NT - 03.12.1985, Blaðsíða 19

NT - 03.12.1985, Blaðsíða 19
Heimsbikarkeppnin á skíðum: Tvöfaldursigur ■ Júgóslavar unnu tvöfaldan sigur í fyrstu keppni Heimsbik- arkeppninnar á skíðum. Þetta var keppni í svigi og fór hún fram í Sestriere á Ítalíu. Rok Petrovic frá Júgóslavíu sigraði en landi hans Bojan Krizaj varð annar. Þriðji varð svo ítalinn Edalini. Petrovic er aðeins 19 ára og var þetta fyrsti sigur hans á heimsbikarmóti. Hann fékk samanlagðan tíma 1:40,79 mín. en Krizaj var með tímann 1:40,05. Þeir sem fyrirfram voru taldir sigurstranglegastir, Marc Girar- delli frá Lúxemborg og Pirmin Zurbriggen frá Sviss féllu báðir úr keppni. Sá fyrrnefndi strax í fyrstu umferð en hinn í seinni. Svíinn Ingemar Stenmark varð sjötti í sviginu og gæti orðið skeinuhættur hverjum sem er í vetur. Petrovic fékk næstbesta tímann í báðum um- ...Landslið Suður-Kóreumanna í knattspyrnu mun halda í mikla æfinga- og keppnisferð nú á næstu dögum. Ferðin mun taka um fjörutíu daga og verður fyrst komið við í Mexíkó. Þar verður keppt við heimamenn, Ung- verja og Alsírbúa í vináttumóti. Leiðin liggur síðan til Brasilíu og Paraguay þar sem æft verður af krafti fyrir úrslitin í Mexíkó á næsta ári... ...Sjónvarpið er sá fjölmiðill sem mest áhríf hefur haft á íþróttir. Þessi áhrif eru ýmiss konar, á næsta árí munu t.d. í fyrsta sinn verðanotaðir guUr ferðunum en Burgler frá Sviss fékk besta tímann í keppninni. Það var í fyrri umferðinni. tennisboltar á Wimbiedon tenn- ismótinu enska. Þeir kunnu sjást mun betur á skerminum en hvítUtuðu boltarnir... ...Reiðir aðdáendur liðs Shand- onghéraðs í Kína voru ekki ánægðir með frammistöðu dóm- arans Li Zhifú í leik Shandong gegn Uði hersins og ætluðu að fara um hann óvinsamlegum höndum að leik loknum segir í kínversku dagblaði. Smygla þurfti dómaranum út af vellin- um gegnum einhvers konar jarðgöng. Blaðið segir að nauð- synlegt sé að kynna áhorfendum jafnt sem leikmönnum sósilísk- an íþróttaanda... MOLAR... MOLAR Þriðjudagur 3. desember 1985 19 íþróttir« Berserkjasöngur ■ íslenska handknattleiks- landsliðið hefur gefið út hljóm- plötu til fjáröflunar fyrir HM í Sviss. Á plötunni eru tvö lög eftir Jón Ölafsson, rásara með meiru en textana samdi Helgi Már Barðason. Lögin heita Söngur íslensku berserkjanna og Allt að verða vitlaust, en í því lagi njóta landsliðsmennirn- ir aðstoðar Péturs Hjálmarsson- ar fyrrum Galdrakarls. Hljómplatan er hin fjörugasta og ekki spillir að verðið er aðeins 350 krónur. Með plöt- unni er mynd af landsliðinu og textablað. Þá eru upplýsingar um undirbúning landsliðsins fyrir HM í Sviss á næsta ári. Ferðalagið til Sviss og þátt- takan þar krefst mikils undir- búnings og er dýrt. Því treysta landsliðsmenn á velvilja landsmanna og vona að þeir sjái sér fært að kaupa skífuna. Hún verður til sölu á bensínstöðvum OLÍS, í sportvöruverslunum og í hliómplötuverslunum. Á mynd Sverris hér til hliðar má sjá Jón Ólafsson, Þorgils Óttar, Þorbjörn Jensson, Guð- jón Guðmundsson og Jón Hjaltalín með gripinn góða. Evrópuknattspyrnan: Hetjan Paolo Rossi - Hann skoraði bæði mörk AC-Mílanó í „Derbyleik“ gegn Inter - Alsírmaðurinn Madjer skoraði þrennu fyrir Porto - Schuster hjálpaði Barcelona í stórsigur - Paris SG tapaði ekki leik - Ajax gerði átta og PSV burstaði Feyenoord - Austria Vín tapaði Milanó-Inter................... 2-2 Pisa-Lecce..................... 3-0 Sampdoria-Roma................. 1-0 Udinese-Verona................. 5-1 Staða efstu liða: Juventus.........12 10 1 1 21 6 21 Napoli ......... 12 5 6 1 16 8 16 Inter........... 12 5 5 2 18 14 15 Milan........... 12 6 3 3 12 8 15 Torino ......... 12 5 4 3 12 9 14 Fiorentina..... 