NT


NT - 03.12.1985, Síða 8

NT - 03.12.1985, Síða 8
Málsvari frjálslyndis, samvlnnu og félagshyggju Útgefandi: Núlíminn h.f. Rilstj.: Helgi Pétursson Ritsljórnarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjörn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrol: Tsknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð f lausasölu 35 kr.og 40 kr. um heigar. Áskrift 400 kr. r Raunvextir ■ Því verður ekki trúað, að almenningur í þessu landi vilji hverfa aftur til þess tíma, er vextir voru neikvæðir. Þá var fjármagn fært til í stórum stíl frá sparifjáreigendum til þeirra, sem stóðu í fram- kvæmdum og húsbyggingum og brann upp á verð- bólgubáli, sem litlu munaði að eyddi byggð hér á landi. Raunvaxtastefna hefur verið tekin upp og það hefði átt að gera fyrir löngu. Hér er vakin athygli á grein eftir Bolla Héðinsson, hagfræðing, í blaðinu í dag. Þar bendir hann réttilega á að lýðskrumarar notfæri sér ástandið, blandi saman þrem óskyldum atriðum íslenskra peningamála og hrópi svo um torg að hverfa verði frá raunvaxtastefn- unni. Þessi þrjú atriði séu hæð vaxtanna, okur og vandi húsbyggjenda. Bolli bendir á, að framboð og eftirspurn ráði ávöxtunarkjörum á fjármagni og því séu vextir háir nú. Eini möguleiki á að lækka vexti sé að draga úr eftirspurninni eftir fjármagni og það verði ekki gert með einföldum stjórnskipunum. Okur hverfur úr sögunni þegar löglegum innláns- stofnunum verður kleift að anna eftirspurn eftir fjármagni með nægjanlega háum vöxtum, segir Bolli í grein sinni. Skiljanlegastir eru erfiðleikar þeirra, sem stóðu i húsbyggingum í þann mund, sem raunvaxtastefna var tekin upp. Þótt aldrei hafi verið gert eins mikið í húsnæðismálum til þess að létta byrðarnar og í tíð núverandi félagsmálaráðherra, þarf meira að koma til. Stærsti vandinn þar er að gera fólki kleift að greiða niður fjárfestingu í íbúðarhús- næði á a.m.k. 40 árum. Og Bolli Héðinsson segir ennfremur í grein sinni. „Háir vextir eiga að koma öllum þorra launþega til góða, fremur en lágir vextir. Kannanir, sem fram hafa farið á uppruna sparifjár, sýna að lang stærsti hluti þess kemur frá almenningi, sem þannig nýtur góðs af háum vöxtum. Almennt séð hlýtur það að vera hagur launafólks að hafa möguleika á að safna fé til kaupa á tilteknum vörum og láta vextina vinna með til að ná settu marki. Þetta gildir um kaup á flestu nema íbúðarhúsnæði, þar sem varð að koma til sérstakar ráðstafanir hins opinbera. Verðbólguár- in brengluðu svo verðmætaskyn fólks, að sjálfsagt og eðlilegt þótti að græða á því að skulda, en tapa á því að spara. Með hækkuðum vöxtum hefur þessu loksins verið snúið við. Það skýtur því skökku við að samtök launafólks skuli setja fram kröfu um lægri vexti í stað þess, að einbeita sér að húsnæðislánakerfinu og krefjast úrbóta þar.“ Jón Kjartansson ■ Með Jóni Kjartanssyni er genginn mikili Siglfirð- ingur. Þar fæddist hann fyrir 68 árum og starfaði um langt skeið, meðal annars sem bæjarstjóri á miklum erfiðleikatímum á Siglufirði eftir að síldin hvarf. Þótt Jón flyttist til Reykjavíkur og tæki þar við umfangs- miklu ríkisfyrirtæki sinnti hann alla tíð margvíslegum störfum fyrir Siglufjörð. Með Jóni Kjartanssyni er genginn mikill samvinnu- og framsóknarmaður. Hann var formaður Fram- sóknarfélags Siglufjarðar. í miðstjórn Framsóknar- flokksins, varaþingmaður og