NT - 29.11.1985, Page 19

NT - 29.11.1985, Page 19
-f u Föstudagur 29. nóvember 1985 19 L IVI «9 Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Hánefsstöðum ættum að hugleiða það núna og muna eftir því að það sem hún sagði um þessi mál fyrirlöngu síðan, erhárrétt, sé til þessa dags litið. Hún var framsýn í þessum málum eins og svo mörgum öðrum. Ekki get ég skilið við þessar fátæk- legu kveðjulínur án þess að minnast á það góða mál sem hún talaði. Stundum kom hún með skondin orð. Fædd 27. nóvember 1907 Dáin 24. október 1985. Sigríður Vilhjálmsdóttir var fædd að Hánefsstöðum við Seyðisfjörð 27. nóvember, 1907. Hún vardóttirhjón- anna Vilhjálms Árnasonar og konu hans Bjargar Sigurðardóttur. Sigga, eins og hún var oftast kölluð var næstyngst sjö systkina, en þau voru: Sigurður, Árni, Hermann. Pórhallur, Hjtílmar Sigríður og Stefanía. Hjálmar og Stefanía eru ein eftir af þessum þróttmikla systkinahópi. Auk barna sinna ólu þau Vilhjálmur og Björg, upp Vilhjálm Emilsson. Foreldrar hans voru hjónin Emil Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir frá Hátúni á Hánefsstaðaeyrum. Vil- hjálmur naut frænku minnar lengst af þeim systkinum, en hann kvæntist systur Einars, manns Siggu, Ingi- björgu Stefánsdóttur frá Mýrum í Skriðdal. Heimili þeirra systkina Siggu og Vilhjálms voru svo að segja hlið við lilið og var samgangur mikill milli þeirra, enda þessi tvö heimili lík um margt. Gestrisni og hlýja tóku á móti hverjum manni á báðum þessum heimilum. Eftir fráfall Siggu munu margir leita í Vindás, en það nefndu þau hús sitt, Villi og Inga. Hánefsstaðaheimilið var stórt og umsvifin mikil. Oft voru um 60 manns íheimili með heimafólkinu, en útgerð og landbúnaður fóru þar saman. Það má nærri geta að handtökin hafa verið mörg. Vinnumenn og konur voru allt úrvalsfólk, sem sóttist eftir að vera í vist hjá hjónunum á Hánefs- stöðum. Sigga vandist því snemma á að taka til hendinni og gekk að öllum störfum af kappi og áhuga. Móðir mín, sem var vinnukona á Hánefs- stöðum og giftist Þórhalli bróður Siggu, sagði mér oft margar og skemmtilegar sögur af Siggu, en hún var fjörug og skemmtilegur félagi. Pað væri freistandi að segja frá nokkr- um þeirra, en ég læt minningarnar og frásagnargleði Siggu sjálfrar nægja, en margt var brallað á stóru búi. Að sögn móður minnar var Sigga einstak- lega sporlétt og viljug. Á þessum árum var grín og glens ómissandi þáttur í athöfnum hennar. Hún atii kappi við bræður sína við störf og leiki og tókst það með prýði. Henni lærðist snemma að þykja vænt um það sem fagurt var, enda mjög listræn sjálf. en tónlist, góðar bókmenntir og handvefnaður var í hávegum haft á Hánefsstöðum. Með þetta nesti lagði Sigga út í lífið. Hún var við nám og kennslu hjá Sigrúnu Blöndal á Hallormsstaða- skóla árið 1930, en þar aðstoðaði hún við kennslu í vefnaði. Petta var afdrifaríkt ár fyrir Siggu, því þarna kynntist hún ungum og glæsilegum manni, Einari Stefánssyni frá Mýrum í Skriðdal. Pau gengu í hjónaband árið 1932. Einar lést fyrir sjö árum, má þá segja að lífslöngun Siggu liafi byrjað að dvína. Hún hafði ekki verið heilsuhraust frá því um miðbik ævinn- ar, en nú fór heilsu hennar hratt hrakandi. Hún var rúmföst s.l. 3 ár, en fylgdist með öllu sem fram fór, en líkamleg heilsa var farin. Heimili Einars og Siggu var í þjóðbraut og voru þau ein af fyrstu íbúum Egils- staðakauptúns, en þar reistu þau fallegt heimili árið 1945. Áður höfðu þau búið að Hafranesi og Reyðar- firði. Einar var smiður að mennt, en varð byggingarfulltrúi Austurlands árið 1951. Vinir og frændur voru tíðir gestir hjá þeim hjónum, en alltaf var nægjanlegt pláss fyrir alla. Ég kom ótal sinnum til þeirra, en varla man ég nokkurn tíma