NT


NT - 29.11.1985, Síða 14

NT - 29.11.1985, Síða 14
 ÍTTf Föstudagur 29. nóvember 1985 14 Ll Helgin framundan ■ Lúftrasveitin Svanur. Aðventu- tónleikar ■ Sunnudaginn 1. des. heldur Lúörasveitin Svanur aðventutónleika í Langholtskirkju kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir J. Háydn, J. J. Mouret, A. Vivaldi, R. Voughan Williams, W. A. Mozart, A. Adams auk jólalaga. Einleikarar í konsert f. 2 trompeta og hljómsveit eftir A. Vivaldi verða þeir Ásgeir H. Steingrímsson og Einar St. Jónsson. Stjórnandi Svansins er Kjartan Óskarsson. Þess má geta, að hljómsveitin á 55 ára starfsafmæli um þessar mundir. „Fáheyrður hvítur úlfur“ ■ Sunnud. 1. des. verður frönsk-ís- lensk rokkhátíö haldin í veitingahús- inu Zafar.í við Skúlagötu. Yfirskrift hátíðarinnar er „Fáheyrður hvítur úlfur". Um skcmmtiatriði á hátíðinni sjá eftirtaldir aðilar: Franska rokkhljóm- sveitin Etron Fou Leloublan og rokk- hljómsveitin Svart-hvítur draumur, sem m.a. flytja efni af splunkunýrri plötu „Bensínskrímslið skríður". Rokkskáldin Sigfús Bjartmarsson og Einar Már Guðnrundsson flytja frumsamið efni. Medúsahópurinn, Sjón, Pór Eldon, Jóhamar og Einar Melax munu klæða Zafarí viðhafnar skrúða með litum, tali, tónum o.fl. Fransk-íslenska rokkhátíðin hefst stundvíslega kl. 20.30. Forsala að- göngumiða er í Gramminu, Lauga- vegi 17, sími 12040. ■ Gunnar Kvaran. Sellótónleikar í Þorlákshöfn ■ Sunnudaginn 1. des. heldur Gunnar Kvaran sellóleikari tónleika í Þorlákshafnarkirkju, |iar sem hann mun leika þrjár einleikssvítur eftir Johann Sebastian Bacli, svítur nr. I í G-dúr, nr. 2 í d-ntoll og nr. 3 í C-dúr. Tónleikarnir hefjast kl. 16.30. Miðar verða seldir við innganginn. ■ TríÓ J.S.tLjnsm. Kristján Másson) Melódískur jazz í Stúdentakjallaranum ■ í kvöld, föstudagskvöld 29. nóv. leikur Tríó Jóhannesar Snorrasonar í Stúdentakjallaranum v/Hringbraut. Auk Jóhannesar skipa þeir tríóið Gunnar Pálsson og Hreiðar Sigur- jónsson. Peir leika einkum melódísk- an jazz. Tónlfckarnir hefjast kl. 21.00 oger aðgangur ókeypis. Bókmenntir Gerða Antti í Norræna húsinu ■ Finimtudaginii 28. nóvember kl. 20.30, les sænskí rithöfundurinn Gerda Antti úr verkum sínum í Norræna húsinu. Hún er stödd hér á landi í boði sænska sendiráðsins og Norræna hússins. Gerda Antti sendi frá sér sína fyrstu bók árið 1961, Ijóðabókina „Hár och nu", en vakti þó ekki verulega athygli fyrr en með smá- sagnasafninu „Inte várre án' vanligt" árið 1977 og þó enn frekar þegar skáldsagan „Skref fyrir skref" (Ett ögonblick í sánder) kom út árið 1980. Fyrir tvær síðasttöldu bækurnar fékk Gerda Antti bókmenntaverðlaun Svenska Dagbladet auk þess sem hún hlaut bókmenntastyrk (Litteratur- framjandets litteraturstipendium). Sagan var lesin í Ríkisútvarpið í íslenskri þýðingu Guðrúnar Þórarins- dóttur. Dagskráin á fimmtudags- kvöldið hefst sem fyrr greinir kl. 20.30 í Norræna húsinu og eru allir velkontnir. Myndlist Sýning á bókverkum í Norræna húsinu ■ I anddyri Norræna hússins stend- ur nú yfir sýning á bókverkum ís- lenskra listamanna þ.e. bókunt sem listaverkum. í bókasafni eru sýndar norrænar listaverkabækur og sýning- arskrár. Þessar sýningar eru báðar settar upp í tilefni af 40 ára afmæli Norræna myndlistabandalagsins og í tengslum við þær verða haldnir tveir fyrirlestrar mánudagskvöldift 2. des- ember. Þá talar Aðalsteinn Ingólfs- son. listfræðingur. urn bókverk Diet- ers Rot og dr. Gunnar Harðarson fjallar um bókverk íslenskra lista- manna. Með fyrirlestrunum verða sýndar litskyggnur og hefjast þeir kl. 20.30 á mánudaginn. Samískur listiðnaður ■ í sýningarsölum Norræna hússins var sýningin „Samískur listiðnaður" opnuð um síðustu helgi. Þar má sjá sérstaka og skemmtilega muni unna samkvæmt aldagamalli samískri hefð. Þetta er farandsýning frá Samtökum Sama í Noregi og Listiðnaðarsafninu í Þrándheimi. en á henni eru verk eftir Sama frá öllu Norðurkollusvæð- inu. Báðum sýningunum í Norræna hús- inu lýkur 8. desember. Kjarval - aldarminning ■ Enn stendur sýningin á Kjarvals- stöðum í tilefni aldarafmælis Jóhann- esar Kjarval, og henni lýkur ekki fyrr en 15. desember. Sýningin er opin kl. 14.00-22.00 alla daga. Ókeypis aðgangur er að sýningunni, en vegleg sýningarskrá á íslensku og ensku er seld á kr. 300. Þarna eru sýnd 212 verk eftir Kjarval, flest í eigu einstaklinga og mörg hafa aldrel verið sýnd opinber- lega fyrr. Á göngunum eru sýndir munir úr fórum Kjarvals og stækkaðar ljós- myndir af honum frá ýmsum tímum. í fundarsal er sýndur myndbandsþátt- ur, þar sem rekinn er ferill Kjarvals í stuttu máli. Leiklist ■ Björg Baldvinsdóttir og Marínó Þorsteinsson á frumsýningunni á JÓIaæVÍntýrÍ.(NT-mvnd: Maraldur Ingi) Jólaævintýrið á Akureyri - mikil aðsókn og einróma lof ■ Um helgina verða þrjár sýningar á söngleiknum Jólavæintýri. sem bvggður er á sögu Charles Dickens.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.