okurstarfsemi sem fram fer hér í landinu kom mér þetta í hug. En það er fleira sem þarf að athuga í því sam- bandi. í fyrsta lagi: Hverjir eru það sem fá slík lán? Nú veit ég ekki og hef ekki nákvæmar fregnir af einstökum viðskipta- vinum þess aðila sem einkum er verið að rannsaka og ég held eingöngu verið að rannsaka nú. En skv. fréttum í fjölmiðl- um eru það aðallega tveir hópar. Það er annars vegar fólk í vandræðum, það er fólk úr þessum þriðja hópi, þessum lægsta fimmtungi þjóðarinnar. Fólk sem er í algerum vand- ræðum grípur til hverra ör- þrifaráðanna á fætur öðrum, fólk sem kannski á ekki „skilið" að eiga neitt, en allavega reynir eftir megni að halda í þá sjálfsvirðingu sem er fólgin í því að vera ekki á bænum. Hinir, sem þangað leita, eru þá minni atvinnurek- endur, innflytjendur af ýmsu tagi, menn sem í góðæri hafa ntöguleika á því að umsetja vöru mjög hratt þannig að hægt er að greiða háa vexti með því að Ieggja þeim mun meira á vöru. I þvt tilfelli eru það neytendur sem borga og væri fróðlegt að vita hvaða áhrif slík lánaviðskipti hafa á verðlag í landinu. En þá vaknar sú spurning í sambandi við innflutning hvort ekki sé næsta óeðlilegt að leita þurfi til aðila sem lána upp á 100-150 og jafnvel 200% og menn taki þau lán í þeirri von að unnt sé að ná því inn á skömmum tíma. Það hlýtur að stafa af því að annar lánamark- aður er óhagstæður eða lokað- ur. Ég held að reglur um vörukaupalán þurfi að taka til athugunar. hvort þær eru með þeim hætti að ýmsar vöruteg- undir og ýmsir aðilar, sem þurfa á því að halda að leysa út vörur, eigi ekki kost á slík- um lánum. Það held ég að sé mjög mikilvægt atriði í þessu sambandi að athuga hvernig þeim málum er háttað. Skattfrjálsar tekjur Svo að ég taki nú upp þráð- inn frá upphafinu lít ég á þetta sem merki um sjúkt samfélag, ég lít á þetta sem merki um sjúkt efnahagslíf og við hljót- um að spyrja okkur: Er ekki full ástæða til að taka á þessu máli, ekki bara með því að elta einhverja seka. Það er svo auðvelt í þjóðfélagi að grípa einhvern sem er sekur, dæma hann og síðan er málið búið. I svona tilvikum þýða ekki nein slík brögð. Ríkisvaldið hlýtur að grípa í taumana og spyrja sjálft sig: Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir þetta? Hvað getum við gert til að koma á heilbrigðu efnahagslífi og þar með heilbrigðu þjóðlífi? Ég vil fagna þeim upplýsing- um sem fram komu um aðgerð- ir sem í undirbúningi eru og þeim frumvörpum sem boðuð eru varðandi t.d. verðbréfa- og skuldabréfasölu og viðskipti með það. Það er enginn vafi á því að slíkar reglur þarf að herða og þær geta haft veruleg áhrif. En það er ekki nóg. Ég held að samfara þessu verði að búa svo um hnútana að arður af fé, sem er fram yfir eðlilega og lögfesta vexti, sé framtalsbær og skattlagður. Það er næsta óeðlilegt að maður þurfi að greiða af launum fyrir hverja einustu vinnustund sem hann vinnur en geti hins vegar haft fjármagn í umferð sem veitir honum kannski margföld laun, margfalda umbun, og eigi það skattfrjálst. Þetta hlýtur að teljast mjög óeðlilegt fyrir- komulag, og ákaflega skamm- Ríkið borgar ■ Eitt helsta vandamál í ís- lensku efnahagslífi er að verða setningin: „Ríkið borgar". „Borgin borgar", „Bærinn borgar". Það er með þessu hugarfari sem helstu postular einkaframtaksins fara út í at- vinnurekstur. Það er með þessu hugarfari, sem menn kaupa vélar og skip án þess að leggja fram krónu af eigin fé. Og það er með þessu hugar- fari, sem krakkarnir stúta Ijósaperum í Ijósastaurum um allt land og nánast éta síma- klcfa með húð og hári. Skyldur þjóðfélagsins Nú vill svo til, að þjóðfélag- inu ber í raun engin skylda til þess að sjá til þess, að einhver Jón Jónsson geti keypt sér togara allan á lánum. Dæmi eru til þess á undanförnum árum, að menn hafi fengið allt að 105% af kaupverðinu að láni. Nú standa þessir sömu menn uppi og undrast það, hvað fjármagnskostnaður er orðinn mikill. Þeir heimta styrki úr opinberum sjóðum og því er ver, þeir sjóðir eru til og það alltof margir. Það vill einnig svo til. að þjóðfélagið hefur ekkert með það að gera þóttfólk vilji byggja sér einbýl- ishús. Lánakerfi Húsnæðis- stofnunarinnar er vissulega fyrir hendi, en það er ekki á ábyrgð þjóðfélagsins þótt fólk reisi sér hurðarás um öxl og fari út í að byggja 400 fermetra einbýlishús með öllu á kannski 35 þús. króna mánaðarlaun- um. Það var enginn sem sagði að allir gætu byggt yfir sig 400 fermetra einbýlishús. Það stendur hvergi í lögum, að íslendingar eigi að búa í 400 fermetra einbýlishúsum. Hafskipsmál Það stendur heldur hvergi í lögum, að eigendur Hafskips eigi endilega að eiga skipafé- lag. Það er ekki á ábyrgð þjóðfélagsins. Og eitt er víst: Eigendur Hafskips ætluðu ekki að deila hagnaði í jöfnum hlut- föllum með okkur hinum. Það er hins vegar nokkuð ljóst, að þeir ætla að deila tapinu á okkur. Og það sem verra er, stöku ráðherrar segja, að það verði ekkert tap, af því að skuldirnar falli á ríkisbanka, Útvegsbankann. Virðing fyrir sameigninni Hugarfar verðbólguáranna er langt í frá horfið af sjónar- sviðinu. Bara það eitt, að hvergi er hægt að reisa einfalda símaklefa fyrir almenning, án þess að þeir séu eyðilagðir, nánast áður en búið er að koma þeim fyrir segir alla söguna. Ríkið borgar. Nú er það svo að við höfum komið okkur saman um vissa grund- vallarþjónustu og samneyslu, menntun - samgöngur og heil- brigðismál. Það er ekki ótrú- legt, að virðing fólks fyrir sam- neyslunni hafi farið stórlega þverrandi á síðustu tímum. Tvískinnungur þeirra, sem hæst hafa gagnvart kerfinu er makalaus. Annars vegar for- mæla þeir því og vilja burt og reyna með öllum mögulegum ráðum að komast hjá því að greiða skatta til sameignarinn- ar, og hins vegar gera þeir kröfur um fyrsta flokks þjón- ustu, sem ekki má kosta neitt. Menn vilja fá fullkomna kennslu og heilbrigðisþjónustu og malbikaðan hringveg. Þeir vilja fá 85 til 90% af kostnaði við að byggja 400 fermetra hús yfir sig og sína lánuð til hundr- að ára eða svo og koma gjarn- an á Range Rovernum niður í Ráðgjafarþjónustu Húsnæðis-

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.