NT - 29.11.1985, Blaðsíða 10

NT - 29.11.1985, Blaðsíða 10
4 I Föstudagur 29. nóvember 1985 10 i Erl lent yfirlit ■ Reagan og Gorbachjov á cinkafundinum í Genf. Þar voru ekki aðrir viðstaddir en túlkurinn sem situr hægra megin við Bandaríkjaforseta. Fundur þessi kom mjög á óvart og Iítiö hefur verið látið uppi hvað leiðtogum risaveldanna fór á niilli í einkaviðræðum sínum, sem stóðu yfir í um tvær klukkustundir. ■ Þann 19. nóvember sl. birti NT fréttaskýringu eftir Spartak Beglov, kunnan sovéskan fréttaskýranda, þar sem sett var fram sjónarmið Sovél- ríkjanna fyrir fund leiðtoganna. Og hvernig líta svo sovéskir aðilar á árangur leiðtogafundarins? Það liafði ekki neina smáræðis þýðingu að leiðtogarnir tveir skyldu setja fram í sameiginlegri yfirlýsingu að fundur þeirra og niðurstöður hans yrðu grundvöllur að traustari sam- skiptum ríkjanna tveggjti í framtíð- inni. Þá er það sérlega mikilvægt að í fyrsta sinn á mörgum árum birtist sameiginleg álitsgerð leiötoga þessara tveggja ríkja, þar sem því er lýst yfir að ómögulegt sé að vinna kjarn- orkustríö, þar sem því er lýst yl'ir að til styrjaldar megi aldrei koma og að hvorugur aðili sækist eftir hernaðar- yfirburðum. Þctta er hinn samcigin- legi upphafspunktur sem skapaðisl í rás viðræönanna. Um aðrar niðurstööur er nauðsyn- legt að taka fram meira sérhæfð atriði. Fundurinn varð ekki eingöngu til að kynna leiðtogana lyrir hvor öðrum, heldur einnig til að hvor fyrir sig gæti kynnt afstöðu sína og fyrirætl- anir. Einsogallir blaðamenn hérhafa tckið fram einkenndust fundirnir af löngum einkaviðræðum leiðtoganna, sem tóku meira en helming viðræðu- tímans. Vegna þessartt cinlægu, við- skiptalegu, opinskáu og stundum jafnvel hvössu viðræðna, fengu póli- tískar viðræður, þará meðal viðræður um vígbúnaöartakmörkun, nokkurn byr í scglin. Akveðið vttr að halda áfram að halda leiðtogafundi, og leiðtogar beggja þjóðanna boðuðu að tekin yröu upp regluleg stjórnmála- tengsl ríkjanna á öllunt stigum. Mikhail Gorbachjov sagöi í saman- tekt sinni á árangri fundarins, að hann væri upphaf að viðræðum til að breyta ástandinu til hins betra og skapa skilyrði fyrir lausn þeirra vandamála sem uppi væru. Fundurinn opnaði cinnig mögu- leika á hverskonar tvíhliða samvinnu. svo sem á sviði menningar, vísinda og tækni og á samkomulagi um flugferð- ir. Og var grundvöllur lagður að öllu bessu. Við raunhæft mat á öllum þáttum viðræðnanna á þessu fyrsta stigi þeirra, þótti sovéska leiötoganum nauðsynlegt að taka enn eitt fram. Nefnilega það, að á fundinum hefði ekki tekist á leysa meginvandamálið, sem væri tengt stöðvun vígbúnaðar- kapphlaupsins. Milli aðila heldur á- fram að ríkja mikill skoðanaágrein- ingur um það grundvallarmálefni. Mikhail Gorbachjov útskýrði í ein- stökum atriðum og af mikilli ná- kvæmni öryggishugmyndir Sovétríkj- anna fyrir Bandaríkjaforseta, Hann lagði áherslu á að öryggishagsmunir yrðu að byggjtist á að virt væri núverandi hernaðarjafnvægi og gagn- kvæmum skilningi á því að vegna vígbúnaðarkapphlaupsins væri mantikynið nú farið að nálgast veru- leg hættumörk, þar sem ekki yröi aftur snúið. Það er staðreynd, sagði sovéski leiðtoginn, að jafnvcl í dager mjög crfitt að setjast niður til viö- ræöna um þau mál sem okkur greinir á um, á morgun kynni það að verða ómögulegt. Það var alvcg augljóst að erfiðasta atriðið í viðræðum leiðtoganna var spursmálið um livort setja ætti upp vígbúnað í himingeimnum. Sovésku