12 4 5 3 13 8 13 Roma............ 12 6 1 5 14 14 13 Frakkland: Paris St. Germain heldur áfram að leika leiki án þess að tapa. Liðið fór til Bordeaux um helgina og endaði sá leikur 0-0. Þetta gerir það að verkum að Paris hefur nú leikið 21 leik í röð án taps. Bordeaux er nú sex stigum á eftir þeim en Nantes náði að skjótast í annað sætið með sigri á Bastia. Þrátt fyrir mikla pressu þá tókst Bordeaux ekki að skora hjá Paris. Liðið átti skot í slá og Joel Bats varði oft frábærlega í marki Paris. Nantes sigraði Bastia 3-2 með marki frá Halilhodzic á loka- mínútum leiksins. Úrslit: Bordeaux-Paris................. 0-0 Laval-Nancy.................... 2-0 Le Havre-Sochaux............... 1-0 Lille-Strasbourg............... 2-0 Marseilles-Brest............... 3-0 Monaco-Rennes.................. 1-0 Toulouse-Lens ................. 1-1 Metz-Toulon.................... 0-2 Bastia-Nantes.................. 2-3 Auxerre-Nice .................. 1-2 Staða efstu liða: Paris S-G...... 21 15 6 0 42 16 36 Nantes......... 22 12 7 3 30 14 31 Bordeaux....... 22 12 6 4 34 20 30 Lens............ 22 9 8 5 35 24 26 Monaco ......... 22 6 13 3 25 22 25 Nice............ 22 8 8 6 22 23 24 Metz............ 22 8 7 7 33 21 23 Nancy .......... 22 10 3 9 32 29 23 Laval .......... 22 7 9 6 27 24 23 Auxerre........ 22 8 7 7 24 21 23 Toulouse....... 22 9 3 10 34 31 21 Spánn: Real Madrid og Barcelona halda sig á toppnum í spænsku deildinni og bæði unnu afar sannfærandi sigra um helgina. Real sigraði Las Palmas 5-1 á heimavelli sínum og er þetta því tíu marka sveifla hjá Real á einni viku því liðið tapaði 1-5 fyrir „Gladbach“ í UEFA- keppninni á miðvikudaginn síð- asta. Fyrir Real skoruðu Sanchez (2), Gonzalez, Butrag- ueno, og Gordillo. Bern Schuster kom Barce- lona á bragðið í San Sebastian með föstu skoti eftir mikinn einleik. Síðan bættu Alonso og Alexanco við tveimur mörkum hvor. Þessi sigur undirstrikar mjög gott gengi Barcelona að undanförnu. Úrslit: Real Madrid-Las Palmas......... 5-1 Celta-Valladolid............... 3-2 Sporting-Cadiz................. 2-2 Sociedad-Barcelona............. 1-5 Real Betis-Hercules............ 1-0 Valencia-Sevilla............... 0-1 Espanol-At. Bilbao............. 1-0 Racing-Osasuna................. 1-0 Zaragoza-Madrid................ 0-0 Staða efstu liða: Real Madrid ..... 14 9 3 2 32 14 21 Barcelona ....... 14 8 4 2 25 11 20 Sporting ........ 14 6 7 1 16 9 19 Budd sigraði ■ Zola Budd náði að sigra í 10 kílómetra hlaupi sem fram fór á götum San Diego-borgar í Bandaríkjunum um helgina. Budd kom í mark á 33,12 mínút- um og setti nýtt brautarmet í þessu hlaupi. Önnur í keppninni varð Lynn Nelson frá Banda- ríkjunum. Hún sótti nokkuð að Budd í lok hlaupsins en eins og Budd sagði: „Þó hún hafi sótt að mér í lokin þá hafði ég forystu alla leiðina og var alltaf sigurvegari.“ í karlahlaupinu sigraði Steve Scott frá Bandaríkjunum á 29,20 mín. Annar varð Thom Hunt frá Bandaríkjunum. UMSK-mót í karate: Stjarnan vann ■ Það varðhnífjafntogspenn- andi UMSK-mótið í karate sem fram fór í Ásgarði í Garðabæ í síðustu viku. Svo fór að Stjarn- an sigraði eftir harða keppni við hin félögin Gerplu og Breiða- blik. Keppt var bæði í kata og kumite. Þegarstiginhöfðuverið talin þá hafði Stjarnan fengið 8 stig í kata og 8 í kumite. Gerpla halaði inn 9 stig í kata en 4 í kumite. Breiðablik fékk aðeins 1 stig í kata en 12 í kumite og fór þar fremstur Ævar Þor- steinsson sem ekki hefur tapað glímu hér innanlands í nærri tvö ár. Úrslitin i mótinu urðu annars þessi: Kata unglinga: 2. Gísli Holgason...... Stjarnan 15,2 3. Kristbjörn Ðúason .... Stjarnan 14,8 Kata kvenna: 1. Kristín Einarsdóttir..Gerpla 16,0 2. Fanney Asgeirsdóttir . Stjarnan 15,4 3. Katrin Gunnarsdóttir . Breiðablik 14,8 Kata karla: 1. Stefén Alfreðsson .... Stjaman 16,3 2. Karl Gauti Hjaltason .... Gerpla 16,0 3. Grímur Pálsson........Gerpla 15,9 Kumite einstakiingsflokkur: 1. Ævar Þorsteinsson,....Breiðablik 2. Stefán Alfreösson..........Stjarnan 3. Grímur Pálsson,..........Gerpla Sveitakeppni félagannaikumite: Vinn: Skor: l.SveitBrsiðabiiks 2.stifl(4-2) (21-15) 2. Sveit StjömuÐnar l.stig|3-3) (16-21) 3.SveitGerplu 0.stig(2-4) (16-17) ■ Paolo Rossi var hetjan á Ítalíu um helgina. Hann skoraði tvívegis í viðureign nágrannalið- anna AC Mflanó og Inter Mflanó. Leiknum lauk með jafntefli 2-2. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Rossi er í góðu leikformi en hann er búinn að vera meiddur mestan hluta keppnistímabilsins. Hann sýndi að hann hefur engu gleymt síðan á HM á Spáni ’82 en þá skoraði hann 6 mörk fyrir ítali. Rossi skoraði eftir fjórar mínút- ur og hann jafnaði síðan leikinn eftir að Brady hafði skorað úr víti sem Rummenigge fiskaði. Mílanó-liðin verða þó að horfa á Napólí og Juventus fyrir ofan sig á töflunni. Napóli er í öðru sæti og sannaði það að liðið getur unnið án Maradona. Hann er í leikbanni en Napólí sigraði Bari 2-1 og gerði Gior- dano bæði mörk liðsins. Juventus nægði eitt mark gegn Fiorentina. Brio skoraði það og fagnaði Platini sigri í sínum 100. leik fyrir Juve. Meistararnir á Ítalíu frá í fyrra, Verona, hlutu alvarlegan skell gegn Udinese. Leikurinn endaði 5-1 eftir að Verona hafði náð forystu. Meðal markaskorara Udinese var Perú- búinn Barbadillo sem er í hlut- verki Zico hjá liðinu. Sporting sigraði Setubal 1-0 og skoraði Manuel Fernandes sigurmarkið. Hann er nú markahæstur í Portúgal með 13 mörk. Úrslit: Academica-Benfica................ 0-1 Chaves-Penafiel.................. 1-0 Aves-Portimonense................ 0-0 Belenenses-Colvilha.............. 3-0 Braga-Salgueiros................. 0-1 Sporting-Setubal ................ 1-0 Porto-Maritimo................... 4-2 Boavista-Guimaraes .............. 3-2 Staða efstu liða: Porto ............. 12 9 2 1 25 10 20 Benfica ........... 12 9 1 2 29 6 19 Sporting .......... 12 9 1 2 27 8 19 Guimaraes ......... 12 6 4 2 16 10 16 í Hollandi bar það helst til tíðinda að efsta liðið PSV Eind- hoven sigraði Feyenoord, sem er í öðru sæti, illa eða 5-0. Þá vann Ajax góðan sigur á útivelli gegn Twente 8-1. Þessi lið virð- ast vera í algjörum sérflokki í Hollandi og benda mörg úrslit þeirra til þess. í Belgíu hristi Anderlecht af sér slenið og sigraði Charleroi 6-2 á útivelli. Club Brugge held- ur þó enn forystu í Belgíu. Liðið vann Beerschot 2-0 á úti- velli og er með 26 stig í deildinni en Anderlecht hefur 23. í Austurríki gerðist það óvænta að Austria Vín tapaði fyrir Austria Klagenfurt 0-2. Liðið heldur þó efsta sætinu með 35 stig en Rapid Vín, sem vann SAK 4-0 er í öðru sæti með 33 stig. Þessi lið eru í algjörum sérflokki í Austurríki. ■ Medjer skoraði þrennu fyrír Porto og liðið er nú efst í Portúgal Úrslit: Avellino-Atlanta ................. 1-0 Bari-Napólf....................... 1-2 Como-Torino....................... 1-1 Juventus-Fiorentina............... 1-0 At. Madrid......... 14 7 4 3 27 17 18 Valladolid......... 14 6 4 4 25 19 16 Sevilla............ 14 6 4 4 15 12 16 At. Bilbao ........ 14 6 4 4 19 16 16 Zaragoza........... 14 5 6 3 17 16 16 Portúgal: Porto vann sigur á Maritimo 4-2 um helgina og einn leikmað- ur Portó gerði þrennu. Nei, það var ekki Gomes heldur alsírski leikmaðurinn Rabh Madjer. Gomes kom Portó reyndar yfir ■ Rossi byrjaður að skora 1-0 en Maritimo jafnaði. Þá skoraði Madjer þrennu á augna- bliki og leikurinn var úti. Benfica heldur sig á hæla Portó í deildinni. Gamli leik- maðurinn Nene skoraði sigur- mark Benfica aðra helgina í röð. Hann er nú 36 ára en hefur sjaldan leikið betur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.