NT - 03.12.1985, Blaðsíða 20

NT - 03.12.1985, Blaðsíða 20
 Þriðjudagur 3. desember 1985 20 ■ Bjarni H. Þórarinsson við eitt Nýr sýningarstaður: „Gallery Einiberjarunnur“ ■ Laugardaginn 30. nóv., hóf göngu sína „Gallery Einiberja- runnur“ í Árrnúla 19 í Reykja- vík. Talsmenn sýningarstaðar- verka sinna. ins eru myndlistamennirnir Birgir Andrésson og Bjarni H. Þórarinsson. Fyrstur til að sýna verk sín í „Gallery Einiberjarunn1' er Bjarni H. Þórarinsson og sýnir hann 23 olíumálverk. Sýningin var opnuð kl. 14.00 á laugardag og stendur út árið ’85. Fundur á Hótel Borg: „Lífskjarasáttmáli -sáttum hvað?“ ■ Málfundafélag félags- hyggjufólks gengst fyrir fundi um efnið „Lífskjarasáttmáli - sátt um hvað?“ á Hótel Borg í dag, þriðjudaginn 3. des. kl. 20.30. Kjarasamningar verða lausir um næstu áramót og senn hefj- ast samningaviðræður launþega og vinnuveitenda. Margir for- mæla gömlu vísitölubótunum en benda jafnframt á nauðsyn kauptryggingar. Bryddað hefur verið upp á nýjum hugmyndum við gerð kjarasamninga. Rætt er um lífskjarasáttmála sem ríkisvaldið ábyrgðist. Vakna þá spurningar um hvort þetta sé vænleg leið til að bæta kjör launafólks eða hvort nú sé búið að færa gömlu „félagsmála-- pakkana" í nýjan búning. Þeir sem munu hafa framsögu á fundinum verða: Ólafur Davíðsson, framkv.stj. Félags ísl. iðnrekenda, Þröstur Ólafs- son, framkv.stj. Dagsbrúnar, Birgir Árnason, hagfræðingur og Þorlákur Helgason hag- fræðingur. Að framsöguerindunum loknum gefst tækifæri til fyrir- . spurna. Fundurinn er öllum opinn. Málfundafélag félagshyggjufólks. Söngskólinn: Tónleikar í Norræna húsinu ■ í kvöld, þriðjud., kl. 20.30 heldur Söngskólinn tónleika í ’Norræna húsinu. Nemendur sem syngja eru Matthildur Matthíasdóttir altsöngkona, Þorgeir J. Andrésson tenór og Ingibjörg Marteinsdóttir sópran. Miðar fást við inngang- inn. Fundur um starf- semi Siglinga- málastofnunar ríkisins ■ Fræðafundur verður hald- inn í Hinu íslenska sjóréttarfé- lagi í dag þriðjudaginn 3. des- ember og hefst hann kl. 17.00 í stofu 102 í Lögbergi, húsi Laga- deildar Háskóla íslands. Fundarefni: Magnús Jóhann- esson siglingamálastjóri flytur erindi er hann nefnir „Starfsemi Siglingamálastofnunar ríkis- ins“. Að erindinu loknu er gert ráð fyrir fyrirspurnum og umræðu. Fyrirlesturinn er öllum opinn og eru félagsmenn og aðrir áhugamenn um sjórétt og sigl- ingamálefni hvattir til að fjöl- menna. Helstu vextir banka og sparisjóða (Allir vextir merktir X eru breyttir frá síðustu skrá og gilda frá og með dagsetningu þessarar skrár) I. Vextir ákveðnir af Seðlabanka sem gilda fyrir allar innlánsstofnanir: Dagsetning síðustu breytingar: 2/9 1985 Sparisjóðsbækur 22.0 Afurða- og rekstrarlán v/ framleiðslu fyrir innlendan markað 27.5 Afurðalán, tengd SDR 9.5 Verðtryggð lán m.v. lánskjaravísitölu, allt að 2,5 ár 4.0 Verðtryggð lán m.v. lánskjaravísitölu, minnst 2,5 ár 5.0 Óverðtryggð skuldabréf, útgefin fyrir 11/8 1984 32.0 (þ.a. grunnvextir 9.0) Dagvextir vanskila, ársvextir 45.0 Vanskilavextir (dráttarvextir) á mánuði, fyrir hvern byrjaðan mánuð 3.75 II Aðrir vextir ákveðnir af bönkum og sparisjóðum að fengnu samþykki Seðlabanka: Lands- Útvegs- Búnaðar- Iðnaðar- Verzl- Samvinnu- Alþýðu- Spari- Dansetninn banki banki banki banki banki banki banki sióðir Síðustubrevt. 1/9 21/7 1/11 1/9 21/7 11/8 1/9 11/11 Innlánsvextir: Óbundiðsoarifé 7-34.0 22.-34.6 734.0 22.-31.0 22.-31.6 27.-33.0 3.01) Hlaupareikninqar 10.0 8.0 8.0 8.0 10.0 8.0 10.0 10.0 Ávísanareikn. 