leiðtogarnir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að fá bandarísku Iciðtog- ana til að skilja hvílík hætta fylgdi því að beina vígbúnaðarkapphlaupinu inn á nýjar brautir - út í himinhvolfið. Af sovéskri hálfu var lögð áhcrsla á að ef um keppni milli stórveldanna á nýju sviöi vígbúnaðar yrði um að ræöa yröi um óafturkallanlega eölis- breytingu að ræða. Mikhail Gorbac- hjov lýsti því yfir að Sovétríkin væru rciöubúin til að fækka kjarn- orkuvopnum sínunt um 50% á gagn- kvæmnis grundvelli, ef leiðum yröi lokað til að vígvæða himingeiminn. Og í Ijósi þess, hvernig lítur þá út mcð lausn þcssa vandamáls, sem án þcss að ýkja nokkuð, má segja að hafi verið kjarni viðræðnanna? Við búumst við, sagði Mikhail Gorbachjov, að eftir viöræður okkar muni fulltrúar Bandaríkjanna meta orð okkar á liinn ábyrgasta hátt. Enn fremur var lögð áhersla á að afstaða Sovétríkj- anna væri í fullu samræmi við sam- komulag hinna tveggja ríkja frá því í janúar um efni viðræðnanna. Þegar á þcim tíma lá ljóst fyrir að það eru innri tengsl á milli þess að koma í veg fyrir vígbúnað í himingeimnum og stöðva liann á jörðu niðri. Það er eftirtektarvert að í hinni sameiginlegu yfirlýsingu eftir leiðtogafundinn er lögð áhersla á gagnkvæmt samkontu- lag um að hraða starfi þeirra sendi- nefnda sem ræða um geimvopn og kjarnorkuvopn, á grundvelli janúar- samkomulagsins. Þannig veltur það hvort árangur næst á þessu sviði í einu og öllu á Bandaríkjunum. Um meininguna með leiðtogafund- inum við þær aðstæður sem nú ríkja og eru mjög flóknar, sagði sovéski leiðtoginn, að miklar og örar breyt- ingar á sögunni, orsökuðu að upp kæmu augnablik sannleikans, og augnablik sem krefðust þess að allir þjóðaleiðtogar sýndu ábyrgð á fram- vindu stríðs og friðar. Hann sagði að við núverandi aðstæður væri ekki einungis um að ræða andspæni tveggja þjóðfélagskerfa, heldur stæði valið á milli þess að bjarga lífinu eða gagnkvæmrar tortímingar. Þess vegna er það sem nú þarf niest, ný umfjöllun og nýr skilningur á vandamálum sam- tíðarinnar, sem og geta til raunhæfs mats á þeirri margbreytilegu veröld sem við lifum í dag. í mati sínu á ástandinu á hinum ýmsu svæðum heimsins, hafa Sovét- ríkin ekkert tvöfalt siðgæði né tvö- falda mælistiku. Sovétríkin byggja skoðun sína á því að orsaka spennu, árekstra og jafnvel svæðisbundinna stríða sé að leita í efnahagsvandamál- um þessara ríkja, sem bæði eiga sér rætur í fortíðinni og samtíðinni. Það er kominn tími til að bundinn verði endi á slíkar hugrenningar og að kalla alla svæðisbundna árekstra „hönd Moskvu". Sovétríkin vilja láta virða hverja þá leið sem hver einstök þjóð hefur kosið til þróunar sinnar, og einnig það hverja hún kýs sér að vinum og bandamönnum. Samskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í veröld margbreytileikans mega ekki verða orsök andspænis, heldur ættu þau að sýna gagnkvæma ábyrgðar- mynd: Novosti tilfinningu í að leysa þau á rettlatan hátt. Þegar leitað er lausna á slíkum málum verður með öllu að útiloka íhlutun í innanríkismál hvers annars eða í innanríkismál þriðja ríkis. Mikið afrek hefur verið unnið á þessum fundi. Meira verk er þó fram- undan á grundvelli hinnar sameigin- legu yfirlýsingar ríkjanna. Eins og lögð var áhersla á á fundinum, munu Sovétríkin gera allt sem í þeirra valdi stendur, í samvinnu við Bandaríki Norður-Ameríku, til að hægt verði að hægja á vígbúnaðarkapphlaupinu, fækka vopnum í vopnabúrum ríkj- anna, tryggja varanlegan frið milli sovésku og bandarísku þjóðanna, varanlegan frið á jörð og himni. Það er skiljanlegt að nú beinist athygli almennings í heiminum að banda- rísku ríkisstjórninni, fólk vonist til að leiðtogar þar muni sýna álíka ábyrgð- artilfinningu. Þá mun það verk sem unnið hefur verið í Genf á undanförn- um dögum ekki vera unnið fyrir gýg. S. Beglov, 25. nóvember, 1985. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sírni 27100 Umsögn Kammertónlist ■ Strengjakvartett, skipaður þeim Guðnýju Guðmundsdóttur og Sean Bradley (fiðlur), John Gibbons (lág- fiðlu) og Carmel Russill (knéfiðla), flutti félögum kammermúsíkklúbbs- ins tvo kvartetta og einn kvintett (Gunnar Kvaran lék á knéfiðlu í síðastnefnda verkinu) í Bústaða- kirkju 24. nóvember. Þetta voru þriðju tónleikar klúbbsins í haust, en Erling Blöndal Bengtsson flutti ein- leikssvítur Bachs á tvennum fyrri tónleikum. Kvartett Guðnýjar Guðmundsdótt- ur hefur spilað áður á vegum Kammermúsíkklúbbsins við góðan orðstír, og þessir tónleikar voru einnig hinir ánægjulegustu. Sýnilegt var að listamennirnir höfðu þaulæft verkin, sem báru með sér góðan heildarsvip. Fyrst fluttu þau Keisara- kvartettinn svonefnda eftir Joseph Haydn (í C-dúr op. 76) en hægi kaflinn í honum er tilbrigði við þjóð- söngsstef Austurríkismanna sem Haydn samdi, en Þjóðyerjar tóku síðar upp sem sinn þjóðsöng undir textanum Dautschland. Deutschland iiber alles. Tilbrigði þessi eru óvenju- leg, því þau samanstanda einkum af því að stefið er endurtekið af hverju hljóðfæri á fætur öðru við undirleik hinna. Þessi kvartett, og hinir fimm bræður hans op. 76, marka með vissum hætti hápunkt sköpunar Haydns, sem fræðimenn telja vera bæði föður kvartettsins og sinfóníunnar - filistear kynnu að telja sig eiga sitthvað vantalað við þennan eina samtímamann Mózarts sem hann hafði ekkert neyðarlegt um að segja sem tónlistarmann. Næst fylgdi kvartett nr. 2 op. 17 eftir Bartók; þessi kvartett sýnir gjörla, að „nútímamúsík" í skilningi okkar flestra var orðin æði nútímaleg árið 1917. Vafalaust er kvartettinn þrælerfiður í flutningi, með miklum hasar í miðkafla og svo rólegum lokaþætti að sumir áttu fullt í fangi með að forða sér frá því að „tifa f svefnarann" eins og segir í rímunni - ekki af því hann væri leiðinlegur, heldur þvert á móti róandi eftir umsvif dagsins og ógnir umferðarinn- ar. Og loks bættist Gunnar Kvaran í hópinn, eins og áður sagði, og fluttur var kvintett eftir Schubert í C-dúr op. 163. Um þann kvintett segir í fræðiriti að öll kammertónlist Schuberts gæti virst hafa verið undirbúningur undir þetta snilldarverk hans, sem kunni að vera mikilfenglegast allra hans verka að tilfinningadýpt, gæðum og tækni- legum fullkomleik. Og ekki deiium vér við fræðimenn um þetta efni, enda styðja þeir mál sitt þungum rökum og mýmörgum samanburðar- dæmum. Ekkert menningarland má vera svo aumt að ekki sé þar strokkvartett starfandi, og gera Guðný og félagar hlut okkar allgóðan með þessari ágætu iðju sinni. Að auki er þessi kammerspilamennska þeim hin mesta nauðsyn, því fátt er meira heilsuspill- andi strengleikurum en að saga eingöngu í sinfóníuhljómsveit og heyra aldrei í sjálfum sér - satt að segja þóttist ég verða var við fáeina ónákvæma staði á þessum tónleikum sem gætu stafað af ofangreindum sökum, en tel þá fullkomlega léttvæga miðað við prýðilegan heildarsvip og lofsvert listrænt framtak þessara tón- leika. Sig.St.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.