til þess að ekki hafi verið þar fleiri manns fyrir. Gestrisni og einlægni var þeim svo eðlileg að engum fannst hann vera til trafala. Gestagangurinn í Laufási, en svo nefndu þau heimili sitt, var gríðarleg- ur, svo mikill að ekkert heimili hef ég þekkt, sem tók á móti svo mörgum gestum og gangandi og alltaf af rausn og myndarskap. Siggu var það meðfætt að taka á móti fólki á þann Ný skáldsaga eftir Hammond Innes Hammond Innes: Olíubylgjan blakka Iðunn 1985-207 bls. ■ Hammond Innes hefur lengi átt sér traustan hóp aðdáenda víða um heim og þeir bókmenntagagnrýnendur erlendir, sem fást við að gagnrýna þá bókmenntagrein, sem flestar bækur Innes heyra til, spara sjaldan stóru orðin þegar ný bók kemur frá hendi hans. Gæti stundum virst svo sem menn keppist helst við að finna sem sterkust lýsingarorð, í stað þess að fjalla um bækurnar. Er bókmenntagagnrýni af því tagi að því er virðist viðurkennd í þeim löndum, þar sem flestar spennusögur eru skrifaðar og þykja sjálfsögð grein á skáldsagnameiðinum. Og vissulega má ekki draga allar spennusögur og alla spennusagnahöfunda í einn dilk. Hér skal ekki veist að neinum höfundi slíkra sagna, en í mínum huga er þó Hammond Innes í hópi þeirra skástu, bækur hans eru yfirleitt skrifaðar á þokkalegu máli og efnismeiri en bækur margra spennusagnahöfunda. í þessari bók segir frá því að ung hjón hafa tekið sér bústað í kofa á Cornwallskaga á Englandi. Óveðursnótt eina rekur olíuskip stjórnlaust upp að ströndinni. Pað strandar, olían lekur út og spillir fuglalífi, en þau hjónin eru miklir náttúrulífsunnendur. Konan grípur það til bragðs í örvæntingu sinni að fara um borð í skipsflakið og sprengir það í loft upp og sjálfa sig um leið. Þá taka óvæntir hlutir að gerast og bóndi hennar fær grun um að skipsstrandið hafi ekki borið að með þeim hætti sem virtist í fyrstu. Hann kemst á slóð alþjóðlegs glæpahrings, sem hefur það að atvinnu sinni að ræna skipum og svíkja fé út úr tryggingarfélögum. Hefst þá hinn mesti eltingaleikur, sem berst um hálfan heiminn og gerast þar margir óvæntir og spennandi atburðir. Söguþráðurinn verður nú ekki rakinn nánar, en í bókinni, sem er þrælspennandi, er lesandanum leyft að skyggnast inn í veröld alþjóðlegra glæpasamtaka, þar sem öll meðul eru notuð til þess eins að komast yfir nokkra aura. Myndir og mannlýsingar eru vissulega ýktar, eins og oft vill verða í sögum af þessu tagi, en hitt er haft fyrir satt, að höfundur hafi sótt drjúgan efnivið í skýrslur um raunverulega atburði. Fyrir þá, sem á annað borð hafa gaman af spennusögum, er óhætt að mæla með þessari, og ekki sakar að þýðing Álfheiðar Kjartansdóttur er mjög þokkalega gerð. Jón Þ. Þór. hátt að öllum leið vel í návist þeirra hjóna. I gestabókunum þeirra má finna fjölda nafna, seni alþjóö þekkir við hlið Jóns Jónssonar. en að Sigga gerði upp á milli manna var henni eins andstætt og norðrið er suðrinu. Hún hreinlega „fílósóferaði" stundum við mig um þá sem það gera. Titlar og titlatog voru henni mjög á móti skapi og varð henni oft heitt í hamsi þegar þessi mál voru rædd. Einar og Sigga eignuðust tvo syni, Vilhjálm, sem er skólameistari menntaskólans á Egilsstöðum. Hann er giftur Gerði Unndórsdóttur og eiga þau sex syni. Stefán, sem er verkfræðingur og býr í Svíþjóð. Hann kvæntist sænskri konu, Birgittu Ein- arsson og eiga þau þrjá syni. Stefán hafði verið heima á íslandi í við- skiptaerindum, en daginn sem hann kom til Svíþjóðar aftur, fékk hann símhringingu frá Vilhjálmi bróður sínum, sem tilkynnti honum andlát móður þeirra. Áuk þessara tveggja sona sinna, ólu þau upp til margra ára, son undirritaðrar, Baldur Kristjánsson, sem er sálfræðingur og búsettur í Keflavík. Hann er giftur Svölu