10.0 8.0 8.0 8.0 10.0 8.0 17.0 10.0 Uppsaqnarr. 3 mán. 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 25.0 25.0 Uppsagnarr. 6 mán. 29.0 28.0 28.0 31.0 30.0 30.0 28.02) Uppsaqnarr. 12 mán. 31.0 32.0 32.0 Uppsagnar. 18mán. 36.0 36.03) Safnreikn. 5. mán. 23.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 Safnreikn. 6. mán. 23.0 29.0 26.0 28.0 Innlánsskírteini. 28.0 28.0 Verðtr. reikn. 3 mán. 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 1.5 1.0 Verðtr. reikn.6mán. 3.0 3.0 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 Stjörnureikn I, II og III Sérstakar verðb.ámán 1.83 1.83 2.0 2.0 2.0 2.0 8-9.0 2.0 1.83 Innlendir gjaldeyrisr. Bandaríkiadollar 7.5 7.5 7.5 7.0 7.5 7.5 8.0 8.0 Sterlinqspund 11.5 11.0 11.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 V-þýskmörk 4.5 4.5 4.5 4.0 5.0 4.5 4.5 4.5 Danskar krónur 9.0 9.0 8.00 8.0 10.0 9.0 9.5 9.0 Útlánsvextir: Víxlar (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 Viðsk. víxlar (forvextir) 32.5 ...4| 32.5 ...4) ...4) ...4) ...4) 34 Hlaupareikninqar 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 Þ.a. qrunnvextir 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 Almenn skuldabréf 32.05) 32.05) 32.051 32.051 32.0 32.05) 32.0 32.05) Þ.a. qrunnvextir 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 Viðskiptaskuldabréf 33.5 ...4| 33.5 ..4) ...4) ...4) 35/031 1) Trompreikn. sparisj. er verðtryggður og ber 3.0% grunnvexti. 2) Sp. Hafnarfjarðar er með 32.0% vexti. 3) Eingöngu hjá Sp. Hafnarfj. 4) Útvegs-, Iðnaðar-, Verzlunar-, Samvinnu- og Alþýðubanka, Sp. Hafnarfj., Kópavogs, Reykjavíkur, Vélstjóra og í Keflavík eru viðsk.víxlar og skuldabréf keypt m.v. ákveðið kaupgengi. 5) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilaláns er 2% á ári og á það einnig við um verðtryggð skuldabréf. Öryggismál sjómanna 1 ■ Slysavarnafélag íslands gengst fyrir námskeiði, ætlað sjómönnum dagana 2.-6. des. n.k. Fjallað verður um helstu þætti öryggis- og björgunar- mála,svo sem: Lífgun úrdauða- dái, meðferð gúmmíbáta og- annarra björgunartækja, einnig að halda lífi við -erfiðar aðstæð- ur, flutning með þyrlum, lög og reglur um búnað skipa, bruna- varnir, slökkvistörf og reyk- köfun. Námskeið þessi eru öllum opin, en fjöldi nema sem kom- ast að hverju sinni takmarkað- ur. Þátttökugjald er ekkert. Fyrri námskeið hafa verið full- setin og færri komist að en vildu. Flugleiðir veita þátttakend- um utan af landi verulegan af- slátt af fargjöldum, gistingu og bifreiðum ef menn óska. Leiðbeinendur verða frá S.V.F.Í., Landssambandi slökkviliðsmanna, Landhelgis- gæslunni, Líffræðistofnun Há- skólans og Siglingamálastofnun ríkisins. Menningarvika Samtakanna 78 ■ Fullveldisdaginn 1. desem- ber hófst Menningarvika Sam- takanna ’78, félags lesbía og homma á íslandi, í félagsheimili Samtakanna, Brautarholti 18, 4. hæð. Húsið er opið almenningi alla vikuna, frá sunnudegi til föstudags frá kl. 20.00 og á dagskránni er kynningar- og menningarefni sem á erindi til allra, sem vilja telja sig upplýsta um menningar- og félagsmál í lýðveldinu. Sýndar verða kvik- myndir um hlutskipti samkyn- hneigðra og kynnt starf Samtak- anna ’78. í kvöld og næstu kvöld verður ýmiss konar dagskrá frá kl. 20.30, en á föstudagskvöldið er svo lokahóf kl. 21.00. Þar verð- ur m.a. tískusýning o.fl. