NT - 03.12.1985, Qupperneq 9
vœri selt. Síðan yrði lánað út á
það að nýju.
Háir vextir -
hagur launafólks
Háir vextir eiga að koma
öllum þorra launþega til góða
fremur en lágir vextir. Kann-
anir sem fram hafa farið á
uppruna sparifjár, sýna að lang
stærsti hluti þess kemur frá
almenningi sem þannig nýtur
góðs af háum vöxtum. Al-
mennt séð hlýtur það að vera
hagur launafólks að hafa
möguleika á að safna fé til
kaupa á tilteknum vörum og
láta vextina vinna með til að ná
settu marki. Þetta gildir um
kaup á flestu nema íbúðar-
húsnæði, þar sem verða að
koma til sérstakar ráðstafanir
hins opinbera. Verðbólguárin
brengluðu svo verðmætaskyn
fólks að sjálfsagt og eðlilegt
þótti að græða á því að skulda
en tapa á því að spara. Með
hækkuðum vöxtum hefur
þessu loksins verið snúið við.
Það skýtur því skökku við
að samtök launafólks skuli
setja fram kröfu um lægri vexti
í stað þess að einbeita sér að
húsnæðislánakerfinu og krefj-
ast úrbóta þar. Þessi atriði
mun væntanlega bera á góma
á fundi Málfundafélags félags-
hyggjufólks sem haldinn verð-
ur á Hótel Borg í kvöld, þar
sem brjóta á til mergjar við-
fangsefnið:
„Lífstíðarsáttmáli - sátt
um hvað?“.
Bolli Héðinsson er
hagfræðingur
Þrl&Judagur 3. desember 1985
Vettvangur
Þorvaldur Jóhannsson
Hingað og ekki lengra
■ í ágætri grein Sigurðar
Helgasonar sýslumanns N-
Múlasýslu í Morgunblaðinu
3/11 sl., sem ber yfirskriftina
„Landið okkar þarf allt að
byggja“ kemur fram að Aust-
firðingar og Vestfirðingar
hagnýta 30% alls heildarverð-
mætis landsmanna í fiskafla á
árinu 1984. Heimildir sínar
sækir Sigurður í fimmta hefti
Ægis 1985.
1 þessum tveimur landshlut-
um búa um 9,8% íbúa
landsins. Til samanburðar get-
ur hann þess að á Reykjanesi og
höfuðborgarsvæðinu þar sem
rúmlega 60% þjóðarinnar búa
séuhagnýtt einungis 20% heildar
fiskaflans.
Á Vestfjörðum þar sem
12,4% heildarverðmætis skap-
ast nema útflutningsverðmæti
kr. 600.000 á hvern vinnandi
mann á Bolungavík 1984, þar
sem það er hæst. Á Austfjörð-
um þar sem 17,6% heildar-
verðmætis skapast, nema út-
flutningsverðmæti kr. 800.000
á hvern starfandi íbúa á Seyðis-
firði. Þegar þess er gætt að um
70% af gjaldeyristekjum þjóð-
arinnar koma frá sjávarútvegi,
fer ekki hjá því að Austfirðing-
ar geta verið stoltir yfir því
hversu hátt hlutfall þeirra er í
þeirri verðmætasköpun sem
þjóðin lifir á.
Ekki hefur hlutur Austfirð-
inga minnkað á þessu ári og
má þar til nefna t.d. að á
Seyðisfirði var framleiðslu-
verðmæti landaðs sjávarafla í
sept. og okt. s.l. (57 daga)
samtals 293 milljónir 275.000
kr., sem skiptist þannig: Bol-
fiskur 23.500.000, síld
37.400.000 og loðna
232.357.000.
Það eru 5 millj. 145.180,00
á hvern dag í september og
október s.l. Á hvern íbúa
byggðarlagsins í þessa 57 daga
kr. 295.640,00. Á hvern vinn-
andi mann í byggðarlaginu kr.
451.190,00. Svipaðar stað-
reyndir blasa eflaust við í fleiri
sjávarplássum á Austurlandi.
Það var því ekki að ástæðu-
lausu að undirritaður fór fullur
bjartsýni á fund ráðamanna
þjóðarinnar syðra um sl. mán-
aðamót til að grennslast fyrir
um hver hlutur Seyðisfjarðar
verður í skiptingu kökunnar á
því herrans ári 1968 hjá hæst-
virtum embættismönnum og
Alþingi. Bygging skóla og
sjúkrahúss, ásamt endurbótum
á hafnaraðstöðu sem er lífs-
björg kaupstaðnum, af skiljan-
legur ástæðum, eru þau verk-
efni sem mest eru aðkallandi.
