NT - 29.11.1985, Page 13
Föstudagur 29. nóvember 1985 13
íþróttir
Velheppnað námskeið
- fyrir leiðbeinendur í íþróttum fatlaðra
Um síðustu helgi fór fram í í þeim íþróttagreinum sem fatl-
aðir leggja stund á.
Á myndinni hér til hliðar má
sjá þátttakendurna reyna sig í
Reykjavík A-stigs leiðbein-
endanámskeið í íþróttunr fyrir'
fatlaða. Námskeiðið var alls 35
kennslustundir og voru þátttak-
endur 30. víðsvegar að af land-
inu. Nánrskeiðið var bæði bók-
legt og verklegt. í bóklegu tínr-
unum voru þátttakendum
kynntar hinar ýmsu tegundir
fötlunar en í verklegu tímunum
fengu þátttakendur að reyna sig
hjólastólakörfubolta og sitjandi
blaki. Hvorug þessara greina
hefur náð mikilli útbreiðslu hér á
landi en eru mjög vinsælar er-
lendis.
Maradona í tveggja leikja bann
■ Argentínski snillingurinn í knattspyrnu Diego Maradona
var í gær dæmdur í tveggja leikja bann nieð liði sínu Napóli
á Ítalíu. Maradona lenti í átökum við andstæðing í síðasta
leik Napoli og var vikið af velli.
Sigurður í
endurhæfingu
Frá Guðmundi Karlssyni fréttaritara NT í
V-Þjskalandi:
■ Sigurður Sveinsson, sem varð
fyrir því óhappi fyrir nokkru að slíta
og rífa allt sem mögulegt var í
hnéinu, er nú á góðum batavegi. I
samtali við réttaritara NT sagðist
Sigurður vera á leið í endurhæfingu
hjá miklum sérfræðingum í Frank-
furt og yrði hann hjá þeim næstu
fjórar til sex vikurnar. Sigurður er nú
laus úr gipsinu og batahorfur eru
góðar. Hann vonast til að vera
orðinn leikhæfur í janúar.
Páll stórgóður
Frá Guðmundi Karlssyni fréttaritara NT í
V-Þýskalandi:
■ Páll Ólafsson og félagar hans í
Dankersen sigruðu Lemgo, lið Sig-
urðar Sveinssonar, örugglega með
23 mörkum gegn 15 á miðvikudags-
kvöldið eins og NT skýrði frá í gær.
Páll átti stórgóðan leik með Dank-
ersen en heimaliðið Lemgo náði sér
aldrei á strik í leiknum, þeim þrjú
þúsund áhorfendum sem komið
höfðu í höllina til mikilla vonbrigða.
I hálfleik voru Dankersen tveimur
mörkum yfir, 9-11 og komust síðan í
11-17. Páll var markahæstur í sínu
liöi með 7 mörk og jafnframt var
hann besti maður Dankersen. í sam-
tali við fréttaritara NT sagðist Páll
var mjög hress með þennan þriðja
sigur Dankersen í röð en á morgun
leikur Páll gegn Atla Hilmarssyni og
félögum hans í Gúnsburg.
Brasilíuboltinn
■ Bangu er enn efst í Ríó de
Janeiro-deildinni en liðið sigraði
Bonsucesso 1-0 í vikunni. Keppnin
er nú á sínu öðru stigi og er Bangu
komið með 18 stig, einu meira en
Flamengo sem einnig sigraði um
helgina. Flamengo, sem enn er án
Zico, vann Volta Redonda á útivelli
með einu marki gegn engu. Þá sigr-
aði stórliðið Fluminense lið Bota-
fogo 0-2 og er því í þriðja sæti Ríó
de Janeiro-deildarinnar með 15 stig.
Sao Paulo hefur örugga forystu í
samnefndri deild, er með 27 stig en
liðið vann 2-0 sigur á Noroeste í
vikunni. Portuguesa er í öðru sæti
Sao Paulo-deildarinnar með 24 stig.
Leikreglur í körfu
■ Fræðslunefnd ÍSÍ og Körfuknatt-
leikssamband íslands hafa nýlega
geflð út leikreglur í körfuknattleik.
Reglur þessar eru að koma út í 7.
sinn á íslensku og sá Sigurður Valur
Halldórsson um þýðingu að þessu
sinni ásamt dómaranefnd KKÍ.
Reglur þessar eru hinar aðgengi-
legustu og sjálfsagt góðar fyrir hina
sjálfskipuðu dómara sem flnna má í
flokkum á áhorfendapöllunum. I
reglunum er m.a. atriðaskrá sem
sparar mikinn tíma við notkun
þeirra.
Leikreglurnar fást á skrifstofu KKÍ
og ÍSÍ og kosta kr. 130.
Raunabikarinn?
■ Mjólkurbikarinn enski hreytir
um nafn á næstunni. I gær var
tilkynnt að getraunafyrirtækið
Littlewoods hefði tekið við af mjólk-
urframleiðendum að styrkja deildar-
bikarkeppnina í Englandi og mun
stuðningurinn ná yfir næstu þrjú
árin. Hvað bikarinn muni koma til
með að kallast veit cnginn - kannski
Raunábikarinn?
í Landsbanka íslands eiga börn um
margar leiöirað velja til ávöxtunar
á sparifé sínu. Tinnabaukurinner
tilvalin byrjun. Þeir þremenningarnir,
Tinni, Tobbi og Kolbeinn skipstjóri
gæta gullsins vel. Þegar í bankann kemur
hefst ávöxtunin fyrir alvöru.
Tinnabaukurinn kostar aðeins 100 kr.
Sparnaðinn er síöan tilvalið
að leggja í Kjörbók, sem ber háa vexti
og verðtryggingu.
;:
Sparnaður er dyggð sem allir foreldrar
ættu að brýna fyrir börnum sínum.
Gömul máltæki eins og
Landsbanki
dur eyrir“,
Banki ailra landsmanna