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga ■ Minningarkort Landssam- taka hjartasjúklinga fást á eftir- töldum stöðum: Reykjavík: Skrifstofa Landssamtakanna, Hafnarhúsinu, Bókabúð ísa- foldar, Versl. Framtíðin, Reyn- isbúð, Bókabúð Vesturbæjar. Seltjarnarnes: Margrét Sigurð- ardóttir, Nesbala 7. Kópavogur: Bókaverslunin Veda. Hafnar- fjörður: Bókabúð Böðvars. Grindavík: Sigurður Ólafsson, Hvassahrauni 2. Keflavík: Bókabúð Keflavíkur. Sand- gerði: Pósthúsið. Selfoss: Apót- ekið. Hvolsvöllur: Stella Ottós- dóttir, Norðurgarði 5. Ólafsvík: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarð- artúni 36. Grundarfjörður: Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5. ísafjörður: Urður Ólafsdótt- ir, versl. Gullauga, versl. Legg- ur og skel. Vestmannaeyjar: Skóbúð Axels Ó. Akureyri: Gísli J. Eyland, Víðimýri 8, Blönduós: Helga A. Ólafsdótt- ir, Holtabraut 12. Sauðárkrók- ur: Margrét Sigurðardóttir, Raftahlíð 14. Jóladagatal SUF Þessir vinningar hafa verið dregnir út. 1. desember 7285 2. desember 6100 3. desember 3999 Kvennaathvarf ■ Opið er allan sólarhringinn, ; síminn er 21205. Húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Skrifstofan er að Hallveigar- stöðum og er opin virka daga kl. 10.00-12.00, sími á skrifstofu er 23720. Pósthólf 1486 121 Reykjavík. Póstgírónúmer samtakanna er 44442-1 Spilakvöld í Kópavogi ■ Kvenfélag Kópavogs heldur spilakvöld í dag, þriðjudaginn 3. des. kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs. Jólafundur Kvenfélags Langholtssóknar i ■ Kvenfélag Langholtssóknar boðar jólafund þriðjudaginn 3. desember kl. 20.30 í Safnaðar- heimilinu. Efni fundarins helg- að nálægð jóla. Heitt súkkulaði ogsmákökur. Munið lítinnjóla- pakka. Stjórnin. Heilsugæsla Blóm eftir Gunnlaug Blöndal. Jólakort Listasafns islands ■ Undanfarna áratugi hefur Listasafn íslands látið gera eftir- prentanir af verkum íslenskra myndlistarmanna í eigu safnsins og eru þau tilvalin sem jólakort. Nú eru nýkomin út þrjú litprent- uð kort á tvöfaldan karton af eftirtöldum verkum: Mosi og hraun (1939) eftir Jóhannes S. Kjarval, Blóm (1959) eftir Gunnlaug Blöndal, Kiðá í Húsafellsskógi (1953) eftir Ás- grím Jónsson. Kortin, sem eru mjög vönduð að allri gerð, eru til sölu í safninu. Jólakort meö Sveitabæ eftir Gunnlaug Blöndal. Listaverkakort Háskólasjóðs ■ Háskólasjóður Háskóla ís- lans hefur gefið út tvö lista- verkakort eftir verkum í eigu Listasafns Háskóla íslands. Verkin eru: Sveitabær eftir Gunnlaug Blöndal (1943) og Bátar og segl (1951) eftir Jó- hannes Jóhannesson. Alls hefur því Háskólasjóður gefið út 6 listaverkakort á undanförnum þrem árum: Stóð- hestar eftir Þorvald Skúlason, Við höfnina eftir Þorvald Skúla- son, Við vindaugað eftir Hring Jóhannesson, 1 róðri eftir Gunnlaug Scheving, Sveitabær eftir Gunnlaug Blöndal, og Bát- ar og segl eftir Jóhannes Jó- hannesson. Öll þessi kort eru til sölu í Aðalskrifstofu Háskólans og Norræna húsinu, auk þess sem þau eru seld beint til stofnana og fyrirtækja. Kortin eru gefin út í takmörkuðu upplagi. Kvöld-, nætur- og helgídaga varsla apóteka í Reykjavík vik- una 29. nóvember tll 5. desem- ber er í Lyfjabúðlnni Iðunni Einnig er Garðs apótek opið til kl. 22 öll kvöld vikunnar nema sunnudagskvöld. -Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apó- tek og Norðurbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9 til kl. T9 og á laugardögum frá kl. 10 til 14. Apótekin eru opin til skiptis ann- an hvern sunnudag frá kl. 11-15. ’Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga .