NT - 03.12.1985, Blaðsíða 4

NT - 03.12.1985, Blaðsíða 4
 T « V . . ? . . S * X • • • Þriðjudagur 3. desember 1985 4 s i íðan if /TKítJRík MCLRBSSOi ■ Sfldarvertíð er nú að Ijúka víðast hvar. Myndin sýnir sfldarlöndun úr Friðrik Sigurðssyni ÁR, á Reyðarfirði þegar vertíðin var í fullum gangi. Grindavík hæst ■ Óðum líður að lokum síldarver- tíðar, en í síðustu viku var þó landað á 27 höfnum. Vikuaflinn var samtals 1.850 tonn. Mestu var landað í Vest- mannaeyjum eða rúmum 707 tonnum. Alls er búið að landa 47.394 tonnum það sem af er vertíðar brúttó þ.e. síldin vigtuð með ís. Nettó nemur þessi tala rúmum 44 þús. tonnum og eru þá óveidd um 700 tonn á vertíð- inni. í frystingu hafa farið samtals 13.707 tonn og mest af því í Vest- mannaeyjum eða tæp 4.200 tonn. Það sem af er vertíðinni hefur þó mestri síld verið landað í Grindavík, eða tæpum 6.900 tonnum. Nokkrar af laf réttir ■ Þokkalegur afli hefur verið hjá togurum og stærri bátum í síðustu viku. Talsvert hefur verið siglt með afla eða hann settur í gáma og reikna menn nú með að verð fari lækkandi á Bretlandsmarkaði. Enn er landað sfld á nokkrum stöðum og loðnu er landað víða um land. NT hringdi á nokkra staði í gær og kannaði hljóðið í mönnum. Vestfirðir ■ Togarinn Gyllir á Flateyri land- aði hluta af 100 tonna afla á Bíldudal á laugardagskvöld, afgangnum af' aflanum var landað á Flateyri í gær, þar af fóru um 24 tonn í gáma. Línubáturinn Jónína á Flateyri landaði 16 tonnum í vikunni eftir 3 róðra en línubáturinn Byr landaði 3 ]h tonni eftir einn róður. Á Þingeyri landaði togarinn Sléttanes 104 tonnum á þriðjudag- inn var og um 80 tonnum daginn eftir, miðvikudag. í gær landaði Sléttanesið svo 100 tonnum, mest þorski. Hinn togari Þingeyringa, Framnesið, hefur verið í slipp undanfarið. Togarinn Dagrún á Bolungarvík landaði 17 tonnum á síðasta föstu- dag, Heiðrún landaði í gær 35-37. tonnum af ýsu og þorski þar af fóru 12 tonn í einn gám. Rækjutogarinn Hugrún landaði rúmlega 9 tonnum af úthafsrækju sl. föstudag, en Sól- rún er á veiðum. Tveir loðnubátar lönduðu saman- lagt 13-1400 tonnum af loðnu á Bolungarvík um helgina. Afli línu- báta var nokkuð góður þessa viku, þeir voru með 4 Vi-9 tonn í róðri. í Hnífsdal landaði togarinn Páll Pálsson tæpum 100 tonnum af blönduðum afla í gær og fóru um 45 tonn í gáma. Togarinn Guðbjörg á ísafirði afl- aði vel í síðustu ferð eða um 200 tonn á fimm sólarhringum, sem landað var í gær. Togarinn Guðbjartur landaði einnig á ísafirði í gær, um 90 tonnum af blönduðum afla og fóru 25 tonn í gáma. Rækjubátar á ísafirði fengu þokkalegan afla vikuna sem leið voru samanlagt með rúmlega 15 tonn, þrír bátar. í Súðavík landaði togarinn Bersi 40 tonnum í gær, þaraf fóru 12 tonn í einn gám. Rækjubátar í Súðavík veiddu vel síðustu viku. Línubáturinn Ásbjörg á Hólma- vík, landaði 16 tonnum í síðustu viku eftir 3 róðra. Á Hólmavík var landað 60 tonnum af rækju og skelfiski samanlagt í síðustu viku. Norðurland Á Norðurlandi var tíðarfar allgott víðast í síðustu viku og á flestum stöðum gaf á sjó en það fór að hvessa undir helgina og nú er bræla á miðunum og margir bátar og togarar eru á leið í land. Á Hvammstanga var landað 29 og 'h tonni af rækju frá 5 bátum sem allir fóru í 3 róðra. Á Blönduósi