NT - 29.11.1985, Side 12
'4
EP
Molar...
...Pakistaninn Jahangir
Khan varð hcimsmcistari
í squash í fímmta skipti í
röð nú á dögunum. Hann
sigraði Ross Norman frá
Nýja-Sjálandi og fékk
sem samsvarar 360 þús-
undum íslenskra króna í
verðlaunafé...
... Alþjóðaknattspyrnu-
sambandið áætlar að
halda heimsmeistara-
keppni í innanhússknatt-
spyrnu árið 1988 og einn-
ig er ætlunin að gefa út
aiþjóðareglur í þeirri
íþrótt innan skamms.
Þetta kemur fram í frétta-
bréfi sambandsins sem ný-
lega kom út...
...Zola Budd, suður-afr-
íska hlaupastúlkan sem
nú hefur enskan ríkis-
borgararétt, sigraði í 10
kílómctra hlaupi sem
haldið var í Rosemont,
útborg Chicago, um helg-
ina. Hún hljóp vega-
lcngdina á 32 mín. og 29
sek. og var vel á undan
Lísu Martin frá Astralíu
sem varð önnur. Kalt var
í Chicago, hiti sex gráður
undir frostmarki, er
hlaupið for fram...
■ Þorbergur Aðalsteinsson, sem verið hefur ein okkar aðalskytta á undanförnum árum, verður fjarri
góðu gamni í æfingaleikjum landsliðsins á næstunni Nt-mynd: Sven-ir
Undirbúningur fyrir HM í handknattleik:
Þrír gegn þýskum
- Þorbergur Aðalsteinsson verður ekki með íslenska liðinu - Leikið gegn V-Þjóðverjum,
Spánverjum og Dönum í desember
■ Helgina 6.-8.dcscmbcr leikur
íslenska landsliðið þrjá leiki hér
a landi gegn V-Þjóðverjuin og
er þetta liður í undirbúningi
okkar manna fyrir heimsmeist-
arakcppnina í Sviss á næsta ári.
Fyrst eru það góðu fréttirnar.
Þeir Kristján Arason, Atli
Hilmarsson, Alfreð Gíslason,
Páll Ólafsson og Bjarni Guö-
mundsson, sem allir leika í V-
Þýskalandi, verða mjög líklega
með í þessum leikjum. Á skrif-
stofu HSÍ fengust þær fréttir í
gær að þegar væri búið aö senda
áðurnefndum köppum farseðla
á klakann og liefði það verið
gert með þeirra vitncskju.
Ekki er hins vcgar eins víst
um þá Sigurð Gunnarsson og
■ Formaður ítalska knatt-
spyrnuliðsins Róma hefur verið
ákærður fyrir að reyna að múta
dómara í undanúrslitaleik í
Evrópukcppni bikarhafa á síð-
asta ári. Dino Viola á að hafa
reynt að múta franska dómaran-
um Michel Vautrot sem dæmdi
leik Róma og skoska liðsins
Dundee Utd. Þetta kom fram í
tilkynningu frá ítalska knatt-
spyrnusambandinu sem gefin
var út á miðvikudagskvöldið.
í tilkynningunni er haldið
fram að Viola, ásamt fleirum,
hafi lofað franska dómaranum
peningum að upphæð sem sam-
svarar rúmum tveimur milljón-
Einar Þorvarðarson sem leika á
Spáni. HSÍ er þegar búið að
senda þeim skeyti og var beðið
eftir svari á skrifstofu sam-
bandsins í gær. Að öllu óbreyttu
ættu þó félagarnir úr Tres de
Mayo að geta mætt í leikina.
Þá eru það slæmu fréttirnar.