síðar þingmaður og hann sat í blaðstjórn Tímans og í stjórn Blaðaprents hf. Með Jóni Kjartanssyni er genginn hlýr og stóhuga maður sem við minnumst með söknuði og þökk. Þriðjudagur 3. desember 1985 8 . IlL Vettvangur Bolli Héðinsson: - lýðskrumarar ganga á lagið Það væri dæmigerð „íslensk“ efna- hagsaðgerð að fyrirskipa bönkum að lækka vexti án þess að tekist væri á við orsakir hinna háu vaxta ■ Raunalegt hefur verið upp á að horfa í „vaxtaumræðunni“ hvernig lýðskrumarar hræra saman a.m.k. þremur óskyld- um atriðum íslenskra peninga- mála og hrópa um torg að brýna nauðsyn beri til að hverfa frá raunvaxtastefnu. Hin þrjú óskyldu, en þó tengdu atriði eru: 1. Hæð vaxta. 2. Okur 3. Vandi húsbyggjenda. I.Hæðvaxta Hvort sem mönnum líkai betur eða verr þá ræður fram- boð og eftirspurn eftir pening- um ávöxtun fjármagns. Fái innlánsstofnanir ekki að halda uppi nægjanlega háum vöxtum í samkeppni við aðrar sparnaðarleiðir gerir það að verkum að peningarnir streyma þaðan út og í annað form sparnaðar. Frá því í seinna heimsstríði hefur sparn- aður íslendinga að mestu verið geymdur í íbúðarhúsnæði. Hins vegar hefur bönkum ver- ið komið á fót til að sjá til þess að fjármagni því sem þar er varðveitt sé ráðstafað til arð- vænlegri framkvæmda til fram- tíðarheilla. Pað væri dæmigerð „íslensk" efnahagsaðgerð að fyrirskipa bönkum að lækka vexti án þess að tekist væri á við orsakir hinna háu vaxta. Pannig er ríkisstjórninni í lófa lagið að láta vexti lækka, ekki með tilskipunum, heldur með því að ráðast að rótum vandans og draga sjálf úr eftirspurn eftir fjármagni. Pví miður fór svo að vextir voru ekki hækkaðir fyrr en þeir voru gefnir „frjálsir". Það tvennt þarf þó ekki að fara saman, því fyrir löngu hefði átt að vera búið að hækka vexti og láta þá breytast jafnt hjá öllum innlánsstofnunum. 2. Okur. Jarðvegur okurlánastarf- semi er aðeins til staðar þegar framboð fjármagns er tak- markað en eftirspurn mikil. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að slík starfsemi nái að þrífast er auðvitað að gera Íöglegum innlánsstofnunum kleift að anna eftirspurn eftir lánsfé með nægjanlega háum vöxtum. Segja má að ekki sé komið fullt jafnræði á, milli lántakenda og lánveitenda fyrr en sá síðarnefndi sárbænir fólk um að taka hjá sér lán. Vilji hinsvegar enginn lánin, þá lækka vextirnir. Þessi framtíð- arsýn kann að þykja fjarlæg, en þarf ekki að vera það, hækki vextirnir nógsamlega. 3. Vandi húsbyggjenda E.t.v. var það gjaldþrot sér- eignastefnunnar í húsnæðis- málum þegar lántakendur þurftu að fara að greiða af lánum með jafn verðmiklum krónum og lánin voru tekin á. Séreignastefnan sem langflest- ir aðhyllast byggðist á því að fjár- munir væru fluttir frá sparifjár- eigendum til lántakenda, margir þeirra voru hús- byggjendur. Hin snöggu umskipti sem urðu þegar skipti úr neikvæðum vöxtum yfir í raun- vexti, hafa valdið þeim sem eru að koma upp þaki yfir höfuð sér, ómældum erfiðleik- um. Þrátt fyrir að mikið hafi verið gert til aðstoðar, er það hvergi nærri nóg. Nauðungar- uppboð og gjaldþrot einstak- linga eru fleinn í holdi þjóðar- innar svo gera verður enn frek- ari ráðstafanir til bjargar. Slík- ar ráðstafanir væru fyrst og fremst fólgnar í lánveitingum til nægjanlega langs tíma, til að létta greiðslubyrðina. Til skamms tíma þótti ekk- ert sjálfsagðara heldur en að