á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið i því 'apóteki sem sér um þessa vprslu, :til kl. 19. Á helgidögum er opið frá kl. 11 -12, og 20-21. Á öðrum tímum • er lyfjafræðingur ab akvakt. Upp- lýsingar eru gefnar í sima 22445. Apótek Keflavíkur: Opið virka daga kl. 9-19. Laugardaga, helg- idagaogalmennafrídaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8-18. Lokað i ,hádeginu milli kl. 12.30 og 14. felfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laugardögum ogsunnudögum kl. 10-12. Akranes: Apótek bæjarins er opið 'virka daga til kl. 18.30. Opið er á • laugardögum kl. 10-13 og sunnu- dögum kl. 13-14. Garðabær: Apótekið er opið rúm- helga daga kl. 9-19, en laugardaga jkl. 11-14. Læknavakt 'Læknastofur eru lokaðar á laugar- dögum og helgidögum, en hægt er að ná sambandi við lækna á Göngudeild Landspítalans alla' virka daga kl. 20 til kl. 21 og á laugardögym frá kl. 14 til kl. 16. Sími 29000. Göngudeild er lokuð á helgidögum. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 08-17 alla virka daga’ j-fyrir fólk sem ekki hefur heimilis- lækni eða nær ekki til hans (sími 81200) en slysa- og sjúkravakt. (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólarhringinn (sími 81200). Eftir kl. 17 virka daga til klukkan 8 að morgni og frá I klukkan 17 á föstudögum til klukkan 8 árd. Á mánudögum er læknavakt i sima 21230. Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu .eru gefnar í símsvara 18888 Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna igegn mænusótt fara fram í Heilsu- verndarstöð Reykjavikur á, .þriðjudögum kl. 16.30-17.30. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Neyðarvakt Tannlæknafélags Is- lands er í Heilsuverndarstöðinni á laugardögum og helgidögum kl. 10 til kl. 11 f.h. Seltjarnarnes: Opið er hjá Heilsu gæslustöðinni á Seltjarnarnesi virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00-21.00, laugardaga kl. 10.00- 11.00. sími 27011. Garðabær: Heilsugæstustöðin Garðaflöt, sími 45066. Læknavakt er í síma 51100. Hafnarfjörður: Heilsugæsla Hafn- arfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8-17, simi 53722, Læknavakts. 51100. Kópavogur: Heilsugæslan er opin 8-18 virka daga. Sími 40400. Sálræn vandamál. Sálfræðlstöð- in: Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími687075. £ Bílbeltin hafa bjargað 0:: Gengisskráning - 2. desember 1985 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar.....................41,370 41,490 Sterlingspund........................61,579 61,758 Kanadadollar.........................29,847 29,934 Dönsk króna........................... 4,5444 4,5576 Norsk króna........................... 5,4581 5,4740 Sænskkróna............................ 5,4167 5,4324 Finnskt mark.......................... 7,6139 7,6360 Franskur franki....................... 5,3999 5,4156 Belgískur franki BEC.................. 0,8120 0,8143 Svissneskur franki....................19,9422 20,0000 Hollensk gyllini......................14,6435 14,6859 Vestur-þýskt mark..................... 16,4676 16,5154 ítölsk líra........................... 0,024190 0,024260 Austurrískur sch...................... 2,3426 2,3494 Portúg. escudo........................ 0,2620 0,2609 Spánskur peseti....................... 0,2663 0,2671 Japanskt yen.......................... 0,20404 0,20464 Irskt pund............................50,866 51,014 SDR (Sérstök dráttarréttindi).........45,2678 45.3890

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.