Björgvinsdóttur og eiga þau tvö börn. Baldur fór ekki varhluta af elskusemi Siggu og Einars, enda leit Baldur ætíð á þau sem foreldra sína. Þegar litið er yfir farinn veg hrann- ast minningarnar upp. Samskipti okk- ^ j 1 ar Siggu urðu vissulega með öðrum hætti en hjá öllum liinum náfrænkum hennar. Hún var meö barnið mitt hjá sér. Það hlýtur oft að hafa verið erfitt fyrir hana. engu síður en mig, vegna þess að hún gaf honuni alla þá ást, sem hún gaf sínum eigin sonum, án þess þó að taka hann frá mér. Hún vildi engan særa. Siggu var fátt mannlegt óviðkom- andi. Þó held ég að börnin hat'i átt hug hennar mestan, enda hændust öll börn að henni. Hún bar einlægan hug til þeirra yngstu. Ýmislegt hefðu kennarar, uppeldisfræðingar o.11., sem með börn hafa að gera, getað lært af henni. Hefði hún verið ung kona nú til dags og mátt kjósa sér lífsstarf, held ég að félagsmál barna hefðu orðið ofarlega á blaði hjá henni. Málefni vangefinna voru henni mjög kær og lét hún þar margt gott af sér leiða. Við sem þekktum hana best eða orðatiltæki.sem ég tæplega skildi og striddi henni þá á Seyðisfjarðar- dönsku. Þá var henni skemmt og hló að mér, en lét rnig hafa það. að við þessi yngri værum að glopra niður góðri og gamalli íslensku. Eg átti það til að leita eftir þessum fáheyrðu orðunr hennar í orðabókum, en alltaf skyldi Sigga hafa rétt fyrir sér. Sigga frænka var búin að vera veik og ósjálfbjarga síðustu árin. Þá, sem fyrr, sýndi Vilhjálmur sonur hennar það sérstaka samband sem á milli þeirra var. Hann heimsótti móður sína á hverjum degi og oft tvisvar á dag. Hann annaðisl hana af elsku og umhyggju allan hennar veikindatíma. Stefán kom til hennar eins oft og honum var unnt, bæði í fríum og vegna viðskiptaferða hingað heim. Alltaf hófst ferðin hjá mömmu. Bald- ur og hans kona fóru austur til hennar eins oft og þau gátu því við komið. í sumar sem leið fór Baldur ásamt litlu Siggu, dóttur sinni, í heimsókn til mömmu og ömrnu. Hugur Baldurs leitaði alltaf austur. Ásamt konum sínum voru bræðurnir þrír saman- komnir við útför hennar sem fram fór 2. nóvember s.l. Sigga frænka er dáin. Fari hún í friði og hafi þökk fyrir allt. Samúðar- kveðjur til sona hennar, barnabarna, tengdadætra og systkinanna þriggja sem eftir lifa. Guðbjörg Þúrhallsdóttir Miðbær: Blóm og myndir • Laugavegi 53 Gleraugnaverslunin • Bankastræti 14 Hamborg • Hafnarstræti og Klapparstlg Heimilistæki • Hafnarstræti Herragarðurinn • Aðalstræti 9 Kjötbær • Laugavegi 34 a Málningarvörur • Ingólfsstræti Matardeildin — Hafnarstræt! Vaggan ■ Nýja Laugaveginum Austurbær: Austurbæjarapótek • Hátelgsvegi 1 BB byggingavörur Blómastöfa Friðfinns • Suöurlandsbr. 10 Garðsapótek • Sogavegi 108 Gunnar Ásgeirsson ■ Suðurlandsbraut Háaleitisapótek Heimilistæki - Sætöni Hekla hf. • Laugavegi 170-172 Herjólfur - Skipholti Hllðabakarf • Skaftahllð 24 Ingþór Haraldsson • Ármúla 1 Kjötmiðstöðin - Laugalæk Llfeyrissjóður byggingamanna • Suóurlandsbraut 30 Rafkaup • Suöurlandsbraut 4 Ravðrur • Laugarnesvegi 52 Rangá • Sklpasundi Skrlfstofa Llons • Sigtúnl 9 Skeljungsbúöin • Slðumúla 33 Sundaval • Kleppsvegl 150 SS ■ Glæsibæ SS • Háaleltisbraut SS • Laugavegi 116 Sundlaugin - Laugadal Sðluturninn Arnarbakka 2-6 Söluturninn Hálogalandi Tómstundahúsiö • Laugavegi 164 Víöir - Starmýri Vogaver • Gnoðarvogi 46 Örn og Örlygur • Sföumúla 11 Vesturbær: Hagabúðin ■ Hjaröarhaga Ragnarsbúð • Fálkagötu Skerjaver • Einarsnesi Skjólakjör • Sörlaskjóli 42 Söluturn I innanlandsflugi Breiðholt: Hólagaröur Straumnes Verslunin Ásgeir • Tindaseli tam Lionskiúbbar víðsvegar um landið sjá um dreifingu. N Allur hagnaður rennur oskiptur % til ýmissa góðgerarmála.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.