hver sá sem réðist í byggingu eða kaup á íbúðarhúsnæði, ætti eignina skuldlausa innan 4-5 ára þótt sá hinn sami gæti ( e.t.v. búið í húsinu í hálfa öld eða svo. Slíkt er eðlilega ekki nokkur hemja og eðlilegt að greiða þurfi af fjárfestingu í íbúðarhúsnæði í a.m.k. 40 ár. Ríkisvaldið eitt er þess um- komið að ráðstafa fjármagni svo langt fram í tímann og verður því að gera enn betur en þegar er að gert, svo ekki dragi enn frekar en orðið er úr siðferðisþreki þjóðarinn- ar. Til að ná slíku fram þarf e.t.v. skipulagsbreytingu á lánamálum húsnæðiskaup- enda, e.t.v. væri rétt að eftir- stöðvar lána hins opinbera í íbúðarhúsnæði væru gerðar upp í hvert sinn sem húsnæði Jarðvegur okurlánastarfsemi er aðeins til staðar þegar framboð fjármagns er takmarkað en eftirspurn mikil Verðbólguárin brengluðu svo verðmætaskyn fólks að sjálfsagt og eðlilegt þótti að græða á því að skulda en tapa á því að spara. Með hækkuðum vöxtum hefur þessu loksins verið snúið við Er landið okkarallra? ■ Nú verður Alþingi að taka af skarið. Það er löngu orðið tímabært að eignarréttur ís- lenska ríkisins á þeim lands- svæðum sem eignarheimildir finnast ekki fyrir verði stað- festur með lögum. Það er ekki þolandi lengur að landeigend- ur og hreppsfélög geri eignar- kröfu til hálendissvæða, sem hafa aldrei tilheyrt einstökuni mönnum eða hópum, í þeirri von að geta hugsanlega gert sér féþúfu úr þessari sameigin- legu þjóðareign. Eignarnám á vafasömum forsendum Þau eru næstum óteljandi deilumálin sem hafa sprottið Whmhi af gegndarlausum kröfum þeirra sem eiga land að afrétt- um. Mikið vill meira. Eignar- nám á vafasömum forsendum hefur kostað þjóðarbúið stórfé á undanförnum áratugum og líklegt þykir að ekki sé úti ævintýri. í slíkum tilfellum er ekki einungis um hefðbundin afnot að ræða eins og beitar- og veiðirétt, heldur er einnig teflt um framíiðarnýtingu stór- kostlegra náttúruauðlinda. Krónur og aurar skipta miklu, því verður ekki neitað, en þetta eignarréttarmál er ekki síður mikilvægt út frá þeim sjónarhóli að það endurspeglar baráttu milli yfirgangsminnih- luta og aðþrengds meirihluta. Hver sem á heimili í þéttbýji kannast við sívaxandi tilhneig- ingu landeigenda til að krefjast endurgjalds fyrir takmörkuð afnot af landsins gæðum. Það þarf víst ekki að fjölyrða um það hvernig veiðiréttur í ám og vötnum hefur verið afskræmd- ur í framkvæmd þannig að íslendingum er ekki lengur kleift að njóta stangveiði á sanngjarnan hátt. Veiðiréttur á fugla er nýlega orðinn bitbein vegna tilrauna landeigenda til að koma á sömu skipan í þeim efnum og gildir varðandi fiskinn. Lögreglu hefur verið sigað á rjúpnaveiðimenn þegar alls hefur verið óljóst hvort að landeigendur hafa í raun staðið undir því nafni. Víða verða þéttbýlisbúar að reiða upp peningaveskið til þess að geta sett niður lítið tjald eða tínt nokkur ber. Það ber að muna að í öllum nefndum tilfellum er kostnaður landeigenda eng- inn og áhugi þeirra á að nýta umrædd náttúrugæði beint til eigin þarfa enn minni. Hamslaus græðgin Þar sem ljóst er að íbúar þéttbýlis hafa á tiltölulega skömmum tíma verið sviptir fyrri möguleika á að kynnast margrómaðri fósturjörð af eig- in raun, jafnvel þó að í stuttum sumarleyfum sé, þá er ekki að undra þó margir vilji spyrna við fótum. Eignarréttur á há-

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.