NT - 10.12.1985, Síða 6
§
£
=£
Ul
£
£0
s
£
Ui
NEWSIN BRIEF-----------
December 9 -Reuter
■ GENEVA - OPEC
announced it would defend
what it saw as a fair share of
the world oil markct at the
end of three days of talks.
The conference president
dcnied the group was look-
ing for a price war with rival
producers.
•
OSLO - The Soviet and
U.S. heart specialists at the
centre of a diplomatic row
over this year’s Nobel Peace
Prize appeared to have sa-
ved the life of a Soviet tel-.
evision journalist who suff-
ered a heart attack during
their news conference.
•
MOSCOW - The biggest
group of U.S. businessmen
ever to visit Moscow began
trade talks with Soviet off-
icials and both sides said it
was a chancc to develop the
gains of thc Gcneva
Suinmit.
•
BOSTON, Massachus-
etts - Yelena Bonner, wife
of Soviet dissident Andrei
Sakharov, was to visit a
doctor in the Boston area
for a heart ailment but her
family said his name and thc
diagnosis would not be
made public. She was allow-
ed out of the Sovict Union
for treatment on condition
she did not spcak to report-
ers.
•
MOSCOW - Soviet off-
icials at a news conference
held to mark world human
rights day defended the ban-
ishment of dissident physic-
ist Andrei Sakharov, saying
he was not in exile but living
a comfortable life in a closed
city.
•
BUENOS AIRES - The
Argentine government lift-
ed a 60-day state of siege, 11
days before it was scheduled
to expire, the Interior Min-
ister said.
•
BAGHDAD - Iraq, on
the alert for an Iranian ofT-
cnsive, said its planes raided
Iranian troop conccntrat-
ions in southern arcas of the
Gulf War front. A Military
spokesman said aircraft att-
ackted Iran’s Kharg island
oil terminal.
•
MANILA - Philippines
President Marcos announc-
ed seven possible Vice-
Prcsidential running mates
and hinted that controversi-
al armed forces chief Fabian
Ver might resign before the
February 7 election.
•
GEORGETOWN - The
opposition madc charges of
ballot-rigging as Guyana
voted in a general election
expected to return the Pe-
ople's National Congress
(PNC) of President Des-
mond Hoyte, who has
promised to continue his co-
operative socialist policies.
•
LONDON - Top scient-
ists and academics from 13
countries including the Un-
ited States and Soviet Union
concluded at a symposium
that President Reagan’s
„Star Wars“ programme
would lead to a massive ex-
pansion of the Nuclear arms
race.
•
UNITED NATIONS -
The United States, stressing
Congressional dissatisfact-
ion with U.N. spending,
called for a hudgct Ireeze,
different ways of assessing
members’ dues and tighter
control of staff costs.
NEWSINBRIEF
Þriðjudagur 10. desember 1985 6
Útlönd
Kaffikreppa?
Uppskerubrestur veldur verðhækkun
■ Samherjar í baráttunni gegn dauðanum. Formenn Alþjóða sam-
taka lækna gegn kjarnorkuvá, bandaríski læknirinn Bernard Lown
og sovéski læknirinn Yevgeny Chazov takast í hcndur.
Friðarleiðtogar
lækna bjarga lífi
Nóbelsverðlaun valda harkalegum deilum
London-Reuter
■ Ótti við langvarandi kaffiskort
vegna uppskerubrests í Brasilíu
hefur leitt til mikillar verðhækkun-
ar á kaffi á alþjóðlegum kaffi-
mörkuðum í London og New York
undanfarna daga.
Kaffikaupmenn frá Brasilíu
segja að allt útlit sé fyrir að kaffi-
uppskera Brasilíumanna á upp-
skerutímabilinu 1986 til 1987 muni
minnka niður í 13 til 16 milljón 60
kg poka sem er aðeins um hejming-
ur kaffiuppskerunnar í ár. Ástæð-
an fyrir kaffibrestinum eru miklir
hitar og þurrkar frá því í maí á
þessu ári.
Brasilía er langstærsta kaffi-
framleiðsluland í heimi. Um
þriðjungur alls kaffis á alþjóðleg-
um mörkuðum kemur frá Brasilíu
þannig að uppskerubresturinn þar
hefur óhjákvæmilega áhrif á heild-
arframboðið á kaffi í heiminum.
Kaffikaupmenn spá því að kaffi-
framleiðslan verði orðin minni en
sem nemur eftirspurn eftir kaffi í
júlí á næsta ári. Þá verða væntan-
lega allar takmarkanir á útflutningi
kaffiframleiðslulanda felldar úr
gildi en um margra ára skeið hefur
offramboð á kaffi neytt kaffifram-
leiðendur til að takmarka útflutn-
ing.
