NT


NT - 10.12.1985, Side 3

NT - 10.12.1985, Side 3
Þriðjudagur 10. desember 1985 Atvinnuleysi í nóvember: Helmingsaukning frá októbermánuði ■ 2l þúsund atvinnuleysisdagar voru skráöir í nóvember en þaö samsvarar því að um 960 manns _ hafi verið atvinnulausir sem jafn- gildir 0,8% atvinnuleysi. Er þetta uin helmingsaukning frá fyrra mánuöi en þá voru um 475 manns atvinnulausir. Þrátt fyrir þessa ntiklu aukningu er ástandið þó rnun skárra en á sama tíma í fyrra en þá voru um þrettán hundruö manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysisdögum fjölgaði frá októbermánuði í öllum landshlut- um öðrunt en Suðurlandi. Mest varð aukningin á Norðurlandi eystra eða 4.400 dagar og munar þar mestu um að fiskvinnslan á Ólafsfirði og Húsavík stöðvaðist í mánuðinum. Yfirleitt hefur atvinnuleysi auk- ist mikið á þessum árstíma og farið enn versnandi í desember. Bendir allt til þess að sama þróun eigi sér stað í ár. ■ Samvinnusjóður íslands hf. hefur nú efnt til samkeppni um bestu hugmyndina að nýjum tæki- færum í íslensku atvinnulífi og leit- ar sérstaklega eftir nýjum fram- leiðsluvörum og þjónustustarf- semi, jafnt innan hefðbundinna at- vinnugreina sem á nýjum sviðum. „Við erum einkum að sækjast eftir hugmyndum sem geta leitt til framleiðslu og sölu til útflutnings, eða sem skapa gjaldeyristekjur," sagði Þórður Ingvi Guðmundsson framkvæmdastjóri sjóðsins, þegar samkeppnin var kynnt fyrir blaða- mönnum, „en að sjálfsögðu þarf ekki endilega að afmarka hug- myndirnar við það, því allar tillög- ur eru vel þegnar. Hugmyndirnar eða tillögurnar skulu annars vera hnitmiðaðar og af- markaðar, og fylgja með þeim ein- hverjar upplýsingar um hvernig framkvæmdin geti leitt til fram- leiðslustarfsemi, einnig hver hugs- anlegur kostnaður við hana gæti orðið og jafnvel mögulegir mark- aðir.“ Samvinnusjóðurinn áskilur sér notkunarrétt að verðlaunatillögum sem hann álítur fýsilegar til áfram- haldandi rannsóknar og þróunar í því augnmiði að stuðla að fram- leiðslu. I. verðlaun í samkeppninni eru 200 þúsund kr. 2. verðlaun 100 þúsund krónur og 3. verðlaun 75 þúsund krónur en skilafrestur á til- lögum er til 20. febrúar og sagði Þórður, að úrslit yrðu líklega kynnt í lok mars, á næsta ári. „Samkeppni þessi er ein aðferð Samvinnusjóðsins til að efla ís- lenskt atvinnulíf, en það er einmitt megin tilgangur hans,“ sagði Þórður, „og hefur undanfarin ár veitt miklu fé t.d. í fiskeldi og raf- eindaiðnað. Einnig miðast starf- semi sjóðsins mikið við skulda- bréfaútgáfu og gerð kaupleigu- samninga, nú stendur t.d. öllum til boða að sjóðurinn hafi milligöngu um gerð kaupleigusamninga m.a. við véla- eða tækjakaup. Á þeim þremur árum sem sjóðurinn hefur starfað hafa umsvif hans aukist mikið,“ sagði Þórður að lokurn. Þór Whitehead: „Stríð fyrir ströndum“ ■ „Stríð fyrir ströndum" eftir Þór Whitehead sagnfræðing er komin út hjá Almenna bókafélaginu. í bókinni leitar höfundur svara við spurningum sem lengi hafa verið í hugum íslend- inga. Hvað ætluðu Þjóðverjar sér með landið og þjóðina? Höfðu Þjóð- veriar gert áætlun um að taka landið? A blaðamannafundi sem AB boð- aði til sagði Þór Whitehead að áður en hann hóf rannsóknir sínar og heim- ildaöflun, hafi hann talið að svarið við ofanrituðum spurningum væri jákvætt. „Við fyrstu sýn sannfærðist ég þó um að svo væri ekki,“ sagði hann. Ritið ber þess þó ekki vott, enda sagði Þór að hann hefði snúist í hring og í bókinni sýnir hann fram á hvernig Þjóðverjar ófu net sitt á ís- landi. Fyrri hluti bókarinnar nefnist Gerl- ach leggur net sín og fjallar um við- Hagvirki krefst fimmtíu milljóna Landsvirkjun býðst til að borga á aðra milljón ■ Landsvirkjun hefur neitað að greiða 40 milljón króna kröfu frá verktakafyrirtækinu Hagvirki, auk vaxta og kostnað- ar, vegna verkframkvæmda við fjórða áfanga Kvíslaveitu í ár. Aður hafði Landsvirkjun neitað að greiða svipaða kröfu, upp á 60 milljónir, vegna fram- kvæmda árið 1984. Krafa þessi fer nú fyrir Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen sem er ráð- gjafastofa Landsvirkjunar og hefur Verkfræðistofan þrjá mánuði til að skila úrskurði sínum. Kröfur þessar eru settar fram vegna þess að forsendur fyrir út- boðinu stóðust ekki þegar til kom. Reyndust magnflutningar mun meiri en áætlað var og auk þess var lýsing á jarðlögum röng. Landsvirkjun hefur þó ekki alfarið neitað þessum kröf- um en boðist til að greiða á aðra milljón til verktakans. Úrskurðar í deilunni unt 1984 er_að vænta frá Verkfræðistof- unni nú um miðjan desember. Verði hann neikvæður fyrir verktakann er mjög líklegt að málið fari fyrir dómstóla. Hjá Hagvirki starfa nú rúm- lega 150 manns og var engurn sagt upp um síðustu mánaða- mót. Enn eru flestar vinnuvél- arnar í fullri nýtingu en nú fyrir áramót mun þremur verkum ljúka en það er gatnagerð í Hafnarfirði, Reykjanesbrautin upp í Breiðholt og Vogalax á Suðurnesjum. Að venju mun vinna hjá fyrirtækinu liggja niðri frá 20. desember til 6. janú- ■ Knstján Jóhannsson framkvæmda stjóri AB og Þór Whitehead sagn- fræðingur og höfundur bókarinnar Stríð fyrir ströndum. Þór kynnti nýútkomna bók sína á blaðamannafundi í gær. nt-mynd: Ámi Bjama leitni hins þýska ræðismanns, undir- róðursmanns og SS-foringja til að hrinda í framkvæmd áætlunum nas- ista um ísland. Seinni hlutinn ber heitið í upphafiófriðarogfjallarm.a. um stríðsátök skífpa hér við land. ■ Þórður Ingvi Guðmundsson framkvæmdastjóri Samvinnusjóðs íslands hf. NT-mvnd: Árni Bjama. Samvinnusjóðurinn: Efnir til hug- myndasamkeppni - um bestu tillöguna að nýjum tækifærum I íslensku atvinnulífi P GLANS-HETTU- GALLAR í öllum stærðum. Mjög gott verð, frá kr. 2.273.- Einnig stakar glans-gallabuxur frá kr. 1.027.- SPOWORUmSLUN JNGOLFS OSKARSSONAR A H0RNI kLAPPARSTIGS 0G GRETIISGÖTU s: 11783 Heildsala-sími 10-3-30 •Soimumí• PÓSTKRÖFU

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.