lönduðu rækjubát- arnir Nökkvi og Jón Pétur rúmlega 7,8 tonnum hvor af rækju, Dagrún landaði rúmlega 3,6 tonnum af rækju og Sæborgin landaði rúmlega 24 og ]h tonni af hörpudiski. Hjá Hólanesi á Skagaströnd land- aði togarinn Arnar tæplega 52 tonn- um mest af þorski og svo lönduðu tveir bátar um 30 tonnum af hörpu- diski. Togarinn Drangey kom inn til Sauðárkróks með um 34 tonn af. þorski þann 27. nóv. sl. og togarinn Skafti landaði einnig á Sauðárkróki um 56 tonnum af þorski þann 29. nóv. Hjá Þormóði Ramma á Siglufirði landaði línubáturinn Núpur frá Grenivík um 32 tonnum af þorski og hjá ísafold landaði Skjöldur 47 tonnum af þorski. Á Akureyri voru 3 landanir í síðustu viku, togarinn Sléttbakur kom inn þann 25. nóv. með 105 tonn, mest af karfa og þorski, Kaldbakur kom inn þann 27. nóv. með 192 tonn af ufsa, karfa og grálúðu og svo korri togarinn Hrímbakurþann29. nóvembermeð ■ 123 tonn af þorski. Til Dalvíkur kom togarinn Dal- borg með 115 tonn mest kola og 6 rækjubátar lönduðu samtals 54,8 tonnum af rækju á Dalvík. Á Grenivík var aðeins ein löndun og landað var 585 kg af þorski. í Grímsey hefur ekki verið róið síðan á fimmtudag en þar var landað 22 tonnum frá 3 bátum mest af ufsa. Til Hríseyjar kom togarinn Snæ- fellið með 98 tonn af blönduðum fiski og netabáturinn Eyborg land- aði 10 tonnum. Á Ólafsfirði hefur ekkert verið landað í síðustu viku því allir bátar eru í siglingu til Englands og eru ekki væntanlegir fyrr en seint í desember. Á Húsavík var landað rúmlega 5 tonnum af bolfiski, mest af þorski og rúmlega 55 tonnum af rækju frá 4 bátum sem allir fóru í 2 róðra í síðustu viku. Á Raufarhöfn hefur ekkert verið landað nýlega þar eð togarinn Rauðinúpur fór í siglingu og seldi þann 27. nóv. í Englandi. Hann er væntanlegur inn til Raufarhafnar 10.-12. desember nk. Á Þórshöfn lönduðu 4 bátar sam- tals 23,5 tonnum mest af þorski eftir 2-4 róðra. Togarinn Gullver frá Seyðisfirði landaði tæplega 93 tonn- um af þorski og togarinn Stakfell kom með 110 tonn af þorski og fór um 71 tonn af því til Bakkafjarðar. Austurland Þrátt fyrir misjafna tíð var tölu- vert landað af loðnu á Austfjarðar- höfnum síðastliðna viku en síldar- söltun er víðast langt komin eða að fullu lokið Eyvindur vopni frá Vopnafirði landaði 51 tonni aðallega þorski og Brettingur 94 tonnum og var uppi- staðan í aflanum þorskur og grá- lúða. Skelveiðibátar hafa aflað vel og séð skelfiskvinnslunni fyrir því hráefni er hún annar að vinna, en það er um 50 tonn af skel á viku. Lítill sem enginn afli barst á land á Seyðisfirði nema loðna, en verk- smiðjurnar tvær tóku á móti tæpum 6.900 tonnum í vikunni. í Neskaupstað landaði Bjartur NK 167 tonnum aðallega ufsa og þorski eftir 8 daga veiðiferð. Tekið var á móti 6.300 tonnum af loðnu og rúmum 80 tonnum af síld í frystingu. Alls var landað á Eskifirði rúmum 11.800 tonnum af loðnu í vikunni og var Eldborg GK með mestan afla eða 1.459 tonn. Síld til frystingar var um 36 tonn og bol- fiskafli um 90 tonn af þremur bátum. Ljósafell frá Fáskrúðsfirði seldi í Englandi um 113 tonn og fékk sæmilegt verð fyrir aflann en Guð- mundur selur nú í vikunni rúm 50 tonn einnig í Englandi. Kambaröst frá Stöðvarfirði seldi í síðustu viku 125 tonn og fékk rúmar sjö milljónir sem