Þorbergur Aðalsteinsson hefur
tekið að sér þjálfun sænska
liðsins Saab, sem hann leikur
einnig með. Óánægja hefur ríkt
í herbúðum félagsins að undan-
förnu og fleiri en einn þjálfari
hefur fengið að fjúka. Stjórn-
endur liðsins báðu Þorberg um
að taka að sér liðið nú í vikunni
og varð hann við því. Þorbergur
lcikur því örugglega ekki gegn
V-Þjóðverjum ogeinnigeróvíst
um íslenskra króna, ef hann
reyndi að hafa áhrif á úrslit
leiksins Róma í hag.
Bæði Viola og dómarinn hafa
neitað ákærunni en Italirnir
munu mæta í yfirheyrslur nú á
næstu dögum.
Róma sigraði í áðurnefndum
leik með þremur mörkum gegn
engu og það nægði þeim til að
vinna samanlagt 3-2 og komast
í úrslitaleikinn þar sem þeir
lágu fyrir Liverpool á sínum
eigin Ólympíuvelli eftir víta-
spyrnukeppni. Þess skal þó get-
ið að í lciknum gegn Dundee
voru tvö mörk dæmd af Róma.
hvort hann verði með í keppn-
inni í Sviss á næsta ári. Það yrði
slæmt fyrir íslenska landsliðið
því Þorbergur er í góðu formi
og átti t.d. ágæta leiki í alþjóð-
lega mótinu sem haldið var í
,Sviss í síðasta mánuði. Er lík-
legt að stjórnarmenn HSÍ reyni
allt til að Þorbergur geti leikið
■ Haustmót UMSB í borð-
tennis var haldið í Heiðarskóla
um síðustu helgi. Keppendur
voru 62 og sýnir það mikla
grósku í borðtennisíþróttinni í
Borgarfirði. Keppt var í einliða-
leik 2 unnar lotur upp í 11.
Urslit:
1. fl. drengja:
Hjörtur Magnússon, Vísi
Andrés Kjerulf, Hauk
2. fl. drengja
Stefán Jónsson, Hauk
Pétur Grétarsson, ísl.
3. fl. drengja:
Tryggvi Harðarson, Hauk
Sigurður Sigurdsson, Hauk
■ Gunter Netzer, fram-
kvæmdastjóri Hamborgarliðs-
ins í v-þýsku knattspyrnunni,
flaug í gær til Póllands til að
reyna að semja um kaup á
Miroslav Okonski frá Lech
Poznan. Netzer hefur aðeins
fram á kvöldið í kvöld til að
semja um kaupin því þá lokar
með í Sviss.
Aðrir undirbúningsleikir ís-
lenska liðsins í desember eru
tvær viðureignir við Spánverja
sem fram fara hér á landi eftir
rúmlega hálfan mánuð og þrír
leikir gegn Dönum í lok des-
ember, einnig hér á landi.
4. fl. drengja:
Guðmundur Adalsteinss., Reykdælum
Guðmundur Jónsson, Vísi
5. fl. drengja:
Hörður Birgisson, Hauk
Pétur Jóhannsson, Hauk
1. fl stúlkna:
Fjóla María Lárusd., Hauk
Harpa Harðard., ísl.
2. fl. stúlkna:
Ingibjörg Sigurðard., Hauk
Fjóla Benediktsd., Þresti
3. fl. stúlkna:
Magnea Helgad., Reykd.
Þórunn Marinósd., Hauk
í stigakeppninni þá sigraði
UMF Haukur með samtals 44
stig. Haukur sigraði einnig bæði
í stúlkna og drengjaflokki.
markaðurinn í Þýskalandi.
Okonski hefur leikið 28
landsleiki og var hjá Hamborg
fyrir stuttu. Sú dvöl hans nægði
Hamborgurum til að trúa því að
þarna færi góður leikmaður.
Því er reynt að kaupa hann í
skyndi.