Af einskærri samviskusemi
var farið á milli helstu ráðu-
neyta og sérfræðinga þeirra,
ráðherrar gáfu viðtalstíma,
þingmenn Austurlandsogekki
má gleyma fjárveitinganefnd
Alþingis. Allsstaðar var okkur
vinsamlega tekið og ef ég man
rétt var kaffi og vínarbrauð á
borðum á a.m.k. tveimur
stöðum. Hlustað var á óskir
okkar af mikilli þolinmæði, á
stundum að manni fannst með
skilningi, en oftast lýst yfir í
lokin algeru getuleysi og mikl-
um erfiðleikum.
Samtímis því að fulltrúum
Seyðisfjarðarkaupstaðar var
vinsamlegast bent á það að
þjóðin þurfi að spara, því hún
lifir um efni fram og ekki nema
sjálfsagt að Austfirðingar sem
aðrir landsmenn taki þátt í því
þjóðarátaki, opnaðist óvart
skrifborðsskúffa hjá „Strák“
ekki langt frá höfuðstöðvum
Alþingis sem hafði það sem
aukavinnu að ávaxta og lána
þjáðum einstaklingum og fyrir-
tækjum peninga. í veltunni
mun sá góði maður hafa, eftir
því sem fréttir herma eigi
minni upphæð en sem svarar
til heildartekna Seyðisfjarðar
- Neskaupstaðar - Eskifjarðar
og Reyðarfjarðar samanlagt.
Fróðlegt verður að fylgjast
með því hverjir það eru sem
búa svo vel að geta tekið þátt
í þessu „svínaríi". Er það nú
furða þó að fulltrúar Seyðis-
fjarðarkaupstaðar færu að
ókyrrast og efast um að þeir
væru að fiska á réttum miðum?
Voru þeir í raun að tala við þá
sem stjórna fjármagninu í
landinu? Því verður erfitt að
svara játandi, en þeir bera
ábyrgðina. Hingað en ekki
lengra.
Krafan um full yfirráð
landshlutanna í sínum eigin
málum og þar með talinn ráð-
stöfunarréttur á því fjármagni
sem þar verður til, gerist æ
háværari og skal engan undra
ef franian ritað er haft í huga.
Þorvaldur Jóhannsson.
Lipurt byrjandaverk
Eiríkur Brynjólfsson:
I smásögur færandi,
Skákprent, 1985.
■ Þessi bók geymir átta smá-
sögur eftir höfund sem með
þeim ryður sér til rúms á rit-
höfundarvellinum. Sögurnar
eru úr ýmsum áttum, en allar
lipurlega skrifaðar.
Það er sameiginlegt einkenni
á allri bókinni að í henni er
áberandi heldur ísmeygilegt
skop. Þetta kemur til dæmis vel
fram í fyrstu og næstsíðustu
sögunni (Litli maðurinn, At-
burðir dagsins), en í þeim báð-
um verða ráðherrar fyrir barð-
inu á skopi höfundar. Fyrri
sagan er raunar nokkuð sér-
kennileg; þar er fengist við litla
manninn í þjóðfélaginu and-
spænis hinum stóra, og sá litli
raunar gerður örsmár vexti.
Þetta verður tilefni til ádeilu á
það haldleysi sem oft vill verða
í stórum orðum stjórnmála-
manna.
Hin sagan er aftur á móti
skopleg lýsing á utanríkisráð-
herra og samskiptum hans við
varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli. Þar þykir mér höfundi
takast býsna vel til í mannlýs-
ingu, bæði þar sem hann lýsir
söng ráðherrans í aftursætinu á
ráðherrabílnum, og eins í við-
ræðum hans við Bandaríkja-
mennina syðra. Aftur á móti
skýtur höfundur yfir markið
með kjarnorkusprengjunni í
lokin.
En hann sýnir líka á sér fleiri
hliðar en skopið. Ádeilur koma
þarna fram og sumar naprar.
Ein slík er í sögunni Gömul
kona, þar sem afskiptaleysi
kerfisins af hjálparvana gamal-
menni er lýst nöturlega. Grínið
er aftur partur af ádeiiunni í
sögunni Allsber maður og kon-
ur í buxum, og þó veit ég ekki
hvort þar er um hlutina fjallað
af fullu raunsæi - láta konur
bjóða sér það nú á dögum að
yfirmenn á skrifstofum skipi
þeim að klæðast pilsum í vinn-
unni en banni síðbuxur? Öllu
smágerðara er skopið í sögunni
Um bílamál Jóns Jónssonarfull-
trúa ■ viðskiptaráðuneytinu, en
þar er spjótinu aftur á móti í
raun beint að litla manninum,
sem er af veikum mætti að
reyna að láta vonir sínar og
drauma um áfanga í bílaeign
rætast.
Það einkennir allar þessar
sögur að þær eru heldur fíngerð-
ar og smáar í sniðum. Það
verður ekki sagt að höfundur
sýni þar mikinn átakakraft eða
sæki hart frarn til stórra list-
rænna afreka.