Kaffikaupmenn óttast að það
muni taka mörg ár fyrir kaffiiðnað
Brasilíumanna að ná sér aftur á
strik þar sem kaffitrén verði lengi
að ná sér eftir þurrkana.
Sultur hjá UNESCO
Osló-Reuter
■ Formenn Alþjóðasamtaka
lækna gegn kjarnorkuvá, Banda-
ríkjamaðurinn Bernard Lown og
Sovétmaðurinn Yevgeny Chazov
björguðu í gær lííi sovésks blaða-
manns sem fékk hjartaáfall á með-
an á blaðamannafundi þeirra stóð í
Osló í gær.
Blaðamannafundurinn var boð-
aður í tilefni af því að læknarnir
taka við friðarverðlaunum Nóbels
í dag. Margir hafa gagnrvnt þessa
verðlaunaafhendingu harðlega þar
sem Yevgeny Chazov, hinn sov-
éski formaður Alþjóðasamtaka
lækna gegn kjarnorkuvá, hefur
tekið þátt í gagnrýni á eðlis-
fræðinginn og andófsmanninn
Andrei Sakharov sem fékk friðar-
verðlaun Nóbels árið 1975. Sumir
halda því meira að segja fram að
Chazov sé samábyrgur fyrir því að
Sakharov var dæmdur til útlegðar
innan Sovétríkjanna.
Þótt Chazov sé ekki sjálfur verð-
launahafi þykir mörgum fráleitt að
hann skuli taka við friðarverð-
laununum fyrir hönd lækna-
samtakanna.
Chazov, sem er aðstoðarheil-
brigöisráðherra í Sovétríkjunum,
neitaði að svara spurningum frétta-
manna um mannréttindabrot í
Sovétríkjunum og um meintan
þátt sinn í ofsóknum gegn Sakhar-
ov árið 1973.
Blaðamannafundinum lauk
skyndilega í upplausn þegar sov-
éski blaðaljósmyndarinn Lev No-
vikov hné niður með hjartaáfall.
Chazov og Lown eru báðir hjarta-
læknar og þeir hófu þegar í stað
lífgunartilraunir á Novikov.
Um tíma héldu þeir að lífgunar-
tilraunir hefðu mistekist og Bern-
ard Lown brast í grát. Hann sagði
að þessi hörmulegi atburður hefði
sýnt að þegar um líf væri að tefla þá
ynnu sovéskir og bandarískir lækn-
ar saman.
Síðar kom í ljós að læknunum
hafði tekist að bjarga lífi blaða-
mannsins sem nú liggur á sjúkra-
húsi í Osló.
París-Reuler:
■ Forseti starfsmannasamtaka
UNESCO, Menningar- og vísinda-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
lýsti því yfir í gær að hann myndi
hefja mótmælasvelti í dag til að
mótmæla geðþóttaákvörðunum og
ósamræmi við ráðningu starfs-
manna.
Starfsmannastjórinn, Bruno De
Padirac, skýrði frá þessari ákvörð-
un sinni á fimm hundruð manna
fundi starfsmanna sem fögnuðu
honum með fimm mínútna dynj-
andi lófataki. Embættismenn hjá
UNESCO segja lófatakið óvenju-
lega yfirlýsingu starfsmanna um
óánægju með Amadou Mahtar
M’Bow aðalframkvæmdastjóra
UNESCO.
Stjórn UNESCO hefur lýst því
yfir að hún neyðist til að segja upp
rúmlega átta hundruð starfsmönn-
um á næsta ári vegna úrsagnar
Bandaríkjamanna og Breta úr
Biskupaþingi lokið:
Kaþóíska kirkjan
málsvari snauðra
Stefnt að kristinni einingu á
öllum sviðum
Um hálfan
heiminn í
hjólastól
Aþena-Rcuter
■ Kanadamaðurinn Rick Hans-
en er hálfnaður í ferð sinni um-
hverfis jörðina í hjólastól.
Hansen, sem er 28 ára, lamaðist
á neðri hluta líkama síns eftir um-
ferðarslys þegar hann var 15 ára.
Hann er nú í Aþenu eftir að hafa
farið í hjólastól um 24 ríki í Amer-
íku og Evrópu.
Höfuðmarkmið heimsferðar
hans, sem hófst í Vancouver í mars
síðastliðnum, er að auka meðvit-
und almennings um hlutskipti fatl-
aðra. Hann segist vonast til að geta
safnað tíu milljón kanadískum
dollurum (300 milljónum ísl. kr.)
til stuðnings læknisfræðilegum
rannsóknum og íþróttum fatlaðra.