Knattspyrna:
Mútuákæra
- á hendur formanni Roma
Haustmót UMSB í borðtennis:
Haukursigraði
Hamborg vill kaupa
Pólverjinn Okonski á lista liðsins
NBA KORFUKNATTLEIKURINN
■ Hór koma úrslit frá leikjum aðfaranótt fimmtudagsins:
New York Knicks-Indiana Pacers................................... 80 77
Philadelphia 76ers-New Jersey Nets ............................ 111-100
Boston Celtics-Detroit Pistons................................. 132-124
Milwaukee Bucks-Atlanta Hawks................................... 114-96
San Antonio Spurs-Washington Bullets............................ 104-97
Utah Jazz-Chicago Bulls......................................... 114-96
Portland Trail Blazers-Phoenix Suns........................... 110-93
Golden State Warriors-Denver Nuggets .......................... 104-102
Br-Houston Rockets-Los Angeles Clippers ....................... 137-130
Mótið „Góður vilji
ii
■ í júli á næsla ári verður í
Moskvu heilmiki! frjálsíþrótta-
keppni þar sem bestu frjáls-
íþróttamenn Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna, ásamt topp-
mönnum' frá öðrum þjóðum,
leiða saman hesta sína. Mót
þetta er kennt við „góðan vilja“
og verður fyrsta utanhússmótið,
síðan á Ólympíuleikjunum 1976
í Montreal, þar sem allir bestu
frjálsíþróttamenn stórveldanna
verða mættir til leiks.
Föstudagur 29. nóvember 1985 12
íþróttir
Innanhússknattspyrna:
Stórglæsilegt
mót á Skaganum
Toppliðin mætast á fyrsta stórmóti vetrarins
■ Stórmót íþróttafréttamanna
í innanhússknattspyrnu verður
haldið á Akranesi næstkomandi
sunnudag. Öll helstu lið
landsins, þ.á.m. lið íþrótta-
fréttamanna, verða með í þessu
móti sem nú er orðinn árlegur
viðburður í íþróttalífinu hér á
Fróni.
Reglur þær sem gilda um
hvaða lið hafa þátttökurétt á
þessu sterka móti eru einfaldar.
Meistarar síðasta móts og ís-
landsmeistararnir í innanhúss-
knattspyrnu eiga hvorir tveggja
rétt á þátttöku svo og gestgjaf-
arnir. Þau fjögur lið í fyrstu
deild sem best stóðu sig á tíma-
bilinu er einnig boðin þátttaka.
Til að fylla upp átta liða kvótann
kemur svo lið íþróttafrétta-
manna inn í myndina.
Þegar er búið að draga í riðla
fyrir mótið og eru báðir geysi-
sterkir. í A-riðli leika K.R.-
ingar, meistara síðasta móts,
Fylkir, íslandsmeistararnir í
innanhússbolta, Í.B.K: og
Akranes, gestgjafar mótsins.
Þór frá Akureyri, Fram, Sam-
tök íþróttafréttamanna og Val-
ur leika svo í B-riðlinum.
Það er erfitt að spá um hvaða
lið muni fara alla leið í úrslita-
leikinn. Skagamenneru aðsjálf-
sögðu sigurstranglegir í A-riðl-
inum, þeir leika í sínu íþrótta-
húsi og eru, og hafa ávallt verið
góðir. K.R.-ingar eru einnig
með sterkt lið og hafa alltaf
verið í fremstu röð í innanhúss-
boltanum. Það er hinsvegar
dulítil spurning hvort Fylkir nái
að fylgja eftir sínum frábæra
árangri í innanhússboltanum,
en þeir urðu íslandsmeistarar í
íþróttinni á síðasta ári.
Það er mikið gleðiefni að lið
Þórs frá Akureyri sá sér fært að
leika á mótinu. Þar er skeinu-
hætt lið á ferðinni. Reykjavík-
urrisarnir Fram og Valur eru þó
sigurstranglegastir í B-riðlinum
og viðureign þessara félaga á
eflaust eftir að verða hörku-
spennandi. Samtök
íþróttafréttamanna eru með
gott lið en varla er hægt að
reikna með því í toppsætið.
