NT - 10.12.1985, Side 18
Þriðjudagur 10. desember 1985 18
ENGIN EFTIRSJÁ LENGUR
segir Mariana Borg, - og nú byrjar hjá mér
■ Bíllinn hennar er svartur og hún
ekur eins og rally-kappi.
Júgóslavar breyta þjóðsöng:
Tvö orð valda þjóðernisdeilu
■ Júgóslavnesk þing-
nefnd hefur gert tillögu
um að breyta tveimur orð-
um í þjóðsöng Júgóslava
til þess að leysa áratuga
þjóðernisdeilur um þjóð-
sönginn.
Júgóslavar hafa haft
„bráðabirgðaþjóðsöng"
frá því árið 1943. Söngur-
inn, sem þeir hafa notast
við sem þjóðsöng, var
skæruliðasöngur á stríðs-1
árunum. í honum koma
fyrir orðin „Hej Sloveni“
en „sloveni“ þýðir Slavar.
Stór hluti íbúa Júgóslavíu
eru ekki Slavar og hafa
þeir löngum mótmælt
þessum orðum í þjóð-
söngnum.
Pingnefndin leggur til
að í stað „Hej, Sloveni"-
komi „Jugsloveni" , þ.e.
„Júgóslavar" og bráða-
birgðaþjóðsöngurinn
verði gerður að opinber-
um þjóðsöng Júgóslava í
tilefni af 40 ára afmæli
ríkisins sem er nú ínóv-
ember.
Tónskáld hafa þegar
gert nauðsynlegar breyt-
ingar á laginu við þjóð-
sönginn til þess að það falli
að orðalagsbreytingunni
og málvísindamenn eru að
vinna að nýjum þýðingum-
á hinar ýmsu tungur sem
talaðar eru í Júgóslavíu.
Júgóslavneska þingið
verður að samþykkja
endurbætta útgáfu þjóð-
söngsins til þess að hann
öðlist gildi. Blöð í Belgrad
hafa látið í ljós efasemdir
að það takist fyrir 40 ára
afmælið sem er 29. nóv-
ember.
Alain Delon orðinn
f immtugur en virðist
aldrei verða fullorðinn!
■ Vöðvarnir eru í lagi! sagði Mariana við Ijósmyndarann, -
svo þess vegna gæti ég byrjað aftur að keppa í tennis, en
Mariana gaf sinn frægðarferil seni tennisstjarna upp á bátinn til
að geta helgað sig sem best því að vera eiginkona tcnniskapp-
ans Björns Borg.
■ Franski leikarinn Alain Delon
hélt nýlega upp á fimmtugsafmælið
sitt og var búist við að mikið yrði um
dýrðir, því að hann hefur alltaf sýnt á
því góðan lit að láta til sín taka í
Ijúfa lífinu. En í Ijós kom að hug-
myndir hans um hvernig væri við
hæfi að halda upp á slíkt merkisaf-
mæli skutu talsvert skökku við hug-
myndir annarra.
Alain hefur skilið eftir sig slóð af
brostnum hjörtum kvenna á löngum
ferli, en hefur þó síðustu árin haldið
tryggð við vinkonu sína, Anne Paril-
laud. Hún naut þeirra algeru sérrétt-
inda að halda afmælið hátíðlegt
ásamt afmælisbarninu, engum var
boðið að taka þar þátt.
Síst af öllu kærði Alain sig um að
sjá son sinn Anthony, sern hann vill
meina að hafi svívirt ættarnafnið, og
var það þó síður en svo flekklaust
fyrir. Fyrir því sá Alain sjálfur. Út
yfir allan þjófabálk þótti pabbanum
taka þegar strákur ætlaði að Ijá
auglýsingaherferð nafn sitt. Pá fór
Nú er Mariana 28 ára og hefur -
eins og hún segir sjálf byrjað upp
nýtt. Það fréttist fyrst af henni þegar
hún kom aftur í sviðsljósið eftir
s-kilnaðinn, að hún væri með lagleg-
urn ungum manni í Monaco, sem
væri 10 árum yngri en hún sjálf.
„Pað er allt búið núna,“ sagði
Mariana „en það var mér mikil upp-
örvun og huggun að hann hafði
áhuga á mér og við skemmtum okk-
ur vel saman - en það var ekki neitt
til frambúðar.1'
Nú er Mariana að láta innrétta
nýtt húsnæði sem sitt framtíðar-
heimili, og ekki nóg með það heldur
er hún með á prjónunum nýtt
diskótek, sem hún segist ætla að
stjórna sjálf. Ekki vantar hana pen-
inga, því að sagt er að hún hafi feng-
ið við skilnaðinn 3 millj. punaa
(um 180 millj.kr) útborgað fyrir
utan hús og bíl og þess háttar. Síðan
fær konan auðvitað háan lífeyri frá
hinum ríka fyrrv. manni sínum.
Björn Borg og Jannicke Bjorling í byrjun tilhugalífsins.
■ Anne Parillaud heldur enn tryggð við Alain Delon, þó að hann hafi
marglýst því yfir að hann sé ekkert á þeim buxunum að binda tryggð við
hana, eða nokkra aðra konu. Hann segist ekki geta hugsað sér að verða svipt-
ur frelsinu til að gera nákvæmlega það sem honum sjálfum dettur í hug!
pabbi gamli fyrir dómstólana og
tókst að koma í veg fyrir það!
■ Alain Delon er orðinn fimmtug-
ur en enn stórglæsilegur, eins og sjá
má.
■ Mariana Borg var dáð og líka
öfunduð þegar hún giftist tennis-
kappanum heimsfræga Birni Borg.
Sjálf var hún á uppleið sem alþjóð-
leg tennisstjarna frá Rúmeníu og
þau kynntust í sambandi við tennis-
mót. Þegar þau svo giftu sig lagði
hún „tennisspaðann á hilluna" eins
og sagt er og einbeitti sér að því að
aðstoða eiginmanninn, ferðast með
honum um heiminn Hún þoldi með
honum taugaspennuna sem fylgir
því að þeytast um heiminn og rugl-
ast alveg í tímanum, og hún tók þátt
í æsingi þeim og spennu sem fylgir
stórmótum bestu tenniskappanna.
Sjálf segir hún um þetta nú nýlega í
blaði: „Við áttum saman nokkur
góð ár og ég sé ekki eftir neinu.
Skilnaðurinn var mér mikið áfall, en
það þýðir ekki að loka sig inni og
gráta. Maöur verður bara að byrja
upp á nýtt! Sem betur fer getum við
Björn talast við eins og vinir nú og
ég held góðu santbandi við foreldra
hans."
Mariana var spurð, hvernig henni
litist á hina ungu Jannicke Bjorling,
en því svaraði hún aðeins, að hún
gæti ekki sagt neitt um það, því hún
hefði aldrei séð stúlkuna.