Frá þessu er þó einna helst
ein undantekning. Það er Saga
lögfræðingsins, þar sem rakin
eru mál fjölskyldu sem sundrast
út af arfaskiptum eftir lát fjöl-
skylduföðurins. Þar heldur höf-
undur sig sjálfur töluvert lengra
frá efni sínu heldur en í hinum
sögunum. Þetta veldur því aft-
ur að yfir verkinu verður meiri
fjarlægðarsvipur og honum
tekst kannski fyrir þá sök að
hnitmiða lýsinguna betur en
ella. Þetta er þess vegna að
rnínu viti sú saga sem af ber í
bókinni.
Líka má nefna verk sem heitir
Lítil og Ijót saga um frelsi,
jafnrétti og bræðralag. Þar er
viðfangsefnið sömuleiðis skoð-
að úr nokkurri fjarlægð, í raun
fátt sagt en fleira gefið í skyn.
Þar tekst höfundi að draga upp
nokkuð glögga mynd af erfið-
lcikum og því hvernig hjónin í
sögunni reyna af veikum burð-
um að takast á við þá.
Bókinni lýkur svo með smell-
inni skrýtlu, Innreið tækninnar,
um það þegar sjálfvirkur sími
leysir gamla sveitasímann af
hólmi. Af þeim sökum neyðist
stjórn kvenfélagsins til að taka
félagsheimilið í notkun fyrir
fundi sína.
Það er ekki hægt að segja að
Eiríkur Brynjólfsson vinni hér
nein stór bókmenntaleg afrek.
En still hans er lipur og létt
kímnin, sem bókin er full af,
ber vott um ótvíræða frásagnar-
gáfu og frásagnargleði hans.
Þetta er góð byrjun og vonandi
fylgja átakameiri verk í kjölfar-
ið seinna. Einkum er það trúa
mín að með því að rækta saman
fíngert skopskyn sitt og bein-
skeyttari persónusköpun gæti
liann náðjafnvel mjögskemmti-
legum árangri.
Eysteinn Sigurðsson
9
lendissvæðum er því orðinn
svokallað „prinsipmál" jafnt
vegna þjóðarvitundar sem
þjóðarhagsmuna. Þó að ekki
sé hægt að koma í veg fyrir að
íslendingur í borg eða bæ þurfi
að greiða landeigendum stórfé
fyrir afnot af gæðum sem tengj-
ast á engan hátt vinnu eða
verðmætasköpun síðast-
nefndra í nágrenni við byggð
ból, þá er enn hægt að hindra
að hamslaus græðgin nái einnig
til þeirrra landssvæða sem hafa
verið, eru, og munu vonandi
verða framvegis eign allra
landsmanna.
Lagasetning Alþingis ætti að
geta verið leikur einn. Tekin
hafa verið af öll tvímæli um
eignarrétt viðkomandi land-
eigenda í lagalegum skilningi.
Hver getur gleymt þeim úr-
skurði er Hæstiréttur felldi um
eignarrétt á svokölluðum
Landmannaafrétti árið 1981.
Þar var tekið fram að heima-
aðilar hafi ekki getað sannað
tilkall sitt til hins umdeilda
svæðis. Þó svo að eignarréttur
ríkisins hafi á hinn bóginn ekki
verið ótvíræður þá þótti ljóst
að Alþingi gæti ákvarðað eign-
arrétt með lögum. Það ber að
gera hið fyrsta.
Boðberar landauðnar
Svo er það annað í þessu. Þó
að upprekstar- og beitarréttur
landeigenda sé í flestum tilfell-
um ekki dreginn í efa, þá ætti
öllum er hafa heilbrigða hugs-
un að vera Ijóst að landeigend-
um er ekki treystandi fyrir
fullum yfirráðum yfir hálendis-
svæðunum. Takmarkalaus og
óforsjál beit hefur haft slíkar
afleiðingar að seint mun bætt
verða. Landeigendur sem not-
færa sér beitarrétt liafa þannig
gerst boðberar landauðnar
frekar en landverndar. Lög-
festur eignarréttur ríkisins að
landssvæðum sern engin eign-
arheimild finnst að gæti orðið
fyrsta skrefið í þá átt að koma
á umsvifamiklum opinberum
takmörkunum sauðfjárbeitar í
samræmi við beitarþol á hverj-
um stað.
Þjóðargjöfin fór fyrir lítið,
enda var árangrinum af fram-
kvæmd hennar tekið eins og
laxinum eða rjúpunni. sjálf-
sögðum hlut er hægt væri að
nota til ávinnings án tillits til
annarra landsmanna. Því mið-
ur er gróðurinn annars eðlis en
fuglar og fiskar, því fór sem
fór.
Sturla Sigurjónsson.