NT - 29.11.1985, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. nóvember 1985 11
Leiklist
■ Árni Tryggvason í hlutverki Scrooge.
Leikfélag Akureyrar setur upp
Jólaævintýri eftir Charles
Dickens.
Leikgerð: Leif Petersen og
Jesper Jensen.
Leikstjóri: María Kristjánsdótt-
ir.
Leikmynd: Hlín Gunnarsdóttir.
Búningar: Una Collins.
Pýðing: Signý Pálsdóttir.
Tónlist: Allan Andersen.
Stjórnandi: Roar Kvam.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
■ Charles Dickens rann til
rifja fátæktin í heimalandi sínu.
Um það hugðist hann skrifa
„Heróps" bækling en söðlaði
urn í tíma og samdi sögu sem
hefur lifað og haft margföld,
margföld áhrif á viö þau sem
bæklingurinn hefði getað haft.
Svona eru skáldin snjallari
stjórnmálamönnunum.
Sagan fjallar um nirfilinn
Scrooge sem er hið mesta fól og
okrari og „svo nískur að hann
tímir ekki að lifa“ eins og Halli
götustrákur lýsir honum. Jólin
nálgast og ekkert veit Scrooge
skelfilegra en jólagleðina og
þær töpuðu vinnustundir sem
hún hefur í för rneð sér, hann er
þessvegna í versta skapi og
hefur allt á hornum sér en
lækningin er á næsta leiti og er
hún bæði óvenjuleg og kostuleg
krydduð ýmsum tæknibrellum
sem kættu yngstu áhorfend-
urna. Hér verður að sjálfsögðu
ekki skýrt frá því hvernig Scro-
oge er endurhæfður. af tillitssemi
við væntanlega áhorfendur, en
þó er rétt að geta þess að allt fer
vel að lokum eins og það á að
gera í góðum ævintýrum.
Dickens skrifaði þetta verk til
að Ijúka upp augum manna fyrir
fátækt, barnaþrælkun, og stór-
kostlegri misskiptingu tekna
sem var regla frekar en undan-
tekning í Englandi miðrar nítj-
ándu aldar. Hin danska leikgerð
leggur meira upp úr gleðinni en
tárunum og í uppfærslu Maríu
er farin ágætis millivegur þess-
ara tveggja tilfinninga.
Um sýninguna sjálfa er það
að segja að LA hefur hér skapað
heilsteypt verk þar sem hinir
ýmsu þættir leikhússins vinna
saman á prýðilegan hátt. Þetta
er mjög fjölmenn sýning þar
sem atvinnumenn, og lítt þjálf-
að fólk þarf að vinna saman og
þar af sextán börn. Það dylst því
engum að hér er um ærið verk-
efni að ræða enda dugði æfinga-
tíminn vart til.
í sýningunni er í raun og veru
aðeins eitt stórt hlutverk. Það
er hlutverk Scrooge. Aðrar
persónur eru, að tveim undan-
skildum, varla rneira en gestir
um stund á sviðinu. Það stendur
því allt og fellur með frammi-
stöðu Árna Tryggvasonar sem
leikur hér gcstaleik í hlutverki
Scrooge. Hann gerir það vel,
skapar persónu sem er
blóðnísk, meinhorn, og barns-
lcga einlæg þegar hún snýst til
betri vegar. í meðförum Árna
verður Scrooge trúverðugur og
maður sættir sig fullkomlega við
að einmitt svona eigi hann að
vera.
Theodói Júlíusson leikur
Cratchit, skrifara hr. Scrooge.
Cratchit er bláfátækur barna-
maður sem ríður ckki feitum
hesti frá vistinni hjá nirflinum.
I meðförum Theodórs verður
Cratchit skemmtileg persóna,
elskuleg, hjartahlý gunga.
Aörir leikarar bregða sér í
hin ýmsu gervi og er of langt
rnál að tíunda það allt hér. Þó
ber aö geta Þráins Karlssonar í
hlutverkum Lugtar-Gvends.