teljast verð- ur góð sala, en búist er við því að verð fari lækkandi á mörkuðum í Englandi nú á næstunni. Sólborg SU landaði afla sínum heima en þar var um rúm 26 tonn að ræða. Alls var landað 3.800 tonnum af loðnu til bræðslu á Reyðarfirði í vikunni og um 45 tonnum af síld til söltunar. Alls bárust um 73 tonn af síld til frystingar og í beitu á Djúpavog og þar af kom Hafnarey SF 36 með um 56 tonn af síld. Suðurland í Vestmannaeyjum hafa bátar og togarar einkum veitt kola í síðustu viku en á fimmtudaginn var fóru út með Fjallfossi 25 gámar á Bret- landsmarkað. Kemur sá fiskur bæði úr bátum og togurum, en togarar hafa sett sumt í gáma en sumt í frystihúsin. Mjög gott verð hefur verið fyrir kolann á Bretlandsmark- aði að undanförnu en í gær var reiknað með að kílóverðið yrði komið niður í 40-50 kr. vegna mikils framboðs. Um 11-13 tonn eru í hverjum gámi þannig að alls fóru með Fjallfossi um 260-270 tonn af fiski. Síldarvertíð er nú rétt að segja búin í Eyjum en talsvert hefur borist af loðnu og komu þrír bátar þangað með fullfermi um helgina. Á Stokkseyri hefur verið frekar tregt hjá bátunum en þar og í Þorlákshöfn var þó tekið á móti síld. Veur hefur ennfremur hamlað veiðum á þessum stöðum síðustu daga. Mest saltað af síld á Eskifirði ■ Söltun suðurlandssfldar er nú víð- ast hvar lokið og hefur alls verið saltað í 256 þúsund tunnur. Þetta er orðið annað mesta söltunarár frá upp- hafi og aðeins árið 1980 var saltað meira af suðurlandssfld. Söltunin eins og hún var þann 16. nóvember sl. en þá hafði verið saltað í 250.625 tunnur skiptist á söltunar- stöðvar og söltunarstaði sem hér segir: Ólafsfjörðut Stígandi h/f 1.680 1.680 Húsavik Fiskiðj usam. Hv. h/f 177 177 Raufarhöfn Fiskavík h/f 1.849 1.849 Vopnafjörður Tangi h/f 8.430 8.430 Borgarfjörður eystri Söltunarstöðin Borg 1.592 1.592 Seyðisfjörður Norðursíld h/f 10.555 Strandarsíld s/f 8.011 18.566 Neskaupstaður Máni 6.975 Síldarvinnslan h/f 6.825 13.800 Eskifjörður Askjah/f 2.944 Eljanh/f 5.948 Friðþjófur h/f 11.923 JónKjartanssonh/f 8.949 Sæberg h/f 4.566 Þór h/f 3.714 38.044 Reyðarfjörður Austursíld h/f 3.133 Fiskverkun GSR h/f 4.835 Hraun 237 Kópur s/f 3.174 Verktakarh/f 8.333 19.712 Fáskrúðsfjörður Arný 20 Pólarsíld h/f 16.920 Sólborg s/f 4.036 Sæbjörg 606 21.582 Stöðvarfjörður Hraðfr. hús HSS h/f 8.559 8.559 Breiðdalsvík Hraðfr. hús HBB h/f 9.972 9.972 Djúpivogur Búlandstindur h/f 16.180 16.180 Hornafjörður Fiskimj. Hornafj.h/f 14.109 Stemma h/f 5.550 19.659 Vestmannaeyjar Fiskiðjan h/f 2.464 Hraðfrystistöðin h/f 1.823 ísfélagið h/f 1.235 Klifs/f 222 Vinnslustöðin h/f 2.134 7.878 Þorlákshöfn Auðbjörgh/f 365 Bjargs/f 344 Glettingurh/f 7.568 Hafnarnes h/f 686 Meitiliinn h/f 1.250 Suðurvör h/f 5.709 15.922 Grindavík Fiskanes h/f 5.838 Gjögurh/f 4.397 Hóp h/f 2.396 Hópsnes h/f 3.600 Hrfli. Þórkötlust. h/f 1.400 Þorbjörn h/f 7.361 24.992 Sandgerði Fiskverkun Arneyjar 1.896 2.507 Miðnes h/f 611 Keílavík Fiskv. Guðm. Axelss. 1.793 Fiskv. Hilmars & Odds 2.435 Keflavík h/f 1.644 Örn&Þ.Erlingss. 719 6.591 Innri-Njarðvík Brynjólfurh/f 2.289 2.289 Hafnarfjörður Hafnfirðingur h/f 1.024 1.024 Reykjavík Ingimundur h/f 1.419 1.419 Akranes H. Böðvarss. &Coh/f 8.201 8.201

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.