Einhvern veginn hefur það
nefnilega ávallt farið svo á síð-
ustu mótum að sú landsfræga
lukka hefur lagt undir sig skottið
og hlaupist á brott úr liðinu. í
ljósi þessarar ólukku varð því
ákveðið á fundi Samtakanna að
sætta sig alveg við silfur ellegar
brons á þessu stórmóti.
Undankeppni mótsins á
Akranesi hefst í íþróttahúsi
staðarins kl. 12.00 á sunnudag-
inn og úrslit byrja kl. 15.30.
Miðaverði er stillt í algjört hóf.
Fullorðnir þurfa að greiða kr.
200 við innganginn en börn
yngri en tólf ára kr. 100.
ÓmarogVígamenn
■ Skemmtiatriðin á stór-
móti íþróttafréttamanna
verða ekkert slor heldur
stórglæsileg.
Ómar Ragnarsson mætir
með stjörnulið sitt í
íþróttahúsið og leikur það
gegn gullaldarliði þeirra
Skagamanna og er hér um
viðureign að ræða sem
sjálfsagt fáir vilja missa af.
Þá koma Vígamenn í
heimsókn og brjóta nokkra
múrsteina og gera aðrar
kúnstir. Þessi karatehópur
sló í gegn í orðsins fyllstu
merkingu nú nýlega á
keppninni „Sterkasti mað-
ur íslands" og munj eflaust
gera slíkt hið sama uppá
Akranesi.
Spænska bikarkeppnin í fótbolta
■ Hér eru úrslit í þriðju umíerð,
seinni leikir, spænsku bikarkeppn-
innar í knattspyrnu. Lið Péturs
Péturssonar, Hercules, komst áfram.
Espanol-Plasencia.......3-1 (8-2)
Real Zaragoza-Eibar .... 3-0 (5-1)
Racing-Mestalla..........0-1 (3-1)
Las Palmas-Lalin.......11-1 (14-1)
Osasuna-Alcorcon........5-0 (6-0)
Hercules-At. Mallorca ... 2-1 (3-2)
Sevilla-Merida ..........4-2 (6-2)
Celta-Jerez..............2-0 (3-0)
R. Sociedad-Real Oviedo . 2-2 (3-4)
Sporting-Tenerife .......2-1 (2-3)
Valencia-Aragon .........6-1 (8-2)
Rayo Vall.-Real Vall. .... 1-0 (1-0)
Real Mallorca-Real Betis . 3-1 (4-2)
Opna ástralska í tennis:
Becker úr leik
- féll úr keppni fyrir óþekktum í 2. umferð
■ V-Þjóðverjinn Boris Becker
féll úr keppni á Opna ástralska
meistaramótinu í gær. Becker,
■ Boris Becker er úr leik.
sem var að keppa í fyrsta smn á
grasi eftir hinn fræga sigur á
Wimbiedon tennismótinu í júlí
síðastliðnum, lá fyrir nær
óþekktum Hollendingi Michiel
Schapers að nafni, en sá er
188ugasti á lista yfir sterkustu
tennisleikara heims.
Hinn 18 ára gamli Becker,
sem er fjórði sterkasti tennis-
spilari í heimi samkvæmt lista
Alþjóðatennissambandsins,
tapaði fyrir Schapers 6-3, 4-6,
6-7, 6-4 og 3-6 og féll þar með
úr keppni í aðeins annarri um-
ferð þessa stórmóts.
Becker náði sér aldrei á strik
í leiknum og var svekktur út í
sjálfan sig að honum afloknum:
„Ég tapaði leiknum. Hann vann
hann ekki,” sagði Bécker við
fréttamenn og dró ekki úr slakri
frammistöðu sinni.
Aðstæður á Kooyong tennis-
svæðinu í Melbourne í Ástraííu,
þar sem mótið fer fram. þykja
vera erfiðar og hefur verið
kvartað mjög yfir hálu grasinu.
-i-
I