Jakobs Marley fyrrverandi við-
skiptafélaga Scrooge og Jóa
skransala, sem hann skilarprýð-
is vel. Nýir leikarar hafa gengiö
til liðs viö LA og var gaman að
sjá til þeirra Vilborgar Halldórs-
dóttur og Erlu B. Skúládóttur
bregða sér í ýmisleg gervi t.d. í
einkar spaugilegri útfærslu á
dætrum hr. Fizziwig þar sem
Hrafnhildur Hafberg bætiist í
hópinn. Barði Guðmundsson er
einnig nýliði í hópnum og gerði
hann Scrooge á unglingsárum
sínum einkar góð skil. Ekki má
gleyma börnunum, þar eru að
sjáífsögðu flestir hnökrarnir í
framsögn o.s.frv. en leikgleiðin
og einlægnin vega þar upp á
móti og stundum verða atriðin
jafnvel fallegri fyrir bragðið
Umgerð sýningarinar er með
ágætum og sviðið er brotið upp
á hinn hugvitsamlegasta hátt til
að koma öllum þessuin ólíku
atriðum fyrir í leikmyndinni
sem er hin sania út alla sýning-
una. Þóvarekkiörgranntumað
þau atriði sem leikin voru dýpst
á sviðinu töpuðu styrk sínum í
hljóði og þá var oft ekki nóg að
sperra eyrun á fjórða bekk til að
heyra það sem sagt var. Lýsing-
in er smekkleg og tekur virkan
þátt með leikmyndinni og þar
held ég að sé komið að aðal
styrk þessarar sýningar að Mar-
íu leikstjóra og hennar fólki
hefur tekist að búa til sýningu
þar sem öll form leik-
hússins sameinast og líða fram
á átakalausan og eðlilegan hátt.
Þaö er því von að maður spyrji
sjalfan sig að því þegar upp er
staðið hvers vegna maður sé
ekki ánægðari.
Ég held að ástæðan liggi í því
að textinn geti verið betri og
lögin í sínum klassíska búningi
eru ekki nógu skemmtileg, það
er eins og herslumuninn vanti.
Á leiðinni út flaug mér það í
hug hvort ekki hefði verið rétt
að rokka upp músíkina og flytja
verkið meö pönk-ívafi en það er
nú önnur saga.
Það er Ijóst að bæði ungir sem
aldnir geta haft góða skcmmtan
af Jólaævintýri LA, stjörnuleik-
ur Árna og góð frammistaða
þeirra sem að sýningunni standa
er nóg til þess. Verkið er fært
upp á réttum tíma, það er
óhugnanlegt að það skuli eiga
svo beint erindi til okkar í dag
þegar það er samið um tíma þar
sem ríkti þvílík villimennska að
viö blygðumst okkar fyrir hana
í dag.
LA hefur sett upp mörg
kassastykki sem fólk allstaðar
að af landinu hefur flykkst til að
sjá, hvort svo verður nú skal
cngu um spáð, en yfirvöld
mættu taka það til athugunar að
senda Rcykjavíkurokrarana á
endurhæfinganámskeið hjá
Leikfélagi Akureyrar og starfs-
bróður þeirra hr. Scrooge.
HIH/AK
Ólafur Ólafsson, landlæknir:
Höfuðáhersla lögð á fræðslu
og varnaraðgerðir gegn AIDS
Þeir sem smitast hafa eru allir úr áhættuhópum
■ Blaðinu hefur borist eftir-
farandi bréf frá landlækni:
Mikill vandi er okkur á
höndum vegna AIDS sjúk-
dómsins sem kominn er til
landsins. Til eru menn sem sjá
nú upphaf endaloka mann-
kyns. Vísindamenn. Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin og heil-
brigðisyfirvöld þjóða eru ekki
á sama máli. Hlutverk heil-
brigðisyfirvalda er að berjast
með öllum tiltækum ráðum
gegn þessum vágesti.
Mikið er spurt um smithæfni
og smitleiðir veirunnar og er
það að vonum. Fyrir rúmum
tveimur árum er heilbrigðisyf-
irvöld hófu aðgerðir ríkti veru-
leg ,óvissa um viss atriði en
þekking vex með degi
hverjum. Nú virðist ljóst að
smit verður einungis við mjög
náin mök eða blóðblöndun og
er þá bundið við áhættuhópa
sem svo oft hafa verið nefndir.