Hann segir að alls staðar, þar
sem hann hefur komið hafi verið
tekið afburðarvel á móti honum.
Frá Aþenu heldur hann til Mið-
austurlanda, Kína, Japans, Ástral-
íu og Nýja Sjálands.
Hann stefnir að því að Ijúka ferð
sinni í Vancouver í árslok 1986 eða
snemma árið 1987.
Páfagarður-Reutcr
■ í yfirlýsingu, sem gefin var út
eftir tveggja vikna ráðstefnu ka-
þólskra biskupa í páfagarði í Róm,
segir meðal annars að þótt höfuð-
hlutverk kirkjunnar sé andlegt
hljóti kirkjan að sýna fátækum
sérstaka umhyggju og fordæma
fátækt, kúgun og óréttlæti.
samtökunum sem dregur mjög úr
tekjumöguleikum þeirra.
De Padirac segist vona að sér
takist að þvinga M'Bow til að sam-
þykkja stofnun samciginlegrar
nefndar starfsmanna og stjórnar
UNESCO til að semja um niður-
skurðinn. Hann sagði geðþótta-
ákvarðanir hafa verið sérstaklega
áberandi frá því árið 1984 en þá
lýstu Bandaríkjamenn því yfir að
þeir myndu hætta þátttöku. Starfs-
menn samtakanna segjast reiðir
yfir ályktun sem var samþykkt á
allsherjarráðstefnu UNESCO í
seinasta mánuði sem gefur M’Bow
heimild til að neita að endurnýja
ráðningarsamninga fólks frá ríkj-
um sem ekki eru aðilar að
UNESCO. Þetta bitnar fyrst og
fremst á Bandaríkjamönnum og
Bretum en stór hluti starfsmanna
UNESCO er bandarískur.
■ Rick Hansen ekur hjólastól
sínum yfir Golden Gate-brúna í
San Francisco síðastliðið sumar.
Hann er nú hálfnaður með heims-
reisu sína og kominn alla leið til
Aþenu.
Rúmlega 160 biskupar hvaðan-
æfa að úr heiminum tóku þátt í ráð-
stefnunni sem haldin var til að
meta stöðu kirkjunnar tuttugu
árum eftir að Annað kirkjuráð
Páfastóls, 1962-1965, samþykkti
víðtækar breytingar á starfsháttum
og stefnu kirkjunnar.
f yfirlýsingunni segir m.a.:
„Kirkjan verður á spámannlegan
hátt að fordæma hvers konar fá-
tækt og kúgun og verja alls staðar
og styðja eflingu grundvallarrétt-
inda sérhvers einstaklings.” Þrátt
fyrir þetta er varað við því að
kirkjustarfið einskorðist við bar-
áttu fyrir fátæka. Þeirri viðvörun
mun vera beint til sumra af tals-
mönnum „frelsunarguðfræðinnar"
svokölluðu í Suður-Ameríku.
Biskuparnir vara við dýrkun á
efnalegum gæðum sem sé algeng
meðal ríkra þjóða og segja að
kirkjan beri meðal annars sjálf sök
á því að í mörgum löndum er fyrst
og fremst litið á hana sem stofnun.
Of mikið hafi verið rætt um eflingu
kirkjustofnana en of lítið urn Guð
og Krist.
Hvatt er til þess að konur fái að
leggja sitt af mörkum til kirkju-
starfs í samræmi við hæfileika
þeirra. En það kemur hvergi fram
við hvaða kvenlegu hæfileika er átt
og aðalritari ráðstefnunnar, Jan
Schotte erkibiskup kom sér undan
að útskýra þetta nánar þegar
fréttamenn báðu hann að ræða
nánar hvert hlutverk kvenna ætti
að vera innan kirkjunnar.
Rambo verðlaunaður:
Sylvester
Stallone
útnefndur
súit epli
Los Angeles-Reuter ■
■ Sylvester Stallone aðalleikar-
inn í Rocky og Rambo kvikmynd-
ununi var útnefndur „súrt epli" í
árlegri keppni Hollywood-klúbbs
blaðakvenna um ómerkilegustu og
ósamvinnúþýðustu kvikmynda-
stjörnu ársins.
Blaðakonurnar útnefndu Clint
Eastwood og Elizabeth Taylor hins
vegar sem bitastæðustu frétta-
stjörnur ársins.
Bréska leikkonan Emma Samms
og kanadíski leikarinn Michael J.
Fox, sem er aðalleikari í kvik-
myndinni „Aftur í framtíöina"
(Back tothe Future) voru kosin
„uppgötvanir ársins".