Þrátt fyrir gífurlega leit hafa
aðrar smitleiðir ekki sannast
t.d. meðal heimilisfólks er býr
með AIDS-sýktum einstakl-
ingum. Getgátur um smit af
hráka, handarsnertingu og
kossum hafa ekki sannast. Klór-
blandað vatn drepur veiruna
samstundis. Fréttir um að veir-
an geti lifað fyrir utan líkam-
ann í venjulegu umhverfi bygg-
ist eingöngu á óstaðfestu bréfi
til ritstjóra læknatímarits. f
þessu bréfi kom ekkert fram
um smithæfni veirunnar.
Heilbrigðisyfirvöld hér á
landi hafa eftir mætti frætt um
staðreyndir varðandi smit og
eru að sumu leyti í betri að-
stöðu að ná til fólks en heil-
brigðisyfirvöld annarra þjóða.
Sjónvarp, útvarp og ýmis dag-
blöð ná til flestra eða allra í
landinu. í mörgum löndum
berast fréttir ekki eins greitt til
allra. Nú hafa verið gefnir út
um 30.000bæklingar um varnir
gegn AIDS og má jafna þeim
fjölda við tugi milljóna bækl-
inga meðal annarra þjóða.
Skimun blóðgjafar hófst hér
fyrir nokkru og erum við því á
undan ýmsum nágrannaþjóð-
um t.d. Dönum. Mikil áhersla
er lögð á að vernda þá er þurfa
á blóðgjöfum að halda. Að-
staða okkar til að fylgjast með
blóðgjöfum er nokkuð góð því
að allar „rútínu“ blóðgjafir í
landinu fara í gegnum einn
blóðbanka. Meðal annarra
þjóða skipta blóðbankar tug-
um og jafnvel þúsundum.
Komið hefur í Ijós að lifrar-
veira er mun fátíðari meðal
blóðgjafa hér á landi en í
nágrannalöndum. Meðal
AIDS smitaðra er lifrarveira
mjög tíð.
Um fjölda homma í heimin-
um er lítið vitað. Komið hefur
fram að trúlega hafi 10-12%
manna slíkar kenndir. Nýlegar
athuganir í Danmörku og Sví-
þjóð gefa eindregið til kynna
að þessar tölur hafi verið stór-
lega ýktar. Við nánari athugun
reyndist fjöldi homma vera
mun minni og trúlega er svo
einnig hér á landi. Erfitt er að
fullyrða um væntanlega út-
breiðslu AIDS sjúkdómsins
hér en margt bendir til þess að
útbreiðslan verði ekki eins
mik'il og í nágrannalöndunum.
T.d. eru hér mun færri ein-
staklingar sem sprauta sig í æð
með heroíni eða svipuðum
vímuefnum en í nágranna-
löndunum. Enn fremur eru
ekki á götum úti hér fjöidi
vændiskvenna sem afgreiða
fjölda manns daglega.
Spár um væntanlegan fjölda
sjúklinga út frá erlendum
dænium eru því varasamar.
Landlæknisembættið . mun
eins og lög bjóða upplýsa um
útbreiðslu og gang sjúkdóms-
ins og leggja senr fyrr höfuðá-
herslu á fræðslu og varnarað-
gerðir en jafnframt slá vörð
um trúnað við sjúklinga.
Greiðar og raunhæfar upp-
lýsingar draga úr hræðslu og
æsifregnum. Fjölmiðlar, ekki
síst ríkisstyrktir, hafa hér
skyldum að gegna í því efni.
Nú er vitað um einn sjúkling
sem látist hefur úr veikinni en
hún greindist ekki fyrr en á
lokastigi ævi hans. Alls hafa 10
einstaklingar fundist með
AIDS veiruna og eru þeir allir
úr áhættuhópum. Nú sem áður
er lögð aðaláhersla á að kanna
áhættuhópa.
ÓlafurÓIafsson,
landlæknir